Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 39 Mig langar í dag á afmælisdegi Arnheið- ar ömmu minnar, sem lést 11. jan- úar síðastliðinn, að minnast hennar í nokkrum orðum. Hún Heiða amma var alveg eins og ömmur eiga að vera, hún var alveg ekta amma. Pönnukökurnar hennar voru þær bestu í heiminum, brauðgraut- urinn hennar með þeyttum rjóma var slíkt lostæti að ekki verður komið í orð. Stundirnar þegar amma sagði mér sögur sem krakka munu aldrei líða mér úr minni; Fóa og Fóa feykirófa, Ása, Signý og Helga, og margar fleiri, urðu svo ljóslifandi í barnshuganum að ekki hefði upplifunin orðið raunverulegri þótt sjálf Gilitrutt hefði í öllu sínu veldi gengið út úr veggnum. Litla húsið hennar ömmu á Aust- Arnheiður Guðjónsdóttir ✝ Arnheiður Guð-jónsdóttir (Heiða) fæddist á Heiðarseli í Jökul- dalsheiði 9. mars 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 11. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seyðisfjarð- arkirkju 20. janúar. urveginum var sann- kallaður ævintýra- heimur, alls kyns spennandi skápar og skúmaskot sem þurfti að kanna, kjallarinn sem iðulega fylltist af vatni fannst mér vera svartasta hylhýpi. Þá má ekki gleyma skúrnum; ef húsið var ævintýraland þá var skúrinn eitthvað allt annað. Þarna ægði saman alls kyns dóti, enda amma ekki mjög mikið fyrir að henda hlutum. Þetta var sannkallað himnaríki fyrir for- vitna krakka. Mér er það í fersku minni þegar við Berglind tókum okkur til og máluðum þar nokkra innanstokksmuni með brúnni olíu- málningu og sýndum svo ömmu full stolts. Hún vildi nú ekki mikið segja en jánkaði því þó að þetta væri fínt, væntanlega til að skemma ekki hamingju barna- barnanna yfir vel unnu verki. Seinna um daginn kom svo Maggi bróðir og húðskammaði okkur. Hvað var hann að skipta sér af þessu? Amma sagði að þetta væri fínt. Mamma skammaði mig svo fyrir að eyðileggja pollabuxurnar. Þetta fólk gat ekki skilið að það þurfti nauðsynlega að mála stigann og svo sagði amma að þetta væri fínt, það var það sem skipti mestu máli. Eftir að amma flutti til okkar upp í Egilsstaði kynntist ég henni best. Iðulega þegar ég kom heim úr skólanum þá kom hún upp, oft með pönnukökur eða lummur með- ferðis, eða jafnvel brauðgraut, og við fórum að spjalla. Hún var óþreytandi við að segja mér alls kyns sögur; frá lífinu í Jökuldals- heiðinni, dvöl sinni á Ísafirði, þegar hún fór fótgangandi frá Eiðaskóla í Heiðarsel, svo maður tali nú ekki um álftirnar sem þau ólu upp á Heiðarseli. Aldrei vottaði fyrir neinni beiskju eða slíku, að hlut- irnir hefðu nú verið betri ef þeir hefðu verið einhvern veginn öðru- vísi. Þegar amma talaði um Heið- ina stafaði töfraljóma af orðinu, og aldrei heyrði ég hana nota orðið fá- tækt þótt sjálfsagt hafi ekki alltaf verið úr miklu að moða. Fyrir ung- ling með viðkvæma sjálfsmynd var það svo ótrúlega mikils virði að hafa ömmu innan seilingar. Hún tók mér alltaf eins og ég var, og ég fann að henni fannst gaman að hitta mig og spjalla við mig, aldrei skammaðist hún í mér; af hverju ég færi nú ekki í klippingu og þess háttar. Ég óska þess að ég beri gæfu til að gefa börnunum mínum þó ekki væri nema lítið brot af því sem hún amma gaf mér. Til hamingju með daginn amma mín! Ég mun baka pönnukökur í tilefni dagsins. Grétar Mar Hreggviðsson. ✝ Jón Jónssonfæddist í Reykja- vík 7. júní 1943. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Hróars- keldu í Danmörku 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Pétursson Ein- arsson, bifreiða- stjóri í Reykjavík (f. 27. sept. 1914, d. 29. okt. 1994) og eig- inkona hans, Sig- fríður Georgsdóttir, f. 31. mars 1920. Börn þeirra og systkini Jóns voru: a) Ottó Einar, f. 31. des. 1936, b) Örn Snævar, f. 12. jan. 1938, c) Baldur, f. 4. maí 1939, d) Sigfríður, f. 27. ágúst 1941, d. 8. feb. 1991, e) Pétur Ingiberg, f. 3. jan. 1947, f) Laufey, f. 21. júní 1959, g) Emilía Guðrún, f. 8. nóv. 1951, h) Ólafur, f. 4. maí 1954 og i) Ragnar, f. 30. júní 1956. Árið 1965 kvænt- ist Jón Sigríði Heiðu Sigurðardóttur. Þau skildu. Árið 1979 kvæntist hann Guð- rúnu Sveinsdóttur. Dóttir þeirra er Ok- tavía Hrund, f. 7. mars 1979, í fram- haldsnámi, búsett í Danmörku. Börn Guðrúnar eru Ró- bert Smári Guð- jónsson (f. 11. okt. 1969) og Halldór Örn Guðjónsson (f. 26. maí 1971), báðir búsettir í Dan- mörku. Þau skildu. Jón stundaði margvísleg versl- unar- og sölustörf og útgáfu. Hann aflaði sér einnig fagréttinda sem múrari og starfaði við múrverk í Danmörku um nokkurt skeið. Útför Jóns verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13. Nú þegar samferð okkar er lokið í þessari jarðvist langar mig til þess að minnast og þakka þér fyrir sam- fylgdina. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara með þér að bera út Moggann og selja Mánudagsblaðið í Tjarnargötunni og á Bjarkargötunni og seinna þegar þú varst farinn að sendast fyrir Rikka í Brekku, að ég tali nú ekki um þegar þú varst að selja sælgæti í skúffum á Melavell- inum, þá var ekki ónýtt að eiga stóra- bróður að, sem rétti að mér súkku- laðivindil , karamellu eða annað sælgæti, þetta voru forréttindi. Eða þá þegar þú byrjaðir að vinna hjá Ás- birni Ólafssyni heildsala, þá byrjaði veizlan fyrir alvöru, allt Prins Pólóið og Olza Brandið sem þú komst með heim í kassavís, ég held að ég hafi aldrei fengið eins mikið af sælgæti á ævinni og þá daga. Já, Jón minn, þú varst alltaf að hugsa um aðra. Eftir að við fluttum frá Skothús- veginum inn á Bústaðaveg breikkaði kynslóðabilið um stundarsakir, þú varst orðinn gagnfræðingur frá Réttó en ég enn í barnaskóla. Bilið minnkaði svo jafnskjótt og það hafði brostið á. Ég var kominn í landspróf og þú varst búinn að kaupa veitingastaðinn Skálann í Hafnar- firði, og auðvita fékk ég vinnu hjá þér í Skálanum á kvöldin og um helgar þegar ekki var skóli. Á hverjum einasta morgni á annað ár fórum við saman í gömlu laugarn- ar við Sundlaugaveginn, alltaf stund- víslega kl.7. Þetta var einstaklega hressandi og góð byrjun á deginum. Allt drifkraftinum í þér að þakka. Eftir að þú komst frá Noregi, út- lærður niðursuðufræðingur, frá Norsk Hermetikfagskole í Stavan- ger, minnist ég þess að þú fékkst að- stöðu hjá nafna þínum Jónssyni í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu þar sem voru fullkomnar græjur til allrar niðursuðu. Oft fór ég með þér niður eftir og þú varst að sýna mér hvað þú hefðir ver- ið að sjóða niður. Minnisstæðastar eru mér kartöflurnar sem þú sauðst niður í 25 mismunandi bragðtegund- um og svo þorskalifrin, en til að sjóða niður þorskalifur svo vel sé þarf greinilega mikla kunnáttu í þessum fræðum. Ég hef hvorki fyrr né síðar séð jafn hvíta og fallega niðursoðna lifur, eins og þú gerðir hana Jón. Þú kunnir þetta. Þú sýndir mér líka hvernig þú fórst að með grálúðuna, það var algjör snilld. Þetta var auð- vitað á þeim tímum sem menn hentu grálúðunni. Þér hefur greinilega verið umhug- að um sjávarútveg, því að þú hugsar upp og hannar ásamt félögum þínum Tómasi Tómassyni og Hauki Hall- dórssyni Sjávarútvegsspilið. Og má segja að það sé forskriftin að kvótakerfi sjávarútvegsins í dag. Jón minn, þú varst vel á undan þinni samtíð í flestu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það voru yndislegir dagar sem við Edda áttum með þér, þegar við heim- sóttum þig og fjölskylduna til Greve í ágúst 2005. Og þótt sykursýkin hafi verið búin að draga úr þróttinum þá varstu alltaf jafn hnarreistur. Jón minn, þú varst alltaf hjarta- hlýr, hugsunarsamur, tillitssamur, hjálpsamur og umfram allt kærleiks- ríkur í garð náungans. Þú varst mér fyrirmynd í svo mörgu. Ég mun alltaf líta upp til þín og ég er hreykinn af að hafa átt þig sem bróður. Hvíl í Guðs friði. Náð og blessun drottins fylgi þér. Þinn bróðir, Pétur Ingiberg Jónsson. Þín mágkona, Edda Gréta Guðmundsdóttir. Margs er að minnast þegar við kveðjum Jón bróður sem var alla tíð mjög hugmyndaríkur og stórhuga. Þegar ég var 17 ára gamall fékk ég tækifæri til að vinna hjá Jóni, en hann hafði þá ásamt félögum sínum stofnað Viðskiptaþjónustuna sem stóð í útgáfu og gaf m.a. út Handbók húsbyggjenda. Þetta var sumarið 1971 og lífið framundan. Það var ekki svo lítið mál í þá daga að vera farinn að vinna á skrifstofu við sölu- mennsku og að aðstoða við útgáfu. Sumarið varð mjög lærdómsríkt og skemmtilegt, Jón passaði uppá litla bróður sinn, leiðbeindi og kenndi. Jón var alltaf góður við minnimáttar, þess fékk ég að njóta þegar ég var barn í heimahúsum. Oftar en ekki gaukaði hann að mér smápeningum sem ekki var til mikið af í þá daga. Þegar ég var 10 ára hafði ég það verkefni hjá Jóni að pressa buxurnar hans reglulega og bursta skóna. Greiðslan fyrir verkið var að ég mátti eiga alla smápeninga sem fundust í vösunum. Þessi góðvild lýsir Jóni vel og hvað hann var mér góður bróðir á uppvaxtarárunum. Góður engill guðs oss leiðir Gegnum jarðnesk böl og stríð Léttir byrðar angist eyðir Engill sá er vonin blíð (H. Hálfd.) Elsku bróðir, nú er komið að leið- arlokum. Hafðu þökk fyrir samfylgd- ina og góðar stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Oktavíu, Guðrúnu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur. Við söknum þín afi og alls sem þú gerðir fyrir okkur. Þú varst alltaf tilbúinn til að spila við okkur og fara út að versla og þá fengum við alltaf ís. Þú varst líka alltaf til í læti með okk- ur, þangað til amma sagði: Hættu nú, afi, að æsa börnin upp! Við gleymum aldrei stríðninni, en síðustu árin varst þú orðinn svo veik- ur og við þau yngstu upplifðum ekki eins mikil læti og fjör eins og áður, en þú varst alltaf svo góður við okkur, og við þökkum þér fyrir allar stund- irnar saman. Barnabörnin í Danmörku. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englarnir tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir hann síðasti lífsins loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Kveðja frá Oktavíu Hrund, Róbert Smára og Halldóri Erni. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis væntir sér. Og þá er, dauði, síður sorgarefni, þó sá, er þessum huga burtu fer og lífið sýndi litla undirgefni, að lokum fái meiri trú á þér. Og örðugt fleirum varð en vini mínum í veröld, sem er ótal þyrnum stráð, að vinna gullinn þráð úr sorgum sínum og syngja fullum rómi um lífsins náð. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veist einn, hvað sál hans hinsta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér líst. (Tómas Guðmundsson.) Guðrún. Stórir barnahópar settu svip sinn á Reykjavík eftirstríðsáranna. Í einum slíkum vaxandi systkinahópi við Skothúsveginn við Reykjavíkurtjörn ólst Jón upp, fimmti í röð alls 10 systkina. Fjárráð venjulegra heimila leyfðu í þá tíð ekki það sem nú þekk- ist svo Jón gerði það sem aðrir drengir gerðu; vann fyrir sér jafn- framt skólagöngu með ýmsum hætti frá barnsaldri, bar út blöð, var sendi- sveinn í nýlenduvöruversluninni Brekku og síðar hjá Ásbirni Ólafs- syni stórkaupmanni til 16 ára aldurs. Aðeins 17 ára gamall fór Jón að vinna í Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, þar sem hann varð fyrir al- varlegu rafmagnsslysi, svo slæmu að telja má kraftaverk að hann lifði það af. Hætt er við að slysið hafi haft þau áhrif að hann kenndi heilsubrests á miðjum aldri. Jón var alla tíð athafnamaður, hugmyndaríkur og frumkvöðull að ýmsum nýjungum. Hann hóf veit- ingarekstur í Skálanum í Hafnarfirði aðeins 17 ára, en slysið hafði bundið enda á skólagöngu hans. Tveimur ár- um síðar fór hann til enskunáms í Cambridge og eftir það fór hann til Noregs að læra lagmetisiðju. Hingað heim kom Jón svo fullur hugmynda um nýjungar á því sviði, en íslenskt samfélag var í þá daga ekki jafn ginnkeypt fyrir nýjum hug- myndum og nú – og aðgangur að framkvæmdafé fór um þröngt nálar- auga stjórnmálaflokka og hreppa- hagsmuna. Hann gerði þó ýmsar athyglis- verðar tilraunir og var meðal fyrstu manna hérlendis til að reyna vinnslu grálúðu. En það var sölumennska sem varð þó lengur lifibrauð hans og síðar útgáfustarfsemi en hann gaf ásamt öðrum út Handbók húsbyggj- enda og hóf útgáfu tímaritsins Bygg- ing. Tilraunin var góð, blaðið smekk- legt, en markaðurinn ekki reiðubúinn. Næstu viðfangsefni í út- gáfustarfseminni voru svo spil á borð við Útvegsspilið sem naut lengi mik- illar hylli. Jón hafði jafnan miklar hugmynd- ir og átti stóra drauma og of oft lagði hann allt undir fjárhagslega en upp- skar ekki sem skyldi. Jón tók sér margt og óskylt fyrir hendur og iðulega starfaði hann í múrverki með bræðrum sínum þegar honum var fjár vant, og árið 1986 tók hann sveinspróf í múrverki í Dan- mörku og starfaði þar uns heilsan gaf sig. Jón bar sig alla tíð með hressilegri reisn og átti ótrúlega gott með að umgangast fólk af öllum stigum og virtist þekkja bókstaflega alla. Þessir eiginleikar nutu sín sérlega vel í sölu- mennskustörfum hans, sem voru ótrúlega fjölbreytt. Fáa þekkti ég ófeimnari eða hiklausari. Jón átti það hins vegar líka til að taka gleðskap- inn af sama kappi og hann veitti líka af rausn og oft umfram efni. 10. nóvember 1979 gekk Jón að eiga Guðrúnu Sveinsdóttur, nú að- stoðarforstöðukonu leikskóla í Greve í Danmörku. Hann gekk sonum hennar tveimur í föðurstað. Saman eiga þau dótturina Oktavíu Hrund, sem var stolt föður síns og ljóspunkt- ur hans í lífinu. Þau fluttu til Dan- merkur um miðjan níunda áratuginn og bjuggu þar æ síðan. Þótt Jón væri sterkur að upplagi held ég að slysið, sem hann varð fyrir aðeins 17 ára gamall, hafi valdið hon- um heilsubresti og kostað hann margt. Hann átti erfitt með að sætta sig við þær takmarkanir. Í honum bjó höfðingsskapur og stolt, en líka ákveðin þvermóðska. Hann taldi sig lengst af geta ráðið eigin gæfu og geta átt í fullu tré við Bakkus. Það varð þó að lokum ójafn leikur. Fyrir ári greindist Jón Jónsson með ólæknandi sjúkdóm í ristli. Heilsu hans hrakaði mjög frá því í haust og ég hitti hann síðast á Hró- arskeldusjúkrahúsi skömmu fyrir jól. Þótt hann bæri sig þá vel mátti sjá að þetta yrði okkar síðasti fundur. Nú hefur hann kvatt, aðeins 63 ára, en eftir lifir minningin um glaðbeitt- an, hugmyndaríkan mann með stóra drauma og stórt hjarta. Bjarni Sigtryggsson. Elsku Nonni bróðir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir samveruna í jarðvistinni hér. Ég minnist þess þegar ég kom í sumar og heimsótti þig og gisti heima hjá þér, í síðasta sinn í júní, hvað þú varst ánægður með það þó þú værir ekki hraustur, en við sátum og spjölluðum saman í rólegheitum langt frameftir um heima og geima. Þú labbaðir upp í Bilka af veikum mætti áður en ég kom bara til að kaupa allt sem þú vissir að mér þætti gott. Þú vildir sko taka vel á móti systur þinni og gerðir það. Síðan komum við Steini aftur í júlí og þá fóruð þið í stutta göngutúra í hitanum sem var mikill þá. En svo komum við mamma og Emilía í októ- ber, daginn áður en þú fórst í aðgerð- ina og mömmu þótti mjög vænt um að geta hitt þig nokkuð hressan þá, og þú enn með gamla húmorinn sem við þekktum svo vel. En þú áttir stóra drauma þá eins og alltaf, og varst ekki á leiðinni burt, ætlaðir að koma heim í október eftir aðgerðina en komst aldrei heim af sjúkrahúsinu aftur. Takk fyrir allt, elsku Nonni minn. Ég bið góðan guð að styrkja Ok- tavíu, Róbert, Halldór, barnabörnin þín, og ekki síst Guðrúnu, en sjaldan hef ég séð fjölskyldu standa þéttar saman við að láta þér líða sem best og heimsækja þig á hverjum degi þó það væri dágóður spölur að fara á sjúkra- húsið í Hróarskeldu. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (BK) Þín systir, Laufey. Jón Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.