Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 9
unum; gróðurþekjan bólgnar út og þá gerist tvennt: gróðurinn virðist áþreifanlegri – raunverulegri – en um leið beinist athyglin meir að mál- verkinu sem slíku og að gróðrinum sem „málverki“. Áferð og dýpt slíkra verka skila sér ekki til fulls á ljósmyndum og endurspeglar það ákveðinn vanda listaverkabóka hvað þetta áhrærir. Í tveimur af nýjustu verkunum umbreytist gróðurþekjan á köflum í þykkan litahræring sem skírskotar til litapallettu, eða litaspjalds lista- málarans. Þar ná malerískir eiginleikar verkanna nýjum hæðum. Sam- hliða agaðri vinnubrögðum sleppir Eggert fram af sér beislinu og leyfir sér frjálslegri og tjáningarríkari pensilskrift – sem vísar til Vincents van Gogh og Kjarvals – og í meira mæli en áður, einkum í stærsta verkinu. Hér sést hversu mikill málari hann er – en það birtist ekki síst í valdi hans á lit. Aukin áhersla Eggerts á málverkið fer hins vegar saman við beinni skoðun á náttúrunni en í eldri verkunum þar sem blómin eiga rætur í minningum úr barnæsku (af ýmsum gróðurblettum). Nýju verkin (2006- 07) byggjast á athugun listamannsins á brekku fyrir ofan nýlegan sum- arbústað sem haft hefur í för með sér áherslu á breytileika birtunnar og litarins sem ýtt er undir með aukinni stærð verkanna og teymir áhorf- andann jafnframt „lengra“ inn í verkið. Þótt Eggert skáldi sem fyrr og skipi plöntutegundum niður á myndflötinn eftir fagurfræðilegum hent- ugleika og láti hefðbundna fjarvídd lönd og leið, þá er tilfinningin fyrir hreyfingu og breytileika náttúrunnar – afli hennar og óreiðu – sterkari í þessum myndum. Djúpir skuggar í gróðurþekjunni (eða sprungur) skapa aukna dýpt og ákveðinn þunga í myndbyggingunni. Ríkulegt myndmálið er margþætt en ofið saman í þétta og magnþrungna heild. Hið stóra, ílanga verk sem blasir við áhorfendum innst í salnum býr yfir ólgu og yfirþyrmandi fegurð. Eggert hefur sagt frá því í viðtölum að líkja megi notkun hans á ís- lensku flórunni við það að skrifa á íslensku – á tungumáli sem hann þekkir og er hluti af honum. Hluti af aðdráttarafli verkanna – en þau draga nú að sér mikinn fjölda sýningargesta og kaupenda – er trúnaður- inn við ákveðna staðfræði. Verk hans draga fram íslensk sérkenni sem í alþjóðlegu samhengi ýtir undir sérstöðu hans sem listamanns. Gróð- urþekja Eggerts er þó yfirleitt samfelld og sjaldan glittir í berangrið sem setur svo víða svip á landið. Hið íslenska táknkerfi eða tungumál verkanna höfðar einnig til íslenskrar sjálfsmyndar. Ætla mætti að með þessari sýningu á Kjarvalsstöðum máli Eggert Pétursson sig inn í ís- lenska þjóðarvitund að ýmsu leyti líkt og Kjarval gerði á sínum tíma. Í berjamó í haustlitunum sér maður e.t.v. héðan í frá fyrir sér málverk Eggerts, líkt og Kjarvalsverk renna fyrir hugskotum á Þingvöllum. Á einum stað segir listamaðurinn verk sín vera „nánast eins og neð- anmálsgreinar“ við verk Kjarvals (Aðalsteinn Ingólfsson: „Málaralist Eggerts Péturssonar. Foldarskart“, Lífstíll 2. tbl. 2006, s. 18-21). Þessi ummæli lýsa hógværð listamannsins en um leið listsöguvitund hans. Einn þáttur í mótun listamannsins (ásamt formlegu námi undir for- merkjum „nýlistar“ og náttúruskoðun frá barnæsku auk myndskreyt- inga í bókinni Íslensk flóra) er athugun hans á aðferðum og hug- myndafræði í málverki og landslagshefð. Kjarval er augljóslega áhrifavaldur, ekki síst í hinum nánu tengslum við jörðina og í hinni „mal- erísku“ sýn á náttúruna. Á námsárunum í Hollandi sá hann með berum augum málverkin á söfnunum, m.a. Rembrandt og niðurlenska lands- lagshefð á 17. öld – þar sem hann hreifst af fantasíukenndum fjalla- málverkum Hercules Seghers (líkt og reyndar einnig Rembrandt á sín- um tíma) en þau eru unnin með fremur skissukenndri pensilskrift. Eggert hefur einnig nefnt ítalska 19. aldar landslagsmálarann Giovanni Segantini en hann byggði verk sín upp af mikilli nákvæmni með að- greindum pensilförum og litablæbrigðum til að lýsa hrynjandi og breyti- leika náttúrunnar eftir árstíðum – og leitaðist við að miðla lífi mannsins í skauti hennar. Í þessu samhengi er vert að íhuga skilning Eggerts á mikilvægi hins beina, persónulega sambands við efnisleika málverksins, sambands sem hann leggur til grundvallar verkum sínum. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum, þar sem uppsetning verka er óaðfinn- anleg, stígur Eggert Pétursson fram á sjónarsviðið sem málari sem náð hefur meistaratökum á viðfangsefni sínu – og þar gegna handverkið og fagurfræðin lykilhlutverki ekki síður en hugmyndaleg framsækni – og þannig skapað sér algjöra sérstöðu og skipað sér í hóp með fremstu mál- arum samtímans. Verk hans sóma sér vel við hlið meistaraverka frá fyrri tíð – fremur en að hefjast sem neðanmálsgreinar við þau. 100 myndir Á sýningu Eggerts í Galleríi i8 má sjá innsetningu 100 nýrra smáverka (eða tveggja verka sem samanstanda af 50 smáverkum hvort) þar sem listamaðurinn gerir út á tímahugtakið. Líkt og í stóru verkunum á Kjar- valsstöðum vinnur hann með breytilega ásýnd gróðursins eftir árstíð, tíma dags og blómgunartíma. Auk þess býr í verkunum meðvitund um staðbundinn tíma þeirra í rými og samhengi gallerísins og framhaldslíf þeirra að sýningu lokinni. Hér má m.a. sjá tengsl við bókverk Eggerts og þær rýmislegu vangaveltur sem þar eiga sér stað. Verkin á veggjum i8 bjóða upp á skapandi „lestur“ á þeim. Eggert tekur hér ákveðna áhættu og leyfir sér enn tjáningarríkari vinnubrögð en áður – nálgast á köflum afstrakt-expressjónisma og gerir tilraunir með ýkta beitingu lita (sem á sér samsvörun t.d. í kvöldroða í náttúrunni), efnisáferð og þrívíða eiginleika málverksins. Einstakar myndir ganga misvel upp og þær mynda ekki eins kraftmikla heild og stóru verkin á Kjarvalsstöðum, þótt þær endurspegli vissulega samsetta eiginleika þeirra. Hér er engu að síður sjónræn veisla á ferð. Sé miðað við að hér sé um tvö samsett verk að ræða, þá vísar „síðasta“ myndin í öðru verkinu eins og áfram í nánast alveg óhlutbundið rými. Gróðurinn er þar líkt og til málamynda og stór hluti myndflatarins er án hins þétta vefjar pensilfara sem einkennt hefur verk Eggerts hingað til. Hugsanlega stendur listamaðurinn nú á vissum tímamótum. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 4. nóvember 2007. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur kr. 500. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 250. Hópar (10+) kr. 250. Yngri en 18 ára: ókeypis. Ókeypis á fimmtudög- um. Sýningarstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir. Sýningin í Galleríi i8 stendur til 27. október 2007. Opið þri.-fö. kl. 11–17, lau. kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis.áhorfanda og málverks einkennist af löngun til að fara nær verkunum og jafnvel þreifa á þeim („blómunum“). Efnisáferð verk- ks. Þegar verkin eru skoðuð í tímaröð eftir því hvenær þau voru máluð sést að áferð þeirra verður hrjúfari með árunum; gróð- verkinu sem slíku og að gróðrinum sem „málverki“.“ Án titils, 2005-2206. Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.