Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FRÆNDUR okkar Danir hafa sann-
arlega tekið rithöfundinum Sjón opn-
um örmum eftir að honum voru veitt
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir skáldsöguna
Skugga-Baldur.
Sú bók kom út í
Danmörku árið
2005 og var hrósað
í hástert af dönsk-
um gagnrýn-
endum og sat vik-
um saman á
dönskum met-
sölulistum.
Í haust kom
skáldsaga Sjóns, Splinten fra Argo
(Argóarflísin), út í Danmörku og vakti
ekki minni athygli en Skugga-Baldur
á sínum tíma. Dagblaðið Information
valdi Argóarflísina eina af bókum árs-
ins 2006, enda hældi gagnrýnandi
blaðsins bókinni á hvert reipi þegar
hún kom út og sagði í umsögn sinni að
hún væri „glæsilega skrifuð og þétt of-
in saga þar sem höfundurinn nýtir sér
á afar slunginn hátt goðsögur og mýt-
ur til að blanda saman ferðadagbók og
skáldskap“.
Á forsíðu menningarkálfs Politiken,
þar sem þær bækur fá pláss sem hafa
að mati blaðsins sérstaka þýðingu í
dönsku bókmenntalífi, skrifaði gagn-
rýnandinn Sören Vinterberg að sér
þætti bókin „afar skemmtileg“, og höf-
undurinn væri bæði „fyndinn, lesinn
og undurfurðulegur“. Argóarflísin
hefði verið gefin út í þremur löndum:
Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð og
kæmi út í fleiri löndum á næstunni.
Skugga-Baldur er að verða ein af
víðförlustu skáldsögum Íslands, en
tékkneska forlagið Argo festi sér út-
gáfuréttinn á sögunni nýverið og verð-
ur bókin því þýdd í a.m.k. 12 þjóð-
löndum.
Sjón vin-
sæll í Dan-
mörku
Argóarflísin fær
lofsamlega dóma
Sjón
BÓK Aðalsteins
Ingólfssonar og
fleiri, Heimsmað-
urinn frá Fær-
eyjum, um mál-
arann Sámal
Mikines fær frá-
bæra dóma í
danska blaðinu
Politiken. Þar
segir í upphafi:
„Bókin um fær-
eyska málarann Sámal Joensen-
Mikines, eða bara Mikines eins og
hann er kallaður af samlöndum sín-
um, er ein af glæsilegustu útgáfum
ársins.“
Það er Peter Michael Hornung
sem skrifar og heldur á með tali um
þann metnað sem augljóslega hafi
verið lagður í verkið, en Nesútgáfan
á Íslandi gaf bókina út á þremur
málum, dönsku, færeysku og ensku.
Hornung vitnar í vin málarans,
skáldið William Heinesen, sem sagði
um Mikines: „Hann var fyrsti fær-
eyski málarinn sem vogaði sér að
kasta sér út í hyldýpi listarinnar.“
Mikines var jafnframt fyrsti fær-
eyski málarinn sem sýndi list sína í
Charlottenborg í Kaupmannahöfn
og sá fyrsti sem meðtekinn var í
samfélag danskra listmálara.
Hornung segir bók Aðalsteins
stóra og íburðarmikla, og að hún
skoði í þaula líf listamannsins sem
oft á tíðum glímdi við óhamingju,
drykkjuskap og vesæld. Þótt marg-
ar bækur hafi komið út um lista-
manninn sé þessi sú langstærsta og
um leið sem kafi dýpst í líf og list
þessa ástsæla færeyska málara.
Mikines
fær prik
Mikines
Sjálfsmynd.
GALLERÍ skilti verður opnað
utan á húsinu á Dugguvogi 3 á
föstudaginn kemur. Listamað-
urinn sem ríður á vaðið er Joby
Williamson frá London. Verkið
sem hann sýnir tekur á sig form
alvöru auglýsingaskiltis fyrir
Línóleumsafn hans (www.mu-
seum-of-linoleum.com). Á með-
an á sýningunni stendur hefur
Gallerí skilti verið beðið um að
hjálpa til við að safna íslenskum
sýnishornum af línóleum (og eða vínil) gólfefni og
biðlar því til almennings að láta af hendi sýnishorn.
Sýningarstjórar Gallerís skiltis eru Birgir S. Birg-
isson og Sigrún Sigvaldadóttir.
Myndlist
Nýstárlegt gallerí
opnað á föstudag
Birgir Snæbjörn
Birgisson.
FYRIRLESTUR á vegum
Félags þjóðfræðinga á Ís-
landi ber að þessu sinni yf-
irskriftina Menningareign og
munnlegar frásagnir.
Fyrirlesari er Nigel Wat-
son og hann spyr meðal ann-
ars hvort flytjendur megi til-
einka sér frásagnir og
söngva úr hvaða hefð sem er
og hvort Hómer og Vyasa
hafi gerst sekir um ritstuld.
Fyrirlesturinn fer fram í húsi Sögufélagsins
við Fischersund, næstkomandi fimmtudags-
kvöld. Hann hefst klukkan 20 og eru allir vel-
komnir.
Fyrirlestur
Menningareign og
munnlegar frásagnir
Nigel Watson.
SAMKVÆMT tilkynningu frá
framleiðslufyrirtækinu Blu-
eeyes hafa 82.500 manns séð
kvikmyndina Mýrina frá frum-
sýningu myndarinnar 20. októ-
ber síðastliðinn.
Þetta er mesta aðsókn á ís-
lenska kvikmynd frá því að
mælingar hófust. Fyrra metið
áttu Englar alheimsins (1999)
en hana sáu 82.246 manns.
„Þá er nú orðið ljóst að
myndin er orðin tekjuhæsta mynd á Íslandi frá
upphafi og á það jafnt við um íslenskar sem er-
lendar myndir,“ segir einnig í tilkynningunni.
Mýrin er sýnd í Regnboganum og í Smárabíói.
Kvikmynd
Mýrin mest sótt frá
upphafi mælinga
Úr Mýrinni.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
HILMAR Jensson gítarleikari lenti
nýverið í ógöngum við landamæri
Bandaríkjanna þegar honum var
meinuð innganga í landið. Hilmar
var á tónleikaferðalagi í nóvember
ásamt félögum sínum í djasstríóinu
Tift þegar þeir voru stöðvaðir af
landamæravörðum við Detroit. Þeir
félagar höfðu spilað í New York,
Boston og víðar, farið svo til Kan-
ada til tónleikahalds, en voru svo á
leiðinni til Chicago til að halda tón-
leika þar. „Við fórum landleiðina og
þá hafa þeir miklu rýmri tíma til
þess að krukka í manni. Þetta var
óheppilegt, en ég hefði getað sagt
mér þetta sjálfur,“ segir Hilmar, en
alls þurfti að aflýsa fernum tón-
leikum vegna þessa. „Ég hef spilað
þarna í mörg ár, en ég er ekki með
atvinnuleyfi. Ég var að koma til
landsins í níunda skiptið á árinu
þannig að þeim fannst þetta grun-
samlegt. Þess vegna var mér vísað
til baka,“ segir Hilmar og bætir því
við að yfirheyrslur og skýrslutaka
hafi tekið um það bil fjóra klukku-
tíma. „Ég ákvað bara að segja satt
og rétt frá þar sem mér þótti þetta
ekki merkilegt, að vera að spila á
nokkrum tónleikum þar sem við
fáum rétt svo kostnaðinn greidd-
an,“ segir hann. „En málið er að
það er ekki eins og maður hafi störf
af fólki því þetta eru allt saman
mínar eigin hljómsveitir, auk þess
sem það er ekki mikla peninga að
hafa í þessum geira í Bandaríkj-
unum. En fólk á náttúrlega bara að
fara eftir lagabókstafnum. Raun-
verulega átti ég ekki rétt á því að
vinna þarna en héðan í frá þarf ég
bara að fá mér atvinnuleyfi í hvert
skipti sem ég fer,“ segir Hilmar,
sem þurfti að snúa aftur til Kanada
að yfirheyrslum loknum. „Ég var
bara sendur aftur til Kanada og
þurfti að kaupa mér miða aftur
heim. Ég mátti ekki einu sinni nota
miðann minn frá New York, ég
fékk bara ekki inngöngu í landið,“
segir hann.
Nú í desember voru svo haldnir
tónleikar í Philadelphiu þar sem
Andrew D’Angelo, félagi Hilmars í
Tift, mótmælti harðlega þeirri
ákvörðun landamæravarðanna að
hleypa Hilmari ekki inn í landið. Að
sögn Hilmars ætla þeir félagar ekki
að leggja árar í bát heldur stefna
þeir að því að halda þá tónleika sem
aflýst var. „Það er verið að vinna í
því,“ segir Hilmar að lokum.
Þurfti að aflýsa fernum tónleikum
Hilmar Jensson var án atvinnuleyfis og meinuð innganga til Bandaríkjanna
Ógöngur Hilmar ætlar að verða sér úti um atvinnuleyfi áður en hann fer
aftur til Bandaríkjanna svo hann lendi ekki í frekari vandræðum.
GISSUR Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að regl-
ur um atvinnuleyfi erlendra lista-
manna sem koma hingað til lands
séu fremur einfaldar, svo fremi sem
þeir séu ekki lengur á landinu en
sem nemur fjórum vikum. Komi
listamenn hingað til lands til starfa
innan þess tímaramma eru þeir
undanþegnir reglum um dvalarleyfi,
en það gildir þó hvorki um hljóð-
færaleikara sem ráða sig til starfa á
veitingahúsum né dansara á næt-
urklúbbum.
Innflytjandi viðkomandi lista-
manns sækir um kennitölu fyrir
hann svo hægt sé að fylgjast með
því að lögboðin gjöld af launum séu
greidd. Listamaðurinn er þá skráð-
ur á svokallaða utangarðsskrá sem
þjóðskráin heldur utan um.
Sem dæmi má nefna að erlendir
listamenn sem koma fram á hátíð-
um á borð við Listahátíð eða Ice-
land Airwaves og þiggja greiðslu
fyrir eiga að vera með slíka kenni-
tölu og umsjónarmönnum þessara
hátíða ber að sækja um hana fyrir
þá. Slík umsókn tekur einn til tvo
daga í afgreiðslu og kostnaður við
hana er ekki teljandi. Sótt er um
slíka kennitölu hjá þjóðskrá.
Erlendir listamenn
á undanþágu
Morgunblaðið/Árni Torfason
Í þjóðskrá Nick Cave hefur trúlega fengið íslenska kennitölu þegar hann
kom fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 16.september.
♦♦♦
ALMENNA reglan er sú að þegar
íslenskur listamaður fer til
Bandaríkjanna til þess að koma
fram hefur sá aðili sem flytur
hann inn til Bandaríkjanna milli-
göngu um að fá fyrir hann at-
vinnuleyfi, samkvæmt upplýs-
ingum frá Ron Hawkins,
ræðismanni Bandaríkjanna á Ís-
landi. Viðkomandi leggur þá fram
beiðni til yfirvalda þar í landi og
sé beiðnin samþykkt getur um-
ræddur listamaður sótt atvinnu-
leyfið í bandaríska sendiráðið.
Hvert atvinnuleyfi fyrir sig gildir
eins lengi og viðkomandi lista-
maður þarf til þess að koma fram.
Umsóknarferlið getur tekið um
mánuð en ef um er að ræða tilfelli
þar sem viðkomandi listamaður
þarf að koma fram innan mjög
skamms tíma er hægt að sækja
um flýtimeðferð.
Flýtimeðferð á 70 þúsund
Hawkins tekur sem dæmi að ef
íslenskur listamaður er beðinn að
koma fram í þætti Jay Leno með
skömmum fyrirvara myndu fram-
leiðendur þáttarins borga um það
bil 1.000 dollara, sem nemur rúm-
lega 70 þúsund krónum, og þá
ætti umsóknarferlið að taka innan
við hálfan mánuð.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
listamenn fái atvinnuleyfi oft á
ári. Viðurlög við brotum á lögum
um atvinnuleyfi varða tímabund-
inni útlegð frá Bandaríkjunum.
Hér hafa einungis almennar
reglur um atvinnuleyfi verið
skýrðar og í einstaka tilfellum
geta aðrar reglur en hér voru
nefndar átt við.
Einfaldar
reglur um
atvinnuleyfi