Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERIÐ er að kanna af fullri al- vöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi um allt að 50% til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sem- enti hérlendis. Und- irbúningsvinna vegna þessa er langt komin og skipulögð í sam- vinnu við FL Smidth & Co A/S í Kaup- mannahöfn, framleið- anda búnaðar verk- smiðjunnar. Stöðug aukning hefur verið í sölu sements á und- anförnum árum í réttu hlutfalli við aukna þenslu í ís- lensku efnahagslífi. Sementsverk- smiðjan á Akranesi er eini fram- leiðandi íslensks sements. Sala verksmiðjunnar á nýliðnu ári var um 140.000 tonn, sem er með því allra mesta í sögu hennar. Til samanburðar má nefna að sem- entssala hennar árið 2003 var 85.000 tonn. Framleiðslugeta verksmiðjunnar á Akranesi er nú um 130.000 tonn af sementi á ári úr eigin gjalli. Hugmyndir eru uppi um að auka hana í 160.000 tonn á ári og allt upp í 200.000 tonn með því að nýta innflutt gjall. Markmiðið nægt framboð Markmið Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi með aukinni framleiðslugetu er að tryggja byggingariðnaðinum nægt fram- boð af sementi jafnframt því að draga úr verðhækkunum. Mikil eftirspurn eftir sementi víða í Evrópu hefur leitt til þess að verð hefur hækkað mikið að und- anförnu. Þannig hefur verð á sem- enti t.d. hækkað um 25% í Dan- mörku á einu ári. Sú hækkun er tvöfalt meiri en hækkunin sem orðið hefur á íslensku sementi á sama tímabili. Víðar í Evrópu hef- ur verð hækkað vegna aukinnar eftirspurnar og á ákveðnum svæðum hefur þurft að grípa til tímabundinnar skömmtunar á sem- enti. Sementsverk- smiðjan á Akranesi var gangsett árið 1958. Ekki aðeins markaði hún skref í atvinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu, heldur var bygging verk- smiðjunnar stórt stökk í iðnsögu Ís- lendinga. Markmiðið með bygg- ingu hennar var upphaflega tví- þætt; að sjá innanlandsmarkaði fyrir gæðasementi á samkeppn- ishæfu verði og að renna fleiri stoðum undir einhæft atvinnulíf á Íslandi á þeim tíma. Tækninýjungar og breyttar rekstraráherslur þeim samhliða gera það að verkum að ríflega 40 starfsmenn annast nú alla þætti sementsframleiðslu, -dreifingar og -sölu. Þegar þeir voru flestir á átt- unda átatug síðustu aldar voru starfsmenn verksmiðjunnar hátt í tvö hundruð talsins. Nýir eigendur, Íslenskt sement ehf., tóku við rekstri verksmiðj- unnar seint á árinu 2003. Rekst- urinn hafði þá verið erfiður og tap var á honum um langt árabil. Samhliða áherslubreytingum í rekstri tókst með samstilltu átaki eigenda og starfsmanna að rétta hann við. Nokkur hagnaður varð af fyrirtækinu á árinu 2005 og áætlanir fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir verulega bættri afkomu. Framúrskarandi vara Sérstaða sementsverksmiðj- unnar í margbreytilegri flóru ís- lenskra iðnfyrirtækja hefur m.a. falist í því að hún notar að stærst- um hluta íslenskt hráefni til fram- leiðslu sinnar. Íslenskt sement hefur reynst framúrskarandi við gerð mannvirkja víðs vegar um landið, m.a. við virkjanafram- kvæmdir á hálendinu. Miklar kröfur eru gerðar til gæða alls hráefnis sem notað er í steypumannvirki við virkjanir, enda þeim ætlað að þola mikið álag og standast tímans tönn. Því er það mikil viðurkenning fyrir ís- lenskt sement þegar það er tekið fram yfir erlenda framleiðslu eftir samanburðarrannsóknir á gæðum. Allt frá upphafi hefur Sements- verksmiðjan á Akranesi lagt kapp á þjónustu við íslenskan bygging- ariðnað og aðra viðskiptavini. Áform um framleiðsluaukningu eru liður í þeirri stefnu fyrirtæk- isins að bæta enn þjónustu við kaupendur íslensks sements. Hugmyndir um að auka framleiðslu sements á Akranesi um allt að 50% Gunnar H. Sigurðsson fjallar um starfsemi Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi » Sérstaða sements-verksmiðjunnar í margbreytilegri flóru ís- lenskra iðnfyrirtækja hefur m.a. falist í því að hún notar að stærstum hluta íslenskt hráefni til framleiðslu sinnar. Gunnar H. Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi. NÝLEGA braut Háskóli Íslands jafnréttislög þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu í starf sér- fræðings við stærð- fræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskólans. Í frétt Morgunblaðs- ins af málinu er vitnað í stjórnarformann Raunvísindastofnunar sem segir meðal ann- ars um álit kæru- nefndar jafnrétt- ismála: „Við erum ósammála því sem kemur fram í álitinu“ og seinna „var það rannsóknavirkni eftir doktorspróf sem réði úrslitum“. Kærunefndin bendir hins vegar á að ekki verði séð að sérstakur sam- anburður hafi legið fyrir þegar ákvörðun var tekin. Þetta er rétt hjá kærunefnd. Við Háskólann er árangur í rannsóknum metinn annars vegar út frá punkt- um, en gefnir eru punktar fyrir doktorspróf, birtar greinar í fræði- ritum, ráðstefnufyrirlestra og fleira; hins vegar leggja sérfróðir vís- indalegt mat á greinar sem viðkom- andi hefur fengið birtar. Ekki hlutlægt mat Þegar ráðið var í umrædda stöðu var ekki lagt hlutlægt mat á árangur þessara tveggja umsækjenda í rann- sóknum. Hins vegar var ítrekað bent á að fyrra matið, punktatalningin, sýndi að konan hafði talsvert fleiri punkta en karlinn. Þessu var svarað með því að segja að greinar kon- unnar væru allar upp úr dokt- orsritgerð hennar (þekkt er úr fræðaheiminum að slík svör eru notuð þegar gera á lítið úr árangri kvenna í vísindum, látið er í það skína að allt sé frá leiðbeinandanum komið en ekki frá fræðikonunni). En í matskerfi Háskólans eru greinar taldar með þótt þær séu unnar upp úr doktorsritgerð, enda sýnir það gæði ritgerð- arinnar að upp úr henni birtast greinar í viðurkenndum alþjóð- legum tímaritum. Það var ekki álit allra að rannsóknavirkni karlsins eftir doktorspróf væri meiri en kon- unnar. Kynferði réð úrslitum Ef matsvenjum Háskólans hefði verið fylgt, að minnsta kosti hvað varðar punktatalningu, hefði konan fengið fleiri punkta, eins og áður er sagt. Er það ekki einmitt þegar eitt- hvað þessu líkt kemur upp að sagt er að kynferði hafi ráðið úrslitum en ekki hæfni? Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn að umræddri konu er hafnað. Hún sótti um samskonar stöðu árið 2000. Það hefur verið venjan meðal stærð- fræðinga að líta svo á að þessar stöð- ur væru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem nýlega hefðu lokið dokt- orsprófi (post-doc stöður). Ekki þó árið 2000. Þá fékk karl með 10 ára rannsóknaferil að baki stöðuna. Þó höfðu allir þeir sem tóku karlinn fram yfir konuna sjálfir hafið sinn feril einmitt í post-doc stöðum við Raunvísindastofnun. Nú gerðist það að karlinn sem valinn var hafnaði stöðunni þegar til kom og var þá konunni boðin staðan til 3–4 ára, sem hún þáði en fékk nú ekki fram- lengda ráðninguna. Konur vantar í stærðfræði Hvaða máli skiptir það hvort ráðin er kona eða karl? Í stærðfræði við Háskólann var hér um einu konuna að ræða, og engin önnur í sjónmáli. Það skiptir máli fyrir fræðigrein að bæði kynin séu sýnileg. Stúlkur myndu frekar stunda nám í stærð- fræði við Háskólann ef þar væru kvenkyns fyrirmyndir. Kona sú sem hér um ræðir hefur, síðan hún hætti í Háskólanum, feng- ið samþykktar til birtingar þrjár greinar í virtum erlendum fræðirit- um. Það ber vott um mikla rann- sóknavirkni. Hún er þar að auki góð- ur kennari. Háskólinn hefur tapað meiru en bara málinu fyrir kæru- nefndinni. Tjón Háskólans Eggert Briem fjallar um ráðn- ingu í starf sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskólans » Það skiptir máli fyrirfræðigrein að bæði kynin séu sýnileg. Eggert Briem Höfundur er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. VIÐ upphaf nýs árs er kjörið tæki- færi til að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúd- enta, ásamt stúd- entum við Háskóla Íslands, getur litið stolt yfir árið sem nú var að líða. Háskólinn hef- ur stigið stór framfaraskref á árinu og jafnframt hefur Vaka náð raunverulegum árangri í hags- munabaráttu stúdenta. Vaka hefur eins og undanfarin ár lagt höf- uðáherslu á framkvæmdagleði, málefnalega og vitræna umræðu og síðast en ekki síst samvinnu við aðra stúdenta, háskólayfirvöld og stjórnvöld. Að okkar mati skila þessar aðferðir betri árangri en skotgrafahernaður, kröfugerð- arpólitík og mótmælaaðgerðir. Að- ferðir Vöku virka. Íslenska útrásin – nú í menntamálum Að mati Vöku hefur Kristín Ing- ólfsdóttir staðið sig stórvel á árinu og leitt Háskóla Íslands af mikilli festu. Á árinu var sett fram mjög metnaðarfull stefna og aðgerða- áætlun um að koma Háskólanum í hóp fremstu háskóla heims innan fimm ára. Það er álit Vöku að þessum metnaði og krafti sem nú einkennir Háskóla Íslands megi helst líkja við hina víðfrægu útrás íslenskra stórfyrirtækja. Nú sækja Íslendingar hins vegar fram í menntun! Framsæknar hugmyndir Vöku að veruleika Það er einnig gaman að sjá hversu vel ýmis atriði í stefnu Há- skólans eiga samleið með fram- sæknum hugmyndum Vöku á und- anförnum árum. Vaka hefur til að mynda bent á mikilvægi þess að ráða reynda stjórnendur í lyk- ilstöður. Skemmst er frá því að segja að síðastliðið haust var í fyrsta sinn ráðinn sérstakur fjár- málastjóri Háskólans sem og þró- unarstjóri. Einnig hefur Vaka tal- að fyrir auknu sjálfstæði deilda og bættu skipulagi og stjórnun þeirra. Þessar hugmyndir Vöku eiga mikinn hljómgrunn með þeim hugmyndum sem nú eru í um- ræðunni innan Háskólans um að skipta núverandi ellefu deildum skólans upp í 5–7 stærri skóla. Stjórnvöld á góðri siglingu Það er þó ekki einungis Háskól- inn og Kristín sem standa sig vel. Til að vel megi vera er ljóst að bæði þurfa nemendur að leggja hart að sér í náminu og stjórnvöld að koma til móts við nemendur og Háskólann í heild sinni. Það er gaman að sjá að undanfarið hefur menntamálaráðherra lagt sífellt meiri áherslu á Háskóla Íslands og tekið vel í stefnu Háskólans sem og ýmsar hugmyndir stúd- enta. Vaka hefur lagt á það áherslu á undanförnu ári að hitta stjórnmálamenn og háskólafólk og ræða málin á málefnalegan en þó rökvissan hátt. Við teljum að slík aðferðafræði og slíkt samstarf sé lykillinn að góðum árangri enda hefur hann ekki látið á sér standa í ár. Fjárfesting í Háskólanum aukin Nýverið var fjárframlag til Há- skóla Íslands aukið um rúmlega 300 milljónir króna. Vaka fagnar þessu framtaki menntamálaráð- herra enda líklega ein besta fjár- festing sem um getur fyrir hvert þjóðfélag. Það er von og vissa okkar í Vöku að þetta sé þó ein- ungis fyrsta skref stjórnvalda af mörgum í því að fjármagna þá stefnu og markmið Háskólans að komast í hóp 100 bestu. Vaka hef- ur lagt áherslu á þessar viðræður og stutt Háskólann dyggilega. Við erum sannfærð um að árangurinn af þessu starfi muni ekki láta á sér standa á næstunni. Málefni stúdenta innan Háskólans Til að ná raunverulegum ár- angri í uppbyggingu Háskólans er nauðsynlegt að nægt fjármagn sé til staðar. Það er þó ekki nægilegt eitt og sér. Að undanförnu hefur Vaka í auknum mæli lagt áherslu á málefni sem hægt er að bæta innan Háskólans með litlum til- kostnaði. Hagsmunanefnd Stúd- entaráðs, undir forystu Vöku, hef- ur tryggt stúdentum sólarhrings aðgengi að byggingum Háskólans til frambúðar. Stúdentakortin, að- gangs- og aflsláttarkort stúdenta, eru nú komin í vasa nokkurra þús- unda stúdenta. Vaka hefur einnig lagt mikla áherslu á tengsl við at- vinnulífið í ár. Rannsóknadagar Stúdentaráðs verða haldnir 24. og 25. janúar og stefnir allt í að þeir verði stórglæsilegir í ár. Einnig hefur verið unnið að stofnun ný- sköpunar- og frumkvöðlaseturs við Háskóla Íslands og verður sú hug- mynd kynnt betur á næstunni. Það sem hér var nefnt að ofan er þó aðeins brot af því sem Vök- uliðar hafa haft fyrir stafni á við- burðaríku ári. Vökuliðar hafa látið til sín taka í fjölmörgum mál- efnum; gæðamálum kennslu, nýt- ingu kennslukannana, málefnum erlendra nema, lánasjóðsmálum, húsnæðismálum stúdenta, end- urvakningu réttindaskrifstofu stúdenta og svo mætti áfram telja. Árið hefur einkennst af sterkri liðsheild, góðum félagsanda og frábærum árangri. Það má því með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt. Það er einlæg von okkar að árið 2007 verði jafn við- burða- og árangursríkt. Íslenska útrásin – í Háskóla Íslands Andri Heiðar Kristinsson og Björn Patrick Swift skrifa um starf Vöku og fleira við Háskóla Íslands Björn Patrick Swift » Að undanförnu hefurVaka í auknum mæli lagt áherslu á málefni sem hægt er að bæta innan Háskólans með litlum tilkostnaði. Andri Heiðar er formaður Vöku og Björn Patrick varaformaður. Andri Heiðar Krist- insson Sagt var: Veistu hvort hann sé heima? RÉTT VÆRI: Veistu hvort hann er heima? Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.