Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 13
ræða og endurhugsa reglulega til að þau
verði ekki að enn einum óskráðu rústunum,
enn ein leiðin sem enginn ratar um nema ref-
urinn. Jónas Hallgrímsson segir í inngangi að
þýðingu sinni á stjörnufræði dr. G.F. Ursin,
en í þeirri þýðingu bjó hann til mörg nýyrði
svo sem sjónarhorn, aðdráttarafl og raf-
urmagn (sjá Aðdráttarafl, verk Kristínar
Jónsdóttur í þakglugga Bogasalarins):
Ég veit fullvel að mér hefir víða hvar farist verk
mitt úr hendi ófimlegar en vera væri; tel ég mér
það helst til afbötunar að ég hefi hlotið að búa til
mjög mörg orð og eru þau ætíð leið í fyrstu þang-
að til eyru vor fara að venjast þeim. Ég vonast
einnig eftir að önnur betri komi bráðum í stað
sumra þeirra og að þessi litla fjárgata er ég nú
hefi lagt verði með tímalengdinni að breiðum og
ruddum þjóðvegi. (Ritverk Jónasar Hallgríms-
sonar, III. bindi, Haukur Hannesson, Páll Valsson
og Sveinn Yngvi Egilsson (ritstj.), Svart á hvítu,
Reykjavík, 1989, s. 314.)
Leiðin á milli, það leiðir á milli
Myndlistarkonurnar Guðbjörg Lind Jóns-
dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá höfðu úr mörgum
áhugaverðum gripum að moða enda er safn-
kosturinn ögrandi áskorun. Smátt og smátt
kom í ljós að þær höfðu óafvitandi tekið upp
þráð þeirra sem af ástríðu miðluðu til ann-
arra og tókust á við álagadóm samtímans. Og
þá voru allt í einu komnir gestir inn í sýning-
arrýmið, fyrirferðar- og skapmiklir ein-
staklingar og þar að auki skáld: Látra-Björg,
Bólu-Hjálmar og Jónas, en öll voru þau mikið
á ferðinni og auðsýndu þakklæti sitt með orð-
um, í löngum ljóðabréfum, kvæðum, með út-
skurði og uppfinningum. Þessi skáld búa yfir
myndvísi svo magnaðri að sýn opnast á milli
orða. Sú sýn er fengin að láni til að búa til
einhvers konar hliðarsýn á fastasýningar
safnsins. Myndlistarkonurnar fara á móts við
goðsagnir um þessa einstaklinga og þá hluti
sem tengjast þeim. Borðið hans Jónasar, út-
skurður Hjálmars frá Bólu, ímyndaðir kaffi-
bollar flakkara sem þáðu kaffi á ferðum um
landið og von Látra-Bjargar um góðar mót-
tökur. Á krossgötum eru lúnir ferðalangarnir
boðnir velkomnir ímyndaða leið fram í tím-
ann. Kannski er það algjör ófæra enn sem
komið er en verður vonandi æ greiðari, á
milli safnkosts og sköpunar, arfs og áfram-
halds.
Ein myndlistarkonan hlutgerir kaffispjallið
og varpar ljósi á gildi gestakomunnar og á
þunga biðarinnar eftir gesti eða pósti sem
ekki skilar sér. Önnur myndlistarkona prjón-
ar nýja sokka á blauta og bólgna fætur
skálds. Hún minnir á mikilvægi nýorðasmíð-
innar og smíðar líka borð, eftirmynd af skrif-
borði Jónasar, handa þeim rannsakendum
lands og orða sem þurfa á borði með langri
skúffu að halda. Sú þriðja fylgir leiðinni á
milli handverks og skáldskapar og minnir á
nauðsyn þess að hleypa frjókornum frum-
legrar hugsunar út úr forðageymslunni, út
um glugga og inn um þá aftur, í eilífri hring-
rás skáldaðrar hringhendu. Það má raunar
segja að einkennandi fyrir þá leið sem mynd-
listarkonurnar fetuðu, í fótspor skáldanna, sé
ákveðin togstreita og þrá eftir hreyfingu,
stundum í hring, örlítið skakkan, þráhyggju-
lega endurtekinn eða leikandi hraðan út fyrir
túngarða og mörk tímans.
Vonandi geta þeir myndlistarmenn sem fá
að vinna með Þjóðminjasafninu í framtíðinni
eitthvað lært af reynslu þessara þriggja
myndlistarkvenna. Því fyrir utan það að læra
að rata um leynistigu geymslunnar þurftu
þær að verða læsar á óskráðar reglur hinnar
opinberu stofnunar. Þær þurftu að rökstyðja
beiðni um að opna salinn, að taka hlera sem
höfðu verið fyrir gluggunum í mörg ár í
burtu og hleypa birtunni inn. Þær þurftu að
prútta við forverðina um að hafa skúffuna á
borði Jónasar opna og dyrnar á skáp Bólu-
Hjálmars opnar og safngripina á gólfinu.
Starfsmenn safnsins voru skilningsríkir en
bundnir af settum reglum. Innri lögmálum
stofnunar er vissulega ögrað þegar rökstuðn-
ingurinn fyrir umbreytingu hennar er byggð-
ur á innsæi frekar en skotheldri röksemda-
færslu. Óhjákvæmilega myndast þá
togstreita á milli varðveisluskyldu og miðl-
unarmöguleika.
Blásið í póstlúðra í anddyri safnsins
Hluti af sýningunni Leiðin á milli er póst-
kassi sem fenginn er að láni hjá Íslandspósti.
Kassann mætti sjá sem ímynd þeirra tengsla
sem safn vill hafa við samtíma sinn og sam-
félag. Gestir sýningarinnar geta sest við eft-
irgerð af borði Jónasar, skrifað á kort sem
búin voru til af myndlistarkonunum og sent
áfram út í heim. Þannig minnir gesturinn á
mikilvægi þess að virkja leiðirnar á milli
safnrýmisins og líðandi stundar einkarýma.
Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður
svo blásið í póstlúðra og haldin málstofa fyrir
framan Bogasalinn, í gamla anddyri Þjóð-
minjasafnsins, og eru allir velkomnir. Sýn-
ingin Leiðin á milli stendur til 30. september.
nun arfsins
Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson
Tengsl „Hluti af sýningunni Leiðin á
milli er póstkassi sem fenginn er að
láni hjá Íslandspósti. Kassann mætti sjá
sem ímynd þeirra tengsla sem safn vill
hafa við samtíma sinn og samfélag.“
»En hvað er til ráða? Ég
held að fyrsta skrefið sé
að meta betur að verðleikum
starf og sérfræðiþekkingu
þeirra sem vinna á safnavett-
vangi. Sú þekking og ekki
síst sú reynsla hlýtur að teljast
mikilvægur menningararfur.
Og hugtakið menningararfur
og yfirleitt öll þau hugtök sem
liggja safnavettvanginum til
grundvallar þarf að gagnrýna,
ræða og endurhugsa reglulega
til að þau verði ekki að enn
einum óskráðu rústunum,
enn ein leiðin sem enginn
ratar um nema refurinn.
Höfundur er sýningarstjóri Leiðarinnar á milli
og er að skrifa doktorsritgerð í Frakklandi um
þátttöku einstaklinga í tilurð opinberra minja-
og skjalasafna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 13
GUÐMUNDUR Páll Ólafsson hefur tekið sam-
an merkilegt rit um Þjórsárver og sögu virkj-
anaáforma sem ógna bæði tilvist þeirra og vist-
fræðilegu hlutverki. Við fyrstu
sýn er ritið raunar ekki árenni-
legt, Guðmundur kýs að blanda
öllu í einn pott: Hann fjallar um
hálendi og öræfi almennt, hann
upplýsir lesandann um jarðsögu
og náttúrufar Þjórsárvera og ná-
grennis, svo rekur hann sögu um-
ræðna um virkjanir í Þjórsá og
deilur um þær og loks veltir hann
fyrir sér merkingu og inntaki um-
hverfisverndar. Hann leggur sig
ekki fram, að því er virðist, um að
setja fram skýran eða einfaldan
texta, útskýringar hans eru ekki
alltaf ljósar og oft með vanga-
veltubrag. Hann birtir langar til-
vitnanir í ræður og greinar verk-
fræðinga og stjórnmálamanna til
að varpa ljósi á viðhorf og umræðu
og ætlast iðulega til þess að lesandinn dragi
sömu ályktanir og hann gerir sjálfur án þess að
þær séu augljósar. Þetta gerir að verkum að
bókin er ekki auðveld aflestrar vilji maður gera
sér glögga mynd af efninu. En erfiðið er þess
virði, því að í lokin tekst Guðmundi á sinn hátt
að gera lesandanum ljóst á hvílíkum villigötum
umræðan um þessi mál hefur iðulega verið. Og
þrátt fyrir ofurlítið vandræðalegan skilning á
hugtakinu nytjastefna eru lokakaflarnir sterk
og einlæg röksemdafærsla fyrir mikilvægi þess
að hugsa á annan hátt um verndun og varð-
veislu náttúrunnar en menn hafa lengst af gert.
Þegar Þjórsárver eru annars vegar ætti
raunar ekki að þurfa langar eða flóknar rök-
semdafærslur til að eyða öllu tali um virkjanir
sem leitt geta til þess að þau fari undir vatn.
Þjórsárver eru, eins og Guðmundur bendir á
oftar en einu sinni í bókinni, einstök frá vist-
fræðilegu sjónarmiði og gegna viðkvæmu hlut-
verki í náttúrunni sem afar ólíklegt er að hægt
sé að bæta upp. Það er í raun óskiljanlegt að
jafnvel þó að þessi vitneskja hafi legið fyrir um
langt skeið, skuli stjórnvöld samt þráast við og
að áætlanir um virkjanir á þessu svæði haldi
áfram. Það má segja að markmið Guðmundar
með bókinni, eins og það blasir við
lesandanum, sé að leggja drög að
réttu verðmætamati, það er, draga
fram allt það sem í húfi er og stríðir
gegn hinni einföldu hugsun hag-
fræðinganna um verð á kílówatt-
stund.
Bókina prýða margar myndir og
kort og það er að mörgu leyti
skemmtilegra að blaða í henni og
fletta upp en að lesa hana frá upp-
hafi til enda. Það er vafalaust mis-
jafnt hvað fangar athygli lesandans
öðru fremur í ritinu. Ég verð að við-
urkenna að mest um verð fannst
mér samantekt Guðmundar á um-
ræðum um virkjanir og nauðsyn
þeirra um miðbik bókarinnar. Þessi
samantekt sýnir afskaplega vel að
deilur dagsins í dag um virkjanir
eru ekki nýjar af nálinni og að röksemdir sjö-
unda áratugarins eru enn í umræðunni á fyrsta
áratug nýrrar aldar. Þó hefði mátt ætla að á
þeirri tæpu hálfu öld sem liðin er, hefðu viðhorf
um margt breyst. Sjöundi áratugurinn er tíma-
bil hinna glæstu tæknilegu, verkfræðilegu
lausna, þegar mönnum datt til dæmis í hug í al-
vöru að það væri ekkert mál að sökkva Þjórs-
árverum, því að það mætti bara búa til eins
svæði einhversstaðar annarsstaðar (157). Okkar
áratugur er tími efasemda um mátt tækni og
verkfræði. En það er eins og þeir sem með vald-
ið fara telji enga ástæðu til að reyna að skilja
eða tileinka sér ný viðhorf eða læra af reynsl-
unni. Þeir tala enn eins og árið sé 1960.
Af varpflutningum
og öðrum frábær-
um hugmyndum
Jón Ólafsson
Bækur
Umhverfi og náttúra
Eftir Guðmund Pál Ólafsson,
Mál og menning, 2007, 288 bls.
Hernaðurinn gegn landinu Þjórsárver hjarta landsins
Guðmundur Páll
Ólafsson
NORSKI verðlaunahöfundurinn Lars Saabye
Christensen sló rækilega í gegn með skáld-
sögu sinni Hálfbróðurnum sem vann til Bók-
menntaverðlauna Norð-
urlandaráðs árið 2002 og kom út
á íslensku ári síðar í mjög góðri
þýðingu Sigrúnar Kr. Magn-
úsdóttur. Síðan hefur Sigrún
þýtt tvær aðrar skáldsögur sama
höfundar; auk þeirrar sem hér
um ræðir þýddi hún skáldsöguna
Hermann sem kom út árið 2005.
Módelið er nýjasta skáldverk
Lars Saabye Christensens og
hefur hlotið ákaflega góða dóma í
heimalandinu og þykir höfundur
með henni hafa sannað enn og
aftur að hann er tvímælalaust
meðal snjöllustu samtímahöf-
unda á Norðurlöndum – og þótt
víðar væri leitað.
Módelið er að mörgu leyti að-
gengilegra verk en Hálfbróðirinn
þó ekki sé nema vegna þess að hún er mun
styttri og með hnitmiðaðri sögufléttu. Hér er
sagt af lítilli fjölskyldu; myndlistarmanninum
Peter Wihl, konu hans Helene sem er leik-
myndahönnuður og ungri dóttur þeirra, Kaiu.
Þegar við kynnumst fjölskyldunni er Peter að
undirbúa stóra sýningu í tilefni af fimmtugs-
afmæli sínu og Helene vinnur að því að hanna
leikmynd fyrir væntalega uppsetningu á Villi-
öndinni eftir Henrik Ibsen. Hamingjuríkt líf
þeirra er í föstum skorðum þegar áfallið dyn-
ur yfir: Peter er sleginn blindu sem varir í
fyrstunni í skamma stund í einu, en hann fær
í kjölfarið þá greiningu að innan nokkurra
mánaða muni hann missa sjónina fyrir fullt og
allt. Hvað gerir maður sem þarf að reiða sig á
sjónina við starf sitt við slíkar aðstæður?
Hversu langt er hann tilbúinn að ganga til að
sköpunargáfa hans fái að njóta sín áfram? Því
verður ekki svarað hér en höfundur svarar
þessum spurningum í skáldsögunni og skoðar
um leið á áhrifamikinn hátt ýmsar
áleitnar spurningar sem varða sið-
ferðiskennd nútímafólks á tímum
þegar allt er falt fyrir peninga og
líf þeirra sem minna mega sín
virðist einskis virði.
Módelið er þó síður en svo bara
snjöll skáldsaga um siðferðileg
álitamál, um blindu og siðferð-
isblindu, heldur býður hún upp á
mörg fleiri merkingarsvið sem
gaman er fyrir lesendur að upp-
lifa. Hér er fjallað á næman hátt
um samband hjóna, um samband
föður og dóttur, um samband
listamannsins við umhverfi sitt, og
um samband miðaldra manns við
fortíð sína, svo dæmi séu tekin.
Og fyrir þá lesendur sem þekkja
til Villiandar Ibsens hefur skáld-
sagan enn víðari skírskotun því leikrit Ibsens
er að mörgu leyti það „módel“ sem Lars Saa-
bye Christensen byggir skáldsögu sína á,
leynt og ljóst. Það er þó síður en svo nauðsyn-
legt að vera Ibsen-fræðingur til að njóta sög-
unnar því hér er einfaldlega um innihaldsríka
nútímaskáldsögu að ræða sem áhugamenn um
bókmenntir ættu ekki að láta fram hjá sér
fara.
Blinda og
siðferðisblinda
Soffía Auður Birgisdóttir
BÆKUR
Skáldsaga (kilja)
Eftir Lars Saabye Christensen. Íslensk þýðing: Sig-
rún Kr. Magnúsdóttir. Mál og menning 2007, 288
bls.
Módelið
Lars Saabye
Christensen