Morgunblaðið - 01.06.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur
svarar fyrirspurnum á leoemm-
@simnet.is (Ath. Bréf geta verið
stytt). Eldri spurningar og svör eru
birt á www.leoemm.com
Spurt: Ég á VW Passat 1,9 TDI
sjálfskiptan árgerð 2001. Stundum
þegar ég slæ af án þess að nota
bremsurnar þá höktir hann. Bíll-
inn gerir þetta ekki þegar hann er
kaldur og ekki alltaf þegar hann
er heitur þannig að þetta virðist
vera hálfgerð draugabilun. Ég er
á leiðinni með hann á verkstæði
hér í Reykjanesbæ en vildi fyrst
vita hvað gæti valdið þessu.
Svar: Prófaðu að keyra bílinn í D2
í stað D. Hætti höktið við það er
bilunin í sjálfskiptingunni (túrb-
ínulæsing stirð og slítur ekki). Það
getur verið nóg að endurnýja
vökvann á skiptingunni og setja
sérstakt bætiefni saman við hann.
Það munu vera um 5 lítrar á þess-
ari ZF-skiptingu og þarf sér-
stakan búnað til að ná honum öll-
um af. Skipting í Keflavík hefur
þann búnað og bætiefnið. Hætti
höktið ekki við D2 þarftu að láta
kóðalesa vélstýrikerfið.
Steinolía
Spurt: Er eitthvað hæft í því að
hægt sé að nota steinolíu á dísilbíl
með því að blanda tvígengisolíu
saman við steinolíuna?
Svar: Flestir eldri dísilbílar með
venjulegt olíuverk og mekaníska
spíssa geta brennt steinolíu án
þess að í hana sé blandað öðrum
efnum (tvígengisolía eykur sót-
myndun og þar með HC-mengun í
útblæstri umfram leyfileg mörk).
Fyrir síðustu áramót innihélt dísil-
olía meira magn brennisteins sem
virkaði sem smurefni í eldri gerð-
um dísilkerfa (með olíuverki). Í
stað brennisteinsins hafa eigendur
eldri bíla blandað 10% steinolíu til
að tryggja smurningu. Ég myndi
ekki mæla með notkun steinolíu á
nýrri gerð dísilkerfa með forða-
grein (common rail) í stað olíu-
verks og rafstýrðra spíssa. Auk
þess er ekki allt efni sem selt er
sem steinolía sama efnið.
„Bank“ í Opel Vectra
Spurt: Ég er með Opel Vectra
2001.Undanfarið hef ég heyrt
bank hægra megin í bílnum aftan
til. Ég átta mig ekki á hvað þetta
getur verið en þetta heyrist yfir-
leitt þegar tekið er af stað eða
gefið er í. Einnig þegar slegið er
af. Þetta virðist aðallega vera
bundið við hreyfingu áfram eða
afturábak. Heyrist t.d. yfirleitt
ekki þegar keyrt er yfir hraða-
hindrun. Eftir bank sem heyrist
við hreyfingu áfram heyrist það
næsta oftast ekki fyrr en slegið er
af.
Svar: Vectra er með sjálfstæða
fjöðrun að aftan. Afturhjólinu
halda 3 bitar, demparar og jafn-
vægisstöng. Tveir bitanna eru
þverstæðir, efri og neðri á milli
festingar undir miðjum botni bíls-
ins og nafarhaldarans (spindils-
ins). Gúm/stálfóðringum er þrýst í
enda armanna og gengur bolti í
gegnum þær. Þessar fóðringar
slitna, oftast gefur sig neðri fóðr-
ingin út við hjól fyrst og við það
myndast slag og hljóð eins og þú
lýsir. Það þarf sérstakt áhald til
að skipta um þessar fóðringar í
bílnum eða taka armana úr og
þrykkja fóðringum úr og í með 10
tonna pressu.
Pajero sem hikar
Spurt: Ég er með Pajero, árg. 98,
2,5 dísil sem er ekinn um 215 þ.
km. Vandamálið lýsir sér þannig
að við inngjöf heldur bíllinn stund-
um ekki jöfnu togi, þ.e. hann virð-
ist aðeins missa niður kraftinn við
ákveðinn snúning. Þetta lýsir sér
ekki sem hökt heldur frekar sem
smáhik. Í fyrstu togar hann eðli-
lega, síðan á ákveðnum snúningi
missir hann örlítið kraftinn en
togar svo áfram eðlilega. Hefur þú
einhverja hugmynd um hvert
vandamálið gæti verið?
Svar: Gæti verið stýringarvilla í
tölvukerfinu (leki) sem stjórnar ol-
íuverkinu og stýrir inngjafarmagni
á móti túrbínuþrýstingi. Sé örlítil
sía í inntakinu á olíuverkinu getur
hún verið hálfstífluð. Baklekir
spíssar geta einnig valdið svona
hiki – en þá er vélin venjulega far-
in að reykja t.d. við meiri gjöf/
álag. Að öllum líkindum er bil-
anakóði skráður í minni tölvunnar
fyrir þessa truflun. Ef þú ert á
höfuðborgarsvæðinu ráðlegg ég
þér að láta kóðalesa kerfið hjá
umboðinu eða í Vélalandi.
Spurt og svarað
Passat sem höktir
og Pajero sem hikar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LTC er fyrirtæki sem sérhæfir
sig í endurhlaðanlegum raf-
hlöðum af stærri gerðinni. Það
hefur vakið athygli innan bíla-
geirans fyrir að breyta Toyota
Prius-bíl svo hægt sé að aka 100
kílómetra á aðeins 1,9 lítrum
eldsneytis. Slíkt þætti flestum vel
af sér vikið og margir myndu
glaðir borga talsvert aukalega
fyrir bíl til þess að geta sparað
nokkra lítra bensíns fyrir hverja
hundrað kílómetra sem eknir
eru.
Reynsluboltar
Prius-bílar eru venjulega út-
búnir NiMH-rafhlöðum (Nickel
Metal Hydride) en LTC hefur
semsagt skipt þessum rafhlöðum
út fyrir háþróaðar líþíum-
rafhlöður. Aðgerðin mun víst
vera einföld, nánast eins og að
skipta um rafhlöður í dæmigerðu
heimilistæki og að auki er hægt
að hlaða rafhlöðurnar í gegnum
venjulega heimilisinnstungu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
LTC stendur að merkilegu verk-
efni því rafhlöður frá fyrirtækinu
hafa bæði náð til himingeimsins og
hyldýpis Atlantshafsins við könnun
á RMS Titanic með fjarstýrðum
kafbátum. LTC vonast til þess að
bílaframleiðendur opni augun fyrir
möguleikunum á betri orkunýtingu
með því að nýta sér rafhlöður fyr-
irtækisins og líklega er Prius einn
besti bíllinn til að sýna fram á
möguleikana sem eru fyrir hendi
þar sem Prius nýtur mikillar hylli
hjá umhverfismeðvituðum leik-
urum og tónlistarmönnum. Prius
er því í raun mun stærri en sjálf
stærð bílsins og sölutölur gefa til
kynna – í það minnsta þegar kem-
ur að umtali.
Prius getur verið enn eyðslugrennri
Sparneytinn Með því nota rafhlöður frá LTC er hægt að ná eyðslu Toyota
Prius niður í einungis 1,9 líter fyrir hverja 100 kílómetra.Tvinnbíll Prius nýtur hylli á meðal umhverfissinna.
Toyota Rav 4 GX nýskr. 5/2006,
ekinn 16 þ. km, sjálfskiptur,
heilsársdekk.
Verð 3.150.000- ath skipti.
Honda CRV nýskr. 11/2006,
ekinn 12 þ. km, sjálfskiptur,
brettakantar, sílsarör, filmur,
krókur, spoiler.
Verð 3.090.000- ath skipti.
MMC Pajero DID GLS 3.2 Diesel
nýskr. 6/2000, ekinn 138 þ. km,
filmur, krókur, topplúga, leður.
Verð 2.190.000- ath skipti.
420 6600
REYKJANESBÆ
Toyota Reykjanesbæ - Njarðarbraut 19, www.toyotasalurinn.is
420 6600
Toyota Land Cruiser 90 VX
bensín nýskr. 9/1998, ekinn 116
þ. km, 38" breyttur, keflablásari,
bíll með öllu í jeppatúrinn.
Verð 2.150.000- ath skipti.
LMC Dominant 520 RHD hjól-
hýsi nýskr. 5/2006, svefnpláss
fyrir 4 fullorðna, sturta, klósett,
sólarsella, markísa, sjónvarpsloft-
net. Verð 2.400.000-
Toyota Hilux 3.0 disesl nýskr.
1/2007, ekinn 7 þ. km,
sjálfskiptur, 33" breyttur, filmur.
Verð 3.450.000- ath skipti.
Toyota Avensis S/D sol
nýskr. 1/2005, ekinn 49 þ. km,
sjálfskiptur, 18" felgur, filmur.
Verð 2.520.000-
80 þ. út og yfirtaka á láni.
Toyota Land Cruiser 80 VX
bensín nýskr. 4/1993, ekinn 190
þ. km, sjálfskiptur, 33" breyttur,
leður, topplúga, krókur, algjör
dekur bíll topp útlit og ástand.
Verð 1.250.000- ath skipti.
Toyota Land Cruiser 90 VX
diesel Common rail sjálfskiptur,
leður, krókur, 17" álfelgur.
Verð 2.490.000-
Toyota Land Cruiser 90 GX
diesel nýskr. 1/1997, ekinn 191
þ. km, sjálfskiptur, 33" breyttur,
krókur, toppbogar, ekinn 60 þ. á
vél mikið endurnýjaður.
Verð 1.350.000- ath skipti
MMC Montero XLS árg. 2001
ekinn 81 þ. km, sjálfskiptur.
Verð 2.490.000-
ath öll skipti t.d á hjólhýsi.
Toyota Land Cruiser 90 VX
diesel nýskr. 8/1997,
ekinn 247 þ. km, sjálfskiptur,
8 manna, spoiler, varadekkshlíf,
mikið endurnýjaður.
Verð 1.390.000-