Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is KJARARÁÐ hefur úrskurðað að ákvörðun launa og starfskjara prófessora heyri ekki undir ráðið og að laun þeirra og starfskjör skuli ráðast í frjálsum samn- ingum, svo sem gildir um aðrar starfsstéttir háskóla. Kjaranefnd hefur úrskurðað um laun prófessora frá árinu 1996, en fram til þess tíma sömdu prófessorar um kjör sín eins og aðrar stéttir háskóla. Kjararáð leysti kjaranefnd og kjaradóm af hólmi snemma árs í fyrra í fram- haldi af lagabreytingu Alþingis þar að lútandi. Samkvæmt nýju lögunum skal kjararáð ákveða hvaða starfsstéttir heyri undir úr- skurðarvald ráðsins, þar sem svo háttar til að laun og starfskjör geti ekki ráðist á venjulegan hátt með samningum vegna eðlis starf- anna og samningsstöðu. Kjararáð hefur haft stöðu pró- fessora til skoðunar frá síðast- liðnu hausti og úrskurðaði um efnið á fundi sínum í gær. Meiri- hluti þeirra sem sendu inn um- sagnir um málið, félög prófessora og flest háskólaráðin, voru þeirr- ar skoðunar að kjararáð ætti að ákveða laun prófessora, en minni- hlutinn, þ.á m. ráðuneyti mennta- mála, fjármála og landbúnaðar, að kjör þeirra ættu að ráðast í kjara- samningum. Í úrskurði kjararáðs er vísað til þess að í athugasemdum með frumvarpi um kjararáð segi að meginreglan á vinnumarkaði hvort sem er hjá einkaaðilum eða hinu opinbera hljóti að vera samn- ingsfrelsi og að undantekningar frá því verði að túlka þröngt. Hafa ekki sérstöðu „Kjaradeilur og verkföll meðal prófessora valda röskun á starfi sem erfitt er að una við. Á það einnig við um mörg önnur störf og hafa prófessorar ekki þá sérstöðu í því efni, að það réttlæti að vikið sé frá meginreglunni um að laun og starfskjör séu ákveðin í frjáls- um samningum. Störf prófessora fela ekki í sér fyrirsvar fyrir ríkið í samskiptum við starfsmenn í kjaramálum. Háskólaráð, félög prófessora og einstakir prófess- orar hafa fært mikilsverð rök fyr- ir þeirri afstöðu, að ekki skuli hrófla við núverandi fyr- irkomulagi, sem hafi reynst vel undanfarinn áratug. Vandséð er þó að háskólarnir og samtök pró- fessora geti ekki samið um sam- ræmt heildarkerfi sem viðhaldi núverandi kerfi eða leysi það af hólmi.“ Kjararáð ákveður að það úr- skurði ekki um laun prófessora Laun þeirra ráðist í frjálsum samningum eins og hjá öðrum háskólastéttum BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti í gær höfuðstöðvar lögregluembættis höfuðborgarsvæðisins. Tilefnið var sameining embætta á svæðinu sem tók gildi um áramót. Ráð- herrann gekk á milli deilda og heilsaði starfs- mönnum auk þess sem hann lýsti yfir ánægju með hversu vel sameiningin hefði tekist og staðfesti í kjölfarið nýtt skipurit embættisins og opnaði nýja kynningarvefsíðu þess sem finna má á vefslóðinni www.logregla.is/nyttembaetti. Morgunblaðið/Júlíus Ráðherra í heimsókn hjá lögreglu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 9 mánaða fangelsi þar af 6 á skilorði fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða henni 400 þúsund kr. í bætur. Maðurinn var hinsvegar sýknaður af meirihluta dómsins af ákæru fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn viðurkenndi við yfir- heyrslu að hafa ráðist á konuna í kjölfar deilna. Í niðurstöðu dómsins segir að skv. vætti lækna samræmdust áverkar á hálsi konunnar því að ól hafi verið hert um háls hennar í kyrkingarskyni, líkt og hún hefði sjálf haldið fram. Yrði að telja sannað, að maðurinn hafi valdið konunni áverkunum. Að mati dóms- ins hefði árásin því verið sérstak- lega hættuleg. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson dómsformaður, sem skipaði minnihluta dóms, Sig- rún Guðmundsdóttir og Skúli Magnússon. Verjandi var Sjöfn Kristjánsdóttir hdl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Níu mánaða fangelsi fyrir árás ÖRYRKJUM heldur áfram að fjölga hér á landi og voru þeir tæp- lega 14 þúsund talsins í lok árs 2005. Örorka var mun algengari hjá konum en körlum og fór stig- vaxandi með aldri. Þá var örorka talsvert algengari hjá konum á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu, en hjá körlum var örorka ívið algengari á höfuðborgarsvæð- inu en á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn læknanna Sigurð- ar Thorlacius og Sigurjóns B. Stef- ánssonar og Stefáns Ólafssonar, prófessors, en niðurstöðurnar eru birtar í nýju tölublaði Læknablaðs- ins. Þar kemur fram að 8,6% kvenna á aldrinum 16–66 ára voru með 50% örorku eða meira og 5,5% karla. Örorka er innan við 2,5% í yngstu tveimur aldursflokkunum, þ.e. undir 24 ára , en vex með aldri og er 22,6% og 28,9% hjá konum í tveimur elstu aldurshópunum 60– 64 ára og 65–66 ára. Sambærilegt hlutfall hjá körlum í sömu aldurs- flokkum er 13,6% og 17,9%. Geðraskanir og stoðkerfisrask- anir voru langalgengustu ástæður örorku samkvæmt könnuninni. Um tvo þriðju örorkutilvika hjá konum mátti rekja til þeirra ástæðna og tæp 60% tilvika hjá körlum. Atvinnuleysisstig hefur áhrif Fram kemur að fjölgun öryrkja er mjög breytileg frá einu ári til annars og að rannsóknir hafi sýnt að það megi öðru fremur rekja til breytinga á atvinnuleysisstigi. Aðrir þættir sem stuðli að hægfara fjölgun öryrkja séu hækkun með- alaldurs og auknar kröfur á vinnu- markaði. Þá kemur fram að sem fyrr sé örorka meðal yngra fólks algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Það sé líklega vegna þess að minna sé um úrræði til starfsendurhæf- ingar og virkniaukandi aðgerða fyrir jaðarhópa á vinnumarkaði en algengt sé í grannríkjunum. 8,6% kvenna og 5,5% karla á aldrinum 16–66 ára hafa fengið örorkumat Örorka mun algengari hjá konum en körlum 1  2  3 "4 4'##)      !"#$#  %&& ' "( ' !(( )*("(# $ ( )*("(# %( +""( ,""( - %.    / 0  1*"( 1(( +#2 &*2 *+2 *"2 "#$2 "#$2 *(2 "#(2 "")2 +(2 )*2 )$2 %"2 %$2 (%2 ($2 $$2 ('2 )$2 ))2 3 (( ,* (!(( ,. 4( / "& (! 5$ (( ,. 4( / 4(6 (! 7 ! "( $8"( 9(: *& !8.# ,. 4( /  "(!(" + , 1*"( 1(( $"$2 $)"2 *'2 )$2 %#2 '$2 '%2 '+2 &(2 "###2 %#+2 "*$2 +*2 ++2 +)2 $%2 '%2 "*2 +%2 "###2    3 "4 4'##) ; "!! !4 < 6( KARLMAÐUR á þrítugsaldri varð í gær- morgun uppvís að tilraun til smygls á tölu- verðu magni af vaxtarhormónum og ster- um með farþegaferjunni Norrænu. Árvökulir starfsmenn tollgæslunnar á Seyðisfirði komu upp um smyglið og hefur málið verið afhent lögreglunni til rann- sóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Seyðisfirði fundust efnin í bifreið mannsins og voru í lyfjahylkjum. Hylkin voru falin á víð og dreif um bílinn og þeg- ar þau höfðu verið talin saman kom í ljós að um var að ræða 200 hylki sem innihalda vaxtarhormón og tæp fjörutíu hylki sem innihalda stera. Maðurinn viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau ætluð til eigin nota. Kaupverð er talið vera um hálf millj- ón króna í Danmörku. Að lokinni skýrslutöku var manninum og samferðakonu hans sleppt úr haldi og má hann búast við ákæru í kjölfarið. Málið telst upplýst. Reyndi að smygla sterum til landsins MAÐURINN sem lést í fallhlífarslysi í Ástr- alíu á sunnudag hét Benjamín Árnason til heimilis í Vesturbergi 35 í Reykjavík. Hann var fæddur 20. júní 1979 og var ókvæntur og barn- laus. Lést í fallhlífarslysi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann í 135 þúsund króna sekt fyrir ölvunarakstur og 1 árs ökuleyfissviptingu en maðurinn hafði bakkað eina bíllengd á bílastæði utan við veitingahús í desember 2005. Í lögregluskýrslu sagði að lögreglumenn hefðu verið við reglubundið eftirlit þegar þeir sáu að verið var að bakka bíl úr bíla- stæði framan við veitingahús. Hafi verið ákveðið að kanna ástand ökumannsins en þá hefði ökumaðurinn verið búinn að stöðva bílinn og stíga út. Stúlka, sem sat í farþegasætinu, reynd- ist vera umráðamaður bílsins. Í ljós kom að ökumaðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og reyndist raunar ekki vera með gilt ökuskírteini. Áfengismælir, sem maðurinn var látinn blása í, sýndi að áfengismagn í lofti var 1,5‰ og áfeng- ismagn í blóði reyndist síðar vera 1,27‰. Að mati dóms var hafið yfir allan skyn- samlegan vafa, að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Guðjón Ægir Sigurjónsson hrl. og sækjandi Gunnar Örn Jónsson fulltrúi lögreglustjórans á Sel- fossi. Tekinn ölvaður eftir eina bíllengd Á SÍÐASTA ári fóru gistinætur á far- fuglaheimilum hér á landi í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en alls urðu þær tæp- lega 105.000. Er það um 12% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í frétt frá Farfuglum. Alls voru starfandi 25 farfuglaheimi hér á landi á síðasta ári og fjölgaði gistinóttum á þeim öllum en mismikið eftir heimilum. Langflestar gistinæt- urnar komu frá þýskum og breskum ferðamönnum og fjölgaði þeim einnig mest á milli ára. Athyglisvert er að gistinóttum á Far- fuglaheimilinu í Reykjavík fjölgaði um 46% þrjá síðustu mánuði ársins 2006 miðað við fyrra ár. Svo virðist sem þessi mikla uppsveifla ætli að endast fram á hið nýbyrjaða ár, því mikið er um fyrirspurnir og bókanir þessa dagana, segir í frétt Farfugla. Farfuglaheimilin aldrei vinsælli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.