Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning ÓFAGRA VERÖLD Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 28/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Fös 2/2 kl. 20 Sun 11/2 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 14/1 kl.20 AUKASÝNING Lau 20/1 kl. 20 AUKASÝNING Lau 27/1 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar DAGUR VONAR Í kvöld kl. 20 Forsýning UPPSELT Fim 11/1 Afmælissýning UPPSELT Fös 12/1 kl. 20 UPPSELT Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Síðustu sýningar Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 14/1 kl. 14 Sun 21/1 kl. 14 Sun 28/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Síðustu sýningar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR                                      ! "               !"  # !$ % &' "!( )* %  #   $  # % &   ' $  # %    $  # +   (((     )    , - .// 0&'' 1 2   34 56 3  89  &. 1 +   1 .':  1  3;3  *+ +     $  ,-. /     0 1 $ 2+!  ! 3 !  4  " !  +  Svartur köttur – forsala hafin! Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn örfá sæti laus Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn UPPSELT Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti laus Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn örfá sæti laus Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT Næstu sýn: 2., 3., 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Skoppa og Skrítla – forsala hafin! Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin! Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Miðasala virka daga frá kl.11-16 og 2 klst.fyrir sýn. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó Lau. 13. 1 Fös. 19. 1 Lau. 20. 1 Fös. 26. 1 Sun. 28. 1 Aukasýningar í janúar! FÁ tæki eru jafn áberandi í dag- legu lífi nútímafólks og síminn. Hér á landi og víðast hvar annars staðar í norðurálfu, gengur nánast hvert mannsbarn með a.m.k. einn síma í vasanum allar sínar vökustundir og á það jafnt við um skólabörn og fullorðna. Enginn dregur í efa að farsíminn er mikilvægt örygg- istæki, hann er til mikilla þæginda, en jafnframt skelfilegur út- gjaldaauki flestu fólki. En þetta ástand er tiltölulega nýtt. Á þessu ári er öld liðin frá því sími var fyrst lagður til Íslands og lagning hans á milli staða innan- lands hófst. Lengst af þessum tíma var símaeign fólks hins vegar tak- mörkuð við eitt símtæki á heimili, jafnvel stórfyrirtæki höfðu aðeins fá tæki og notkunin var takmörkuð, enda þjónustan dýr. Fram um miðja 20. öld var símatæknin til- tölulega frumstæð og margir munu enn minnast þess er hringja þurfti í „miðstöð“ til að fá samband á milli húsa og staða og til sveita var „sveitasíminn“ lengi í notkun. Þar hafði hver bær sína hringingu og allir gátu „legið á línunni“ og hlust- að á samtöl. Á þessum tíma voguðu börn og unglingar sér ekki að hringja á milli húsa nema fá til þess leyfi og ekki var hringt á milli landshluta nema brýna nauðsyn bæri til, hvað þá á milli landa. Í þessari bók er saga símans á Ís- landi rakin frá upphafi og fram á þennan dag. Bókin tekur reyndar til öllu lengra tímabils en aldarinnar sem sími hefur verið í notkun hérlendis, því höfundar hefja söguna á frásögn af fyrstu hugmyndum um lagningu síma yfir Atlantshaf, þ. á m. hingað til lands. Síðan er sagan rakin í tímaröð fram á þennan dag, sagt frá lagningu síma til Íslands og á milli staða innanlands, uppbygg- ingu símakerfis og þjónustu, tækniþróun er lýst rækilega, fjallað um yfirstjórn og eignarhald og þannig mætti áfram telja. Í stuttu máli er saga símans á Íslandi sögð í heild og eftir því sem ég fæ best séð verður ekkert útundan sem máli skiptir. Frásögn höfunda er læsileg og vel samin. Texti í meginmáli er skýr, frá einstökum atburðum og því sem kalla mætti sérefnisþætti er oft greint í rammagreinum og þar er einnig að finna sögur af hvers kyns uppákomum og skemmtilegum atvikum, sem lífga upp á bókina. Ekki þekki ég svo vel til sögu ís- lenskra símamála að ég treysti mér til að benda á villur eða annað sem betur hefði mátt fara í frásögninni. Í þættinum um aðdraganda þess að sími var fyrst lagður til Íslands er þó ýmislegt missagt og annað van- sagt, t.d. um þátt dr. Valtýs Guð- mundssonar í undirbúningi málsins og fyrstu samningum við Stóra nor- ræna símafélagið, sem ávallt er kallað „Mikla norræna símafélagið“ í bókinni. Um þetta efni hefðu höf- undar hæglega getað aflað sér upp- lýsinga í nýlegum ritum og um af- stöðu danskra stjórnvalda hefðu þeir getað fengið rækilegri upplýs- ingar í 3. bindi sögu danska símans (P&T́s historie). Það verk virðist hins vegar ekki hafa verið notað, ef marka má heimildaskrá. Að öðru leyti hygg ég þessa bók vel heppnaða. Hún er fróðleg og vel samin, hefur að geyma margar myndir sem hafa mikið heim- ildagildi og allur frágangur er með ágætum. Læsileg símasaga BÆKUR Sagnfræði Eftir Sigurveigu Jónsdóttur og Helgu Guðrúnu Johnson. Útgefandi: Síminn, Reykjavík 2006, 304 bls. Saga símans í 100 ár Jón Þ. Þór Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ er alltaf gaman að heyra í ung- um mönnum sem leika af lífi og sál og það má svo sannarlega segja að félagar í Nentettnum hafi gert það á DOMO ásamt gesti sínum, Sigurði Þór Rögnvaldssyni, sem býr í Gauta- borg um þessar mundir og leikur með hinum stórgóða samnorræna kvartetti Laser. Efnisskráin var hvorki flókin né frumleg. Flest lögin gamlir hús- gangar frá fönkboppinu utan eitt frumsamið verk eftir bassaleik- arann, Sigurdór Guðmundsson. „Gordionhnúturinn“ nefndist það, vel samið og bar með sér frýgískan hljóm og balkanskan blæ. Það var fyrst í þriðja laginu, „Mr. Clean“ eft- ir Freddie Hubbard, að lifna fór yfir sveitinni. Ari Bragi var öflugur í trompetsóló sínum eins og flestum þetta kvöld, þótt hann ætti í ein- hverjum erfiðleikum með hljóðfærið og gripi því meira í flygilhornið en vanalegt er í tónlist af þessu tagi. Kristján Tryggvi fór hamförum á rafpíanóið, en hrynsveitin hefði mátt vera þéttari eins og oftar á tónleik- unum. Síðasta lagið fyrir hlé var meistaraverk Wayne Shorters, „Fo- otprints“, sem var heldur unggæð- ingslega leikið, svo innborin fegurð verksins fauk út í veður og vind. Eft- ir hlé var keyrt á fullu í „Wiggle Waggle“ Herbie Hancocks og gestur kvöldsins, Sigurður Rögnvaldsson, spann frumlega í byrjun en skellti sér síðan í fönkboppið. Ari Bragi blés flottan sóló í lagi kollega síns, Roy Hardgrove, „Pastor T“, og gott sving í píanóspuna Kristjáns, sem vakti þó mesta hrifningu með bjög- uðum tónum og flugeldasýningu í „Keepers“ Johns Scofields. Þessir fyrstu djasshljómleikar ársins voru hin besta skemmtun og þó að margt skorti á í samleiknum, ryþminn væri fullveikur og sólóarnir ekki alltaf vel byggðir var hitt sýnu mikilvægara að hér eru miklir efn- ispiltar á ferð og er ég illa svikinn ef hinn 17 ára trompetleikari af Sel- tjarnarnesinu, Ari Bragi Kárason, verði ekki í hópi bestu djasssólista okkar er fram líða stundir. Til þess hefur hann alla burði. Ungir og öflugir Djasstónleikar DOMO bar Ari Bragi Kárason trompet og flygilhorn, Kristján Tryggvi Martinsson hljómborð, Sigurdór Guðmundsson rafbassa og Jón Óskar Jónsson trommur. Sérstakur gest- ur: Sigurður Þór Rögnvaldsson gítar. 7. janúar 2007 kl. 22.00. Nentettinn Vernharður Linnet Bran-kastali í Karpatafjöllum íRúmeníu sem er um 200 km norðan við Búkarest er til sölu fyrir um fimm og hálfan milljarð króna. Kastalinn, sem er í Transylvaníu, hefur löngum verið tengdur sögu hins fræga 15. aldar prins; Vlad Te- pes III. sem nefndur var stjaksetj- arinn og sagður er hafa blásið rithöf- undinum Bram Stoker í brjóst er hann skrifaði sína frægu hrollvekju um Drakúla greifa. Samkvæmt Reuters-fréttastof- unni er kastalinn í eigu afkomenda Habsborgaraættarinnar eftir að dómstólar dæmdu þeim eignina úr höndum rúmenskra yfirvalda. En málaferlin sem voru til lykta leidd á síðasta ári höfðu staðið í mörg ár. Nú vilja yfirvöld í Búkarest kaupa kastalann aftur enda eru miklar tekjur af forvitnum ferðamönnum sem sækjast eftir tengslunum við blóðsuguna frægu.    Iwao Takamoto, bandaríski teikn-arinn sem er maðurinn á bak við teiknimyndahundana Scooby-Doo og Muttley, er látinn 81 árs að aldri. Þegar hann vann að teiknimynda- gerð fyrir Hanna-Barbera bar hann m.a. ábyrgð á teiknimyndafíg- úrunum í The Flintstones og The Jetsons. Þá aðstoðaði hann við hönnum á mörgum teiknimyndum í fullri lengd s.s. Pétri pan, 101 dalmatíuhundi og Öskubusku, en ferill hann spann- aði yfir sex ára- tugi. Takamoto starfaði sem varaforseti hjá teiknimyndahluta Warner Bros þegar hann lést, en hjartabilun dró hann til dauða. Hann sagðist hafa búið til Scooby- Doo eftir að hafa rætt við einhvern sem var að gæta hunda af stóra dana kyni    Sex frímerki með myndum afbreiðskífum Bítlanna komu út í Bretlandi í gær og nú strax þykir ljóst að þau muni slá öll sölumet. Mikil eftirspurn er eftir frímerkj- unum í Bretlandi, Japan, Bandaríkj- unum og Kanada. „Ef marka má viðbrögðin, sem við höfum þegar fengið frá söfnurum og almenningi, ná Bítlafrímerkin met- sölu á alþjóðavettvangi,“ sagði Juli- etta Edgar hjá breska póstinum. Hún segir að ákveðið hafi verið að hylla Bítlana með þessum hætti vegna þess að hljómsveitin hefði mikla alþjóðlega þýðingu. Á frímerkjunum eru myndir af plötuumslögum With The Beatles, Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band, Abbey Road, Help, Let it be og Revolver. Fólk folk@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.