Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 25 og selja áfram til al- mennings þær stöðvar sem fólk hefur áhuga á að sjá. Þá væri mögulegt að kaupa aðeins BBC Prime og dönsku rásirnar DR1 og 2 án þess að fá ítalska ríkissjónvarpið Rai Uno „í kaupbæti“ því vel er hægt að komast af án glam- úrklæddu ítölsku kynnanna og stöðugra skemmtiþátta. x x x Sumir telja að karl-menn hafi meira gaman af því að skipta um stöðvar en konur. Endurspeglast þessi skoðun í brandara sem kom fyrir í hinum frábæru Seinfeld-gam- anþáttum. Fer hann hér á eftir í lauslegri þýðingu: „Konur hafa gaman af því að horfa á sjón- varpið. Karlar vilja bara vita hvað annað er á dagskrá.“ x x x Víkverji vildi gjarnan fá sérstafrænt sjónvarp heim. Gæð- in eru greinilega mun meiri og myndin sérlega skýr. Ætli hann myndi ekki enda á að fá sér „allan pakkann“? Það má varla minna vera. Víkverji komst ífeitt þegar hann dvaldi helgarlangt á heimili sem hefur að- gang að öllum sjón- varpspakkanum hjá Skjánum. Úrvalið var meira en nóg, stöðv- arnar eru yfir sextíu talsins, reyndar enn fleiri ef plús- stöðvarnar svokölluðu eru taldar með. Vík- verja finnst gaman að skipta um stöð en þetta er fullmikið af því góða. Reyndar höfðu húsráðendur ekki hug á því að fá sér svona margar stöðvar en þær rásir sem þeir höfðu áhuga á voru einungis saman í pakkanum sem ber hið augljósa nafn Allt. Áhugi var fyrir því að sjá norrænu sjón- varpsstöðvarnar auk BBC Prime. Síðastnefnda stöðin er hinsvegar ekki í pakkanum sem kallast Evr- ópa en hefði þó vel átt heima þar. Síðast þegar Víkverji vissi var Bretland allavega í Evrópu. x x x Víkverja hefur verið sagt frá þvíað í Svíþjóð sé hægt að kaupa þjónustu fyrirtækja sem koma í veg fyrir svona vandræði. Þau kaupa aðgang að öllum pakkanum      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Skarpskyggn lesandi áttaði sig áþví að engin heilsugæsla væri á Rauðasandi, eins og haldið var fram í gamansamri frásögn Hallmundar Kristinssonar af Jörundi Friðbergs- syni nokkrum á Húsatóftum í Vest- ari-Miðfirði fyrir nokkru. Um allar staðhæfingar í þeirri frásögn segir Hallmundur að ef einhver þeirra fái staðist sé það einber tilviljun. Torfi Ólafsson sendi Vísnahorn- inu bréf undir fyrirsögninni „Heilsugæslan á Rauðasandi“ og furðar sig á þeirri þjónustu sem þar er veitt: Margvísleg undur oft ég sá ævitíð mína hér á landi: Teiknin heilög sem himni frá horfðu niður í fínu standi. Þó var mín undrun ekki smá, af henni stafar nokkur vandi, að hafi mig skort það helst að sjá „heilsugæsluna“ á Rauðasandi. Ólst ég þar upp sem enginn sá eymd eða fár á neinum manni. Sjúkdómar sóttu enga á enda var sprækur hver einn svanni. Öndvegis fæðu menn átu þá allir og hver í sínum ranni, enda var sjálfsögð hreysti hjá hópnum öllum, og það með sanni. En það er satt, ég aldrei sá orð sem að hafði merking þessa, enda virtist ég enga sjá öðruvísi en káta’ og hressa. Þá var landinu öllu á allskonar fár og heilsuvandi. Hinsvegar þurfti’ ekki að hafa þá: Heilsugæslu á Rauðasandi. VÍSNAHORNIÐ Heilsugæslan á Rauðasandi pebl@mbl.is Nú bíða menn í röðum fyrir utan Apple-verslanir vestur í Bandaríkj- unum til að fjárfesta í nýjustu græj- unni sem Apple-risinn er að setja á markað. Það er iPhone, síminn sem sagður er geta allt. Íslendingum er þó ráðlagt að flýta sér hægt því ef menn láta freistast og fjárfesta í iPhone í vestrinu er hann með öllu ónothæfur hér á landi þar sem síminn er læstur við bandarískt símafyrirtæki. Apple samdi nefnilega við símafyrirtækið AT&T um þjónustu og ganga kaup- endur iPhone vestra þar með inn í tveggja ára samning við símafyr- irtækið í tengslum við netþjónustu. Líklega samið við Vodafone Sala hefst á símanum í Bandaríkj- unum í dag, föstudag, og í Evrópu síðar á árinu.Samkvæmt upplýs- ingum frá Apple á Íslandi er gert ráð fyrir að farið verði að selja iPhone á Íslandi með haustinu og líklegt er að Apple semji við símafyr- irtækið Vodafone, sem hefur víðtæka dreifingu í Evrópu og jafnvel annað símafyrirtæki til viðbótar án þess að það hafi verið staðfest endanlega, að sögn Björgvins Björgvinssonar, sölu- fulltrúa hjá Apple á Íslandi. Þá verð- ur aðeins hægt að nota iPhone keypta á Íslandi með íslensku númeri. Að öðrum kosti yrði að notast við erlend númer. „En eins og staðan er í dag geta menn ekki keypt sér iPhone í Banda- ríkjunum og virkjað símann sinn nema hafa bandaríska kennitölu þó þeir geti notað kannski annað sem síminn býður upp á, svo sem iPod- inn,“ segir Björgvin. Síminn sem getur allt Tvær gerðir eru fáanlegar, önnur með 4 Gb geymslurými og hin með 8 Gb. Þær koma til með að kosta vestra 499 dollara og 599 dollara sem gera 31 til 37 þúsund krónur, en sam- kvæmt upplýsingum frá Apple á Ís- landi má gera ráð fyrir að verðið hér- lendis verði á bilinu frá 70 til 90 þúsund krónur. Nýja tækið hefur verið kallað „sím- inn sem getur allt“. Í iPhone sameinast farsími, iPod- spilari með breiðskjá og netsam- skiptatæki, sem veitir aðgang að tölvupósti og annarri netþjónustu. Notendaviðmót iPhone notast við nýja tækni, sem er svokallaður fjöl- snertiskjár, en slíkur skjár getur numið snertingu á mörgum stöðum samtímis. Það þykir byltingarkennd- asta notendaviðmót síðan músin kom til sögunnar. REUTERS Bið Gert er ráð fyrir að farið verði að selja iPhone á Íslandi með haustinu. iPhone nýtist enn ekki á Íslandi Íslendingum ráðlagt að flýta sér hægt Einfalt viðvörunarkerfi getur bjargað lífi þreyttra bílstjóra og farþega þeirra. Kerfið sam- anstendur af myndavél, ljósi og há- talara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af. Kerfið nefnist Mobileye en að sögn forskning.no hafa rannsóknir norskra vísindamanna sýnt fram á að það geti komið í veg fyrir alvar- leg bílslys sem hljótast af því að ökumaðurinn sofnar. Í rannsókninni voru fimm ungir bílstjórar fengnir til að setjast und- ir stýri í aksturshermi, bæði útsofn- ir og þreyttir. Í ljós kom að eftir sólarhrings vöku versnuðu veru- lega hæfileikar þeirra til að aka. Tveir þeirra voru ekki langt frá því að keyra út af og aðrir upplifðu of- skynjanir og drauma meðan þeir óku. Ökumennirnir, sem voru á aldr- inum 22 til 26 ára, voru látnir keyra í tuttugu mínútur, einu sinni fyrir vökunótt og tvisvar sinnum eftir. Í annað af síðari skiptunum nýttu þeir sér Mobileye. Kerfið skynjar miðlínu vegarins, vegkantana og fjarlægðina að næsta bíl og gefur frá sér hljóð- og ljósmerki þegar viðkomandi er á leiðinni út af veg- inum. Í tilrauninni kom í ljós að Mobileye vakti ökumanninn þegar hann var við það að sofna og keyra út af akstursbrautinni. Vísindamennirnir segja rann- sóknina sýna að hjálparmeðul á borð við Mobileye geti dregið úr al- varlegum bílslysum og vilja að það verði staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Þótt kerfið komi ekki í veg fyrir að fólk sofni undir stýrið auki það líkurnar á að það vakni áður en slys hljótist af. Vekur bílstjórann þegar hann sofnar Morgunblaðið/Jim Smart Öryggi Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bíl- stjórann við þegar hann er við það að keyra út af. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is DAGSKRÁ LAUGARDAGINN 30. JÚNÍ Kl. 11.00 Átakið hefst á fjórum stöðum: Við Álftamýrarskóla, Hvassaleitisskóla, Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla. Kl. 14.00 Samgleðjumst yfir góðum árangri á hreinsunardegi. Grillveisla og skemmtiatriði við Breiðagerðisskóla. Látum hendur standa fram úr ermum - hrein hverfi og fögur borg er metnaðarmál okkar allra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.