Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 47 menning BAKSVIÐ vægðarlausrar og myrkrar lýsingar á valdatafli há- karla og hornsíla í undirheimum Parísar, er ósköp venjulegt torg í hverfi sem má muna sinn fífil feg- urri. Við fyrstu sýn er ekki annað að að sjá en allt sé með kyrrum kjör- um, en því fer fjarri. Tvö veitingahús eru við torgið og lýsir myndin því að þau eru, rétt undir yfirborðinu, vettvangur mis- kunnarlausrar glæpastarfsemi. Nánast eina heið- arlega sálin á svæðinu er Alain (Riaboukine), eigandi annarar kránnar, augu hans eru að opnast fyrir hildarleiknum á torginu frá því að ung stúlka kemur til hans í myndarbyrjun, að spyrjast fyrir um Antoine (Demy), bróður sinn og fastagest á kránni. Í lokin er Alain bú- inn að ganga á milli bols og höfuðs á illskunni, í bili a.m.k., en fórn- arkostnaðurinn er hár. Bak við tjöldin fer fram um- svifamikil eitur- lyfjasala á svæðinu, þar er Antoine peð í höndum Xaviers ((Lizana), sem á hinn bóginn er milliliður fyrir undirheimabaróninn frænda sinn, sem er markvisst að sölsa undir sig hverfið. Margt misjafnt er í gangi, auk hefðbundinna götuglæpa fæst Salvadori við blóðskömm, ásta- mál, vináttu og svik, sakleysi og sekt. Myndin hans er máluð dökkum litum og áhorfandinn hefur á tilfinningunni að þrátt fyrir tiltektir Alains, sem hefja myndina og ljúka, er engu úr- slitamarkmiði náð. Torgið er skuggsjá illsku, ótta og uppgjafar borgarsamfélaga samtíamans, þar sem sólin nær aldrei að varpa geislum sínum. Sandmennirnir er átakanleg, vel leikin og skrifuð af hinum afrískættaða Salvadori, sem greinilega gjörþekkir öm- urlegar aðstæðurnar. Engrar við- reisnar von KVIKMYNDIR Háskólabíó: Frönsk kvik- myndahátíð Leikstjóri: Pierre Salvadori. Aðalleik- endur: Serge Riaboukine, Patrick Lizana, Marina Golovine, Mathieu Demy, Guil- laume Depardieu. 95 mín. Frakkland 2000. Sandmennirnir/ Les Marchands de sable  Sæbjörn Valdimarsson Átök „Sandmennirnir er átkaanleg og vel leikin.“ NÁTTÚRAN í strengjum var yf- irskrift tónleika sem þau Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari héldu í Salnum í Kópavogi á laugardag- inn var. Hvaða náttúra? Stravinsky, sem hefur verið til nokkurrar umræðu hér á síðum Morg- unblaðsins vegna gagnrýni und- irritaðs um óperuna Flagari í framsókn, hefði sjálfsagt fussað yfir slíkri fyrirsögn. Einhvern tímann skrifaði ónefndur gagn- rýnandi að strengirnir í ein- hverju verki hefðu hljómað eins og flauel, en Stravinsky benti þá á að strengir ættu ekki að hljóma eins og flauel, heldur eins og strengir. Tónlist getur samt auðveldlega verið frábær myndlíking fyrir allskonar ótónlistarleg fyrirbæri, þar á meðal flauel og ýmislegt sem fyrirfinnst í náttúrunni, þótt hún hljómi auðvitað sjaldnast öðruvísi en hún sjálf! Í öllu falli var náttúran sem birtist í strengjum þeirra El- ísabetar og Hannesar andi trjáa eins og hann var túlkaður af hin- um armensk-ættaða Alan Hovha- ness, en hann lést fyrir fáeinum árum. Hver sá andi er er auðvitað erfitt að skilgreina og fer sjálf- sagt eftir hverjum og einum, en í huga margra geta tré verið býsna máttug. Ásatrúarmenn sjá heim- inn sem risavaxinn ask og það er ekki tilviljun að Búdda öðlaðist hugljómun undir tré! Burtséð frá merkingu tónlist- arinnar er sú sem Hovhaness samdi frábær. Hún er mun ein- faldari að gerð en sú sem margir samtímamenn hans sömdu, og sterkur austurlenskur keimur með áberandi „kosmísku“ ívafi er einstaklega sjarmerandi. Samt er hún ekki nýaldartónlist, heldur músík með strúktúr og framvindu og maður hlýtur því að þakka þeim Hannesi og Elísabetu fyrir að leyfa fólki að njóta hennar, sérstaklega þar sem Hovhaness er nánast óþekktur hér á landi. Yfirleitt var leikur tvímenning- anna til fyrirmyndar. Allskonar fínleg blæbrigði, sem skiptu gríð- arlegu máli fyrir heildarmyndina, voru fallega útfærð og stærri drættir auðheyrilega vel ígrund- aðir. Helst mátti finna að því að túlkunin var dálítið varfærnisleg og eftir því einsleit; sumt í mús- íkinni átti að leika „con spirito“, eða fjörlega, og „appassionato“, þ.e. ástríðuþrungið, en ég gat hvorugt greint á tónleikunum. Heilmikið á sér stað í tónlist Hovhaness, en það heyrist ekki nema túlkunin sé sæmilega til- þrifamikil. Verkið eftir Hovhaness var að- alatriði tónleikanna, sem voru um klukkustund að lengd. Að öðru leyti samanstóð dagskráin af smáverkum, aðallega eftir Áskel Másson og Þorkel Sigurbjörns- son. Áskell var í dægurlagahamn- um, lögin tvö, Kansóna og Ber- ceuse, voru sætir konfektmolar sem runnu ljúflega niður og Fiori eftir Þorkel Sigurbjörnsson var skemmtilegt áheyrnar. Fiori er reyndar verulega gott verk, margbrotið og fullt af merkingu sem maður einhvern veginn veit hver er, án þess þó að geta komið því í orð. Óneitanlega komu þau Hannes og Elísabet þeirri merk- ingu fullkomlega til skila. Andinn í trjánum TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Verk eftir Hovhaness, Hasselmann, Ás- kel Másson og Þorkel Sigurbjörnsson. El- ísabet Waage lék á hörpu; Hannes Guð- rúnarson á gítar. Laugardagur 3. mars. Kammertónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.