Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
A
lveg frá því ég var í
barnaskóla hef ég
dáðst að þessu landi.
Þegar ég tók próf
upp úr níu ára bekk
átti ég að koma upp í
sjálfvöldu efni. Þetta var munnlegt
próf og þegar ég sagði kennurunum
að ég ætlaði að segja þeim frá Ís-
landi brugðust þeir við á mjög harð-
neskjulegan hátt og töldu að ég hefði
valið Ísland vegna þess að það væri
svo lítið. Þú ert bara latur, hreyttu
þeir í mig. Ég harðneitaði því og
kvaðst hafa valið Ísland vegna þess
að ég hefði sérstakan áhuga á því.
Ég veit ekki hvort þeir trúðu mér
en ári seinna byrjaði ég að safna
peningum sem ég setti ofan í vatns-
flösku. Mér hafði verið sagt að þegar
flaskan yrði orðin full af peningum
þá myndi ég eiga milljón lírur sem
nægði fyrir flugferð til Íslands. En
þegar upp var staðið komust ekki
nema 400.000 lírur í flöskuna sem
nægði aðeins fyrir annarri leiðinni til
Kaupmannahafnar. Ég varð því að
fresta ferð minni til Íslands.“
Þegar Nicola Lecca var tvítugur
kom hann loks í fyrsta skipti til Ís-
lands.
„Ég kom hingað kl. 4 um nótt. Ég
vissi ekki við hverju var að búast. Ég
hafði lesið mikið um land og þjóð,
þar á meðal um Reykjavík. Ég vissi
að Laugavegurinn var aðalversl-
unargatan, eins konar Champs-
Élysées
Reykjavíkur. Það stóð í bæklingi
um hótelið mitt að það stæði nærri
Laugavegi. Ég var mjög glaður. En
Hótelið var í Borgartúni. Og Lauga-
veginum virtist ekki svipa mikið til
franskrar breiðgötu á borð við
Champs Élysées. Ég blótaði höfund-
um allra kynningarrita um land og
þjóð í sand og ösku. Þegar ég kom
upp á hótelherbergið sneru hurðirn-
ar öfugt í dyrunum, opnuðust inn í
stað út. Ólykt var af vatninu. Ég gat
ekki fest svefn. Klukkan sex fór ég
út. Ég hafði lítið upptökutæki með
mér til þess að hljóðrita fyrstu áhrif-
in af því að koma nú loksins til þessa
lands. Ég gekk upp á Laugaveg sem
mér fannst helst minna á Moskvu.
Þetta var mikið áfall fyrir mig. En
síðan gekk ég niður í bæ og sá þessi
fallegu litlu timburhús klædd báru-
járni. Þá strax tók ég borgina í sátt.
Og ég vissi að ég ætti eftir að skrifa
bók sem gerðist hér á þessum stað.“
Að fórna öllu fyrir
fullkomnunina
Nicola Lecca kom alla leið frá Sard-
iníu. Hann átti eftir að verða rithöf-
undur, sagður einn af þeim efnileg-
ustu á Ítalíu. Fyrir viku síðan kom
út skáldsaga eftir hann í íslenskri
þýðingu Paolo Turchi sem heitir
Hótel Borg. Hún gerist að stórum
hluta í Reykjavík. Hljómsveitar-
stjóri sem stendur á hátindi frægðar
sinnar ákveður að hafna æðstu met-
orðum innan tónlistarheimsins og
halda sína síðustu tónleika. Verkið
sem á að flytja er Stabat Mater eftir
Pergolesi en tónleikarnir eiga að
fara fram í Dómkirkjunni í Reykja-
vík! Tónlistarheimurinn stendur á
öndinni. Fáir skilja hvers vegna
meistarinn er að hætta og enn færri
átta sig á staðarvali síðustu tón-
leikanna. Valin eru 52 nöfn úr ís-
lensku símaskránni og fá viðkom-
andi miða á tónleikana. Þeirra á
meðal er Hákon Pétursson sem er
hetja íslenska næturlífsins en fá-
kunnandi um klassíska tónlist.
Sænskur piltur að nafni Óskar er
hins vegar sérstakur áhugamaður
um slíka tónlist og hljómsveitar-
stjórann sem er landi hans. Óskar
segir upp starfi sínu og kemur til Ís-
lands, staðráðinn í að komast yfir
miða á tónleikana, hvað sem það
kostar.
„Þetta er saga um leitina að full-
komnun. Allar persónur sögunnar
eru í leit að fullkomnun, hver á sinn
hátt,“ segir Lecca,“ hljómsveitar-
stjórinn sem ætlar að halda full-
komna tónleika og fær til liðs við sig
tvo söngvara sem eru þeir færustu á
sínu sviði en lifa samt ófullnægðu
lífi, Óskar sem virðist ekki hafa að
neinu að stefna en vill að minnsta
kosti upplifa fullkomnunina í tónlist
hljómsveitarstjórans og svo Hákon
sem er frægur á Íslandi fyrir að vera
einstaklega fagur. Öll vilja þau fórna
svo að segja hverju sem er fyrir full-
komnunina, fyrir að upplifa full-
komnun eitt augnablik, en þau eru
líka öll haldin djúpu samviskubiti
yfir því að vera ekki fullkomin.“
Karlmenn gráta ekki
Lecca var fimm og hálft ár að skrifa
bókina en hann tók viðtöl við meira
en 100 Íslendinga og vonast til þess
að í augum landsmanna líti hún ekki
út fyrir að vera skrifuð af ferða-
manni.
„Ég var satt að segja bæði hissa
og glaður yfir því hvað fólk hló mikið
þegar ég las úr bókinni á Bók-
menntahátíðinni í Reykjavík. En lík-
lega hlæja Ítalir ekki svona mikið að
bókinni, að minnsta kosti ekki að
sömu hlutunum.“
Aðspurður segir Lecca bókina
ekki beinlínis vera tilraun til þess að
draga upp mynd af Íslendingum.
„En ég dreg upp margar smámynd-
ir. Til dæmis spurði ég einu sinni
brettastrák á Ingólfstorgi hver væri
besti brettastrákurinn á Íslandi og
hann svaraði um hæl: Ég! Ég segi
þessa sögu í bókinni enda finnst mér
hún lýsa Íslendingum vel. Þeim
finnst þeir geta allt og vera bestir í
öllu. Og það er gott. Hákon Péturs-
son er hins vegar ekki dæmigerður
Íslendingur. Hann er kómísk per-
sóna, eiginlega brandari. En hann á
líka ýmislegt sameiginlegt með ungu
vestrænu fólki yfirleitt, innantómur,
sjálfmiðaður, upptekinn af líkaman-
um og virðist ekki bera nokkurt
skynbragð á menningu á borð við
Stabat Mater eftir Pergolesi, hann
kaupir disk með röngu verki þegar
hann ætlar að kynna sér það og skil-
ur ekki mikilvægi viðburðarins.
Hann er mjög svalur enda hugsar
hann ekki um mikið annað en að
vera svalur.“
Hákon á sér ekki fyrirmynd í hópi
þess fólks sem Lecca talaði við á
meðan hann vann að bókinni. „En ég
hitti nokkra unga íslenska karl-
menn. Einn þeirra á Djúpavogi.
Hann var sjómaður, stór og sterk-
legur, með svera handleggi og mik-
inn brjóstkassa. Hann sagðist vera
alvöru karlmaður. Ég bað hann um
að útskýra fyrir mér hvað hann ætti
við og hann sagði mér að íslenskir
karlmenn létu sér ekki bregða við
nokkurn hlut. Karlmenn gráta ekki,
sagði hann. Hann kvaðst ekki einu
sinni hafa grátið við útför föður síns.
Ég sagðist vera þeirrar skoðunar að
alvöru karlmenn grétu við útför föð-
ur síns. Hann hló að því.“
Bjargið húsunum
Allt frá því að Lecca kom hingað í
fyrstu heimsókn sína og fann það Ís-
land sem hann hafði ímyndað sér á
æskuárunum í gömlu timburhús-
unum við Laugaveginn hefur hann
komið aftur og aftur í lengri eða
skemmri tíma. En hann er ekki hrif-
inn af þeim breytingum sem orðið
hafa á samfélaginu þessi tíu ár.
„Íslendingar virðast hafa misst
sjónar á því sem skiptir mestu máli,
á raunverulegu virði hlutanna. Gott
dæmi eru hugmyndir um að rífa nið-
ur gömul timburhús við Laugaveg-
inn til þess eins að byggja ný hús,
stærri hús sem hægt er að selja fyrir
mikinn pening. Þessi gömlu hús eru
ykkar saga og menning, ykkar arf-
leifð og þið takið sálina úr þessum
bæ ef þið rífið þau niður. Ég trúi því
ekki að sú þjóð sem ég kynntist hér
fyrir tíu árum sé sú sama og ætlar
nú að rífa þessar menningarminjar
sínar og reisa í staðinn borg sem lít-
ur út eins og Dortmund í Þýska-
landi. Reykjavík er einstök og þið
ættuð að varðveita hana sem slíka. Í
mínum huga er þetta óskiljanlegt.
Ef þið væruð bláfátæk þjóð myndi
ég kannski skilja það að þið vilduð
byggja til þess að græða meiri pen-
inga. En þið eru rík þjóð og þurfið
ekki að rífa hús við Laugaveginn til
þess að eignast meiri peninga. Ef þið
viljið reisa fleiri steinsteypublokkir
gerið það þá í Kópavogi, ekki hér í
hjarta Reykjavíkur.“
Leitin að fullkomnun
Morgunblaðið/Kristinn
Nicola Lecca „Ég gekk upp á Laugaveg sem mér fannst helst minna á Moskvu. Þetta var mikið áfall fyrir mig. En
síðan fór ég niður í bæ og sá þessi fallegu litlu timburhús klædd bárujárni.“
HLJÓMSVEITARSTJÓRI sem
stendur á hátindi frægðar sinnar
ákveður að hafna æðstu metorðum
innan tónlistarheimsins og halda
sína síðustu tónleika. Verkið sem á
að flytja er Stabat Mater eftir Perg-
olesi en tónleikarnir eiga að fara
fram í Dómkirkjunni í Reykjavík!
Þetta er umfjöllunarefni skáldsög-
unnar Hótel Borg eftir ítalska rit-
höfundinn Nicola Lecca. Hér heyr-
um við söguna á bak við söguna.
Í HNOTSKURN
»Nicola Lecca hefur gefið útfjögur smásagnasöfn og
skáldsögur, Concerti senza orc-
hestra, Ritratto notturno, Ho
visto tutto og Hótel Borg.
»Um þessar mundir er aðkoma út smásagnasafn sem
Lecca hefur unnið í samvinnu
við skáldkonuna Laura Pari-
ani. Bókin heitir Ghiacciofuoco
og fjallar um sjö konur,
kennslukonu, vændiskonu, sál-
fræðing o.fl. Lecca skrifar sög-
ur um þessar konur sem gerast
á Norðurlöndunum, þar á með-
al Íslandi, en Pariani sviðsetur
sögur sínar í Suður-Ameríku.
»Ég vissi að Laugavegurinn var aðalverslunargatan, eins konar Champs-Élysées Reykjavíkur. Það stóð í bæklingi um hótelið
mitt að það stæði nærri Laugavegi. Ég var mjög glaður. En Hótelið var í Borgartúni. Og Laugaveginum virtist ekki svipa mikið
til franskrar breiðgötu á borð við Champs Élysées. Ég blótaði höfundum allra kynningarrita um land og þjóð í sand og ösku. Þegar
ég kom upp á hótelherbergið sneru hurðirnar öfugt í dyrunum, opnuðust inn í stað út. Ólykt var af vatninu. Ég gat ekki fest svefn.