Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 29 UMRÆÐAN ✝ Erna Helgadótt-ir fæddist í Reykjavík 16. júlí 1933. Hún andaðist á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 20. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ísleifur Helgi Sig- urðsson trésmíða- meistari, f. á Eyrar- bakka 13.5. 1906, d. 18.4. 1969, og Hulda Líney Magnúsdóttir Blöndal, f. í Stykk- ishólmi 17.8. 1907, d. 16.2. 1989. Systkini Ernu eru Haukur Ormar, f. 9.2. 1938, d. 11.6. 1940, drengur, f. 21.8. 1941, d. 23.8. 1941, Sig- urður Magnús, f. 24.2. 1944 og Sesselja Guðný, f. 18.2. 1946. Erna giftist 20.6. 1953 Reimari Stefánssyni rafvirkjameistara, f. 26.2. 1932. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 1) Helgi Svavar, f. 31.3. 1955, maki Þorbjörg Guðna- dóttur, f. 22.5. 1954. Börn þeirra f. 1999, b) Alba Máney, f. 2003, fyrir á Halldór Arnar, dótturina Söru Ósk, f. 1987, barnsmóðir er Hallfríður Böðvarsdóttir, f. 1969 og soninn Guðjón Örn, f. 1994, barnsmóðir er Sóley B. Gunnars- dóttir, f. 1971. 3) Haukur Hrafn, f. 5.11. 1972 maki Bjarney Oddrún Hafsteinsdóttir, f. 13.1. 1975. Börn þeirra eru: a) Daníel Ómar, f. 2002 b) Jón Arnar, f. 2004, fyrir á Haukur Hrafn, dótturina Selmu Dís, f. 1998, barnsmóðir er Guð- rún Berglind Gunnarsdóttir, f. 1972. Erna ólst upp í Reykjavík en var sem barn og unglingur í sveit á Árkvörn í Fljótshlíð. Hún lauk fullnaðarprófi 1946 og dvaldist sumarlangt í Danmörku. Erna starfaði fyrst hjá Mjólkursamsöl- unni og í versluninni Kron, síðar starfaði hún hjá Pfaff, bæði í versluninni og við kennslu á sauma- og prjónavélar. Erna stofnaði verslunina Saumasporið 1984 ásamt eftirlifandi eigin- manni sínum og rak hana óslitið síðan. Erna verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. eru a) Íris Dögg, f. 1977, maki Kwaku Kuma Asare, barn þeirra er Nathan Doku Helgi, f. 2006, b) Birkir Freyr, f. 1987, og c) Fjóla Björk, f. 1997. 2) Guðný Hulda, f. 21.10. 1960, maki Sverrir Tryggvason, f. 12.7. 1959. Börn þeirra eru Karen Ósk, f. 1998 og Aron Ingi, f. 1998. Erna giftist 11.11. 1967 Halldóri Valgeirssyni, löggiltum endurskoðanda, f. 1.12. 1937. Börn þeirra eru: 1) Valgeir, f. 11.9. 1967, sambýliskona Karin Gembert, f. 3.10. 1980, fyrir á Val- geir dæturnar Kolbrúnu Ernu, f. 1986, og Stefaníu Kristínu, f. 1992, barnsmóðir er Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1966. 2) Halldór Arnar, f. 11.6. 1969, maki Sigríður Ragna Birgisdóttir, f. 9.10. 1974. Börn þeirra eru a) Halldór Almar, Elsku mamma mín. Hvernig gat þetta gerst? Við vor- um fyrir stuttu að ræða um Guðna tengdapabba sem lést fyrir mánuði. Ekki hefði okkur grunað að þú værir látin mánuði seinna. Þetta sýnir okkur hvað lífið er brothætt og eng- inn veit hver er næstur. Það er erfitt að setjast niður og skrifa niður minningarorð um þig þegar mér finnst þetta varla vera raunverulegt. Ég átti góða æsku og naut þess að vera elstur og hafa alla þína athygli fyrstu árin. Ég á mikið af góðum minningum um þig mamma mín og á eftir að minnast þín um ókomna framtíð. Það sem einkenndi þitt líf var dugnaður, léttleiki og bjartsýni. Þú varst jákvæð, brosmild og hlátur- mild með eindæmum. Það er reyndar eitthvað sem ein- kenndi þína móðurætt, þar sem þið amma og Didda frænka voruð senni- lega eitthvert mesta hláturtríó sem til var. Þú varst mikið fyrir börn og þeg- ar þitt fyrsta barnabarn, Íris Dögg, fæddist þá tókst þú hana í daggæslu fyrir okkur og passaðir hana frá 4 mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Þar mynduðust sterk tengsl á milli Írisar og þín, Adda og Hauks sem haldist hafa síðan. Í gegnum árin hefur fjölskyldan stækkað mikið og barnabörnum fjölgað og svo loks komið barna- barnabarn. Þú hafðir mikinn áhuga á hvers konar handverki, saumaskap og tón- list, enda hefur þú setið ófáum stundum við saumavélarnar niðri í Saumaspori og við skemmtarann heima hjá þér og spilað af hjartans list. Þessu hefur þú meðal annars miðlað til þinna barnabarna og hvatt þau til að tileinka sér og stutt vel við bakið á þeim. Ég veit að þau sakna þín mikið og við eigum öll eftir að átta okkur á því sem gerst hefur. Það verður undarlegt að keyra fram hjá Saumasporinu og geta ekki litið inn og fengið sér kaffibolla og spjallað saman smá stund eins og við gerðum því miður of sjaldan. Ég veit að þú trúir því að það sé beðið eftir okkur hinum megin og ég vil líka trúa því að við eigum eftir að hittast þar aftur þó síðar verði. Þinn sonur, Helgi. Móðir mín og amma hefur kvatt þennan heim tæplega 74 ára gömul. Snöggt fráfall þitt var okkur mikið áfall en lífskraftur þinn og jákvæðni munu bera okkur áfram veginn. Við kveðjum þig með erindi úr ljóðinu „Þá var ég ungur“ eftir Örn Arnarson, en líf þitt einkenndist af þekkingarþrá og gleði þinni til að miðla öðrum. Alltaf áttum við öruggt skjól hjá þér ef eitthvað bját- aði á og lífsgleði þín og jafnaðargeð hjálpaði okkur alltaf að trúa á bjarta framtíð. Lonta í lækjarhyli, lóan úti í móum, grasið grænt um svörð fiskifluga á þili, fuglarnir á sjónum, himinn, haf og jörð – öll sú dásemd augu barnsins seiddi. Ótal getum fávís hugur leiddi. Spurði ég þig móðir mín, og mildin þín allar gátur greiddi. (Örn Arnarson) Þökkum fyrir samveruna og allar gleðistundirnar sem við áttum sam- an. Þín dóttir, Guðný og ömmubörnin Aron Ingi og Karen Ósk. Móðir mín, amma okkar og tengdamóðir, Erna Helgadóttir, lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní síðastliðinn, aðeins 73 ára að aldri. Mamma lá veik á Landspítalanum og ég fylgdist grannt með líðan hennar frá heimili mínu í Kaup- mannahöfn og var ýmist vonglaður eða áhyggjufullur, allt eftir þeim fréttum sem bárust. Mamma var svo loksins að ná sér eftir veikindi og all- ir önduðu léttara, þegar hún skyndi- lega fór. Mánudagsmorguninn 18. júní mætti ég í vinnuna með ferðatösku og afmælisgjöf sem ég keypti í Kína handa henni, þegar ég fékk sím- hringingu frá Íslandi um að ástandið hefði versnað til muna. Ég fékk frí á staðnum og var kominn til Íslands sama dag. Hún náði aldrei að sjá afmælis- gjöfina sem ég kom með handa henni. Móðir mín var einstök, hláturmild, gjafmild og elskaði börn sín og barnabörn. Hún var lífsglöð fram til síðasta dags og lét ekkert aftra sér. Hún vann sína vinnu sem hún elsk- aði fram til síðustu stundar. Mamma trúði alltaf á mig og þrátt fyrir að líf mitt hafi tekið margar óvæntar stefnur get ég kvatt hana stoltur. Hún var sælkeri á lífið, hafði húm- or, gleði, smitandi hlátur og bjart- sýni sem er engri lík enda var enginn ósnortinn af persónuleika hennar og fegurð. Það er eins og lífið hafi staðnað og allir áttað sig á því að ekkert mun verða eins í framtíðinni. Hún var eini tengiliður fjölskyldu minnar við yngstu dóttur mína. Hlýja hennar og hjálp í erfiðleikum hvers og eins, ást hennar og sköpunargleði og lífsstíll hennar hefur haft áhrif á alla sem hana þekktu og umgengust. Brottför mömmu úr þessum heimi gefur okkur sem eftir sitjum tæki- færi til að líta í eigin barm og er okk- ur hvatning til að njóta þess tíma sem við höfum. Brottför hennar sýn- ir okkur hversu mikið hún hefur gef- ið okkur í veganesti til að nota hér og nú, því lífið getur verið svo óvænt. Sem móðir, sem amma og sem tengdamóðir hefur þú snert okkur öll með lífsgleði þinni, ást og hrein- skilni. Þú hefur mótað okkar per- sónuleika og hæfni til að miðla áfram til okkar nánustu og annarra sem verða á leið okkar. Gjöf sem við njót- um þar til okkar tími kemur og við sameinumst sem fjölskylda á ný, án eftirsjár. Líkami þinn er farinn en sál þín og persónuleiki mun fylgja okkur sem þekktum þig og nutum samverunnar við þig. Vertu sæl. Við elskum þig, virðum og varðveitum allar þær kæru minn- ingar sem þú skilur eftir hjá okkur. Valgeir Halldórsson, Kolbrún Erna Valgeirsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Karin Gembert. Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma. Við viljum þakka fyrir allar sam- verustundir okkar og þá hlýju sem þú sýndir okkur öllum. Þú varst frábær móðir og ég á óteljandi góðar minningar frá æsku minni og var alltaf svo ánægður þeg- ar þú sagðist alltaf bara vera 39 ára þrátt fyrir að börnin þín væru farin að taka fram úr þér. En þú varðst einmitt 39 ára sama ár og ég fæddist. Okkur er minnisstæðast þegar þú fórst með litlu skottunni okkar Selmu Dís alltaf upp á loft í „gamla herbergið“ mitt, þegar hún var 2-3 ára, og lékst við hana þar. Horfðir á teiknimynd með Daníel Ómari og í bíló með Jóni Arnari. Einnig þegar þú spilaðir á orgelið með þeim eða leyfðir þeim að glamra á hljómborð- ið. Jafnframt þær stundir sem öll börnin fengu að hjálpa þér að skreyta jólatréð og láta jólasveinana syngja. Þú varst líka alltaf tilbúin að hafa eldri krakkana yfir allan daginn og aðstoða (leika) í saumasporinu. Daníel Ómar er búinn að vera að hugsa mikið um að amma sé dáin og í morgun sagði hann: „Nú er afi búinn að missa drottninguna sína.“ Jón Arnar segir: „Ég „ekka“ (elska) Ernu ömmu.“ Hér eru kveðjuorð frá barnabörn- um: Elsku amma, nú vitum við að guð og englarnir passa þig og við elskum þig mikið. Núna ert þú engill með vængi og passar okkur líka. Með saknaðarkveðju, þinn sonur Haukur Hrafn, Bjarney, Selma Dís, Daníel Ómar og Jón Arnar. Elsku amma mín. Það er ótrúlega skrítið að þú sért farin. Þú sem varst svo full af lífi, hress og jákvæð. Ég var svo heppin að fá að vinna með þér seinasta árið. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Ég gleymi aldrei hlátrinum þínum og þinni skemmti- legu aðferð við að segja frá. Hvernig þú lifðir þig inn í sögurnar og varst oft með heilu leikþættina á kaffistof- unni. Ég gat alltaf talað við þig um öll mín vandamál, hvort sem þau tengdust skólanum, vinunum eða bara hverju sem er, alltaf hafðir þú eitthvert ráð og ef ekki, þá fórstu bara og keyptir handa mér ís. Ég lærði mikið af þér, bæði varð- andi saumaskap og lífsviðhorf. Þú varst alltaf svo jákvæð og yndislega orkumikil. Þú gast aldrei setið og gert ekki neitt. Ef þú sast fyrir fram- an sjónvarpið braustu saman þvott eða gerðir einhverja handavinnu á meðan. Ef það var gott veður úti dröslaðistu með straujárnið út á pall og straujaðir á meðan þú varst í sól- baði. En þrátt fyrir þitt iðjusama líf gafstu þér alltaf nægan tíma fyrir öll barnabörnin þín. Þú varst einstök kona og þín verður mjög sárt sakn- að. Ég finn ákveðna huggun í því að þér líði vel hjá guði þínum og sért ekki veik lengur. Ástarkveðjur Kolbrún Erna (Kobba). Elsku amma, Við færum þér fyllstu þakkir fyrir að vera okkur góð amma. Við færum Guði fyllstu þakkir fyrir að hafa fengið að ferðast saman. Einlæg og einstök ætíð þú varst andaði af þér ylhýrum blæ. Gleðina með þér og glauminn þú barst og í guðlegri sálu okkar óx lítið fræ. Söngur og spil, það var þitt líf við sátum við þá iðju öll saman. Dúkkurnar á hlýddu allar í stíl og dreymdi um að hafa gaman. Margt við segja viljum að lokum. Vandasamt er úr minningum að velja. Þær felum við því Guði í okkar bænum þar sem þú munt nú hjá honum dvelja. (Sigríður Ragna.) Halldór Almar, Alba Máney, Guðjón Örn og Sara Ósk. Erna Helgadóttir til ömmu. Víst ertu farin frá mér en þú munt alltaf vera í hjarta mér Ef ég dey, eins og allar sálir bara þú takir á móti mér en nú kveð ég þig og við hittumst kannski uppi. Þín, Karen Ósk. HINSTA KVEÐJA V i n n i n g a s k r á 9. útdráttur 28. júní 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 7 3 5 5 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 0 3 1 2 2 0 3 3 4 2 2 1 9 3 4 2 6 2 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 35563 37279 43359 47770 57668 69691 36108 37700 43589 50305 67491 72169 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 0 2 9 0 1 5 1 9 1 4 6 2 9 6 3 1 3 9 0 8 0 4 4 1 8 1 5 9 2 4 2 7 1 1 7 7 9 8 5 9 1 0 9 2 0 8 4 6 3 1 2 6 8 3 9 0 8 1 4 4 5 7 6 5 9 8 4 2 7 1 2 1 8 1 6 9 6 1 0 5 2 1 2 1 1 6 8 3 1 6 3 6 3 9 5 2 8 4 5 0 9 0 6 1 2 2 3 7 1 7 4 3 3 2 2 7 1 0 8 2 4 2 1 1 8 5 3 1 6 5 7 3 9 9 2 2 4 7 6 5 5 6 2 4 8 0 7 4 5 5 7 4 8 6 6 1 1 2 7 1 2 2 7 2 8 3 1 7 8 0 3 9 9 5 1 4 7 7 9 6 6 3 3 7 2 7 5 1 2 7 4 9 1 6 1 2 4 1 3 2 2 8 5 9 3 3 1 6 9 3 9 9 5 9 4 7 8 0 0 6 4 8 2 0 7 5 7 0 7 5 2 0 7 1 2 6 0 5 2 3 7 9 9 3 3 9 3 6 4 0 2 4 2 4 9 8 8 6 6 5 4 8 8 7 6 3 8 4 6 0 3 7 1 3 0 2 4 2 4 0 6 5 3 4 8 8 9 4 0 6 7 3 5 0 1 8 2 6 5 4 9 4 7 7 2 0 9 6 0 8 9 1 3 2 1 8 2 5 8 0 9 3 5 5 9 6 4 0 8 1 7 5 4 0 4 5 6 7 5 0 6 7 7 2 5 2 6 1 7 0 1 3 9 2 6 2 6 1 4 3 3 6 1 0 2 4 1 8 1 9 5 4 2 2 3 6 8 3 5 4 6 2 1 8 1 4 4 9 1 2 6 7 7 2 3 7 3 9 3 4 2 2 0 3 5 6 8 7 4 7 0 1 4 1 8 0 0 7 1 4 5 1 1 2 7 5 2 1 3 7 4 8 6 4 3 1 5 8 5 8 2 2 9 7 0 7 5 9 8 4 8 1 1 8 8 7 5 2 9 3 3 8 3 8 2 4 0 4 4 1 5 3 5 9 0 5 5 7 0 8 6 7 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 8 2 3 1 0 6 4 7 1 9 6 4 8 2 6 8 8 5 3 7 6 6 2 5 0 8 0 4 5 9 2 5 6 6 7 4 8 0 1 0 6 1 1 1 1 9 5 1 9 7 5 2 2 7 2 3 0 3 8 0 5 2 5 0 9 2 1 5 9 7 4 8 6 8 4 2 7 1 0 8 0 1 2 1 5 3 1 9 7 6 5 2 7 4 9 8 3 8 0 7 1 5 0 9 2 5 5 9 9 0 4 7 0 0 9 1 1 1 9 7 1 2 2 3 3 2 0 3 2 8 2 7 6 0 4 3 8 1 5 0 5 1 1 8 4 6 0 1 2 7 7 0 1 6 2 1 2 8 0 1 2 6 7 4 2 0 6 7 9 2 8 1 9 9 3 9 4 6 3 5 1 2 8 3 6 0 1 9 1 7 0 9 9 1 1 6 5 8 1 2 6 8 3 2 0 7 0 4 2 9 3 9 0 3 9 9 9 7 5 1 3 7 6 6 0 2 5 8 7 1 2 8 0 1 8 7 7 1 2 8 8 0 2 0 9 0 4 3 0 1 8 0 4 0 0 9 3 5 1 9 0 1 6 0 5 2 5 7 1 3 1 2 2 2 1 9 1 3 3 1 7 2 0 9 3 9 3 0 4 4 4 4 0 6 2 9 5 1 9 9 0 6 0 6 2 9 7 1 9 2 5 2 5 2 4 1 3 4 5 2 2 1 7 6 3 3 0 6 7 0 4 1 1 7 4 5 2 2 1 8 6 0 7 7 1 7 2 1 1 9 2 5 9 1 1 4 0 1 0 2 1 9 7 5 3 0 9 2 6 4 1 6 0 5 5 2 5 2 1 6 0 9 3 0 7 2 3 8 9 2 9 2 1 1 4 1 4 6 2 2 1 2 7 3 1 4 0 9 4 2 1 2 3 5 2 6 1 2 6 1 4 5 6 7 2 8 7 2 2 9 3 1 1 4 2 9 7 2 2 1 6 5 3 1 8 7 1 4 2 1 6 0 5 2 7 4 5 6 1 4 8 4 7 2 9 5 7 3 1 8 4 1 4 6 0 1 2 2 3 6 1 3 2 0 8 5 4 3 0 1 6 5 3 3 5 1 6 1 5 1 5 7 3 0 5 1 3 6 3 2 1 4 6 5 5 2 2 4 1 4 3 2 3 5 3 4 3 8 6 9 5 3 6 2 9 6 1 7 5 8 7 3 3 8 7 4 7 5 4 1 4 7 0 3 2 2 5 4 5 3 2 7 3 7 4 4 4 9 1 5 3 6 9 3 6 1 9 1 0 7 3 8 3 5 4 8 0 5 1 4 7 5 1 2 2 5 7 5 3 3 2 0 5 4 5 8 3 4 5 3 9 7 7 6 1 9 1 1 7 5 1 9 1 5 2 4 8 1 5 4 5 2 2 2 7 3 7 3 3 2 8 4 4 6 3 6 7 5 4 4 4 3 6 2 3 2 3 7 5 4 9 4 5 3 6 3 1 5 6 0 3 2 2 8 0 7 3 3 4 2 2 4 6 5 4 0 5 4 5 0 9 6 2 5 6 1 7 5 7 1 4 5 8 4 1 1 6 2 8 5 2 3 6 5 4 3 3 9 4 4 4 6 8 0 0 5 4 5 3 8 6 3 5 4 8 7 5 7 2 4 6 6 4 9 1 6 9 3 2 2 3 7 3 5 3 4 0 4 4 4 6 8 6 6 5 5 9 4 4 6 3 6 7 9 7 6 3 0 2 6 7 2 5 1 6 9 9 8 2 4 0 2 7 3 4 1 0 7 4 7 0 6 6 5 6 0 7 8 6 4 6 5 2 7 7 8 1 2 6 7 5 4 1 7 2 1 1 2 4 4 2 3 3 4 6 3 5 4 7 7 4 2 5 6 2 3 8 6 5 2 9 3 7 8 4 0 7 7 8 1 9 1 7 3 3 5 2 4 6 0 7 3 4 9 1 8 4 7 7 6 0 5 6 3 4 1 6 5 3 8 7 7 8 7 0 0 7 8 7 5 1 7 5 5 0 2 4 6 2 1 3 5 0 6 2 4 8 6 1 9 5 6 5 7 5 6 5 9 8 0 7 9 3 7 6 8 0 2 3 1 7 7 3 8 2 4 8 2 8 3 5 5 5 7 4 8 8 0 3 5 7 1 1 1 6 6 1 4 3 7 9 5 1 7 8 2 5 0 1 7 8 5 9 2 4 9 3 0 3 6 1 3 9 4 8 8 5 9 5 7 6 6 5 6 6 1 5 2 7 9 6 7 8 8 5 6 2 1 8 5 0 0 2 5 0 6 7 3 6 6 8 7 4 9 1 9 3 5 7 9 3 1 6 6 2 7 3 9 4 2 6 1 8 6 4 6 2 5 1 0 9 3 6 7 4 9 4 9 6 5 9 5 8 2 7 5 6 6 9 5 0 9 4 8 2 1 9 0 6 7 2 5 5 4 7 3 6 7 9 6 5 0 2 4 3 5 8 3 6 8 6 7 0 7 2 9 9 1 0 1 9 0 9 0 2 5 9 9 2 3 6 9 1 9 5 0 3 8 7 5 8 5 2 2 6 7 0 8 9 1 0 3 6 3 1 9 1 2 7 2 6 2 7 5 3 7 0 3 8 5 0 5 9 7 5 8 7 1 7 6 7 2 2 8 1 0 4 2 6 1 9 2 0 4 2 6 2 8 9 3 7 0 8 5 5 0 6 3 4 5 8 8 6 9 6 7 3 1 8 Næstu útdrættir fara fram 5.júlí, 12. júlí, 19.júlí, 26. júlí,& 2. ágúst, 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.