Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÍR sá um framkvæmd fyrsta
Meistaramóts Íslands í frjáls-
íþróttum, sem fram fór 1927 í
Reykjavík.
ÍR sendi 1927 úrvalsflokka
karla og kvenna til Noregs og
Svíþjóðar. Var það fyrsta utanför
íþróttahópa á vegum félaga. Eftir
að hafa sýnt fimleika víðsvegar í
Noregi tóku stúlkurnar þátt í
íþróttaviku í Gautaborg, sem
haldin var til minningar um 150
ára afmæli íþróttafrömuðarins
P.H. Ling.
ÍR sendi enn 1928 kvennaflokk
sinn á alheimsmót í fimleikum,
sem haldið var í Calais í Frakk-
landi. Var flokkurinn talinn best-
ur allra kvenflokka er þar sýndu.
ÍR eignaðist fyrst íþróttafélaga
í landinu eigið íþróttahús, árið
1929. Fyrsti frumkvöðull að
stofnun húsbyggingarsjóðs var
sendiherra Íslands í Danmörku,
Sveinn Björnsson [síðar fyrsti
forseti lýðveldisins], sem var ÍR-
ringur af lífi og sál. Formaður fé-
lagsins og stjórnarmaður um
langt árabil, Haraldur Johann-
essen [faðir Matthíasar ritstjóra
Morgunblaðsins], átti frumkvæðið
að því að ÍR eignaðist gömlu
Landakotskirkjuna sem breytt
var í íþróttahús.
ÍR byrjaði fyrst allra félaga
hér á landi iðkun badmintons, ár-
ið 1933. Barst sú íþróttagrein til
landsins frá Danmörku með
tveimur ÍR-ingum, Jóni Kaldal
og Jóni Jóhannessyni.
ÍR-ingarnir Friðrik Sigur-
björnsson og Magnús Andrésson
urðu fyrstir til þess að vinna til
eignar verðlaunagrip sem keppt
var um í tennis. Þeim áfanga
náðu þeir er þeir unnu tvíliðaleik
karla í 5. sinn, árið 1935. Bikarinn
gaf Bergþóra Scheving Thor-
steinsson á 20 ára afmæli ÍR
1927.
ÍR fékk verðmætustu gjöfina
sem einstakur maður hafði gefið
til eflingar íþróttum, er Ólafur
Johnson konsúll gaf bíl sumarið
1938 til að nota í happdrætti
vegna kaupanna á Kolviðarhóli.
ÍR-ingar komu upp fyrstu
skíðalyftunni hérlendis árið 1938 í
Hellisskarði á Þverfelli við Kol-
viðarhól. Dráttarbraut þessi var
160 metra löng og knúði hana
mótor úr Chevrolet árgerð 1929.
ÍR lék fyrsta leik fyrsta Ís-
landsmótsins í handknattleik. Fór
hann fram 30. mars 1940 í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu. Áttust við meist-
araflokkar ÍR og Hauka í
kvennaflokki og fór síðarnefnda
liðið með sigur af hólmi, 22:14.
ÍR-ingar áttu lengi markamet í
Íslandsmótinu í handknattleik.
Jóel Sigurðsson, síðar Íslands-
methafi í spjótkasti, skoraði 15
mörk er ÍR lagði Fram 26:6 í 2.
flokki á Íslandsmótinu í leik sem
háður var í Íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar sunnudaginn 7. apríl
1940. Met Jóels stóð í 18 ár eða
þar til annar ÍR-ingur, Gunn-
laugur Hjálmarsson, bætti það
1958. Skoraði hann 16 mörk í leik
gegn Aftureldingu á Íslands-
mótinu 1958 en leikinn unnu ÍR-
ingar 40:23.
ÍR-ingurinn Finnbjörn Þor-
valdsson varð fyrsti íslenski
íþróttamaðurinn til að setja tíu
Íslandsmet í íþróttum á einu og
sama keppnistímabilinu. Það
gerði hann í frjálsíþróttum árið
1946. Átti hann þá met í tólf
greinum, þar af fimm boðhlaup-
um.
ÍR-ingarnir Finnbjörn Þor-
valdsson og Haukur Clausen
urðu Norðurlandameistarar í 200
metra hlaupi, Haukur 1947 og
Finnbjörn 1949 en þá vann hann
100 metra hlaupið líka.
ÍR-ingar háðu í Norðurlanda-
förinni félagskeppnir við tvö
sterk félög í Svíþjóð, Skuru IK í
Stokkhólmi og Örebro SK í
Örebro, og unnu báðar. Eru það
fyrstu félagakeppnir Íslendinga
við lið annarra þjóða í íþróttum.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Hástökksatrennan hjá mér var þrjú
skref í gamla ÍR-húsinu og þá varð að
loka niður í kjallara til þess að maður
dytti ekki niður,“ sagði Jón í samtali
við Morgunblaðið í vikunni þegar hann
var beðinn um að rifja upp gömlu og
góðu árin.
„Gamla ÍR-húsið, sem nú er verndað
og komið á Árbæjarsafn, var ekki
stórt, en það varð að nægja á þeim tíma
þar sem önnur aðstaða var ekki fyrir
hendi. En í þessu húsi setti ég Norð-
urlandamet í hástökki innanhúss, 2,11
metra árið 1962,“ segir Jón en þess má
geta að árangurinn var sá annar besti
sem náðist í heiminum það árið og sá
besti í Evrópu. Íslandsmetið stóð í 25
ár.
„Við vorum alveg á kafi í atrennu-
lausum stökkum á veturna, ÍR-ingarn-
ir. Það gaf okkur gríðarlega aukna
snerpu og styrk í fæturna. Þetta var
ekkert annað en dúndurleikfimi.
Það var svo takmarkað sem við gát-
um gert í gamla ÍR-húsinu og því voru
þessi atrennulausu langstökk, hástökk
og þrístökk æfð alveg baki brotnu yfir
vetrartímann,“ segir Jón sem átti um
tíma Íslandsmet í langstökki og há-
stökki án atrennu.
Síðasta Íslandsmetið sem Jón setti í
hástökki utanhúss var sett 15. maí
1965, 2,10 metrar og stóð það til ársins
1983.
Jón keppti á tvennum Ólympíuleik-
um, fyrst árið 1964 í Tókýó og aftur
fjórum árum síðar í Mexíkó. Þá var
hann einnig með á Evrópumeistara-
mótinu í Belgrad 1962 og á ný fjórum
árum síðar í Búdapest. Í hvorugt skipt-
ið lánaðist Jóni að komast í úrslit. Þá
var Jón meðal keppenda þegar Evr-
ópumeistaramót innanhúss var í fyrsta
sinn haldið árið 1966. „Þá varð ég í
sjötta sæti,“ segir Jón.
„Það er mjög eftirminnilegt að
keppa á Ólympíuleikunum og mjög
skemmtilegt, nokkuð sem maður
gleymir aldrei. Mér gekk svona þokka-
lega í bæði skiptin, fór yfir 2 metra í
Tókýó og 2,06 í Mexíkó og var í kring-
um miðja hóp keppenda.“
Var hættur en fór yfir 2 metra
„Ég byrjaði að æfa frjálsíþróttir sex-
tán ára gamall árið 1957 og æfði sleitu-
laust fram til ársins 1970. Síðan tók ég
þátt í bikarkeppni FRÍ með ÍR-ingum
1972, var beðinn um að hjálpa ÍR-ing-
um við að vinna bikarinn. Þá fór ég yfir
tvo metra alveg upp úr þurru.“
Jón segist ekki hafa stokkið hástökk
síðustu tíu árin eða svo vegna óþæg-
inda í ökkla en það hefur ekki komið í
veg fyrir að hann taki þátt í öldunga-
meistaramótum Íslands, bæði innan-
húss og utan. „Ég keppi í kringlukasti
fleiri greinum. Það er voðalega gaman
að þessu.“
Melavöllurinn var ágætur
Þegar Jón var upp á sitt besta var
Melavöllurinn aðalkeppnisvöllur frjáls-
íþrótta hér á landi og síðar Laugardals-
völlur. Jón segir Melavöllinn hafa verið
betri en Laugardalsvöll. „Melavöllur-
inn var í sjálfu sér ágætur völlur. Það
var ekkert hægt að kvarta yfir honum
sem malarvelli. Laugardalsvöllur var
hins vegar afleitur fyrir hástökk.
Brautirnar voru byggðar upp af salla
úr rauðamöl. Hann var þurr og gljúpur
og lét undan við átök. Melavöllurinn
var meira leirblandaður og þar var
fastara undir fæti,“ segir Jón sem vann
sín bestu afrek hér á landi á Melavelli.
Stökk með grúfuaðferðinni
Jón stökk með grúfuaðferðinni sem
vart sést lengur eftir að Bandaríkja-
maðurinn Dick Fosbury kom fram með
Fosbury-stökkstílinn á síðari hluta sjö-
unda áratugar síðustu aldar sem ein-
göngu er stokkið eftir í dag.
„Ég reyndi ekkert við Fosbury-stí
inn enda var farið að síga á keppnisfe
ilinn hjá mér þegar hann kom fram
Hugsanlega hefði Fosbury-stílinn ge
ið mér einhverja sentímetra til viðbó
Hátt uppi Valbjörn Þorláksson var einn fremsti stangarstökkvari Evrópu á árunum
4,20 m á móti í Dresden á þessum árum og eins sjá má þá voru dýnur ekki komnar t
að góðu að lenda í sandhrúgu auk þess stokkið var á stálstöng. Aðstaðan þætti ekki
Það varð að loka niður í kj
JÓN Þ. Ólafsson var einn fremsti hástökkvari Evrópu á sjöunda áratug síðustu
aldar. Hann keppti alla tíð undir merkjum ÍR og gerir reyndar enn þótt hann sé
hættur að stökkva langstökk og farinn að snúa sér að öðrum greinum. Jón setti
fjölmörg Íslandsmet í hástökki á sínum ferli auk ýmissa meta í atrennulausum
stökkum sem talsvert var keppt í á sjötta og sjöunda áratugnum þar sem að-
stæður til æfinga innandyra voru takmarkaðar, eins t.d. í gamla íþróttahúsi ÍR.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Methafinn Jón Þ. Ólafsson.
VALBJÖRN Þorláksson var í ÍR 28.
ágúst 1962 þegar hann bætti 11 ára
gamalt met Arnar Clausen á Mela-
vellinum. Hlaut þá 6.983 stig en met
Arnar var 6.889 stig, einnig sett á
Melavelli. Met Arnar var á sínum
tíma eitt besta íþróttaafrek Evrópu
og athyglisvert þótti að Valbjörn sló
það keppnislaust en honum tókst
sérlega vel upp í flestum greinum.
Valbjörn byrjaði keppnina með
10,8 sek. í 100 m hlaupi, sem var
hans besta á árinu. Hann jók á
möguleika sína með ágætu lang-
stökki, 6,81 metra. Í kúluvarpi dalaði
hann, varpaði 12,41 metra, en þetta
bætti hann upp með 1,80 m í há-
stökki. Lauk hann svo fyrri degi með
51,5 sek. í 400 m hlaupi. Var með
3.846 stig og hafði aldrei náð betri
árangri fyrri dag og það gaf honum
góðar vonir um met. Fyrsta grein
seinni dags gerði eiginlega út um
gamla metið því Valbjörn vann 110
m grind á ágætum tíma, 15,8 sek.,
langbesta tíma sem hann hafði náð.
„Ég trúi þessu varla,“ sagði Val-
björn er hann heyrði tímann. Hann
fékk nú byr undir báða vængi og
nýtt met blasti við ef ekkert færi úr-
skeiðis. Hann náði ekki sínu besta í
kringlunni, kastaði 39,04 m, en
möguleikarnir voru enn miklir. Val-
björn þurfti að bíða lengi eftir að
komast að í stangarstökkinu. Loks
er aðrir voru úr leik byrjaði hann á
3,80 m. Flaug yfir og hækkað var í
4,00 m sem voru engin hindrun held-
ur. Sama gerði hann við 4,15 m en
tvívegis felldi hann 4,30. Möguleik-
arnir á meti voru ekki búnir, þótt
hann hefði ekki þá hæð, en metið
tryggt ef hann færi. Það varð því
mikill fögnuður þegar hann smeygði
sér yfir í síðustu tilraun. Spjótinu
kastaði Valbjörn 55,54 m og ljóst var
að met Arnar væri fallið. Hann leiddi
1.500 m hlaupið og vann það á 5.05,2
mín. og orðið var skuggsýnt og mjög
napurt er þrautinni loks lauk.
Árið áður setti Valbjörn Íslands-
met í stangarstökki, 4,50 metra, sem
var einn besti árangur í Evrópu á
þeim tíma. Stóð það sem Íslandsmet
í tvo áratugi þrátt fyrir miklar fram-
farir og breytingar á stönginni, en
Valbjörn setti met sitt á stálstöng
sem nokkru síðar var hætt að keppa
með eftir að fíberstangir fóru að
ryðja sér til rúms. Valbjörn náði
aldrei sömu tökum á fíberstönginni
og fór hæst á henni yfir 4,40 metra.
Valbjörn bætti met
Arnar í tugþraut
FINNBJÖRN Þorvaldsson var
einn af afreksmönnum ÍR í frjáls-
íþróttum á eftirstríðsárunum.
Hann varð í sjötta sæti í 100 m
hlaupi á Evrópumeistaramótinu í
Ósló 1946 á 10,9 sekúndum eftir
að hafa sett Íslandsmet í milli-
riðlum, 10,8 sekúndur. Hann var
yngstur keppenda í greininni á
mótinu. Þá reyndi hann sig einn-
ig í 200 m hlaupi en heltist úr
lestinni í undanúrslitum. Finn-
björn varð Norðurlandameistari
í 100 og 200 m hlaupi árið 1949 í
Stokkhólmi eftir að hafa keppt á
Ólympíuleikunum í London árið
á undan þegar Íslendingar sendu
fjölmenna sveit til keppni. Finn-
björn var einnig á meðal kepp-
enda á EM í Brussel 1950 og
komst í milliriðla í 100 m hlaupi.
„Finnbjörn var frábær íþrótta-
maður sem ekki einungis var
góður í spretthlaupum heldur
átti hann einnig um tíma Íslands-
metið í langstökki,“ segir Jón Þ.
Ólafsson, spurður um Finnbjörn.
Finnbjörn setti Íslandsmet í
langstökki 1947, 7,14 metra, og
bætti það síðan um 2 sentimetra
árið eftir. Honum var fleira til
lista lagt og var m.a. í Íslands-
meistaraliði ÍR í handknattleik
árið 1948.
„Finnbjörn var ásamt Clausen-
bræðrum helsta stjarna ÍR-inga í
frjálsíþróttum á árunum í kring-
um 1950, stórskemmtilegur
íþróttamaður,“ segir Jón Þ.
Ólafsson, en hann þekkir frjáls-
íþróttasögu ÍR betur en flestir
aðrir.
„Finnbjörn var frábær“