Morgunblaðið - 10.03.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÍR er fyrsta félagið í landinu sem
stofnað er um fimleika.
ÍR er fyrsta íþróttafélagið í land-
inu sem beitir sér fyrir æfingum í
frjálsíþróttum. Þær fóru fram á
Landakotstúninu í byrjun júní 1907.
ÍR er fyrst félaga til þess að
kaupa fullkomin frjálsíþróttaáhöld
frá útlöndum – spjót, kringlu, kúlu
og stöng. Það gerði félagið þegar á
fyrsta ári, 1907.
ÍR átti fulltrúa í fyrstu ólympíu-
sveit Íslendinga, Hallgrím Bene-
diktsson og Sigurjón Pétursson.
Þeir voru félagsmenn í ÍR og voru
tveir af glímumönnunum sem sýndu
íslenska glímu á leikunum í Lund-
únum 1908. Sigurjón keppti að auki
í grísk-rómverskri glímu og varð
fjórði.
ÍR hélt fyrsta frjálsíþróttamótið
sem fram fór í landinu, en það var
háð 1.–2. ágúst 1909. Þar komu ÍR-
ingar í fyrsta sinn fram til að keppa.
Fyrri daginn fór fram einnar
danskrar mílu hlaup, Árbæjar-
hlaupið, og varð Einar Pétursson
fjórði af 28 keppendum á 28:15 mín.,
15 sekúndum á eftir sigurvegaran-
um. Daginn eftir var keppt í 100 m,
1.000 m, hástökki og langstökki.
Hlaupin fóru fram á Melunum á lík-
um stað og íþróttavöllurinn stóð síð-
ar, en stökkin á Landakotstúni. ÍR-
ingar sigruðu í 100 m hlaupi (Helgi
Jónasson frá Brennu), hástökki og
langstökki (Kristinn Pétursson
blikksmiður).
ÍR hélt fyrstu opinberu fimleika-
sýninguna í Reykjavík á 20. öldinni
en hún fór fram undir stjórn Andr-
easar J. Bertelsens í Barnaskóla-
portinu 5. júní 1910 og hófst kl. 2 e.h.
ÍR átti fyrsta keppanda Íslands í
frjálsíþróttum á Ólympíuleikum en
það var Jón Halldórsson, síðar rík-
isféhirðir, sem keppti í 100 metra
hlaupi í Stokkhólmi 1912. Jón Kal-
dal, síðar formaður félagsins og
annálaður ljósmyndari, keppti
næstur Íslendinga í 5 km hlaupi í
Antwerpen 1920 og síðan hefur fé-
lagið átt mikinn fjölda keppenda á
Ólympíuleikum.
ÍR-formaðurinn þáverandi,
Benedikt G. Waage, vann eitt mesta
íþróttaafrek samtímans, og e.t.v.
seinni tíma líka, er hann synti úr
Viðey til Reykjavíkur 6. september
1914. Hann lagði af stað frá höfðan-
um vestanvert við Viðeyjarbúið og
synti að Völundarbryggju. Er sú
vegalengd 3,5 kílómetrar og var
hann eina klst. og 56 mínútur á leið-
inni. Kalt var í veðri og sjávarhiti
aðeins 10,5 stig.
ÍR er fyrsta félagið sem fær út-
lendan þjálfara hingað til lands
gagngert til þess að kenna íþróttir.
Þar er um að ræða Norðmanninn
Reidar Tönsberg, 1922.
ÍR sendi árið 1922 fyrst félaga
íþróttaflokk út á land er flokkur
karlmanna fór til Vestur- og Norð-
urlands til þess að sýna fimleika.
Flokkurinn kom gangandi frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur um Kjöl.
ÍR fékk flesta vinninga á fyrsta
Allsherjarmóti ÍSÍ, sem haldið var
1921, og hlaut farandbikar sam-
bandsins. Það sigraði einnig á
mótinu 1926 þótt aðeins kepptu þar
12 menn frá ÍR en 72 frá öðrum fé-
lögum.
ÍR bar sigur úr býtum í fyrsta
Fimleikamóti Íslands, flokka-
keppni, sem fram fór 1924.
ÍR sendi 1925 tvo fimleikaflokka,
karla og kvenna, kringum land til
Reyðarfjarðar, er sýndu fimleika í
öllum stærstu kauptúnum. Stúlk-
urnar fóru með skipi til Reykjavík-
ur, en karlmennirnir landveg frá
Reyðarfirði um Fljótsdalshérað, yf-
ir Skaftafellssýslur til Reykjavíkur.
Stóran hluta fóru þeir gangandi um
vegleysur!
ÍR hélt fyrsta innanfélagsmeist-
aramót í frjálsíþróttum sem háð
hefur verið á Íslandi, en það hélt fé-
lagið haustið 1926.
ÍR átti fyrsta Íslandsmeistarann
í fimleikum er Magnús Þorgeirs-
son, kenndur við verslun sína Pfaff,
sigraði árið 1927 á fyrsta Íslands-
mótinu í einstaklingskeppni í fim-
leikum.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Hann segir að forráðamenn félags-
ins sjái nú fram á betri tíma og
breytinga sé að vænta á allra næstu
árum. „Það er verið að vinna í skipu-
lagi svæðisins með Reykjavíkurborg
og það mun gjörbreyta allri aðstöðu
fyrir félagið þegar þær breytingar
verða komnar í gagnið.
Þarna á að byggja íþróttahús og
það á að horfa til þess að Reykjavík-
urborg byggi upp ýmsa aðra þjón-
ustu sem þarf að vera í hverfinu, svo
sem félagsmiðstöð og þjónustumið-
stöð. Þannig verður ÍR-svæðið orðið
allsherjar þjónustumiðstöð fyrir
íbúana í hverfinu. Þannig sjáum við
ÍR, eins og mörg íþróttafélög eru en
þó ekki öll, með tvennum hætti. Ann-
ars vegar sem þjónustuaðila fyrir
alla íbúa í hverfinu hvað varðar
íþróttastarf allra grunnskólabarna.
Jafnframt erum við að vinna að af-
reksstefnu fyrir félagið því það ligg-
ur alveg ljóst fyrir að til þess að ungt
fólk hafi mikinn áhuga á að taka þátt
í íþróttum þarf það að hafa fyrir-
myndir og afreksfólk er fyrirmynd.
Það er því hluti af þessari uppbygg-
ingu hjá okkur að byggja upp afreks-
stefnu sem til lengri tíma litið á ekki
bara að gera ÍR að stærsta félaginu
hvað varðar fjölda greina og iðk-
enda, heldur einnig að sigursælu fé-
lagi,“ segir Úlfar.
Hann segist vonast til að upp-
byggingin sem fyrir höndum er verði
á allra næstu árum. „Það var búið að
skrifa undir samning við Reykjavík-
urborg á síðasta ári en sá samningur
hefði takmarkað mjög það sem hægt
væri að gera á svæðinu. Við höfum
því verið í viðræðum við nýjan meiri-
hluta hjá Reykjavíkurborg hvað
varðar þetta svæði og meirihlutinn
hefur sýnt okkur mikinn vilja til að
klára nú þessa aðstöðu fyrir félagið –
og kannski ekki seinna vænna. Við
erum því mjög bjartsýn á að aðstað-
an verði orðin til fyrirmyndar eftir
ekki svo mörg ár. Þetta er gríðarlega
mikilvægt félagslega fyrir okkur.
Þar sem öll starfsemin, eða nánast
öll starfsemin, getur farið fram á
sama svæðinu hittist fólk reglulega
og ræðir um sitt félag og málefni
tengd því. Núna er fótboltinn hérna,
karfan í Seljaskóla og handboltinn í
Austurbergi. Frjálsar eru í Laugar-
dalshöllinni þar sem búið er að
byggja gríðarlega myndarlega að-
stöðu fyrir íþróttina. Svo erum við
með júdó, dans og tækvondo í húsinu
hjá okkur en mjög þröngt um þær
greinar þannig að það verður algjör
bylting þegar ný og bætt aðstaða
kemur.
Félagið er með mikið svæði til að
byggja starfsemi sína á og ég held að
það sé ekkert félag í Reykjavík sem
hefur svona gott svæði. Það eru
skemmtilegir tímar framundan hjá
okkur og við trúum því að á næstu
fimm árum verði hrein bylting á
þessu hjá ÍR.
Þetta yrði þá í fyrsta sinn í sögu
félagsins þar sem stærstur hluti
starfseminnar yrði kominn á einn og
sama staðinn. ÍR kom upp í Breið-
holt um 1970 en íþróttaaðstaða í
hverfinu var ekki byggð upp samfara
fólksfjölguninni. Ef við horfum til
dæmis á Grafarvoginn þá er íþrótta-
aðstaðan þar byggði upp með hverf-
inu og þannig þarf þetta að vera, en
það gerist ekki í Breiðholtinu,“ segir
Úlfar og horfir björtum augum til
framtíðar ÍR.
Morgunblaðið/RAX
Nýr völlur Úlfar Steindórsson, formaður Íþróttafélags Reykjavíkur, á nýja gervigrasvellinum í Mjódd.
Úlfar Steindórsson, formaður Íþróttafélags Reykjavíkur
ÍR á einn stað
AÐDRAGANDI að stofnun Íþróttafélags Reykja-
víkur 11. mars 1907 var ekki langur. Mörg félög
höfðu verið stofnuð í bænum árin á undan en
gefið jafnharðan upp öndina eftir stutta lífdaga.
Sigurbjörn kaupmaður í Vísi segir í æviminn-
ingum sínum, að ekkert félag hafi verið starf-
andi í bænum þegar ÍR var stofnað. Því töldu
menn að hér væri á ferðinni eitt félagið enn sem
senn myndi sálast er forstjóri klæðaverksmiðj-
unnar Iðunnar, Andreas J. Bertelsen, birti aug-
lýsingu í blaðinu Ísafold miðvikudaginn 13. febr-
úar 1907.
„Leikfimis- og íþróttafélag. Félag til eflingar
leikfimi og íþróttum er ætlast til að verði stofnað
hér í bæ, ef nógu margir gefa sig fram. Þeir sem
vilja sinna þessu máli eru beðnir að mæta á hótel
Ísland á föstudaginn kemur kl. 9 síðdegis. A.
Bertelsen.“ Þar var félaginu valin bráðabirgða-
stjórn. Hófst hún handa um að útvega húsnæði
til æfinga og þegar það var fengið í leikfimisal
Barnaskólans boðaði hún til formlegs stofn-
fundar ÍR mánudaginn 11. mars. Á hann mættu
90 menn sem allir gerðust félagar. Var Bertelsen
kosinn formaður.
Þótt ÍR fengi íþróttasal á leigu þremur dögum
fyrir stofnun var félagið áratugum saman á
hrakhólum hvað aðstöðu og félagssvæði varðar.
Af þeim sökum m.a. hefur orðið að leggja niður
íþróttadeildir í félaginu, þrátt fyrir mikla ásókn í
þær. Til dæmis fimleikadeildina, greinina sem
félagið var stofnað um.
Gríðarleg breyting hefur orðið í starfsemi ÍR á
einni öld. Nokkrar deildir hafa komið og farið á
þessum tíma. Ein er þó sú íþrótt sem félagið hef-
ur stundað samfellt í hundrað ár, frjálsíþróttir.
Eftir flutninginn í Breiðholt hefur ÍR fest sig vel
í sessi og orðið rótgróið hverfisfélag. Eru það
mikil umskipti frá árum áður, þegar starfsemin
fór fram víða vegar um Reykjavík.
Ekki spáð löngum lífdaga
FRÁ upphafi vega hafa 24 menn gegnt formennsku í Íþróttafélagi
Reykjavíkur. Tveir þeirra, Helgi Jónasson frá Brennu og Haraldur
Johannessen, hafa nokkrum sinnum verið formenn félagsins. Í
seinna skiptið sem Andreas J. Bertelsen tók við formennsku entist
honum ekki heilsa til starfans nema í mánuð og tók varaformað-
urinn, Helgi frá Brennu, þá við. Var það í þriðja sinn sem hann fór
fyrir félaginu en Haraldur gerði það fjórum sinnum.
Lengst hefur setið á formannsstóli Þorbergur Halldórsson, eða í 13
ár, frá 1993–2006. Helgi frá Brennu sat ellefu ár og Þórir Lárusson
í átta. Formenn félagsins hafa annars verið:
Andreas J. Bertelsen, 1907–1911
og í einn mánuð 1934
Jón Halldórsson, 1911–1914
Benedikt G. Waage, 1914–1917
Helgi Jónasson frá Brennu, 1917–1925,1927–1929 og 1934–1935
Haraldur Johannessen, 1925–1927, 1929–1931,1939–1940 og 1943–
1944
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, 1931–1932
Sigurliði Kristjánsson, 1932–1934
Jón J. Kaldal, 1935–1939
Torfi Þórðarson, 1941–1943
Þorsteinn Bernharðsson, 1944–1945
Sigurpáll Jónsson, 1945–1948
Axel Konráðsson, 1948–1951
Gunnar Steindórsson, 1951–1953
Jakob Hafstein 1953–1958
Albert Guðmundsson, 1959–1961
Sigurjón Þórðarson, 1961–1962
Reynir Sigurðsson, 1962–1965
Sig. Gunnar Sigurðsson, 1965–1972
Ásgeir Guðlaugsson, 1972–1977
Þórir Lárusson, 1977–1985
Ágúst Ásgeirsson, 1985–1986
Hólmsteinn Sigurðsson, 1986–1993
Þorbergur Halldórsson, 1993–2006
Úlfar Steindórsson, frá 2006
Formenn Íþróttafélags Reykjavíkur
Kl. 11.00.
Formleg afhending á gervi-
grasvelli frá Reykjavíkurborg
til Íþróttafélags Reykjavíkur.
Úlfar Steindórsson formaður
ÍR opnar hátíðina og býður
alla velkomna. Þeir Vilhjálmur
Þ Vilhjálmsson borgarstjóri,
Óskar Bergsson formaður
framkvæmdaráðs og Björn
Ingi Hrafnsson formaður ÍTR
segja nokkur orð, afhenda ÍR-
ingum völlinn og innsigla það
með skotum á mark þar sem
markvörður frá ÍR mun standa
á milli stanganna. Krakkar frá
ÍR verða með stutta æfingu á
nýjum velli félagsins.
Í framhaldi verður skrifað
undir samkomulag Íþrótta-
félags Reykjavíkur og Reykja-
víkurborgar um framtíðarupp-
byggingu og skipulag á
svæðinu í Suður-Mjódd.
Eftir þessa athöfn býður
Reykjvíkurborg og ÍR til léttra
veitinga í sal uppi á 2. hæð í
ÍR-heimilinu.
Kl. 12.30.
Heiðursviðurkenningar til
þeirra sem hafa verið til-
nefndir heiðursfélagar ÍR af
aðalstjórn félagsins.
Kl. 13.00.
Veittar verða gull- og silfur-
viðurkenningar til þeirra sem
hafa verið tilnefndir af stjórn-
um allra þeirra 9 deilda sem
eru innan ÍR.
Kl. 13.45.
Afmæliskveðjur frá sér-
samböndum og öðrum í tilefni
af 100 ára afmæli félagsins.
Kl. 14.00.
Ágúst Ásgeirsson kynnir
bók ÍR en hún spannar 100 ára
sögu félagsins. Ágúst er jafn-
framt höfundur bókarinnar.
Eftir þessa kynningu verður
Guðbrandur Benediktsson
deildarstjóri miðlunar á Minja-
safni Reykjavíkur með stutta
kynningu á hátíð sem fram fer
í sumar í tilefni af opnun sýn-
ingar um ÍR í nýuppgerðu ÍR-
húsi á Árbæjarsafni.
Kl. 15.00.
Formlegri dagskrá lýkur en
húsið verður opið til kl. 16.30.
Þess má geta að á veggjum
verða myndir úr bók ÍR ásamt
efni frá RÚV (gamalt og nýtt)
sem verður varpað á breið-
tjald.
100 ára afmæl-
isdagskrá ÍR
11. mars 2007
„ÞAÐ sem þetta snýst um hjá okkur er að ÍR, sem verður hundrað ára á
sunnudaginn, hefur búið við dálítið sérstakar aðstæður til langs tíma. Við
höfum ekki átt möguleika á að vera með einn samastað fyrir allt félagið og
nú viljum við bæta úr því á næstu árum,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður
Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en félagið fagnar 100 ára afmæli sínu nú um
helgina – í dag og á afmælisdaginn 11. mars. „Ætli það séu ekki sextán eða
sautján ár síðan félagsheimilið í Mjóddinni var byggt. Það hýsir í sjálfu sér
mjög takmarkaðan hluta af starfseminni. Knattspyrnan er þarna, en hand-
bolti, karfan og frjálsar hafa verið hér og þar í gegn um tíðina og það er að
hluta til ákveðinn þröskuldur fyrir því að félag í svona gríðarlega stóru
hverfi hafi náð að vaxa og þroskast eins og búast mætti við,“ segir Úlfar.