Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 5  ÍR flutti inn fyrsta útlenda handboltaþjálfarann sem hingað kom; Danann Henning Isachsen sem dvaldi hér í Reykjavík árið 1947 og annaðist kennslu í hand- knattleik hjá ÍR fram á vorið 1948. Um síðir kenndi Isachsen ekki bara hjá ÍR eingöngu heldur einn- ig hjá Fram og Víkingi.  ÍR-ingarnir Guðmundur Ing- ólfsson og Ólafur Guðmundsson tryggðu Íslandi sigur í fyrstu landskeppninni í sundi en keppt var við Norðmenn í maí 1948 í Sundhöllinni. Keppnin var jöfn og hörð allt þar til komið var að 100 metra bak- sundi undir lokin. Ólafur vann sundið óvænt og Guðmundur varð annar. Reið frammistaða þeirra baggamuninn um sigur í lands- keppninni.  ÍR er fyrsta félagið sem fær er- lend félagslið í handknattleik til að koma hingað til lands. Kom sam- eiginlegt lið dönsku liðanna Ajax og HG með flugvélinni Heklu 17. maí 1948 og lék fjóra leiki á viku. Ajax var Danmerkurmeistari inn- anhúss á þessum tíma og HG í þriðja. Helmingur leikmannanna sem hingað komu var í dönskum landsliðum og héðan fóru Danirnir ósigraðir.  ÍR-ingurinn Haukur Clausen vann sigur í fyrstu grein fyrstu landskeppni Íslendinga, við Norð- menn á Melavelli sumarið 1948. Þeir Finnbjörn Þorvaldsson, einn- ig ÍR-ingur, unnu fjórar greinar sem voru þær einu sem Íslend- ingar sigruðu í.  ÍR eignaðist fyrsta Íslands- meistarann í badminton er Einar Jónsson bar sigur úr býtum í úr- slitaleik við Ágúst Bjartmarz frá Stykkishólmi með 15:12 og 15:11 hinn 1. júní 1949.  ÍR sendi tíu manna flokk frjáls- íþróttamanna í tíu daga keppnisför til Skotlands og Írlands í lok júní 1949. Voru þetta fyrstu íslensku íþróttamennirnir sem kepptu í hinu frjálsa Írlandi.  ÍR-ingurinn Örn Clausen átti hlut í heimsmeti er hann hljóp í al- þjóðlegri sveit sem setti heimsmet í 1.000 metra hlaupi árið 1949. Stóð metið í 11 ár. ÍR-ingurinn Haukur Clausen setti Norður- landamet í 200 metra hlaupi, 21,3 sek., árið 1950. Var sá tími besti árangur Evrópubúa þetta ár.  ÍR stóð fyrir fyrstu kennslu hér- lendis í ísknattleik og skautahlaupi 9. janúar 1951 í samstarfi við Skautafélag Reykjavíkur. Undirstöðuatriði leikreglna voru kennd í ÍR-húsinu við Túngötu en síðan fór kennslan fram á Tjörn- inni. Eistlendingurinn Ewald Mik- son [faðir knattspyrnumannanna Jóhannesar og Atla Eðvaldssona] annaðist kennsluna en hann var eitt sinn í landsliði Eistlendinga í ísknattleik. Óskum ÍR til hamingju með 100 ára afmælið! Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Haukur var einn fremsti sprett- hlaupari heims á sinni tíð og var á meðal þátttakenda á Ólympíuleikun- um í London 1948. Hann varð Norð- urlandameistari í 200 m hlaupi 1947, á 19. ári. Haukur setti Norðurlanda- met í 200 m hlaupi árið 1950, 21,3 sekúndur, sem stóð í rúman áratug og var jafnframt besti tími Evrópu- búa í greininni það árið. Metið setti Haukur í Eskilstuna í Svíþjóð aðeins tíu dögum eftir Evrópumeistaramót- ið í Brussel þar sem hann var neydd- ur til þess að hlaupa 100 metra en ekki heimilað að spreyta sig í sinni bestu grein. Tími Hauks, 21,3, hefði dugað til sigurs á EM í Brussel. „Fararstjórnin ákvað að láta Hauk hlaupa 100 metra á EM 1950 gegn vilja hans. Haukur vildi keppa í 200 metrunum. Svona var félagapóli- tíkin á þessum árum. Það var hart á milli KR og ÍR,“ segir Jón Þ. og bæt- ir því við að þessi ákvörðun hafi setið í Hauki og örugglega komið í veg fyrir að keppnisferill hans varð ekki mikið lengri, en hann hélt nokkru síðar til háskólanáms í Bandaríkjun- um. „Það er hart að meina manni að keppa í sinni bestu grein þar sem hann átti möguleika á að komast í verðlaunasæti eða að verða Evrópu- meistari,“ segir Jón ennfremur. Haukur hafnaði í 5. sæti af 6 kepp- endum í úrslitum í 100 m hlaupsins á EM 1950 á 10,8 sekúndum, eftir að hafa einnig hlaupið vel í undanrásum og undanúrslitum. Síðasta stóra mótið sem Haukur tók þátt í var hin fræga landskeppni á Bislett-leikvanginum í Ósló 28. og 29. júní 1951 þegar Íslendingar unnu bæði Norðmenn og Dani. Haukur tognaði þá í miðju 200 m hlaupi en komst af mikilli keppnishörku í mark í 4. sæti. Haustið 1951 tók Haukur þátt í tugþraut og náði þá 18. besta árangri í greininni í Evrópu það árið. Sam- kvæmt núverandi stigatöflu fékk Haukur 6.515 stig í þrautinni. Meðal þriggja bestu í heimi Örn, bróðir Hauks, var á meðal þriggja bestu tugþrautarmanna í heiminum í kringum 1950. Hann hafnaði í 12. sæti í tugþraut á Ólymp- íuleikunum í London þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert æft sumar keppnisgreinar þrautarinnar. Örn keppti með Norðurlandaúrvalinu gegn Bandaríkjunum árið eftir og var einnig þá í sveit sem setti heims- met í 1.000 m boðhlaupi sem stóð í rúman áratug. Örn vann silfurverð- laun í tugþraut á Evrópumeistara- mótinu í Brussel 1950 eftir ævintýra- lega keppni við Frakkann Ignache Heinrich sem vann með 67 stiga mun. Þeir háðu eftirminnilegt ein- vígi á Melavelli sumarið eftir þar sem Örn hafði betur í tveggja daga keppni þar sem ekki færri en 10.000 manns fylgdust með hvorn dag. Þá setti Örn Íslandsmet í tugþraut sem stóð í 11 ár eða þar til Valbjörn Þor- láksson, þá einnig ÍR-ingur, bætti metið um 94 stig 28. ágúst 1962. Í fyrrgreindri landskeppni Íslend- inga við Norðmenn og Dani á Bislett 1951 tók Örn þátt í fimm greinum og átti ekki hvað sístan þátt í sigri ís- lensku sveitarinnar. Örn vann 110 og 400 m grindahlaup, var í sigursveit í 4x100 m boðhlaupi, hafnaði í þriðja sæti í langstökki og í 100 m hlaupi þar sem hann hljóp í skarðið fyrir Hauk bróður sinn. Örn var skráður til þátttöku í tug- þraut á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 en meiddist á leið til leikanna og gat ekki verið með. Íslandsmet Arnar í tugþraut árið 1951 hefði nægt honum til silfurverðlauna á Ól- ympíuleikunum í Helsinki 1952. Þar með lauk keppnisferli eins allra fremsta íþróttamanns sem Ís- land hefur alið af sér. Clausen-bræður hættu of snemma TVÍBURABRÆÐURNIR Haukur og Örn Clausen eru án efa einhverjir fremstu og glæsilegustu íþrótta- menn í sögu íslenskra íþrótta, en báðir kepptu þeir fyrir ÍR. Yfir nöfn- um þeirra ríkir dýrðarljómi enda náðu þeir einstökum árangri á stutt- um íþróttaferli. „Þeir voru varla byrjaðir þegar þeir hættu 22 ára gamlir,“ segir Jón Þ. Ólafsson, fyrr- verandi Íslandsmethafi í hástökki. „Báðir hefðu þeir getað náð stór- kostlegri árangri en þeir í raun náðu hefðu þeir haldið áfram í nokkur ár, en því var ekki að heilsa,“ segir Jón ennfremur. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fjórir fræknir Þeir voru meðal þeirra sem komu saman hinn 29. júní 2001 og minntust þessa að rétt 50 ár voru liðin frá fræknum sigri frjálsíþrótta- manna og knattspyrnumanna á Dönum, Norðmönnum og Svíum sama dag- inn. Frjálsíþróttalandsliðið vann Dani og Norðmenn í landskeppni í frjáls- íþróttum á Bislett-leikvangi í Ósló og knattspyrnulandsliðið lagði Svía á Melavelli á sigurdeginum mikla, 29. júní 1951. F.v., Örn Clausen, ÍR, Ingi Þorsteinsson, KR, Haukur Clausen, ÍR, og Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR. Fjórum árum eftir að hafa unnið silfrið í Melbourne hafnaði Vilhjálm- ur í 5. sæti í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Róm, stökk 16,37 metra. Nokkru fyrir leikana jafnaði hann gildandi heimsmet, stökk 16,70 metra. Sá árangur stendur enn sem Íslandsmet og er elsta gildandi Ís- landmetið um þessar mundir og virð- ist sem það verði ekki bætt alveg á næstunni. Minna hefur farið fyrir því að Vil- hjálmur vann bronsverðlaun í þrí- stökki á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi í ágúst 1958. Hann stökk 16 metra slétta og var aðeins tveim- ur sentimetrum á eftir silfurhafan- um og 37 sentímetrum fyrir aftan sigurvegarann, Józef Schmidt frá Póllandi sem einnig varð ólympíu- meistari í Róm 1960. Verðlaun Vilhjálms í Stokkhólmi 1958 voru þau fjórðu sem Íslending- ur vann á Evrópumeistaramóti í frjálsíþróttum. Á Evrópumeistaramótinu 1962, sem haldið var í Belgrad, var Vil- hjálmur einnig í fremstu röð, hreppti 6. sætið, stökk 15,62 metra, en í und- anúrslitum stökk hann 15,76 metra. Þegar þarna var komið við sögu hafði Vilhjálmur dregið nokkuð úr æfingum og fór svo að þetta var síð- asta mótið sem hann tók þátt, að sögn Jón Þ. Ólafssonar. „Á þessum tíma var Vilhjálmur kennari á Bif- röst og það gekk ekki til lengdar að aka fyrir Hvalfjörðinn og í bæinn til þess að geta æft við þokkalegar að- stæður,“ segir Jón. Mótið í Belgrad var þriðja Evr- ópumeistaramótið sem Vilhjálmur tók þátt í og var hann aðeins annar Íslendingurinn sem náði þeim áfanga, hinn fyrsti var Gunnar Hus- eby sem var með 1946, 1950 og 1958. Á fyrsta Evrópumótinu sem Vil- hjálmur tók þátt, 1954 í Bern í Sviss, þá tvítugur, stökk hann 14,10 metra og varð í 17. sæti í undanúrslitum og komst ekki áfram. „Vilhjálmur var gríðarlegur keppnismaður sem náði alltaf sínu besta í harðri keppni,“ segir Jón Þ. Ólafsson, sem æfði um tíma við hlið Vilhjálms. „Auk þess æfði hann alltaf vel og skynsamlega.“ Vilhjálmur hafði langstökk sem aukabúgrein árum saman og setti Ís- landsmet árið 1957, stökk 7,46 metra. Það met stóð allt fram til árs- ins 1984. „Vilhjálmur var gríðar- legur keppnismaður“ VAFALAUST á enginn íslenskur frjálsíþróttamaður eins glæsilegan feril að baki og Vilhjálmur Ein- arsson, oft nefndur „silfurmað- urinn“ eftir að hann vann fyrstur verðlaun Íslendinga á Ólympíu- leikum þegar hann hafnaði óvænt í öðru sæti á leikunum í Melbourne í Ástralíu 1956. Þá stökk Vilhjálmur 16,26 metra sem var ólympíumet nokkra stund. Hann keppti á fimm stórmótum, komst í úrslit á fjórum þeirra og vann til verðlauna á tveimur. íl- r- m. ef- ót- ar ef maður hefði lagt upp úr því að æfa hann.“ Á fyrstu keppnisárum Jóns lentu há- stökkvarar ekki á dýnum heldur í sandi og m.a. var svo á Ólympíuleikunum í Tókýó 1964. „Eftir það fara dýnurnar að koma fram, en þær voru misgóðar. Eftir að Fosbury-stíllinn kom fram var nauðsynlegt að hafa góðar dýnur, ann- að var lífshættulegt. Þegar maður stökk með grúfuað- ferðinni og lenti í sandinum þá varð alltaf að hafa það í huga að maður átti eftir að lenda, maður mátti ekki gleyma sér. Það var of hart að lenda á bakinu og því var nauðsynlegt að bera fyrir sig höndina til þess að taka mesta þungann af fallinu. Síðan þegar á keppnina leið þá vildi sandurinn fara að þjappast þótt reynt væri að raka hann saman.“ Jón fylgist enn vel með frjálsíþrótt- um og vart fer fram það mót sem ekki má sjá hann meðal áhorfenda. Jón horfir bjartsýnum augum fram á veg- inn eftir að bylting varð í aðstöðumál- um frjálsíþróttamanna í Reykjavík með tilkomu frjálsíþróttahluta Laugar- dalsvallar fyrir rúmu ári. „Ég er von- góður og ánægður með að sjá hversu mikið er af ungu og efnilegu fólki að æfa frjálsíþróttir um þessar mundir, bæði hjá mínu félagi og öðrum. Það virkilega ánægjulegt að sjá þetta,“ seg- ir hinn síungi Jón Þ. Ólafsson sem ennþá keppir og heldur upp á 50 ára keppnisafmæli sitt á þessu ári. m í kringum 1960. Hér lyftir hann sér yfir il sögunnar heldur urðu menn að gera sér sem best nú um stundir. kjallara r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.