Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 22
Veitingahúsakeðjan McDonald’s er að blása til sóknar þessa dagana. Ný- opnaður staður þeirra í Wolfratshausen suður af München í Þýskalandi er ef til vill til marks um það sem koma skal. Þar stendur yfir tilrauna- verkefni sem stangast al- gjörlega á við þá ímynd sem fólk hefur af þessari skyndibitakeðju. Innrétt- ingarnar eru vandaðar, logandi eldur í arni, leð- ursófar, viðargólf, blóm á hverju borði og í miðju staðarins kaffihús þar sem til dæmis er hægt að fá ítalska eftirréttinn ti- ramisu og cappuccino í postulínsbollum. Takist þetta til- raunaverkefni vel stend- ur til að færa út kvíarnar. Drukkið úr postulínsbollum á McDonald’s Nýjung Gestir geta keypt sér hamborgara og franskar en þeir geta líka gætt sér á gæðakaffi. Reuters Fágað Séð yfir nýja McDonalds staðinn í Wolfratshausen í Þýskalandi. Leikir Börn geta stytt sér stundir eftir matinn og farið í tölvuleiki. Þær taka sig vel út stöllurnar sem mættu á konunglegu Ascot-kappreið- arnar fyrir nokkrum dögum. Hattarnir eru íburðarmiklir og fjaðraskrautið mikilfenglegt. Fuglar eða fjaðrir Reuters |föstudagur|29. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Ekki þýðir á næstunni að kaupa sér iPhone í Bandaríkjunum og ætla að virkja símann sinn hér á Íslandi. » 25 tækni Við fáum uppskriftir að ýmsum réttum á Patsy’s í New York sem var uppáhaldsveitinga- staður Franks Sinatra. »24 matur Helgarnar hjá Njáli geta vel veriðdæmigerðar því hann vinnur mik-ið, sérstaklega yfir sumarmán-uðina. Hann kennir á mótorhjól og hefur áhuginn fyrir mótorhjólum aukist geysi- lega síðustu ár eins og allir vita og eitt er víst að það er engin vanþörf á góðri kennslu. „Dæmigerð helgi hjá mér er vinna á laug- ardögum og tími með fjölskyldunni á sunnu- dögum. Ég eyði semsagt sunnudögunum með fjölskyldunni og geta þeir verið fjölbreytilegir því við reynum að gera eitthvað saman. Við reynum til dæmis að kíkja í heimsókn til ætt- ingjanna sem maður hefur vanrækt vegna vinnunnar. En ég vil líka gjarnan ná að skreppa eitthvað sjálfur og fara til dæmis á klifurhjólið eða eitthvað í þeim dúrnum, og þá alveg eins einn eða með félögunum. Ég fer líka mikið á rúntinn með félögunum og þá er það nú ekki bara að fara niður í bæ, nema kannski í restina á ferðinni því miklu frekar kýs ég að fara góðan hring út úr bænum, Þingvelli, Djúpavatnsleið eða aðrar góðar leiðir í ná- grenni Reykjavíkur. Á klifurhjólinu er líka hægt að fara á svæði í nágrenninu sem leyfi- legt er að nota það á.“ Konan sér um tónlistina á heimilinu Njáll segir að eiginkona ráði tónlistinni á heimilinu en hann hlusti helst á tónlist þegar hann er að dútla úti í bílskúr. „Ég kveiki á tón- list þegar ég er að dútla í mínum eigin hjólum eða kennsluhjólunum. Ég er nýbúinn að gera upp 1972-árgerð af BMW og nú tekur næsta verkefni við,“ segir Njáll og á þar við fyrsta BMW-mótorhjólið sem var flutt til Íslands og notað af lögreglunni og er hann nýbúinn að kaupa varahluti í það í Þýskalandi svo hann geti byrjað uppgerðina. Félagsfundur hjá BMW-klúbbnum „Það var óformlegur stofnfundur haldinn fyrir skömmu og formlegur stofnfundur verð- ur haldinn þegar við erum búin að fá okkar eig- ið merki og viðurkenningu frá BMW í Þýska- landi. Fyrsti félagafundur er þá á morgun og við ætlum að hittast á Litlu kaffistofunni klukkan 20:00 og allir á BMW-mótorhjólum ættu að mæta. Við ætlum aðallega að hittast og svo skipuleggjum við okkur og hjólum saman, líklega annars vegar á möl og hins vegar á mal- biki,“ segir Njáll en í félagsskap sem þessum hafa menn aðallega gaman af því að hittast og skoða gripina hver hjá öðrum og ræða delluna. Mótorhjól og aftur mótorhjól Njáll hefur gaman af öllu sem tengist mót- orhjólum og bílum sem er kannski ekki und- arlegt þar sem fjölskyldan á hvorki meira né minna en 16 mótorhjól og auðvitað bíla líka. Hann lifir og hrærist í þessum heimi og kann margar skemmtilegar sögur. „Fólk ætti að prófa einhvern tímann að skella sér í Evr- ópuferð á mótorhjóli því það er mjög sérstök upplifun þótt við búum mjög vel hér á Íslandi hvað mótorhjólaferðalög varðar. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert yfir æv- ina,“ segir Njáll og leggur áherslu á að spjallið hljómi nokkuð einhæft þar sem lítið komist að hjá honum annað en mótorhjól. Njáll er einn af vinsælustu ökukennurum landsins, í það minnsta þegar að mótorhjólum kemur. En Njáll skrifar einnig mikið, hefur meðal annars skrifað kennslubók þá sem er notuð við bóklegu kennsluna fyrir mótorhjóla- prófin. Hagsmunir mótorhjólafólks eru Njáli mik- ilvægir og hefur hann því unnið ötullega að því að bæta umferðarmenningu mótorhjólafólks og áhuga á sportinu, meðal annars með þátt- töku sinni í Sniglunum og með skrifum á bók um sögu mótorhjólsins á Íslandi í 100 ár. Fjölskyldan á sunnudögum Morgunblaðið/G.Rúnar Ólík Njáll Gunnlaugsson formaður BMW klúbbsins á Íslandi stendur við tvö ólík mótorhjól, annars vegar nýtt BMW HP2 sem er líklega eitt öflugasta ferða og torfæru hjóla sem finnst og hinsvegar fyrsta BMW mótorhjólið sem var flutt til Íslands. Njáll Gunnlaugsson er ökukenn- ari, ritstjóri og formaður ný- stofnaðs BMW-mótorhjóla- klúbbs á Íslandi. Njáll ræddi við Ingvar Örn Ingvarsson um bræðralag og mótorhjól. Mótorhjólarúnturinn: Að aka með fjöl- skyldunni eða félögunum einhverja góða leið út úr bænum og enda svo á rúntinum um miðbæ Reykjavíkur. Bókin: Ég mæli með bókinni One Man Caravan eftir Robert Edison Fulton yngri en hann varð einn af þeim fyrstu til að keyra hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli árið 1932 og það einn á BSA-mótorhjóli. Fulton varð seinna for- stjóri MAN-vörubílaverksmiðjunnar. Ís: Fjölskyldan fer oft og fær sér ís í ís- búðinni í Álfheimum og það getum við gert gangandi. Veiðin: Skella veiðistönginni á bakið og fara í dagsferð í veiði snemma morguns í Frostastaðavatni á mót- orhólinu og ekki koma með meira heim en mótorhjólið tekur. Njáll mælir með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.