Morgunblaðið - 29.06.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 29.06.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Menn eru hreinlega að segja mér að þeirséu jafnan einu starfsmennirnir ásundstöðum í sínu sveitarfélagi. Íreglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar segir hins vegar að þar eigi jafnan að vera einn starfsmaður sem sinni laugargæslu, þ.e. þegar um er að ræða minni sundlaug – það þýð- ir 100% eftirlit með gestum.“ Þetta segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þar segir hún jafn- framt að ástandið sé töluvert skárra á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni, þótt ekki sé hægt að alhæfa um það. Forstöðumaður sundlaugarinnar í Selárdal í ná- grenni Vopnafjarðar, Ólafur Valgeirsson, segir að ef tölur séu skoðaðar komi í ljós að langflest þeirra slysa sem kastljós fjölmiðla hafi beinst að undan- farna mánuði hafi ekki átt sér stað í litlum laugum úti á landi, heldur í stórum laugum þar sem fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna. Hann segir að slys af þessu tagi geti borið mjög skjótt að og sama hversu margir annist eftirlit með sundlauginni, þá komi það ekki í veg fyrir sundslys. „Það er þetta öm- urlega sjónarhorn fólks sem er að koma í laugarnar með börnin sín, að það beri enga ábyrgð á þeim, heldur annaðhvort ég eða sundlaugarvörðurinn,“ segir Ólafur, spurður um hvað þurfi að breytast til þess að koma þessum málum í rétt horf. Ólafur seg- ir þess dæmi að foreldrar barna, sem hafi verið far- in að súpa hveljur og sundlaugarverðir hafi kippt upp úr lauginni, hafi brugðist illkvæða við afskipt- um starfsfólksins og hellt sér yfir það. Foreldrarnir bera ríka ábyrgð Ólafur segir jafnframt að oft bregði svo við að foreldrar reyni að skilja börn sín eftir í lauginni og bregði sér svo frá. „Það er algjör regla hjá mér að þú skilur barnið þitt ekki eftir í lauginni,“ segir Ólafur. Hann kveðst fyrst og fremst vera var við þetta þegar laugin er gæslulaus. Þá komi fullorðið fólk með krakkaskara og skilji hann eftir í lauginni. „Hver vill koma barni sínu í þá stöðu, jafnvel þótt það sé orðið 14 ára og megi gæta tveggja barna samkvæmt reglugerðinni, að sitja uppi með slys í tólf kílómetra fjarlægð frá mannabyggðum,“ spyr Ólafur. „Ég held að það eigi að horfa svolítið stífar í átt til þeirra sem bera hina raunverulegu ábyrgð, og það eru foreldrarnir í þessu tilviki, það verður bara ekki undan því vikist. Þú setur ekki tveggja ára gamalt barn í vatnsrennibraut og ferð svo í sól- bað, það er ekki vottur af heilbrigðri skynsemi í því,“ segir Ólafur. Laugarnar stæðu vart undir sér ef starfsmenn væru fleiri Sundlaugin við Krossnes í Norðurfirði er mörg- um að góðu kunn. Þar annast hins vegar enginn eft- irlit eða afgreiðslu, heldur er ætlast til þess að fólk greiði laugargjald í þar til gerða kassa í búnings- klefunum. Oddný Þórðardóttir er félagsmaður Ungmennafélagsins Leifs heppna, sem rekur laugina. Hún á heima á næsta bæ við laugina og kemur þangað daglega til að þrífa hana. Að hennar sögn er laugin ein sú vinsælasta á landinu og er- lendir ferðamenn sækja Norðurfjörð heim gagn- gert til þess að fara í Krossneslaug. Oddný segir það vissulega hafa komið til greina að vera með gæslumann, en það myndi kosta það að ekki væri hægt að hafa laugina opna nema í stuttan tíma á hverjum degi og myndi það sennilega falla ferða- mönnum illa í geð. Hún kveður litla hættu á því að foreldrar sendi börn sín ein í laugina, enda séu rúmir þrír kílómetrar í næstu byggð. „Við erum líka með skilti hangandi uppi þar sem við segjum að fólk sé í lauginni á eigin ábyrgð, það er það sem við gerum til þess að koma til móts við þessar örygg- iskröfur,“ segir Oddný. Sigrún Guðmundsdóttir, sem er í fyrirsvari fyrir sundlaugina á Lýsuhóli á Snæfellsnesi, segir það vissulega æskilegt að auka öryggisráðstafanir í litlum laugum á borð við þá sem hún rekur. Einn starfsmaður er við laugina og annast hann bæði afgreiðslu og eftirlit með sund- laugargestum. „Það er margbúið að tala um það að fá hingað tvo sundlaugarverði, en því fylgir nátt- úrulega bara aukinn kostnaður og laugin ber sig ekki í þeirri mynd,“ segir Sigrún. Hún segir að langflestir sundlaugargestir séu erlendir ferða- menn sem finnist það spennandi að baða sig upp úr ölkelduvatni. „Ef laugin væri ekki svona sérstök væri örugglega ekki reynt að halda henni opinni.“ Sigrún segist þess fullviss að ef slys bæri að hönd- um í lauginni yrði henni annaðhvort lokað eða gæslan hert. „Það er hræðilegt til þess að hugsa að eitthvað þurfi að koma fyrir til þess að eitthvað verði gert,“ segir Sigrún. Selárdalslaug er opin allan ársins hring, en gæslu er haldið uppi yfir hásumartímann, í tvo mánuði á ári. Þá eru að jafnaði tveir starfsmenn á vakt og annast annar þeirra eftirlit með sundlaug- argestum. Hina 10 mánuðina er enginn starfsmað- ur við laugina. Ólafur segir að laugin sé á skugga- svæði, litið sé á hana sem hálfgerða náttúrulaug og víða um land sé slíkar eftirlitslausar laugar að finna. „Hins vegar eru þarna uppi skilti þar sem mönnum er gerð grein fyrir því að svæðið sé óvakt- að, en ég veit svo sem ekki hversu mikið hald er í slíku, ég efast reyndar um það að það sé mikið, ef eitthvað kæmi upp á,“ segir Ólafur. Ómögulegt að fylgjast með hverju einasta barni í lauginni Ólafur Sigurðsson, forstöðumaður Flosalaugar í Svínafelli á Öræfum, tekur í sama streng og nafni hans í Selárdalslaug. Reynt sé að hafa tvo starfs- menn á vakt og menn leggi allt að veði til þess að hafa laugina eins örugga og kostur er. Það sé alveg sama hvort starfsmenn séu tveir eða fjórir, þegar mikið er af krökkum í lauginni sé ómögulegt að fylgjast með hverju einasta barni. „Það er kannski aðalvandamálið hvað foreldrar eru kærulausir í þessu,“ segir Ólafur. Áberandi sé hversu vel er- lendir ferðamenn annist börn sín miðað við Íslend- inga. „Íslenskir foreldrar eru mjög gjarnir á að láta börnin í laugina og bregða sér svo sjálfir í pottinn.“ Við Flosalaug er tjaldstæði og segir Ólafur það margoft hafa gerst að foreldrar sendi börn sín í laugina og noti tímann til að slappa af á tjaldstæð- inu. „Og þeir verða bara fúlir þegar þeir komast að því að við förum eftir settum reglum og hleypum ekki börnum yngri en átta ára út í laugina, nema í fylgd með fullorðnum,“ segir Ólafur og bætir við að ekki sé óalgengt að foreldrar sendi tvö til þrjú börn út í laug, það elsta átta ára en þau yngstu þriggja til fjögurra. „Kæruleysið er ríkt í íslenskum foreldr- um og það hefur ekkert breyst frá því að við byrj- uðum að reka þessa laug fyrir 15 árum. Það er von- andi að umræðan bjargi fleiri börnum frá drukknun.“ „Kæruleysið er ríkt í íslenskum foreldrum“ Forstöðumenn sundlauga á lands- byggðinni segjast allir af vilja gerðir til þess að hafa laugarnar eins öruggar og kostur er. For- eldrar verði hins vegar að gera sér grein fyrir því að ábyrgðin er á endanum þeirra. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Dýrindisstaður Sundlaugin í Selárdal stendur á bakka einnar dýrustu og fallegustu laxveiðiár lands- ins, Selár. Forstöðumaður þar segir það algjöra reglu að fólk skilji ekki börn eftir í lauginni. VIÐAR Már Matthíasson, prófess- or í skaðabótarétti við lagadeild HÍ, segir að þegar litið sé til skaðabótaskyldu í málum þar sem börn bíða varanlegan skaða í sundlaugaslysum geti tvennt komið til. Annars vegar geti skaðabótaréttur þess barns sem fyrir tjóni verður stofnast á hendur því sveitarfélagi, stofnun eða fyrirtæki sem sér um rekstur sundlaug- arinnar. Rík skylda hvíli á rekstraraðila til þess að gæta fyllsta öryggis gesta og fara eftir reglum sem um reksturinn gilda. Hins vegar geti barn, sem verður fyrir lík- amstjóni vegna slyss sem á sér stað í sundlaug, gert skaðabóta- kröfu á hendur foreldrum sínum, ef þeir hafa vanrækt eftirlits- skyldu sína með barninu og það hefur af þeim sökum orðið fyrir tjóni. Segir Viðar að að minnsta kosti sé til eitt dæmi um slíkt í danskri dómaframkvæmd. „Þótt þetta kunni að hljóma undarlega er það í raun ekki svo. Það er barnið sem verður kannski fyrir alvarlegu líkamstjóni og býr við skerta starfsorku í framtíðinni, líka eftir að það fer úr umsjá for- eldra sinna. Það eru því hags- munir þess að fá tjón sitt bætt,“ segir Viðar. Að hans sögn eru flestir foreldrar með ábyrgð- artryggingu og það sé ekki ólík- legt að slík trygging geti dekkað foreldra í vissum tilvikum. „Þess vegna er ekki jafnundarlegt og ætla mætti að barn geti átt skaðabótakröfu á hendur for- eldrum sínum.“ Viðar segir þá eftirlitsskyldu sem á foreldrum hvíli almennt mjög ríka. Hún sé þó breytileg eftir aðstæðum og aukist eftir því sem hættuástand- ið er meira. Brot á reglum leiðir yfirleitt til skaðabótaskyldu Spurður um hvaða kröfur séu gerðar til eftirlits rekstraraðila sundlauga segir Viðar erfitt að lýsa almennum mælikvarða þar um. „Það er þó hægt að segja að rekstraraðilar fyrirbæra á borð við sundlaugar verða að fara eft- ir öllum reglum sem gilda um að- búnað og öryggi gesta. Ef það eru reglur um lágmarksfjölda starfsmanna og eftirlitshlutverk þeirra er það alveg ljóst að brot á slíkum reglum leiðir að öðru jöfnu til skaðabótaskyldu. Á sum- um sviðum gilda engar reglur og þá eru gerðar kröfur til þess að menn sýni ýtrustu aðgæslu til að gæta öryggis gesta, bæði ungra sem aldinna,“ segir Viðar. Hann kveður það þó alltaf háð mati hversu rík eftirlitsskylda rekstr- araðila er. Meiri kröfur sé hægt að gera til eftirlits þegar gesta- fjöldi er mikill og hið sama eigi við þegar gestir laugarinnar eru ungir. Viðar segir erfitt að segja til um hvor leiðin sé nærtækari fyrir barn sem bíður líkamlegt tjón af slysi í sundlaug. „Það á fyrir það fyrsta kost á því að láta reyna á það hvort rekstraraðili hafi sinnt öllum reglum og gætt fyllsta ör- yggis og í öðru lagi er sá mögu- leiki fyrir hendi að láta á það reyna hvort foreldrar hafa full- nægt eftirlitsskyldu sinni,“ segir Viðar. Viðar Már Matthíasson Foreldrar geta orð- ið skaða- bóta- skyldir BRÍETI Bjarnhéðinsdóttur hefur nú verið reistur bautasteinn til minningar um brautryðjendastarf hennar í kvenréttindamálum. Til- efnið er aldarafmæli Kvenréttinda- félags Íslands, en Bríet var einn af stofnendum þess og jafnframt fyrsti formaður. Með þessu vill KRFÍ leggja sitt af mörkum við að fjölga minnisvörðum um konur á Ís- landi, sem eru allt of fáir að sögn þess. „Bríet er náttúrlega eins- konar guðmóðir okkar svo okkur þótti nánast sjálfgefið að hennar yrði minnst,“ segir Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastóri KRFÍ. Steinninn stendur við fæð- ingarstað Bríetar, að Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Bríet fæddist 27. september 1856 og barðist ötullega fyrir rétti kvenna til náms, kosninga o.fl. Bríetar minnst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.