Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is MARGRÉT Lára hefur nóg að gera í sum- ar. Auk þess að æfa og spila með Val og landsliðinu er hún ein af ritstjórum heima- síðunnar fótbolti.net. Nú hefur hún tekið að sér að heimsækja íþróttafélög um allt land og halda námskeið þar sem hún fræðir og hvetur stelpur sem vilja feta í fótspor henn- ar. Það er ekki langt síðan hún var sjálf unglingsstelpa í Vestmannaeyjum. Þegar hún er spurð að því hvers konar hvatningu hún hefði sjálf viljað fá þegar hún var yngri, er eitt atriði sem kemur strax upp í hugann. „Ég hefði fyrst og fremst viljað sjá lands- liðið mitt í sjónvarpinu, það var ekki einu sinni í boði fyrir sjö árum. Þetta hefur breyst hratt. Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá hafði ég ekki miklar upplýsingar um landsliðskonur úr fjölmiðlum og þá gat ég ekki farið á netið og fengið upplýsingar um leiki hjá þeim. Krakkar í dag eru miklu betur upplýstir um þetta allt saman,“ segir Margrét Lára. „Ég hefði viljað vita á þessum aldri hve margt var í boði fyrir mig og hvað ég gæti náð langt.“ „Geta alveg eins og strákarnir orðið atvinnumenn“ Nú hefur hún ákveðið að fræða efnilegar fótboltastelpur á aldrinum þrettán til átján ára um þessa hluti. „Þær geta orðið at- vinnumenn, þær geta fengið styrk til há- skólanáms í Bandaríkjunum í gegnum fót- boltann og þetta eru hlutir sem ég vissi ekki einu sinni af. Það er markmiðið með námskeiðunum, að upplýsa þær um þá möguleika sem þær hafa. Þær geta alveg eins og strákarnir orðið atvinnumenn og stundað sína íþrótt sem vinnu, en þá þurfa þær líka að vera afgerandi leikmenn,“ seg- ir Margrét Lára. Á námskeiðunum talar hún við stelp- urnar og stjórnar svo æfingu. „Ég einblíni svolítið mikið á einstaklinginn, ekki á liðið. Þetta er í rauninni sjálfsstyrkingarnám- skeið þar sem ég hvet þær til þess að hafa keppnisskap, setja sér markmið og hafa metnað.“ Hún segist sjálf hafa lært heilmikið af því að vera í íþróttum. „Þetta eru forvarnir númer eitt, tvö og þrjú. Maður lærir að vinna í hóp, taka tillit til annarra og bera virðingu fyrir öðrum. Það er mikill agi í íþróttunum og áhersla á að koma heið- arlega fram. Svo eignast maður líka fullt af góðum vinum.“ Gott fyrir stelpur úti á landi Margrét Lára hefur samið við styrkt- araðila, svo að íþróttafélögin þurfi ekki að greiða neitt nema ferðakostnað. „Við á fót- bolti.net settum þetta átak í gang til að efla kvennaknattspyrnu, í samstarfi við TM.“ Það er næg eftirspurn eftir námskeið- unum, enda er Margrét Lára ein helsta fyr- irmynd stelpna sem eru að taka sín fyrstu skref á vellinum. Hún hefur þegar heimsótt sjö íþróttafélög og er á leiðinni til Húsavík- ur og Hafnar í byrjun júlí. „Ég held að þetta sé sérstaklega gott fyr- ir stelpur úti á landi, sem komast kannski sjaldan á landsleiki. Ég þekki þetta sjálf, því ég er frá Vestmannaeyjum.“ Margrét Lára nefnir háskólanám í Bandaríkjunum sem einn af þeim kostum sem ungum knattspyrnukonum standa til boða, en hún stefnir ekki í þá átt sjálf. „Ég ætla mér út aftur, en ég ætla að taka því rólega og sjá hvað mér stendur til boða í haust.“ Forvarn- ir númer eitt, tvö og þrjú Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnilegar Margrét Lára Viðarsdóttir í hópi ungra Valsstelpna sem voru á æfingu í gær. Hún stendur nú fyrir námskeiðum um land allt fyrir fótboltastelpur á unglingsaldri þar sem hún fræðir þær um það sem til þarf til þess að ná langt í íþróttum. Margrét Lára fer um landið og hvetur fótboltastelpur til dáða Kraftur Áhorfendamet var slegið þegar landsliðið sigraði Serba 5:0 á dögunum. Margrét Lára Viðarsdóttir er ein af landsliðskonunum í fót- bolta sem þjóðin kallar nú „stelpurnar okkar“. Í sumar leiðbeinir hún næstu kynslóð knattspyrnukvenna. Í HNOTSKURN »Þótt Margrét Lára Viðarsdóttir séekki orðin 21 árs er hún markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins fyrr og síðar. »Landsliðið er nú efst í sínum riðli íundankeppni Evrópumeistaramóts- ins. Það hefur ekki fengið á sig mark í þremur leikjum. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is SAMNINGUR um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Norðuráls í Helguvík var samþykktur í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (VG) auk áheyrnarfulltrúa Frjálslynda flokksins mótmæltu samþykkt- inni og bókuðu það sérstaklega. Söluverð- mæti orkunnar hefur verið metið á tæpa 40 milljarða króna en samningstíminn er 25 ár. Þegar hefur verið tekist á um málið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur en einnig á fundi borgarráðs sem haldinn var í síðustu viku. Þótt Orkuveitan sé sjálfstætt fyrirtæki þarf borgarráð að samþykkja verkefni að þessari stærð enda um stóran samning að ræða sem töluverðar lántökur fylgja. Samningurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum borgar- fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gegn þremur atkvæðum Samfylkingar og VG. Borgarfulltrúar Samfylkingar gagnrýndu að raforkusölusamningurinn yrði samþykktur á meðan ekki lægi fyrir hvort Orkuveitan yrði bundin af samningi um sölu 200 megawatta af rafmagni til stækkaðs álvers Alcan í Straums- vík. Bentu þeir á að ef Alcan kysi að nýta sér þá orku og álver Norðuráls yrði reist í Helgu- vík yrðu nær allir þeir virkjunarkostir sem OR hefði haft til skoðunar á undanförnum ár- um bundnir í orkusölusamningum til stóriðju. Ekki væri þá svigrúm til að bregðast við ósk- um frá öðrum áhugaverðari kaupendum, t.d. netþjónabúum. Nægir virkjunarmöguleikar til staðar Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir forsvarsmenn Orkuveitunnar hafa komið á fyrri fundi borg- arráðs og sýnt fram á að þetta væri ekki rétt. „Ef það opnast einhverjir möguleikar af þeim toga þá höfum við alla möguleika að takast á við það og erum hreint ekkert búnir að selja alla orku inn í framtíðina. Langt frá því.“ Hann segir Orkuveituna alltaf leitast við að fá sem best verð fyrir orkuna sem hún framleiði og ljóst sé að samningurinn sé sá allra besti sem Orkuveitan hafi gert. Varðandi þá gagn- rýni borgarfulltrúa VG að samningurinn sam- ræmist ekki hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar bendir Gísli á að erlendir aðilar víða líti til Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess hversu umhverfisvæn orkan er sem fyrirtækið fram- leiðir. Í bókun VG kemur fram að í sjálfbærri þróun felist að liggja þurfi fyrir með skýrum hætti hversu stórt álver sé fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega sé fyr- irhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunn- ugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. „Svo geta borgarfulltrú- ar VG auðvitað verið á móti því hverjum við seljum orkuna en það er síðan allt önnur um- ræða,“ segir Gísli Marteinn. Aðspurður hvort það sé ekki rétt hjá borgarfulltrúum Samfylk- ingarinnar að eftir eigi að ljúka umhverf- ismati, sem og mati á verndargildi og annarri nýtingu þeirra náttúrusvæða þar sem virkj- anir eru fyrirhugaðar auk annarra leyfisveit- inga segir Gísli svo vissulega vera. Hann bendir á móti á að slíkt verklag sé síður en svo sjaldgæft hjá borginni og eðlilega sé sett- ur fyrirvari um að öll leyfi fáist til fram- kvæmda. „Þetta eru mjög algeng vinnubrögð í borgarkerfinu og þurfa ekki að koma nein- um á óvart,“ segir Gísli Marteinn. Áheyrn- arfulltrúi Frjálslynda flokksins gagnrýndi að orkusöluverðinu væri haldið leyndu. Orkusölusamningur samþykktur  Meirihluti borgarráðs samþykkti samninginn gegn mótmælum minnihlutans  Samfylkingin telur of litla orku eftir fyrir mögulega kaupendur  VG telur samninginn ekki í anda sjálfbærrar þróunar Morgunblaðið/RAX Orkusala Skiptar skoðanir eru um ágæti orkusölusamningsins við Norðurál. Í HNOTSKURN »Deilt hefur verið um orkusölusamn-ing Orkuveitunnar og Norðuráls síð- astliðnar vikur. Samningurinn var sam- þykktur með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans. »Orkuveitan væri nú búin að semjaum of mikið af þeirri orku sem hún gæti virkjað í framtíðinni. »Meirihlutinn segir eðlilegt að ekki sébúið að fá öll leyfi eða búið að ljúka umhverfismati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.