Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Karl gekk út um morguntíma, taldi fáu sauði sína …
Grein Sverris Leóssonar, fyrrver-andi útgerðarmanns á Akur-
eyri, í Morgunblaðinu sl. sunnudag
bendir til þess að umtalsverð
óánægja sé meðal sjálfstæðismanna
á Akureyri með ráðherraval Sjálf-
stæðisflokksins.
Sverrir Leós-son, sem að
vísu er þekktur
fyrir að vera stór-
yrtur í skrifum
sínum, segir að
Geir H. Haarde
hafi „lítilsvirt“
kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi og segir að sú stað-
reynd, að sjálfstæðismenn í
kjördæminu fái engan ráðherra, sé
til marks um „svik við kjósendur
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu“.
Auðvitað eru þetta alltof stór orð.Það geta ekki allir orðið ráð-
herrar og það liggur ekki beint við
að öll kjördæmi geti fengið ráð-
herra.
Engu að síður má gera ráð fyrir aðgrein Sverris Leóssonar end-
urspegli að einhverju leyti viðhorf
sjálfstæðismanna í þessu víðfeðma
kjördæmi.
Þess vegna má telja líklegt, að for-maður Sjálfstæðisflokksins leiti
einhverra leiða til þess að róa
flokksmenn sína í Norðaustur-
kjördæmi, hvort sem það verður
með ráðherrastól síðar á kjörtíma-
bilinu eða með einhverjum öðrum
hætti.
Það má líka gera ráð fyrir, að þessigrein lýsi alla vega óánægju
Kristjáns Þórs Júlíussonar sjálfs,
sem gæti brotizt fram á Alþingi.
Það gerist ekki oft að slík óánægjameðal sjálfstæðismanna komi
fram, sem segir kannski einhverja
sögu.
STAKSTEINAR
Geir H. Haarde
Óánægja fyrir norðan
Helgi Þór Guðmundsson | 29. maí
Samsæriskurl!!!
Ég legg til að Íslend-
ingar, Færeyingar og
Grænlendingar taki
höndum saman og
kaupi Danmörku. Ís-
land tekur við kon-
ungshöllinni og Geir H.
Haarde verður fyrsti íslenski kon-
ungurinn ættaður frá Noregi með
konungdæmi í Danmörku. Græn-
lendingar sjá svo um eldamennsku í
konungshöllinni og Færeyingar sjá
um skemmtiatriðin svo að Geira leið-
ist ekki!
Meira: helgi.blog.is
Hlynur Hallsson | 29. maí 2007
Snjóflóð og
menningarflóð
Það má teljast mesta
mildi að enginn sjö-
menninganna skyldi
slasast eða eitthvað
þaðan af verra henda
þau í snjóflóðinu. Ég
var nýbúinn að ná í Huga og félaga
hans aftur úr Fjallinu þegar þetta
gerðist. Það hljómar dálítið spenn-
andi að fá far niður af toppnum á
snjóbreiðu en sennilega skemmti-
legra eftir á heldur en að lenda í því.
Meira: hlynurh.blog.is
Laufey Ólafsdóttir | 29. maí 2007
Viti menn
Ykkar kona var í Séð
og heyrt um síðustu
helgi, ásamt börnum.
Mig langar að afsaka
mig með því að segja
að ég er ekki svona
ljót. Ég veit ekki hvers
vegna en af einhverjum ástæðum
tekst fólki alltaf að taka svona ljótar
myndir af mér þrátt fyrir mína geisl-
andi fegurð. Ég hef því komist að
þeirri niðurstöðu að annaðhvort er
um að ræða vonda ljósmyndara eða
handónýtar myndavélar.
Meira: lauola.blog.is
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir | 29. maí
Gagnleg heimsókn
Í síðustu viku fóru
fulltrúar leikskólaráðs
Reykjavíkurborgar og
starfsmenn Leik-
skólasviðs í kynnisferð
til Danmerkur og Sví-
þjóðar í þeim tilgangi
að skoða almennt það sem gengur og
gerist í leikskólamálum. Við skoð-
uðum marga ólíka leikskóla og hittum
embættismenn og stjórnmálamenn.
Það var margt sem við lærðum og
ekki síst lærðum við hvað kerfið er
gott hér heima. Hins vegar erum við
alltaf að reyna að gera betur en í gær
og fjölmargar hugmyndir og upplýs-
ingar komu fram. Mér fannst áhuga-
vert að bæði í Danmörku og Svíþjóð
eru ekki neinar reglur eða viðmið um
stærð leikskólabygginga eða rým-
iskrafa á hvert barn. Í Svíþjóð er búið
að afnema hámarkslaun kennara
þannig að nú keppa sveitarfélög og
hverfi í sveitarfélögum um kennara á
forsendum faglegs starfs og aðbún-
aðar. Í Svíþjóð eru 45% leikskóla
einkarekin. Í Danmörku er mikill
stuðningur við faglegt starf skólanna
til að efla skólanámskrárgerð. Bæði
löndin eru með miðlæga skráningu
fyrir börnin. Svíar eru með 15 mán-
aða fæðingarorlof en lofa börnum
plássi við 15 mánaða aldur ef barnið
hefur verið skráð við 12 mánaða aldur
(að vísu ekki í fyrsta val foreldra um
skóla). Foreldrar í báðum löndum
borga fyrir þjónustu allt árið og hafa
ekki neina kröfu um að barn fari í frí.
Meira: thorbjorghelga.blog.is
TómasHa | 29. maí 2007
Mikið um að vera
Það hefur greinilega
verið mikið um að vera
um helgina, besta sag-
an var samt hjá RÚV í
morgun af bílþjófi sem
braust óvart inn í bíl
annars bílþjófs. Eig-
andi bílsins trylltist og lamdi hinn
þjófinn enda ekki ánægður með að
láta brjótast inn í bílinn sinn. Lög-
reglan mætti svo og tók þá báða inn
enda þurfti eigandi bílsins að svara
fyrir eitthvað af þeim munum sem
fundust í bílnum hjá honum. Skyldi
hann læra af þessu að það er leið-
inlegt að láta brjótast inn í bílinn
sinn? Efast um það.
Meira: tomasha.blog.is
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Costa Dorada ströndin, sem skartar m.a. bæjunum Salou og Pin-
eda, hefur notið mikilla vinsælda vegna mikils fjölbreytileika svæð-
isins. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Terra Nova býður frábært
súpersólartilboð. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Hér eru margra kílómetra langar að-
grunnar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyldufólki sem
öðrum, úrval afþreyingar, blómstrandi menning og frábært
skemmtanalíf.
Súpersól til
Salou
1. og 15. júní
frá kr. 29.995
- SPENNANDI VALKOSTUR
kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 full-
orðna, í herbergi/stúdíó/íbúð í
viku. Aukavika kr. 10.000.
Ath. súpersólar tilboð 15. júní
kr. 10.000 aukalega.
kr. 29.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn, í íbúð með einu svefn-
herbergi í viku. Aukavika kr.
10.000. Ath. súpersólar tilboð 15.
júní kr. 10.000 aukalega.
Síðustu sætin
VEÐUR
SIGMUND
! " #
#
$%
&
'
( )*
#
+ !
, %
- ./ 0 )
1 !
2
! - /
"
!" !#$
$ 34
"
3
5 64/
4
, / 7 3
(
8% 9
:%
6
; ,<=! !!
!!
""
#
$
%
&
'
()*
$
,% < ,%
%&
'! !& ! ( ) >4 >% >4 >% >4
% ' !* $+!," ( - ?
1 !
( !" ! !( $
! !.(& /!0 !! ! 1!
!!2"( $ >9!
%(( !31!&'!(
$! !-! !
)( !4 " /!0 !! !! 1!&!& (() $ /
> !
(' !!3!" !#$! !
!( !( ! !" !(( $1
! !-& 0 !! !! 1!
! ! $ !& /
54 !!(66 ( !!7 ("(!* $
$5*67@6
@,>7A$BC$
,D01C>7A$BC$
.7E2D+0C$
/
/ 1
1
/ 8/ / /
/
/8
/ /
8/ /
/
/ / /
/
/ /8
//
1
18
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1 18
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS