Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● TÍÐINDI af óvin-
veittu yfirtökutilboði
Royal Bank of Scot-
land (RBS), Sant-
ander Central Hisp-
ano og Fortis Bank í
hollensku banka-
samstæðuna ABN
Amro voru fyrirferðarmikil í erlendum
viðskiptamiðlum í gær.
Tilboðsins hafði verið beðið um
nokkurn tíma en áður hefur Barclays
gert tilboð í ABN Amro, sem talið var
vinveitt. Tilboð RBS-hópsins hljóðar
upp á 71,1 milljarð evra, sem er
10% hærra en tilboð Barclays. Í Veg-
vísi Landsbankans er bent á að
bankarnir þrír ætli að skipta ABN
upp þannig að RBS fái starfsemi
ABN í Bandaríkjunum, Santander fái
starfsemina í Brasilíu og á Ítalíu og
Fortis starfsemina í Hollandi. Við tíð-
indin í gær lækkuðu hlutabréf ABN
Amro og RBS.
Óvinveitt yfirtöku-
tilboð í ABN Amro
NÝTT fjárfestingarfélag, Sigla ehf.,
mun kaupa allt hlutafé í fasteigna-
félaginu Klasa hf. Eigendur Siglu
verða Finnur Stefánsson, fráfarandi
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Glitnis, Tómas Kristjánsson, fráfar-
andi framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Glitnis, og Þorgils Óttar
Mathiesen, sem á fasteignafélagið
Klasa fyrir viðskiptin. Hver um sig
mun eiga þriðjungshlut í Siglu. Klasi
á og rekur atvinnuhúsnæði til út-
leigu. Heildareignir félagsins námu
tæpum 8 milljörðum kr. í árslok
2006.
Hlutirnir gerðust hratt
Tómas Kristjánsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að breyting-
arnar hefðu átt sér nokkurn aðdrag-
anda þó ákvörðunin væri ný.
Hlutirnar hefðu gerst hratt nýlega
og þeir Finnur ákveðið að ganga til
liðs við Þorgils Óttar, eiganda Klasa,
sem er gamall samstarfsmaður
þeirra úr Glitni.
Tómas sagðist hafa verið búinn að
starfa hjá Glitni og forverum hans í
alls 17 ár og tími hefði verið kominn
til að breyta til. Ákvörðun þeirra
Finns hefði verið gerð í fullri sátt við
Lárus Welding, nýjan forstjóra
Glitnis, og tengdist ekkert starfslok-
um Bjarna Ármannssonar. „Þetta
hefur verið ævintýralegur tími hjá
Glitni en okkur fannst nú gefast
spennandi tækifæri til að breyta til,“
sagði Tómas en þeir Finnur hætta
hjá Glitni um þessi mánaðamót.
Frá Glitni í
kaup á Klasa
Sigla Tómas, Þorgils Óttar og
Finnur, eigendur nýja félagsins.
Tilboð upp á 67 milljarða
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbls.is
STJÓRN Hf. Eimskipafélags Íslands hefur sam-
þykkt að gera formlegt yfirtökutilboð í allt
hlutafé kanadíska kæli- og frystigeymslufyrir-
tækisins Versacold Income fyrir samtals um 67
milljarða íslenskra króna. Í tilkynningu frá félag-
inu segir að ef hluthafar Versacold taki tilboði
Eimskips verði fyrirtækið stærsta frysti- og
kæligeymslufyrirtæki í heimi með um 180 kæli-
og frystigeymslur í fimm heimsálfum.
Eimskip hefur nú þegar tryggt sér um 25%
hlutafjárins í Versacold og stjórn Versacold hef-
ur samþykkt að mæla með tilboðinu. Gert er ráð
fyrir að hluthöfum félagsins verði sent formlegt
yfirtökutilboð fyrir 12. júní. Tilboðið verður gert í
nafni nýstofnaðs dótturfélags Eimskips, Eimskip
Holding. Fram kemur í tilkynningunni að tilboðið
sé að fullu fjármagnað af hálfu Eimskips, Royal
bank of Canada capital Markets og KingSett.
Samræmist mjög vel framtíðarstefnunni
Versacold rekur 72 frysti- og kæligeymslur í
Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu.
Fyrirtækið er þriðja stærsta kæligeymslufyrir-
tæki Kanada og Norður-Ameríku. Að auki er
Versacold annað stærsta kæli- og frystigeymslu-
fyrirtæki Ástralíu og Argentínu og það þriðja
stærsta á Nýja-Sjálandi. Á síðasta ári keypti Av-
ion Group, eins og Eimskipafélagið hét þá, kan-
adíska kæli- og frystigeymslufyrirtækið Atlas
Cold Storage. Segir í tilkynningunni að starfsemi
Atlas svipi mjög til starfsemi Versacold. Mikil
tækifæri felist því í að reka þessi tvö fyrirtæki
samhliða, bæði hvað varðar landfræðilega stað-
setningu sem og viðskiptamódel félaganna.
Yfirtökutilboðið í Versacold verður í gildi í að
minnsta kosti 35 daga og er meðal annars háð því
að eigendur 66,67% heildarhlutafjár samþykki
það. Að auki er tilboðið háð almennum skilyrðum
og leyfum frá opinberum eftirlitsstofnunum.
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að
tilboðið hafi fengið mjög jákvæðar viðtökur og
það auki vonir um að yfirtakan verði að veru-
leika.
Morgunblaðið/Eyþór
Kaup Baldur Guðnason forstjóri, Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður og Stefán Ágúst Magn-
ússson fjármálastjóri kynntu yfirtökutilboð Eimskipafélagsins á Versacold.
orðrómur sem talsmenn fyrirtækj-
anna vildu hins vegar hvorki játa
né neita að væri sannur. Í frétt ástr-
alska dagblaðsins Sydney Morning
Herald var fullyrt að Rio Tinto
hefði ráðið Deutsche Bank til ráð-
gjafar við tilboð í Alcan.
Síðan greindu kanadísk blöð frá
áhuga Norsk Hydro, sem sagt var
ætla að bjóða yfir 30 milljarða doll-
ara í Alcan. Hafa bréf Alcan hækk-
að í kanadísku kauphöllinni. Er
þessi áhugi talinn auka líkur á öðru
og hærra tilboði frá Alcoa.
SAMKVÆMT fregnum erlendra
miðla undanfarið er mikill áhugi ál-
fyrirtækja á að eignast kanadíska
félagið Alcan, móðurfélag álversins
í Straumsvík. Eftir að yfirtöku-
tilboði Alcoa var hafnað hafa birst
fréttir um að Rio Tinto, BHP Billi-
ton, RUSAL og Norsk Hydro ætli
sér að gera tilboð og bjóða betur en
Alcoa, sem bauð 28,5 milljarða doll-
ara í keppinauta sína.
Síðustu fregnir hermdu að ekki
hefðu formleg yfirtökutilboð borist
frá þessum fyrirtækjum, aðeins
Álrisar keppa um Alcan
,.
* ,. /0123 4$5 6$ 7
#$
% &%
1#
3(- 4&51#
# 31#
( (36 (& 6
(&4&51#
7-04&51#
+4&51#
4( 8 1#
9#: 5#2!
"5/ !8 1#
+ 8 1#
* 1#
*& 3 1& 1#
(;7. .#81#
< 1#
( $ ) *+
:= (1#
!4&51#
>3 4&59& !1#
>3 34&51#
?@1 1#
A*B7
C D1#
CD!! ! (0 1#
E (0 1#
,
+
+
.(#2!
-#
# - ) .
974 1#
95 1#
/+0
1
+
$
$
$ $
$
$ $ $
9 ;
- 5(
!
C8&,&! F
"5
;
;
;
;
E 5(,)
C9G(1! ( 0
- 5(
;
;
;
;
H! ( !
- -
A*B2
A*B3
%$
&$
I
I
A*B4
57B
&$
&$
I
I
H&JK&
? L
%$
%$
I
I
C
:
HB
%$
%$
I
I
A*B6 A*B-
%$
&$
I
I
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Atvinnuhúsnæð að
Garðastræti 17
Um er að ræða 120 fm jarðhæð götumegin. Gott auglysingargildi.
Húsnæðið er mikið endurnýjað, mjög góðar.
Tölvulagnir. Skráð sem verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Tveir
inngangar, hægt að fyrir tvo að samnýta. Sérlaga gott.
Aðgengi beint inn af götu. Mjög góð staðsettning. Húsnæðið er
laust fljótlega. Verð tilboð.
Sími 588 4477
● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni,
OMX á Íslandi, hækkaði um 0,5% í
gær og er lokagildi hennar 8.175
stig, sem er hæsta gildi hennar til
þessa. Gengi hlutabréfa Atlantic
Petroleum hækkaði langmest í gær,
eða um 21,2%. Þá hækkuðu bréf
Eimskipafélagsins um 2,1% og
Straums-Burðaráss um 0,9%, en
bæði félög greindu frá breytingum á
starfsemi sinni í gær.
Ekki hækkuðu öll bréf í gær. Þann-
ig lækkuðu til að mynda bréf Flögu
um 2,3% og bréf Alfesca um 0,6%.
Krónan styrktist í gær 0,3% og er
gengisvísitalan 112,6 stig.
Atlantic Petroleum
hækkaði um 21%
BJÖRGVIN G. Sigurðsson, nýr við-
skiptaráðherra, fékk samþykki á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær til að
leggja fram þrjú frumvörp á sumar-
þingi Alþingis. Hefur þeim verið
breytt lítillega frá því að þau voru
lögð fram á síðasta þingi en þau fengu
ekki afgreiðslu þá. Um er að ræða
frumvarp til laga um verðbréfavið-
skipti, frumvarp til laga um kauphall-
ir og lagafrumvarp um breytingar á
lagaákvæðum um fjármálafyrirtæki.
Björgvin segir í samtali við Morg-
unblaðið að mikill þrýstingur hafi ver-
ið kominn frá fjármálafyrirtækjum að
ná þessum frumvörpum í gegn. Eru
þau byggð á tilskipunum Evrópusam-
bandsins um markaði með fjármála-
gerninga (MiFID), sem bar að inn-
leiða hér í janúar sl. Björgvin segir
innleiðingu reglnanna hafa mikla þýð-
ingu fyrir íslensk fjármálafyrirtæki.
Seinkun á innleiðingu geti leitt til
þess að fyrirtækin missi af tækifær-
um sem í tilskipununum felast. Frek-
ari seinkun geti jafnframt leitt til þess
að fjármálafyrirtækjunum verði tor-
veldað að starfa annars staðar á EES-
svæðinu á grundvelli leyfis hér á
landi.
Í frumvörpunum eru m.a. gerðar
auknar kröfur til fyrirtækja með leyfi
til verðbréfaviðskipta og kröfur um að
gagnsæi þeirra og upplýsingagjöf
verði aukin til muna. Eiga reglurnar
að taka gildi 1. nóvember nk.
Tilskipun um aukið
gagnsæi á markaði
SKELJUNGUR hefur gengið frá
kaupum á P/F Føroya Shell, sem
verið hefur í eigu Shell Internatio-
nal Petroleum Company Limited.
Starfsemin verður áfram rekin
undir vörumerki Shell með sama
hætti og hér á landi.
Kaupverð er í fréttatilkynningu
sagt trúnaðarmál en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er það
kringum tvo milljarða króna.
Skeljungur mun taka yfir alla
starfsemi félagsins í Færeyjum,
eða tíu þjónustustöðvar, tvær
birgðastöðvar, þrettán olíuflutn-
ingabíla og eitt olíuflutningaskip.
Hjá félaginu, sem fagnaði 80 ára
starfsafmæli fyrir tveimur árum,
starfa um 100 manns en hjá Skelj-
ungi hér á landi starfa um 300
manns.
Haft er eftir Gunnari Karli Guð-
mundssyni forstjóra að Skeljungur
sé þess meðvitaður að verið sé að
taka við traustu félagi með djúpar
rætur í færeysku samfélagi.
„Við hlökkum til að halda áfram
frábæru starfi sem unnið hefur
verið af starfsfólki og stjórnendum
í þeim tilgangi að viðhalda góðum
árangri undanfarinna ára,“ segir
Gunnar Karl.
Kaupa Shell í Færeyj-
um fyrir tvo milljarða
Morgunblaðið/Ómar
Færeyjar Shell í Færeyjum þjónustar m.a. bátaflota eyjaskeggja.
ÞETTA HELST...