Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐ hugsa sér hvað tíminn flýgur, það eru heil 12 ár liðin síðan John McClane (Willis) birtist síðast á tjaldinu. Þá var annað árþúsund, Hvalfjarðargöngin draumsýn, nýja ofurtölvan mín ein fjögur gígabæt og þegar rætt var um gróðurhúsaáhrif- in hélt maður að það fyrirbrigði hefði eitthvað að gera með vinsældir framsóknarmanna á Suðurlandi. En McClane er mættur aftur og það af slíkum fítonskrafti að adr- enalínið bogar af manni undir sýn- ingunni. Willis er búinn að berjast fyrir fjórða kaflanum í áraraðir og það liggur ljóst fyrir að sú barátta hefur borgað sig, að minnsta kosti hvað skemmtanagildi viðvíkur. Í takt við tímann fæst hin ódrep- andi New York-lögga að þessu sinni við snjalla tölvuþrjóta undir stjórn Thomasar nokkurs Gabriels (Olyp- hant), sem áður vann við að byggja upp tölvuvarnir á vegum hins op- inbera. Hann var rekinn og nið- urlægður og í skjóli þekkingar sinn- ar ætlar hann sér ekkert minna en að lama Bandaríki Norður-Ameríku – fái hann ekki kröfum sínum fram- gengt. Með leiðsögn tölvuhakkaranns Farrells (Long) ræðst okkar maður (sem sjálfsagt kann takmarkað á slíkan tæknibúnað) einn gegn hinu nútímalega glæpagengi sem hefur undirbúið aðgerðirnar af mikilli ná- kvæmni. Jafnt á yfirborðinu sem í dularheimum alnetsins. Í bakgrunni eru hátíðahöldin 4. júlí. Þegar fyrsta og besta Die Hard- myndin birtist á tjaldinu árið 1988 markaði hún tímamót, skapaði nýja hliðargrein við hasarmyndina og var endurunnin í óteljandi skipti út um allar jarðir. Áreitið var ofboðslegt, linnulausar sprengingar, hávaði, slagsmál og spenna af áður óþekktri stærðargráðu. Yfir öllu trónaði snar- geggjaður lögreglumaðurinn sem vílaði ekkert fyrir sér og það var þesi stórfenglega bilun sem gerði gæfumuninn, og hún er drifkraft- urinn nú sem fyrr. Ef einhver hefur verið smeykur um að ellikerling hafi markað spor sín um of á síðustu hasarmyndahetj- una, þá er það misskilningur. Okkur er að vísu blessunarlega hlíft við rómantík, en Willis hefur sjaldan verið brattari; afslappaður en hryss- ingslegur heldur hann áhorfendum við efnið í tvo tíma. Brellurnar eru ótrúlegar og söguþráðurinn ámóta gáfulegur og járnbent steinsteypa. Þannig á það að vera, því Die Hard 4.0 hefur sama markmið og forver- arnir; að skemmta gestum um stundarsakir, og tekst það full- komlega. Bíógestir viðstöðulaust mataðir á hverju spennuatriðinu öðru betra, unnu af fagmennsku, og ekkert til sparað að sýningin verði sem æsilegust fyrir þanin skilning- arvitin. Aukaleikararnir eru þéttir og hinn ungi og efnilegi Wiseman leikstjóri heldur manni límdum í rússíban- anum og ekki að sjá að hann sé að fást við sína fyrstu stórmynd eftir hinar forvitnilegu Underworld- myndir. Besta sumarmyndin til þessa. (Vonandi á ég eftir að nota þessa klisju oft næstu mánuðina!) Einn og ódrepandi KVIKMYNDIR Háskólabíó, Smárabíó, Regn- boginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Len Wiseman. Aðalleikarar: Bruce Willis, Timothy Olyphant, Justin Long, Cliff Curtis, Maggie Q. 130 mín. Bandaríkin 2007. Die Hard 4.0  Sígildur Willis veldur ekki vonbrigðum í fjórðu myndinni um lögreglumanninn John McClane. Sæbjörn Valdimarsson NÁMSHESTURINN og bókaorm- urinn Pamela Anderson á þann draum heitastan að læra að tala finnsku reiprennandi. Afi strand- varðagellunnar fyrrverandi var finnskur, en Pamela rak upp gleði- óp af einskærum fögnuði er hún sér til undrunar reyndist furðu sleip í finnskunni meðan á nýlegri heim- sókn hennar til Finnlands stóð. Pamela, eða Pammie, eins og hún er kölluð, sagði: „Ég undrast hversu ört málið ruddist fram á tungu mér í heimsókninni. Ég lærði smáræði í finnsku með því að spjalla við afa, en það var áður en ég varð 10 ára. Ég ætla svo sann- arlega að læra meira!“ Reuters Tungulipur Mitä kuuluu? (Hvernig hefurðu það?) Pamela Anderson talar finnsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.