Morgunblaðið - 30.05.2007, Page 52
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Tilboð í Versacold
Eimskipafélag Íslands gerir yfir-
tökutilboð í allt hlutafé Versacold
Income fyrir 67 milljarða króna.
Eimskipafélagið hefur þegar tryggt
sér fjórðung hlutafjár í Versacold
sem rekur 72 kæli- og frysti-
geymslur í Ameríku og Eyjaálfu og
er eitt stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar í heiminum. Yfirtökutilboð
Eimskipafélagsins verður í gildi í að
minnsta kosti 35 daga.
Verða að fara að reglum
Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik
Sophusson, segir að Landsvirkjun
ætlist til þess að verktakar á vegum
fyrirtækisins fari í öllu eftir þeim
reglum sem hér gilda. Tilefni um-
mælanna er gagnrýni á hendur
ítalska fyrirtækinu Impregilo.
SKOÐANIR»
Staksteinar: Óánægja fyrir norðan
Forystugreinar: Kína og umheim-
urinn| Barsmíðar í borginni
Ljósvaki: Áfram Latibær!
Af listum: Presley er of töff fyrir Dion
UMRÆÐAN»
Fyrir hverja er Kleppur?
Snemmbúin minningargrein
Stóðst ekki prófið – fallinn
Myndastyttur í Reykjavík
0 $9!% -
!* $
:
!!/! ! 1
1
1
1 1
1
1
1 1
1 18
81 188
1
1
1
1
1 18
, ;(6 %
1
1
81 1
1
1
18
1
1
<=>>?@
%AB?>@2:%CD2<
;2<<=>>?@
<E2%;!;?F2
2=?%;!;?F2
%G2%;!;?F2
%7@%%2/!H?2;@
IC2%;A!IB2
%<?
B7?
:B2:@%7*%@A>
Heitast 16° C | Kaldast 8° C
Norðaustanátt, víð-
ast 5-13 m/s síðdegis
og þykknar smám
saman upp sunnan- og
austanlands. » 10
Bókafélagið Ugla
hefur hafið útgáfu á
breskum spennu-
sögum sem hafa ver-
ið ófáanlegar hér-
lendis lengi. » 48
BÆKUR»
Breskar
spennusögur
FÓLK»
Það er í nógu að snúast
hjá Eli Roth. » 46
Umfjöllun um mál-
efni Tónlist.is heldur
áfram og leitað er
álits hjá ýmsum sér-
fróðum einstakling-
um. » 44
TÓNLIST»
Enn af
Tónlist.is
TÓNLIST»
Hljómsveitin Sign flytur
lag með Skid Row. » 42
KVIKMYNDIR»
28 vikum síðar er frum-
sýnd í dag. » 46
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Morð í Danmörku vekur óhug
2. Ráðning nýs forstjóra …
3. Hlýindi teygja sig til Íslands
4. Með hæstu einkunn í sögu MH
Fisk
iveisla Hátíðar hafsins1.- 3. júní
Kynntu flér girnilega matse›la
10 veitingahúsa á www.hatidhafsins.is
Horni› Vi› Tjörnina
DOMO
Einar Ben
Salt
Fjalakötturinn
firír Frakkar Apóteki›
Tveir fiskar
Vín og skel
TILKYNNT var
um nýjan for-
stjóra Straums-
Burðaráss fjár-
festingarbanka í
gær. Við stöðu
Friðriks Jó-
hannssonar tek-
ur William Fall,
sem síðast var
forstjóri
alþjóðasviðs Bank of America,
annars stærsta banka heims. Fall
er virtur í alþjóðlegum fjár-
málaheimi en bakgrunnur hans
sem slíkur er sérstakur. Hann er
menntaður sem dýraskurðlæknir
og starfaði við það fag eftir út-
skrift frá Cambridge-háskólanum
í Bretlandi. Fall sagði í samtali
við Morgunblaðið að eftir nokk-
urra mánaða dvöl í því starfi
hefði hann komist að þeirri nið-
urstöðu að dýralækningar ættu
ekki við hann. Sótti hann um
starf hjá fjármálafyrirtækinu
Kleinwort Benson árið 1981 og
hefur unnið í fjármálaheiminum
alla tíð síðan. | 6
Dýralæknir
til Straums
William Fall
GARÐAR Thor
Cortes tenór-
söngvari kemur
fram á stór-
tónleikum á
vegum breska
ríkisútvarpsins
BBC í Birm-
ingham 13. júní
næstkomandi.
Svo skemmtilega
vill til að faðir
Garðars og nafni hans, Garðar
Cortes, verður hljómsveitarstjóri á
tónleikunum.
Garðar Thor söng fyrir leik
Derby County og WBA á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum á mánu-
daginn, að viðstöddum 80.000 áhorf-
endum. Hann segir flutninginn hafa
gengið mjög vel. | 49
Garðar stýr-
ir Garðari
Garðar Thor
Cortes
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
NORDICA hótelið í Reykjavík verð-
ur hluti af Hilton-hótelkeðjunni og
mun framvegis heita Hilton Reykja-
vik Nordica. Samningur þar að lút-
andi var undirritaður í gær milli
Icelandair Hotels, dótturfyrirtækis
Icelandair Group, og Hilton Hotels
Corporation. Undirritunin fór fram
á alþjóðaþingi Hilton í Dusseldorf.
Á næstu vikum verður merk-
ingum og ýmsu varðandi starfsemi
hótelsins breytt í samræmi við
staðla Hilton-fyrirtækisins, sam-
kvæmt upplýsingum frá Icelandair
Group. Um er að ræða sérleyfis-
samning og verður rekstur hótels-
ins áfram á vegum Icelandair Hot-
els en Hilton leggur til gæðaímynd
og margvísleg markaðs- og kynn-
ingartækifæri á alþjóðavísu.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Icelandair Hot-
els, segir samninginn við Hilton
staðfesta gæði Nordica hótelsins.
Ekki þurfi að gera neinar stór-
vægilegar breytingar til þess að
uppfylla kröfur Hilton-keðjunnar.
Að mati Magneu opnast mörg ný
tækifæri með samningnum. Hilton
sé þekktasta og virtasta nafnið í
þessari atvinnugrein og búi yfir
gríðarlega öflugu markaðs- og
sölukerfi, einkum í funda- og ráð-
stefnuhaldi og gagnvart viðskipta-
ferðamönnum.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair Group, segir samninginn
vera til marks um metnaðarfullan
og kröftugan rekstur Icelandair
Hotels. Á undanförnum árum hafi
orðið algjör viðsnúningur í hót-
elrekstri samstæðunnar og nú hefj-
ist nýr og spennandi kafli. Stöðugt
sé unnið að því að renna fleiri
sterkum stoðum undir reksturinn,
og íslenska ferðaþjónustu. Jón Karl
segir að það sé félaginu mikilvægt
að fá jafn sterktvörumerki og Hil-
ton í lið með sér.
Morgunblaðið/Ásdís
Nordica hótel verður
Hilton Reykjavík Nordica
Icelandair Hotels gera sérleyfissamning við Hilton
Undirritun Wolfgang Neuman, yfirmaður Hilton í Evrópu, og Hlynur El-
ísson, stjórnarformaður Icelandair Hotels, skrifuðu undir samninginn. Við-
stödd voru Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, Dee-
pak Seth, yfirmaður Hilton, Ingólfur Haraldsson, hótelstjóri Nordica, og
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels.
♦♦♦