Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 35 menning HÚN ferðast ekki milli staðameð fimm ferðatöskur,koffort eða Vuitton- töskur, talar ekki um sjálfa sig í þriðju persónu, talar um galla sína ekkert síður en kosti, og hefur enga sérstaka þörf fyrir að gera lít- ið úr keppinautum sínum. Hún er ein skærasta stjarnan á óperuhimn- inum í dag, þykir engu að síður al- veg ótrúlega laus við dívustæla, heitir Anna Netrebko, er 35 ára sópran og kemur frá Rússlandi. Það er í sjálfu sér eftirtektarvert að það skuli þykja fréttnæmt að heimsfræg óperusöngkona sé kenjalaus. Svona er hún bara: hrein og bein, ærleg og jarðbundin. Engu að síður keppast erlend blöð og tónlistartímarit – og glanstímaritin líka – um að fá Önnu Netrebko í viðtöl, og hún er ekkert of góð með sig fyrir svoleiðis nokkuð. Það eru engar tiktúrur að segja frá, engir skandalar, engar uppákomur af rifrildum við óperuforstjóra, held- ur bara hún og söngurinn.    Kannski kemur þetta til af upp-runa Önnu í óperunni. Feril sinn hóf hún innan veggja Marinku í Pétursborg, hins óviðjafnanlega Marijinskí leikhúss sem áður hét Kírov. Ekki slæmur staður að byrja á hugsa eflaust margir, þar til í ljós kemur að þangað var Anna Net- rebko ráðin sem skúringakona. Þökk sé árvökulum stjórnanda þar á bæ, snillingnum Valerí Gher- giev, að hafa lagt við hlustir þegar ræstingadaman sönglaði við kúst- inn sinn um ganga þessa fornfræga leikhúss; hann tók hana í söng- fóstur, kom henni til mennta í list- inni, og loks á sviðið fáum árum síðar. Hvaða væntingar skyldi manneskja hafa við ráðningu sem skúringakona í óperuhúsi? Það má guð vita, en víst er að ævintýri stúlkunnar frá Krasnodar steig henni ekki til höfuðs, hún greip tækifærið hógvær og nýtti það.    En auðvitað er það ekki svo aðþað eina sem heimurinn sjái við Önnu Netrebko sé ólæsið á handbók dívunnar. Hún þykir ein- faldlega ein stórkostlegasta söng- kona sem hefur komið fram á sjón- arsviðið í langan tíma. Rödd hennar er líkt við rödd Maríu Cal- las, en ef til vill eru líkindi þeirra fremur fólgin í því að ferill þeirra er svipaður, Netrebko er að syngja sömu bel canto-hlutverkin og Cal- las söng, og af sömu tilfinningu og músíkgáfu og með allan þann sviðs- sjarma sem gerði grísku dívuna að goðsögn. Bellini og Donizetti eru hennar menn, Amina í La Sonnam- bula, Lucia í Luciu di Lammermo- or, Júlía í I Capuleti e i Montecchi og Adina í Ástardrykknum, María Stúart og Anna Bolena. Og svo er það toppurinn í bel canto- óperunum, Norma. „Það eru allir að segja mér að syngja hana, en það er bara svo erfitt,“ sagði hún í viðtali nýlega. „Og maður þarf að syngja það hlutverk algjörlega full- komlega.“ Hún gerir kröfur til sjálfrar sín, en er ekkert að fela það sem hún telur sig ekki ráða við. Í sama við- tali sagði hún að sum hlutverk Donizettis væru allt of erfið fyrir sig, því þau krefðust þess að söng- konan hefði fullkomna stjórn á andardrættinum. Aðspurð hvort hún hefði það ekki svaraði hún með svakalegri grettu: „Jú,jú, stundum, en ég er að vinna í þessu.“    Anna Netrebko er á sigurför umheiminn. Og hlutverkin eru miklu fleiri en þau sem hér hafa verið nefnd. La traviata er eitt af hennar bestu, Donna Anna, Gilda, Susanna, Zerlina og Manon – og svo þær rússnesku: Ljúdmíla, Ni- netta, Marfa og fleiri. Röddin þykir hreint ótrúleg: „dökkgullin á skar- latsflaueli,“ eins og haft var eftir einum gagnrýnanda. Á síðustu ár- um hefur hún lagt hvert óp- eruhúsið á fætur öðru að fótum sér, Salzborgarhátíðina og fleiri slíkar. Carnegie Hall er eftir, hún átti að vera með einsöngstónleika þar á liðnu ári en treysti sér ekki þegar til átti að taka, fannst hún ekki orð- in nógu góð, því einsöngstónleikar krefðust svo miklu meira en söng- urinn í óperunni. En nú er hún búin að lofa að syngja þar á þessu ári, með Dimitri Hvorostovskíj sér við hlið, en hann verður gestur Listahátíðar í vor.    Það verður spennandi að fylgjastmeð þessari óvenjulegu söng- konu, og frábært yrði að fá hana hingað áður en langt um líður. Gagnrýnendur, sem oft verða uppi- skroppa með stóru orðin, tala um „kraftaverk“, „aldarundur“, „af- burðasöng“, söngkona sem Net- rebko komi ekki fram á sjón- arsviðið nema á margra áratuga fresti. „Það besta síðan Pavarotti,“ segja aðrir. Öllum ber þó saman um að hispurslaus framkoman og alþýðlegt viðmótið sé síður en svo til að skemma fyrir, hér sé efni í stjörnu sem allir geti elskað og dáð – líka óperustjórar. Stórkostleg stjarna án stæla Ljósmyndari: Peter Rigaud, birt með leyfi Deutsche Grammophone Netrebko Hún er stundum kölluð: Hin rússneska María Callas, vegna þess að hún hefur allt sem til þarf: einstaka rödd, mikla leikhæfileika, fegurð og þokka og mjög persónulegan stíl. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur »En auðvitað er þaðekki svo að það eina sem heimurinn sjái við Önnu Netrebko sé ólæs- ið á handbók dívunnar. Hún þykir einfaldlega stórkostleg söngkona.  Fædd: 18. september 1971.  Foreldrar: Larissa og Júrí.  Velgengni í æsku: Fimleikar.  Þoldi ekki: Körfubolta og tölvur  Fyrsta starf: Ræstingar í Marijinskí.  Fyrsti söngkennarinn: Tamara Novichenko.  Mentorar: Renata Scotto og Valery Gergiev.  Fyrsta sviðshlutverk: 16 ára, sem afturhluti fugls.  Fyrsta óperuhlutverkið: 22 ára, Súsanna í Brúðkaupi Fígarós.  Heimspeki: Rússar þurfa alltaf einhvern skít í sínu lífi, ef allt gengur að óskum, finnst þeim eitt- hvað að.  Elskar: Að hitta vini sína, fara í bíó, diskótek og að borða.  Þolir ekki: Langar flugferðir og golf.  Uppáhaldsleikarar: Brad Pitt og Vivian Leigh.  Uppáhaldsmynd: Drakúla.  Stærsta afrek utan sviðs: Sigraði í can-can keppni í næturklúbbi í Pétursborg.  Hlustar á: MTV, Justin Timber- lake, Robbie Williams og Christinu Aguilera.  Ef ekki óperusöngkona: Skurðlæknir eða listmálari.  Uppáhaldsmatur: Sushi, nei annars, ALLT!  Uppáhaldsdrykkur: Rauðvín og Veuve Clicquot kampavín.  Uppáhaldsbækur: Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov og Á hverfanda hveli eftir Mitchell.  Búseta: Sótti um austurrískan ríkisborgararétt á síðasta ári. Kenjalausa andhetjan Anna Netrebko SAFNARÁÐ stendur fyrir málstofu í dag klukkan 12 til 13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málstofan ber yfirheitið Samvinna bóka-, minja- og skjalasafna, en það er heiti meistaraverkefnis Arnar Hrafnkelssonar í opinberri stjórnsýslu. Í rannsókn sinni skoðaði Örn á hverju samvinna safna er grundvölluð og með hvaða hætti skuli staðið að henni svo hún sé líkleg til að skila árangri. Samvinna bóka-, minja- og skjalasafna er skoðuð út frá kenningum um skipulagsheildir og stefnumótun. Örn mun kynna niðurstöður verkefnisins og svara spurningum á málstofunni. Örn Hrafnkelsson er forstöðumaður handritadeilda Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Örn lauk MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá Há- skóla Íslands í október 2006 og MA-prófi í sagnfræði frá sama skóla 1998. Málstofan er opin öllum og það er enginn aðgangs- eyrir. Málstofa safnaráðs um samvinnu safna Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Þjóðminjasafnið Málstofa Safnafélagsins fer fram í dag í Þjóðminjasafninu. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.