Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna SigríðurBrynjólfsdóttir
fæddist á Steins-
stöðum í Öxnadal 9.
nóvember 1916.
Hún andaðist á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
13. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
í Efstalandskoti í
Öxnadal, Laufey
Sumarrós Jóhann-
esdóttir húsfreyja,
f. 4. maí 1892, d. 15.
janúar 1950 og Brynjólfur
Sveinsson bóndi og hreppstjóri, f.
17. júní 1888, d. 25. júlí 1980.
Systkini Önnu eru: Stefanía
Rannveig, f. 3. apríl 1911, Svein-
björg Soffía, f. 30. október 1912,
d. 1. nóvember 1976, Árni, f. 21.
október 1913, d. 27. mars 1932,
Sigurjón Ingimar, f. 24. desem-
ber 1914, d. 9. október 1999,
Geirþrúður Aðalbjörg, f. 29. sept-
ember 1918, Björn, f. 9. maí
1920, d. 12. mars 2001, Gunnar
Höskuldur, f. 1. maí 1921, d. 25.
maí 1984, Þórdís
Kristrún, f. 18.
ágúst 1922, Sveinn,
f. 28. nóvember
1923, d. 10. febrúar
1985, Helga Guð-
björg, f. 23. apríl
1925, d. 14. mars
1926, Helga Guð-
björg, f. 1. október
1926, Kristín Álf-
heiður, f. 18. októ-
ber 1928, Árni, f. 2.
apríl 1932, d. 31.
desember 2005, og
Þorbjörg, f. 19.
mars 1935, d. 17. júlí 1976.
Árið 1936 giftist Anna Halli
Benediktssyni, f. 12. júlí 1888, d.
17. júní 1973. Börn þeirra eru:
Ragnar, f. 10. desember 1936, d.
1. mars 1997, Erla, f. 30. sept-
ember 1938, Brynleifur, f. 5. júní
1948 og Theodór, f. 7. febrúar
1950. Barnabörn Önnu eru 10,
barnabarnabörnin 20 og 2 langa-
langömmustrákar.
Útför Önnu verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
(Davíð Stefánsson.)
Eyjafjörður skartaði sínu fegursta
þegar Anna tengdamóðir mín kvaddi
þennan heim. Hvít vetrarsængin lá
yfir fjöllunum og veðrið var stillt og
fallegt. Inni á sjúkrastofunni ríkti
mikill friður þar sem Anna var um-
vafin börnum sínum, tengdabörnum
og ömmubörnum. Hún fór með þeirri
reisn er einkenndi hana alla tíð. Fjöl-
skyldan skipti hana miklu máli og var
hún ávallt boðin og búin að rétta
hjálparhönd. Hún fylgdist vel með
fólkinu sínu og mundi eftir öllu, smáu
sem stóru, er snerti fjölskylduna.
Anna var yndisleg kona með stórt
og gott hjarta. Hún var mjög sjálf-
stæð, einstaklega dugleg og ósérhlíf-
in. Síðustu áratugina bjó hún ein og
rak sitt heimili af miklum höfðing-
skap þar til yfir lauk. Það var alltaf
mikið tilhlökkunarefni að leggja land
undir fót til að heimsækja Önnu og
njóta hennar góðu nærveru og gest-
risni.
Að leiðarlokum vil ég þakka Önnu
fyrir það sem hún var mér og mínum
með eftirfarandi ljóðlínum:
Vorið beð þinn vökvar tárum,
vakir sól á yztu bárum,
greiðir hinzta geislalokkinn,
grúfir sig að brjóstum hranna. –
Moldin að þér mjúk skal hlúa,
móðurlega um þig búa,
rétta þér á rekkjustokkinn
rós úr lundum minninganna.
(Magnús Ásgeirsson.)
Blessuð sé minning hennar.
Halla.
Elsku amma mín, mér finnst ein-
hvernveginn svo ótrúlegt að þú skulir
vera farin. Ég er búin að eiga þig að
svo gríðarlega lengi, en ég veit að þú
ert hvíldinni fegin og að þú ert komin
á góðan stað, ég veit líka að þú munt
vaka yfir okkur öllum. Mér þótti svo
óendanlega vænt um þig, elsku
amma mín og hugurinn reikar aftur í
tímann. Það voru ófáar stundirnar
sem ég eyddi með þér og ég er svo
heppin að geta yljað mér við hlýjar og
yndislegar tilfinningar.
Ég man svo vel þegar ég fékk að
koma í Þingvallastrætið til þín og afa
að gista, þá var nú glatt á hjalla og
klukkan í stofunni sem sló á hálftíma
fresti hljómar í eyru mér núna þegar
ég sit og hugsa til þín.
Það var ekki ósjaldan sem ég eða
systkini mín hringdu til þín þegar
eitthvað bjátaði á og þú komst alltaf
hlaupandi til að hlúa að okkur.
Það verður tómlegt að koma heim
á Akureyri og engin amma í Víðilund-
inum sem tekur á móti mér með hlýj-
um faðmi og miklum kærleika. Ég er
svo glöð og þakklát guði fyrir síðustu
jól sem ég fékk að eyða með þér og
þakklát fyrir að hafa fengið að alast
upp með þig mér við hlið, mér finnst
það algjör forréttindi.
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og hvíl í friði.
Ég elska þig, Guð styrki Tedda,
Billa, mömmu og fjölskyldur þeirra í
sorginni.
Björk Andersen og börn.
Moldin er þín.
Moldin er góð við börnin sín.
Sólin og hún eru systur tvær,
en sumum er moldin eins hjartakær,
því andinn skynjar hið innra bál,
sem eilífðin kveikti í hennar sál,
og veit, að hún hefur alltaf átt
hinn örláta, skapandi gróðrar mátt
og gleður þá, sem gleðina þrá,
gefur þeim öll sín blóm og strá,
allt – sem hún á.
(Davíð Stefánsson)
Nú kveð ég með söknuði lang-
ömmu mína, sem var ekki bara
langamma mín heldur einnig góð vin-
kona mín þrátt fyrir að 67 ár skildu á
milli okkar í aldri. Það eru búnir að
vera erfiðir tímar síðustu vikurnar,
amma búin að vera veik liggjandi á
spítala, konan sem aldrei kvartaði
sama hvað bjátaði á og var alltaf
tilbúin til að hlusta. Þessi hugrakka
og duglega kona kvaddi okkur 13.
janúar síðastliðinn, jafn keik og hún
lifði lífinu.
Þegar ég horfi til baka sé ég hvað
ég er heppin að hafa átt svo marga
góða tíma með henni og þá sérstak-
lega síðustu árin. Það var alltaf svo
gott að koma til langömmu í hádeg-
inu, hún vissi það að þegar ég kom til
hennar væri ég meira en til í hafra-
graut. Þessi hádegi voru ógleyman-
leg, við spjölluðum um lífið og til-
veruna yfir grautnum og fengum
okkur svo smáblund eftir matinn.
Amma skipti aldrei skapi, var allt-
af svo glöð og ánægð með lífið. Amma
kenndi mér margt í sambandi við það
að vera ánægð með lífið eins og það
er, við getum svo lítið breytt því. Ég
vissi það að alltaf væri ég velkomin til
hennar, það skipti ekki máli hvað
klukkan væri, hún var eins og klettur
í hafinu tilbúin að taka á móti ölduróti
lífsins og deila áhyggjum ef þess
þyrfti. Ég er þakklát fyrir það að
hafa fengið að eyða svona miklum
tíma með henni, því sem þessi dýr-
mæta kona gaf af sér er varla hægt
að lýsa í orðum. Ég veit að hún held-
ur áfram að vera til í huga mínum og
hjarta þrátt fyrir það að ég fái ekki að
sjá hana brosandi á hverjum degi.
Takk fyrir allt elsku amma mín, þú
varst einstök kona.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(Davíð Stefánsson)
Þín
Guðrún Helga Tryggvadóttir.
Í dag er það í síðasta sinn sem ég
segi bless við langömmu. Langömmu
sem alltaf var heima þegar ég fór í
heimsókn til hennar. Alltaf vildi hún
gefa mér eitthvað að borða, en ef ég
vildi það ekki þá kom hún alltaf með
eitthvert nammi, því ég varð alltaf að
fá eitthvað, annað var ekki hægt.
Langamma vildi alltaf tala við mig,
var að spyrja hvernig gengi í skól-
anum, hvaða íþróttir ég væri að æfa
og hvar mamma, pabbi eða systkini
mín væru. Langamma var góð kona
sem ég mun alltaf sakna.
Langamma ég þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og ég mun
aldrei gleyma þér. Ég veit að nú líður
þér vel og ert laus við veikindin og
allar vélarnar í kringum þig.
Elska þig að eilífu.
Hulda Bryndís.
Þegar dagurinn rís, þegar döggvot er grund
þegar draumurinn hverfur á braut.
Þegar hækkandi sól nálgast hádegisstund
þegar horfin er hversdagsins þraut
Þegar ljósgeislaflóð lýsir leitandans slóð
– þegar lífið er fagurt og bjart –
þegar mannkynsins tár eru ei metin til fjár
þegar myrkrið sjálft er ekki svart.
(Guðmundur Sigurðsson)
Elsku besta amma mín.
Hann var fallegur laugardagurinn
er þú kvaddir þennan heim. Sólin
skein svo skært inn um gluggann og
fuglarnir flugu fyrir utan hann. Þú
opnaðir augun þín, rétt eins og þú
vildir segja okkur sem vorum hjá þér
hvað þú elskaðir okkur mikið, og svo
var allt búið.
Ég tel það mikil forréttindi að hafa
átt þig svona lengi, svo góða og hlýja
með þinn mjúka faðm. Það eru bara
góðar og yndislegar minningar sem
renna í gegnum hugann, allt frá því
ég var lítil. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig. Vaktir yfir mér á nóttunni
þegar mér var illt í fótunum og taldir
það ekki eftir þér að nudda á mér
fæturna hálfa nóttina svo mér liði
betur.
Eftir að ég stækkaði og börnin
fóru að koma eitt af öðru fengu þau
sömu hlýjuna og umhyggjuna og ég
fékk í æsku, þau voru alltaf velkomin
til þín. Hvað þá að þú settir það fyrir
þig að koma suður til mín og hjálpa
mér að flytja, því það var ekki sjald-
an. Þær voru ekki ófáar stundirnar
sem við sátum saman og spjölluðum
um allt milli himins og jarðar Ég gæti
endalaust talið upp, það var allt, já
allt svo gott við þig amma mín.
En ég veit að þér líður vel núna og
það verður tekið vel á móti þér, en ég
á eftir að sakna þín sárt.
Elsku amma, takk fyrir allt og ég
veit að þú vakir yfir okkur og fylgist
með okkur.
Elsku mamma, Billi, Teddi og fjöl-
skyldur. Guð gefi ykkur styrk í sorg
ykkar.
Elska þig amma mín.
Þín
Anna Halla.
Í dag kveðjum við Önnu B., konu
sem var ung send í fóstur og síðan
vinnumennsku fjarri heimili sínu.
Hún var oft búin að segja mér að það
var erfiður tími, en hún bætti ávallt
við „það var ekkert annað í boði á
þeim tíma“. Þannig lærði hún að að-
laga sig lífinu eftir aðstæðum á hverj-
um tíma fyrir sig. Hún kvartaði aldr-
ei og var ávallt sátt við líðandi stund.
„Það er ekkert svo slæmt að ekki
megi venjast því,“ sagði hún nokkr-
um sinnum. Þannig lifði hún lífinu,
sátt við umhverfið, sá alltaf um sig
sjálf, 90 ára, í eigin íbúð, fór gangandi
í búðir, keypti jólagjafir, skrifaði sjálf
á jólakortin, sem sagt alltaf sjálf-
bjarga.
Kvenskörungurinn Anna B. lifði
lífinu af æðruleysi, var stolt af börn-
um sínum, barnabörnum og lang-
ömmubörnum. Fylgdist alltaf með
öllum og bað fyrir þeim sem þess
þurftu með. Sannur ættarhöfðingi og
þannig skipaði hún hæsta sess í huga
mínum.
Í jólaheimboði jólin 2005 byrjaði
hún að segja mér frá draumi sem hún
var nánast búin að ráða sjálf, en þar
kom talan 13 mikið við sögu. Rök-
ræddum við hvað þessi tala 13 þýddi,
var það 13 dagar, vikur eða mánuðir?
Hvað kom á daginn, 13 mánuðum eft-
ir drauminn hinn 13. janúar kvaddi
hún þennan heim þótt ekkert benti til
þess þegar hún fór með okkur fjöl-
skyldunni fram í fjörð á jóladag 2006
til að skoða náttúruhamfarir þessa
heims, þá í fullu fjöri. Anna B. var
kvenskörungur án þess að vita það
fullkomlega sjálf – kvenskörungur
sem mætti öllum örlögum af festu og
notaði trúna til að bæta við það sem
upp á vantaði.
Anna B., ég kveð þig með söknuði
þú varst vinur í raun, vinur sem fáir
fá að njóta. Ég votta öllum í fjölskyld-
unni mína dýpstu samúð og bið Guð
að þeir varðveiti í hjarta sínu minn-
ingu um móður, tengdamóður og
ömmu – konu sem hver einasta þjóð
má vera stolt af.
Með þakklæti og virðingu kveð ég
þig.
Tryggvi Sveinbjörnsson.
Það verður skrýtið að geta ekki
droppað inn í Víðilundi á hvaða tíma
sem er og fá sér kaffisopa og kökur
með langömmu. Sitja í steikjandi hita
og ræða allt milli himins og jarðar.
Mín fyrsta minning af óteljandi
mörgum er þegar ég lá í gamla sóf-
anum þínum með flotta silkiteppið,
sem við Guðrún systir rifumst um, og
hlusta á þig fara með þulur fyrir okk-
ur. Trutt út úr túni, trít eftir mýri…
er mér eftirminnilegust, enda fannst
mér alltaf jafn gaman að henni, sama
hversu gömul ég varð. Þú fórst síðast
með hana fyrir mig í október sl. og
við hlógum að henni saman. Ég man
líka eftir því þegar þú sast með
spenntar greipar og nuddaðir þum-
alfingrunum í hringi, það róaði mig
alltaf. Ég man þegar ég kom norður
eitt sumarið með Jústu vinkonu, þá
kíktum við í heimsókn og þú sauðst
handa okkur pylsur með öllu og svo
þegar við vorum nýbúnar að ganga
frá og afvelta af ofáti spurðir þú hvort
þú ættir ekki að setja eina pizzu í ofn-
inn handa okkur! Já, það er öruggt að
aldrei fór maður svangur út frá þér.
Ég man líka hvað þú varst óheppin í
kringum stórviðburði hjá Guðrúnu
systur. Í fermingunni hennar varstu
með aðra hönd í gipsi og á útskrift-
ardegi hennar lagðist þú inn á
sjúkrahús eftir að hafa dottið. En
aldrei datt þér í hug að kvarta á
hverju sem gekk, þú tókst öllu með
jafnaðargeði.
En það kom fyrir að ég sá þig
þreytta en það var þegar við fórum í
bæinn fyrir tvítugsafmælið mitt í
fyrra. Þú ætlaðir að kaupa handa
mér síma og vildir sko fá að koma
með. Við þræddum bæinn saman og
þú sagðir aldrei neitt en ég sá að þú
varst þreytt en vildir samt ljúka
verkinu.
Eitt sinn spurði ég þig hvort ég
ætti ekki að fara að koma með lítið
barn, þá fussaðir þú bara og sagðir að
ég hefði ekkert með það að gera! En
svo hlóstu eins og þér einni var lagið.
Þú varst alltaf svo hreinskilin við mig
og það mat ég mikils, þú sagðir alltaf
satt. Enda fannst mér best að heyra
það frá þér ef einhver aukakíló hefðu
farið því þú sást það alltaf manna
best og ég vissi að það var alvöru
hrós. Ég var svo ánægð þegar við
hittumst allir krakkarnir hjá þér sl.
sumar, allir með litlu krílin sín sem
áttu orðið langa-langa-ömmu. Stoltið
skein úr augunum þínum. Ég er líka
svo ánægð að þú skulir hafa haldið
upp á níræðisafmælið þitt 9. nóvem-
ber á síðasta ári, eldhress og kát. Þar
voru allir samankomnir til að hylla
þig. Mér finnst ég svo heppin að hafa
haft þig hérna hjá mér svo lengi, allt-
af hressa og alltaf til staðar. Þegar
maður var búin að hafa þig hérna
svona lengi verður maður svo frekur
á þig, þú áttir að vera hér alltaf og
aldrei að fara frá okkur! Mér fannst
erfitt að sjá þig eins veika og þú varst
en ég veit líka að þér líður betur
núna. Þú varst einstök kona, elsku
amma mín, sem ég á eftir að sakna
sárt. Ég mun geyma allar góðu minn-
ingarnar um þig og veit að þú átt eftir
að lifa áfram í hjarta mínu. Takk fyrir
allt, elsku amma mín.
Ég elska þig.
Þín
Erla Hleiður.
Elsku langamma og langa-
langamma.
Það er ekki hægt að segja annað en
að þú hafir kvatt þetta líf með reisn,
amma mín. Þvílík kona sem þú varst,
alveg hreint ótrúleg. Alltaf svo hlý og
góð og tókst ávallt á móti manni bros-
andi. Maður sá hvað þér fannst það
gott að vera innan um fjölskylduna
og þú varst líka þannig að þú hafði
unun af því að fá okkur til þín og geta
borið á borð kaffi og veigar. Þegar ég
hugsa til baka þá er ég svo þakklát í
dag að hafa verið hluti af þínu lífi og
þess vegna er svo erfitt að kveðja þig.
Ég var þitt fyrsta langömmubarn
og svo kom Ísak Logi í heiminn árið
2004 og hann var þitt fyrsta langa-
langömmubarn. Þú varst alltaf jafn
hress þegar maður hitti þig og alltaf
til í að leika við loga litla og lána hon-
um klemmurnar þínar eins og svo
margir af þínum krökkum hafa leikið
sér með í gegnum tíðina. Hann er svo
skýr strákurinn og veit sko alveg
hvar langa á heima og bendir okkur á
það óspart, einnig nú þó svo að þú
sért farin. Hann talar einnig um það
að hann ætli að hringja í þig á spít-
alann og tala við þig, auðvitað skilur
hann þetta ekkert.
Ein minningin af mörgum er þegar
ég og Benni frændi höfðum fengið
nýja snjógalla einn veturinn og
ákváðum að renna okkur niður á þak-
inu í Þingvallastræti 40. Auðvitað
máttum við það ekki og það fór eins
og fór við rifum bæði nýju gallana
okkar. Í snatri flýttum við okkur yfir
götuna og heim til þín í Víðilundinn
og horfðum bæði skömmustulega á
þig. Þú varst ekki lengi að bjóða okk-
ur inn í pönnukökur og mjólk og á
meðan við gæddum okkur á kræsing-
unum gerðir þú samviskusamlega við
gallana okkar. Ég held að ég geti tal-
að fyrir okkur bæði að þagmælska
þín var ómetanleg og við sluppum við
skammirnar.
Ég vil þakka þér fyrir þessi 25 ár
sem ég naut þeirra forréttinda að
eiga þig að sem ömmu og einnig það
að vera alltaf til staðar fyrir okkur í
öll þessi ár.
Við litla fjölskyldan kveðjum þig
og vitum að þú munir vaka yfir okkur
öllum.
Við elskum þig og söknum þín sárt
en við vitum að þú ert á góðum stað.
Vertu sæl elsku amma,
Íris Rún, Pétur og Ísak Logi.
Anna Brynjólfsdóttir
Það er erfitt að þurfa að
kveðja þig, amma mín. Vita
til þess að ég á ekki eftir að
geta slegið á þráðinn til þín
eða komið í kotið þitt aftur.
En eftir sitja margar góðar
minningar. Þú hafðir fallega
sál og gafst svo mikið af þér
með þinni einstöku rósemi
og hlýju. Ég hef verið heppin
að eiga þig fyrir ömmu.
Margrét Theodórsdóttir.
HINSTA KVEÐJA