Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
H.J. MBL.
/ KRINGLUNNI
NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:40 LEYFÐ DIGITAL
BLOOG DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára DIGITAL
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL
TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 5:40 - 8
PARIS, JE T'AIME kl. 10:20
MON PETIT DOIGT kl. 5:45
LE POULPE kl. 8
LA DENTELLIERE kl. 10:15
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL
Heillandi meistarverk sem sameinar fjöldan allan
af þekktum leikstjórum og leikurnum frá öllum
heimshornum í samsafni af stuttmyndum sem eiga
það sameiginlegt að vera ástaróður til Parísarborgar
„ÞEIR SEM ELSKA PARÍS OG
GÓÐA KVIKMYNDAGERÐ
ÆTTU AÐ BREGÐA SÉR Á BÍÓ!“
- SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, RÁS 1
BLOOD & CHOCOLATE kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
BREAKING AND ENTERING kl. 10:40 B.i. 12 ára
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 8 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 8 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 5:30 LEYFÐ
FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ
BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára
BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU
PATRICK SÜSKIND eeeVJV, TOPP5.IS
eeee
LIB, TOPP5.IS
ÓSKARSVERÐLAUN
m.a. besta leikonan í aukahlutverki2
GOLDEN
GLOBE
BESTA
MYND
ÁRSINS
ÓSKARS-
VERÐLAUN
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
BESTA ERLENDA MYNDIN
ÓSKARS-
VERÐLAUN
,,TÍMAMÓTAMYND"
eeeee
V.J.V. - TOPP5.IS
ÞIÐ VITIÐ
HANN E
...SVON
BYRJAÐI Þ
BREAKING
AND
ENTERING
eee
RÁS 2 Ó.H.T
eee
S.V., MBL.
Hefur þú einhvern tímann
gert mjög stór mistök?
NÝ HROLLVEKJA FRÁ FRAMLEIÐENDUM
“UNDERWORLD”
Sýnd í Sambíó Kringlunni
ar svifrykið fór yfir
heilsuverndarmörk
enn einn daginn að á
dögum sem þessum
væri góður kostur að
ganga, hjóla, taka
strætó eða vera sam-
ferða öðrum. Að
ganga eða hjóla er
nefnilega næstum óðs
manns æði á svif-
ryksdögunum. Það
þarf auðvitað að
hvetja fólk til að
ganga, hjóla, nota
strætó og samnýta bíl-
ferðir alla aðra daga,
þá dregur kannski úr
svifryksvandanum.
Nýleg könnun sýndi að aðeins um
fjórðungur Reykvíkinga nýtir sér
einhverja af þessum samgöngu-
leiðum.
x x x
Í ljósi þess að það eru bíleig-endur á nagladekkjum, sem
eitra loftið fyrir hinum, finnst Vík-
verja engin spurning lengur að það
eigi annaðhvort að banna nagla-
dekkin eða leggja gjald á notkun
þeirra. Tekjurnar af gjaldinu
mætti nota t.d. til að gera hjóla-
stíga eða niðurgreiða strætóferðir,
en hvorugt virðist sem stendur á
forgangslista stjórnmálamannanna.
Víkverja finnst ekkihafa komið nógu
skýrt fram í umfjöll-
uninni um svifryk í
höfuðborginni að und-
anförnu að mengunin
bitnar auðvitað á
þeim sem sízt skyldi.
Þeir sem nota um-
hverfisvænsta ferða-
mátann, þ.e. ganga
eða hjóla, anda vænt-
anlega að sér mesta
rykinu. Hinir, sem
sitja í bílum búnum
nagladekkjum, sem
tæta upp malbikið,
eru ágætlega varðir,
með síu í miðstöðinni
og finna sjálfsagt minnst fyrir
áhrifum ryksins. Hinir, sem af
veikum mætti reyna að leggja sitt
af mörkum til umhverfisverndar
og ganga eða hjóla leiðar sinnar,
eru í rykskýinu. Víkverja var
brugðið þegar hann sá fyrst hjól-
reiðamenn í erlendum stórborgum
með rykgrímur fyrir andlitinu. Nú
eru þeir líka farnir að sjást í
Reykjavík.
x x x
Víkverji getur því ekki sagt aðhann taki undir með upplýs-
ingafulltrúa umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar, sem sagði þeg-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr.
dagbók
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir
hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af
henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Í dag er föstudagur
9. mars, 68. dagur
ársins 2007
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Flest er fátækum fullgott
SUMUM finnst að ekki hefði átt
að henda matnum sem fólk gat
valið um hjá fjölskylduhjálpinni,
þótt jafnvel væri komin 2–3 ár
fram yfir síðasta söludag. Fólk
segir að þetta sé allt í lagi, þetta
hafi verið þurrmatur. En eftir því
sem ég hef komist næst getur
slíkur matur þránað og orðið
vondur með tímanum. En það er
nú einu sinni svo að þeir sem nóg
hafa finnst flest fullgott fyrir fá-
tæka. En það eiga allir rétt á að fá
að halda sinni mannlegu reisn og
þótt fólk sé efnalítið á það ekki að
þurfa að borða útrunninn mat, sem
aðrir vilja ekki leggja sér til munns.
Það á heldur ekki að þurfa að ganga í
slitnum og snjáðum fötum af öðrum.
Það verður að líta á það sem al-
gjört neyðarúrræði fyrir fólk að
þurfa að leita til hjálparstofnana og
getur ekki gengið að það þurfi jafn-
vel að fara þangað árum saman. Fá-
tækt er illt mein íslensku moldríku
samfélagi, mein sem á að fjarlægja
strax.
Það eiga allir að fá sömu tækifæri
til þess að lifa mannsæmandi lífi hér,
annað er skömm.
Sigrún Reynisdóttir.
Skipulag umferðarmála
EINN þáttur umferðarmála gæti
verið að skipuleggja ferðir manna.
Eins og ástatt er í dag leggja flestir
af stað út í umferðina á sama tíma.
En stórir hópar geta, án þess að það
skaði þá nokkuð, fært til tímann sem
þeir keyra til vinnu og frá vinnu,
Hægt væri að breyta mætingartíma
t.d. í skólum og stórar stofnanir geta
haft eitthvert svigrúm til að mæta út
í umferðina, í staðinn fyrir að etja
öllum út á götur höfuðborgarinnar á
sama tíma. Þeir sem ganga vaktir
hafa mikið svigrúm til að breyta
vöktum sínum, fram eða aftur, það
gæti munað miklu. Svo í staðinn fyr-
ir að grafa bílaumferðina í stokk
er hægt, með örlitlu skipulagi, að
dreifa umferðinni á lengri tíma yf-
ir daginn.
Ökumaður.
X-faktorinn
VIÐ erum hópur fólks sem hittist
tvisvar í viku, og er mikið spjallað
um daginn og veginn. Þar erum
við öll ósátt með X-faktorinn.
Það gengur ekki upp að einn
dómari skuli þurfa að velja á milli
tveggja neðstu. Tilviljun ræður
hver er í því sæti. Ellý hefur verið í
því hlutverki oftast, eða 5 sinnum.
Á föstudaginn síðasta fannst okk-
ur mjög óréttlátt þegar Alan var
sendur heim, hefðum frekar viljað
stelpurnar frá Hveragerði í því sæti,
því það er svo margt líkt með þátt-
takendunum Hara og Gís svo minni
missir hefði verið af stúlkuflokknum
Hara. Okkur finnst vanta ann-
aðhvort 4. dómarann, eða jafnvel að
hafa þetta eins og í American Idol,
þar sem símakosningin ræður ein-
göngu, sá sem fær fæstu stigin verði
sendur heim, og dómararnir hætti
alveg því hlutverki.
Óánægður sundhópur.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
80 ára af-mæli. Í
dag, 9. mars, er
Emilía Þórð-
ardóttir frá
Grund á Akra-
nesi áttræð. Í
tilefni tímamót-
anna tekur Milla
á móti ættingj-
um og vinum í
Golfskálanum á Hvaleyri í Hafnarfirði
í dag, milli 17 og 19, og vonast hún til
að sjá sem flesta.
Hlutavelta | Þessar dug-
legu stelpur héldu tom-
bólu við Hagkaup í
Spönginni og söfnuðu
6.321 krónum sem þær
færðu Rauða krossinum.
Verður peningunum varið
til að aðstoða börn í Sierra
Leone. Þær heita: Hall-
dóra Björgvinsdóttir, Sif
Björgvinsdóttir, Díana
María Jakobsdóttir, Irma
Gná Jóngeirsdóttir og
Harpa Lind Jakobsdóttir.
hlutavelta
ritstjorn@mbl.is