Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 7

Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 7
ÍR-ingar söknuðu hans og á meðan hann var í Danmörku urðu KR-ingar meistarar fjögur ár í röð. Þegar Þor- steinn byrjaði að leika af fullum krafti á nýjan leik með ÍR 1968 hófst annað gulltímabil ÍR-liðsins, sem varð fimm sinnum Íslandsmeistari í röð, 1969–1973. Þá komu nýir ungir leikmenn úr útungunarbúðum Einars, eins og Kristinn Jörundsson og Jón Indr- iðason og síðar Kolbeinn Kristinsson og Jón Jörundsson, en fyrir voru leikmenn eins og Þorsteinn, Agnar, Hólmsteinn, Birgir og Sigurður Gíslason. Sterk vörn og leiftursóknir Þegar Kristinn Jörundsson, sem byrjaði ungur að leika lykilhlutverk með ÍR-liðinu, var spurður út í seinna gulltímabilið – sagði hann að styrkur liðsins hefði verið sá sami og á fyrra gulltímabilinu, 1960–1964. Liðið var þekkt fyrir sterka vörn, hraðaupphlaup og leiftursóknir, eins og þeir Helgi og Einar þjálfuðu og byggðu lið sín upp á. „Við lékum mjög sterkan varnar- leik, vorum með leikmenn með mik- inn stökkkraft og náðum mikið af fráköstum. Því fylgdi að við náðum að koma knettinum fljótt í umferð og bruna hratt fram völlinn. Við skor- uðum mikið eftir hraðar sóknir. Þá vorum við með afburða skyttur og góða leikmenn undir körfu andstæð- inganna. Geysileg barátta undir stjórn Þorsteins og Agnars var að- alsmerki ÍR.“ Kristinn var orðinn fyrirliði ÍR 1975 þegar ÍR-liðið varð aftur meist- ari undir stjórn Einars og eins og áður léku þeir Birgir og Agnar stórt hlutverk í liðinu. Kristinn var valinn maður Íslandsmótsins. Lokaþátturinn hjá gullaldarliðinu Kristinn var einnig fyrirliði ÍR- liðsins 1977 þegar ÍR varð síðast Ís- landsmeistari. Agnar fagnaði þá sín- um tíundu gullverðlaunum frá 1962 og með liðinu lék einnig Þorsteinn Hallgrímsson, sem var þá orðinn þjálfari. Aðrir lykilmenn í vaskri sveit meistaraliðs ÍR þetta ár voru Kolbeinn Kristinsson og Jón Jör- undsson. Kristinn, sem fagnaði sjö Íslands- meistaratitlum á níu árum, sagði of marga lykilmenn hafa hætt að leika með liðinu á stuttum tíma – Birgir fór til Patreksfjarðar sem læknir 1976, og síðan lögðu þeir Agnar, Þorsteinn, Sigurður E. Gíslason og Jón Jónasson skóna á hilluna. Kol- beinn fór til liðs við ÍS og þjálfaði síðan Fram. „Breytingarnar voru of miklar á ÍR-liðinu á stuttum tíma, þannig að liðið missti jafnvægið. Margir sögðu að endurnýjunin á lið- inu hafi ekki verið nægilega jöfn. Ég er ekki sammála því. Það var hrein- lega ekki hægt að setja bestu leik- mennina út – aðeins til að yngja upp. Það hljóta allir þjálfarar að tefla fram sínum bestu leikmönnum hverju sinni,“ sagði Kristinn Jör- undsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 7 Óskum ÍR til hamingju með 100 ára afmælið! ÍR-ingur varð fyrstur Íslendinga til þess að setja heimsmet í ein- staklingsíþróttagrein er Vilhjálm- ur Einarsson stökk 1,75 metra í hástökki án atrennu á innanfélags- móti í ÍR-húsinu 1. nóvember 1961. Bætti hann met Norðmanns um einn sentimetra. ÍR efndi á 55 ára afmælisári sínu, 1962, til fyrsta frjálsíþrótta- mótsins innanhúss hér á landi með erlendri þátttöku. Það fór fram í Hálogalandi og var húsfyllir báða dagana. Norðmaðurinn Johan Chr. Evandt háði harða keppni við Vilhjálm Einarsson og Jón Þ. Ólafsson og stóðust heimsmetin ekki átökin. Setti Evandt heims- met í langstökki án atrennu, 3,65 metra. ÍR-ingurinn Hörður B. Finns- son varð fyrstur íslenskra sund- manna til að setja Norðurlanda- met í sundi. Það gerði hann í 100 metra bringusundi í keppni við norska, sænska og finnska sund- menn á afmælismóti ÍR á 55. af- mælisdegi félagsins, 11. mars 1962. R-ingurinn Jón Þ. Ólafsson setti Norðurlandamet í hástökki innanhúss í árslok 1962, stökk 2,11 metra. Var það besti árangur í Evrópu það ár og annar besti há- stökksárangur innanhúss í heim- inum. Jón setti og heimsmet ung- linga í hástökki án atrennu í ÍR-húsinu 1962, stökk 1,70 metra. Þetta ár setti hann eða jafnaði 16 Íslandsmet innanhúss og utan. ÍR er fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í körfu- knattleik og jafnframt fyrsta liðið sem kemst í aðra umferð í þeirri keppni. Lögðu ÍR-ingar bresku meistarana Collegians Basketball Club frá Belfast heima og heiman haustið 1964 en töpuðu báðum leikjum í annarri umferð í janúar 1965 fyrir frönsku meisturunum, ASVEL frá Lyon. ÍR vann bikarkeppni Frjáls- íþróttasambandsins árið 1972 og síðan 16 ár í röð og 17 sinnum alls. ÍR eignaðist Evrópumeistara innanhúss er Vala Flosadóttir sigraði í stangarstökki 1996. Hún setti Norðurlandamet í leiðinni, stökk 4,16 metra. Hún setti aftur Norðurlandamet og heimsmet unglinga með 4,17 metra stökki 28. sept. í Bordeaux í Frakklandi. ÍR-ingur vann fyrstu og einu ólympíuverðlaun íslenskrar íþróttakonu. Þar er að sjálfsögðu átt við Völu Flosadóttur sem vann bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Stökk hún 4,50 metra sem var Norðurlandamet. ÍR er fyrsta og eina íþrótta- félagið í landinu sem eignast hefur heimsmeistara í dansi. Urðu Kar- en Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve heimsmeistarar í 10 dönsum árið 2003. „DODDI er tvímælalaust besti og fjölhæfasti körfuknattleiksmaður sem Íslands hefur átt. Það eru ekki nema afburðaleikmenn sem hafa leikið allar stöður á vellinum með landsliðinu, eins og Þorsteinn gerði,“ sagði Kristinn Jör- undsson, þegar hann var beðinn að lýsa hæfi- leikum Þorsteins Hallgrímssonar, Dodda, í stuttu máli. „Doddi hafði yfir að ráða geysilegum stökk- krafti – var útsjónarsamur leikstjórnandi, sem las leikinn vel og var skytta góð. Þá var hann mikill baráttumaður og gríðarlega sterkur í vörn. Já, Doddi var leiðtogi jafnt innan sem utan vallar – var sannkölluð fyr- irmynd. Þó svo að hann væri skytta góð naut hann þess mest að virkja meðspilara sína með frábærum sendingum – sendingar hans voru margar hverjar ótrúlegar. Það var eins og hann væri með augu í hnakkanum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri samherja á velli,“ sagði Kristinn, sem sagðist hafa lært geysilega mikið á því að æfa og leika með Þorsteini. „Fyrst var hann átrúnaðargoð – síðan frábær samherji og þjálfari.“ Þorsteinn sá besti og fjölhæfasti „AGNAR var frábær leikmaður – mikill baráttumaður, sem var ekki þekktur fyrir að gefast upp. Hann var skytta góð og frábær varnarmað- ur, sem hafði yfir að ráða geysilegum stökkkrafti – hirti mikið af fráköst- um, sem varð til þess að ÍR-ingar voru geysilega sterkir í hraðaupp- hlaupum,“ sagði Kristinn Jörunds- son er hann lýsti hæfileikum Agnars Friðrikssonar, sem var þekktur fyrir að skora mikið með glæsilegum stökkskotum utan af hægri kantin- um. „Það stóðu fáir honum snúning- inn þegar hann náði sér á strik og það má segja að Agnar hafi farið erf- iðu leiðina er hann skaut að körfunni. Hann kastaði knettinum ekki upp og að körfunni, heldur þvert að henni – þannig að það mátti engu muna. Þeg- ar Agnar fann fjölina sína var stór- kostlegt að sjá hann raða skotunum ofan í. Þá var ekki byrjað að skrá þriggja stiga körfur. Ef það hefði verið gert í þá daga – hafa fleiri stig- in verið skráð á Agnar í þeim leikjum sem hann skoraði á milli þrjátíu til fjörutíu stig,“ sagði Kristinn. „Agnar með geysi- legan stökkkraft“ Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Í raun og veru áttaði ég mig ekki alveg á því hvað mér hafði tekist fyrr en ég stóð á verðlaunapall- inum,“ sagði Vala í samtali við Morgunblaðið að verðlaunaafhend- ingu lokinni. „Þegar keppninni lauk og ég var stödd úti á vellinum gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað hafði gerst. Ég þurfti að líta hvað eftir annað á töfluna með úrslit- unum til þess að trúa því sem hafði gerst. Einnig spurði ég Danann, Marie Bagger Ramsussen, hvort það væri rétt eða hvort ég væri að sjá ofsjónir. Þetta var hreinlega yndislegt og kvöldið í heild var stórkostlegt. Ég naut þess svo innilega að vera úti á vellinum, inn- an um þennan gríðarlega fjölda áhorfenda, sjá ólympíueldinn loga fyrir ofan okkur, og vera í þeim til- gangi að keppa og skemmta mér um leið. Ég á aldrei eftir að gleyma þessari stund á vellinum, þetta er það stórkostlegasta sem ég hef upplifað til þessa á ævinni,“ sagði Vala ennfremur, en hún var kjörin íþróttamaður ársins 2000 af Samtökum íþróttafréttamanna. Eftir að hafa orðið fyrsti Evr- ópumeistari sögunnar í stangar- stökki kvenna á EM innanhúss í Stokkhólmi 1996 hélt Vala sínu striki þótt ekki hafi lífið alltaf verið dans á rósum frekar en hjá öðrum afburða íþróttamönnum. En með elju, þolinmæði og einstöku keppn- isskapi sýndi Vala að hún var best þegar mest á reyndi. Brons á EM innanhúss 1998 og tvö heimsmet á sama ári, silfur á HM innanhúss í Japan 1999, gull á EM unglinga sama ár og silfur tveimur árum áð- ur svo fátt eitt sé upptalið af afrek- um þessarar einstöku íþróttakonu og persónu sem ákvað að hætta keppni vorið 2005. Vala Flosadóttir og bronsið í Sydney MÁNUDAGURINN 25. september árið 2000 líður íslenskum áhuga- mönnum um íþróttir örugglega seint úr minni, allra síst þeim fáu Íslendingum sem voru á meðal rúmlega 112.000 áhorfenda á Ól- ympíuleikvanginum í Sydney í Ástralíu þegar ÍR-ingurinn Vala Flosadóttir vann önnur verðlaun ís- lensks frjálsíþróttamanns á Ólymp- íuleikum. Örugg og yfirveguð í fasi náði hún sínum besta árangri þegar mest á reyndi, stökk 4,50 metra og bætti eigið Íslands- og Norð- urlandamet. Um tíma hafði Vala forystu í keppninni en varð að gefa eftir á endaspretti strangrar og langrar keppni, þeirrar fyrstu sem fram fór í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikum. Morgunblaðið/Sverrir Brons Vala Flosadóttir eftir að hafa unnið bronsverðlaun á ÓL í Sydney. Morgunblaðið/Sverrir Birgir Jakobsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.