Morgunblaðið - 19.02.2007, Side 4
4 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„Ég hef verið að renna aðeins yfir
leikinn í huganum og það er ekki
leiðinlegt að eiga slíkar minningar.
Það er gömul klisja að segja að
maður geti ekki lýst því hvernig
manni líður og ég held að það sé
bara rétt,“ segir fyrirliðinn. ÍR-
hjartað slær ört hjá Eiríki sem hef-
ur alla sína tíð leikið með ÍR fyrir
utan eitt tímabil með KR og eitt
með Holbæk í Danmörku.
„Ég var í KR veturinn 1998-1999
og kunni vel við mig þar og ég á
góða vini úr KR frá þeim tíma. ÍR
féll úr úrvalsdeild vorið 1998 og ég
vildi ekki leika í 1. deild þá. Árið
eftir fékk ég tækifæri til þess að
leika með danska liðinu Holbæk.
Það var góð reynsla en ég ákvað
koma heim eftir eitt ár þar sem
námið, sem ég ætlaði mér í, heillaði
mig ekki.“
„Risinn er vaknaður“ er orðatil-
tæki sem notað var þegar FH-ingar
náðu að landa Íslandsmeistaratitl-
inum í knattspyrnu í fyrsta sinn og
segir Eiríkur það orðatiltæki geta
vel átt við ÍR.
„ÍR er og verður stórveldi sem
hefur átt erfitt uppdráttar einfald-
lega vegna þess að félagið hefur
ekki átt sameiginlega aðstöðu fyrir
deildirnar. Við höfum verið með
körfuboltann í Seljaskóla, handbolt-
inn er í Austurbergi, knattspyrnan
er í Mjóddinni og frjálsíþróttirnar á
fjórða staðnum. Við erum því á
mörgum stöðum með starfið okkar í
Breiðholtinu og það hefur háð fé-
laginu að mínu mati. ÍR mun ekki
verða „félag“ fyrr en starfið kemst
allt á einn stað þar sem hjarta fé-
lagsins mun slá. Svona er þetta hjá
félögum sem hafa náð árangri á
undanförnum árum og ég bind
miklar vonir við að nýtt íþrótta-
mannvirki í Mjóddinni muni efla fé-
lagið enn frekar.“
Eiríkur hefur lengi verið á meðal
fremstu leikmanna landsins, snjall
bakvörður sem getur leikið sem
skotbakvörður og leikstjórnandi.
Hann verður 33 ára gamall á þessu
ári og hefur hann hug á því að leika
í eitt ár til viðbótar.
„Ég er með fjögurra manna fjöl-
skyldu, er í krefjandi starfi og það
verður alltaf erfiðara og erfiðara að
finna tíma til þess að æfa eins og ég
vil æfa. Lyftingaæfingar og séræf-
ingar eru nauðsynlegar fyrir alla
körfuboltamenn og eftir því sem ég
verð eldri, hef ég fundið að ég þarf
að æfa meira til þess að vera á þeim
stað sem ég vil vera. Ég reikna því
með að ég hætti að leika vorið 2008.
Það hvetur mann áfram að ná að
vinna titil með ÍR, sá fyrsti var árið
2001. Það er enn ljúfara að vinna
þessa titla sem leikmaður ÍR enda
er það mitt félag. Mér hefur svo
sem staðið til boða að leika með
ýmsum félögum hér á landi en hef
ekki talið rétt að taka þeim tilboð-
um. Að mínu mati er það ekki alltaf
rétta leiðin að elta betri samninga
hjá öðrum liðum. Vonandi hef ég
gefið gott fordæmi fyrir aðra leik-
menn hjá ÍR og ungu strákarnir,
sem eru kjarni liðsins, eiga að mínu
mati framtíðina fyrir sér.“
Einstakur leikmannahópur
Leikmannahópur ÍR er að mati
Eiríks einstakur þar sem kraft-
miklir einstaklingar ná vel saman
innan sem utan vallar. „Það heldur
manni ungum að umgangast ungu
strákana í liðinu. Við erum miklir
vinir utan vallar og gerum ýmislegt
saman. Samheldnin er að mínu mati
sterkasta vopn okkar og það sést í
leikjum liðsins að við erum með eitt
besta liðið í dag. Ekki endilega
bestu einstaklingana en sem lið
getum við unnið alla. Engin spurn-
ing. Jón Arnar Ingvarsson á stóran
þátt í þessum árangri. Hann tók við
liðinu sem þjálfari í erfiðri stöðu en
okkur hefur tekist að spyrna okkur
frá botninum undir hans stjórn. Jón
Arnar er mjög fær þjálfari og fáir
hafa eins mikla þekkingu og hann.“
Meiri ábyrgð
Talið berst að þeirri þróun sem
hefur orðið á undanförnum árum
þar sem erlendum leikmönnum hef-
ur fjölgað. Eiríkur telur að íslensk-
ir leikmenn þurfi að taka meiri
ábyrgð hjá liðum sínum en þegar
2-3 erlendir leikmenn séu í hverju
liði sé það oft erfitt.
„Ef ég mætti ráða væri bara einn
erlendur leikmaður í hverju liði en
það verður aldrei að veruleika. Það
er erfitt að finna meðalveginn í
svona málum. Lið frá fámennum
bæjum þurfa á liðsstyrk að halda
og fá hann erlendis frá. Ég get al-
veg skilið þau rök og við erum með
bandarískan leikmann, Nate
Brown, og Keith Vassell sem er
með tvöfalt ríkisfang; íslenskt og
kanadískt. Liðin bregðast við sam-
keppninni með því að styrkja sig
með erlendum leikmönnum og það
er skiljanlegt. Ég vona bara að ís-
lenskir leikmenn taki meiri ábyrgð
og bíði ekki alltaf eftir því að er-
lendu strákarnir taki af skarið. Í
ÍR-liðinu er að mínu mati fínt jafn-
vægi. Brown og Vassell eru hluti af
liðsheildinni en eru ekki einu leik-
mennirnir sem geta skorað eða tek-
ið fráköst. Breiddin og samstaðan
er okkar vopn og eftir sigurinn í
bikarkeppninni höfum við eflst enn
frekar og við vitum vel að ÍR er eitt
besta lið landsins í dag. Við höfum
allir trú á því að liðið geti orðið Ís-
landsmeistari í vor,“ sagði Eiríkur
Önundarson fyrirliði ÍR.
Morgunblaðið/Eggert
Bikarmeistararar Aftari röð frá vinstri: Ólafur Þórisson, Fannar Freyr Helgason frá Ósi, Ómar Sævarsson, Hreggviður Magnússon, Steinar Arason. Fremri röð frá vinstri: Sveinbjörn Claessen,
Davíð Þór Fritzon, Ólafur J. Sigurðsson, Nate Brown, Eiríkur Önundarson og Trausti Stefánsson. Keith Vassell og þjálfarinn Jón Arnar Ingvarsson eru ekki á myndinni.
„Vonandi hef ég gefið gott fordæmi fyrir aðra leikmenn hjá ÍR,“ segir fyrirliðinn Eiríkur Önundarson
„ÍR er og verður stórveldi“
Röddin er ekki upp á það besta, ég
notaði hana mikið í leiknum og á
bekknum þegar þess þurfti og sig-
urhátíð ÍR eftir leikinn var ekki til
þess að bæta ástandið á raddbönd-
unum. Það var yndislegt að njóta
augnabliksins með leikmönnum,
þjálfurum, stjórnarmönnum og
stuðningsmönnum liðsins enda ger-
ist það ekki á hverjum degi að við
náum að landa titli í Breiðholtinu,“
sagði Eiríkur Önundarson, fyrirliði
bikarmeistaraliðs ÍR, í gær en hann
var þá óðum að jafna sig eftir leik-
inn og hátíðina.
Stoltur fyrirliði Eiríkur Önundarson lyftir bikarnum á loft í Laugardalshöll og fagnar innilega.