Morgunblaðið - 29.06.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 29.06.2007, Síða 14
● FASTEIGNAFÉLÖGIN Sjælsø Grupp- en og PFA í Danmörku hafa samið um byggingu skrifstofuhúsnæðis að and- virði 350 milljóna danskra króna, tæpra 4 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða um 10 þúsund fer- metra byggingu á hafnarsvæði í Kaupmannahöfn. Ráðgert er að fram- kvæmdum ljúki í lok næsta árs. Þá tilkynnti Sjælsø um byggingu 8.700 fermetra íbúðarhúsnæðis í Gladsaxe, sem áætlað er að verði tilbúin vorið 2009 og byggingu 2.400 fermetra skrifstofuhúsnæði fyrir Hart- mann í Gentofte sem skal lokið vorið 2008. Andvirði þessara samninga er 275 milljónir danskra, um þrír millj- arðar íslenskra króna. Sjælsø er að fjórðungi í eigu SG Nord Holding, sem er að helmingi í eigu Björgólfsfeðga, Straums- Burðaráss og Birgis Þórs Bieltvedt. Sjælsø fjárfestir 14 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,5% í gær og var lokagildi hennar 8.323 stig. Mest hækkun varð á hlutabréf- um Alfesca, eða 1,9%. Þá hækkuðu bréf Atorku um 1,7% og bréf Kaup- þings um 1,4%. Mest lækkun varð á hlutabréfum 365 hf., eða 3,0%. Þá lækkuðu bréf Straums-Burðaráss og Össurar um 0,5%. Úrvalsvísitala hækkar ● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Sparisjóðs Siglufjarðar á Sparisjóði Sauðárkróks, en fyrrnefndi sjóðurinn er í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu. Þetta kemur fram í ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins, sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar. Á heimasíðunni er einnig greint frá því að Samkeppniseftirlitið sjái ekki ástæðu til að aðhafast vegna sam- runa Sparisjóðs Vestmannaeyja og Sparisjóðs Hornafjarðar. Í báðum tilvikum segir Samkeppn- iseftirlitið að rannsókn á gögnum vegna þessara samruna bendi ekki til þess að röskun verði á samkeppni vegna þeirra. Grænt ljós á samruna ÁRDEGI hf. hefur keypt um þriðj- ungshlut Baugs Group í dönsku raf- tækjakeðjunni Merlin. Merlin verð- ur þar með dótturfélag Árdegis sem á 65% hlutafjár eftir kaupin en Fjárfestingarfélagið Milestone á 35%. Merlin-keðjan rekur vel á fimmta tug verslana í Danmörku. Árdegi, Milestone og Baugur Group keyptu Merlin-keðjuna af FDB haustið 2005 en Merlin hafði þá verið rekið með umtalsverðu tapi um nokkurra ára skeið og var farið í að snúa rekstri versl- unarkeðjunnar við. Árdegi er í eigu Sverris Berg Steinarssonar og fjöl- skyldu, og rekur meðal annars verslanir BT á Íslandi og er í áþekkum rekstri og Merlin. Í tilkynningu Árdegis segist Sverrir telja að nú sé góður tími til að taka sterkari stöðu í Merlin og ná fram frekari samlegð milli fyr- irtækjanna tveggja. Hann sé í aðal- atriðum sáttur við þann árangur sem náðst hafi í rekstri Merlin. Hann sjái mikla samlegðarmögu- leika milli Merlins og reksturs Ár- degis á Íslandi og þá möguleika muni menn nú kanna frekar. „Við byrjuðum með ítarlega þriggja ára áætlun til að snúa við rekstri fyrirtækisins. Við munum halda áfram samkvæmt áætlun,“ segir Sverrir Berg Steinarsson í til- kynningu Árdegis. Árdegi eignast meiri- hlutann í Merlin Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTLIT er fyrir að gengið verði að fullu frá samruna bandarísku Nasd- aq- og norrænu OMX-kauphallanna fyrir árslok, að sögn Roberts Grei- feld, forstjóra Nasdaq, sem var hér á landi í gær og í fyrradag ásamt for- stjóra OMX, Magnus Böcker og helstu stjórnendum kauphallanna. Í samtali við Morgunblaðið sagði Grei- feld að þegar leyfi bandaríska fjár- málaeftirlitsins lægi fyrir myndi stjórn Nasdaq fara með málið fyrir hluthafa sína og að fengnu samþykki þeirra yrði samruninn að veruleika. Í lok maímánaðar á þessu ári gerði Nasdaq tilboð í OMX og hafa stjórn- ir kauphallarfyrirtækjanna tveggja mælt með samningnum við sína hlut- hafa. Mun sameinað fyrirtækið hljóta nafnið Nasdaq OMX. „Við ákváðum að hafa fyrsta fund helstu yfirmanna fyrirtækjanna á Ís- landi þar sem það er jú miðja vegu milli New York og Stokkhólms. Markmiðið er aðallega að hrista hóp- inn saman því allir helstu yfirmenn munu halda áfram störfum að sam- runanum loknum og mikilvægt er að koma á góðu sambandi sem fyrst.“ Í sameinaðri kauphöll Nasdaq OMX verða skráð yfir 4.000 fyrir- tæki í 39 löndum með heildarmark- aðsvirði yfir 5.500 milljörðum banda- ríkjadala (um 345.000 milljörðum króna). Fjöldi viðskipta á dag mun nema um 7,4 milljónum og meðal- velta mun verða í kringum 60 millj- arðar dala á dag. Greifeld segir að íslenska kaup- höllin muni starfa áfram sem nær sjálfstæð eining innan samstæðunn- ar líkt og hún hefur gert í kjölfar sameiningarinnar við OMX. „Kaup- höllin hér hefur vaxið hröðum skref- um og er vel rekin,“ segir hann. Engar bandarískar reglur Kauphallir og félög á Norðurlönd- um munu ekki þurfa að hafa áhyggj- ur af því að bandarískar reglur muni gilda um þau í kjölfar samrunans við Nasdaq umfram það sem nú er. Þetta kemur fram í bréfi Böckers til sænska blaðsins Dagens Industri. Sameinaðar kauphallir Forstjóri Nasdaq-kauphallarinnar segir að íslenska kauphöllin verði áfram rekin með svipuðu sniði og hingað til eftir samruna OMX og Nasdaq í haust Morgunblaðið/Golli Forstjórar Þórður Friðjónsson og Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. STJÓRNIR Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs (SPK) hafa skrifað undir áætlun um samruna sjóðanna og miðast samruninn við 1. janúar 2007. Gert er ráð fyrir að hlutur stofnfjáreigenda í Byr verði 87% í sameinuðum sparisjóði og hlutur stofnfjáreigenda í SPK verði 13%. Til að framangreint hlutfall ná- ist verður stofnfé í Byrs aukið um tæplega 2,8 milljarða króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður Byrs, segir að Fjármála- eftirlitið og Samkeppniseftirlitið eigi eftir að samþykkja samrunann auk þess sem áreiðanleikakönnun fari nú í gang. „Ég reikna með að það muni taka sex til átta vikur að ljúka því ferli sem nú tekur við. Að því loknu verði væntanlega hægt að kalla sam- an stofnfjárfundi hjá sjóðunum, sem eiga lokaorðið í þessum efnum,“ seg- ir Jón og bætir við að ekki sé þörf á fækkun útibúa. Heildareignir 130 milljarðar Í tilkynningu segir að með sam- runanum verði til stærri og öflugri eining, sem sé vel í stakk búin til að takast á við ný og krefjandi framtíð- arverkefni í síharðnandi samkeppn- isumhverfi. Með sameiningunni auk- ist möguleikar til framþróunar og vaxtar og hafi sameinaður sparisjóð- ur mun sterkari stöðu til sóknar en hvor sjóður fyrir sig hafði áður. Heildareignir sameinaðs spari- sjóðs Byrs og Sparisjóðs Kópavogs verða um 130 milljarðar króna. Byr rekur í dag sex útibú í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði og Sparisjóður Kópavogs rekur þrjú útibúi í Kópavogi. Samrunaáætlun liggur fyrir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Byr og SPK Útibú sameinaðs spari- sjóðs verða samtals níu talsins. Stofnfjáreigendur Byrs með 87% og SPK með 13% ● AÐALFUNDUR Sparisjóðs Bolung- arvíkur samþykkti í gær að veita stjórn sjóðsins heimild til 500 millj- óna króna stofnfjáraukningar á næstu fimm árum. Þá var staðfest tillaga um breytingar á samþykktum sjóðsins, en meðal atriða voru raf- ræn skráning hlutabréfa, heimild til veðsetningar stofnfjárhluta og af- nám 60 hluta hámarkseignar. Nafn- virði eins hlutar verður nú ein króna. Ásgeir Sólbergsson sparisjóðs- stjóri segir markmiðið að laga sjóð- inn að markaðnum og undirbúa ef til frjálsra viðskipta kæmi með bréf sjóðsins. Ekkert sé ákveðið um fram- kvæmd stofnfjáraukningar eða hvort heimildin verði fullnýtt. Allt að 500 milljónir            !" ##$                         !" # $% & ' ($   & % & )  )      *  + , -.-   /       "0  $  1 2   3  &   ! &$ 3  &  45 . 62 6 2$$$ , , 7  ,      8 2   8  ! & !  ,.    !                                                                                     !& + ,  & $ 6 ,9 & $: ' *  ;<=<>>>> ?==@A ;;<@ ;=A?A? A@ @>><A>; <=<@ AA=?AA ;;?><;? ?=?==> A=>;@?@ ?<?>> ;>=A< ? ; A=@=; + @A?=;> ?=@>>> + + ;AA@==; + + >;>>>> + + =@B ;><>B>> =BA @B A@B?> A=B=> ?>B>> ;;>B>> =B; =?B ; A;B< ;><B ?B> ;B@> A@B>> A<B<> B?> B>? @BA ?AB>> =@B=> ;>=>B>> =BA @B@> A@B A=B= ?>B;> ;;AB>> =BA> =B>> ;<B>> A;B= ;>=B>> ?B; ;B@A A?>B>> A<B=> B?@ ;@B<> B>= @B ?<B>> ;AB>> <B>> 7, 9 C  6!D  $    .& , = A> @ A ;? AA A=  ;>A   <@ @ A? +  + +  + +  + + E $ $ ,  , A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< A=A>>< AA>>< A=A>>< A=A>>< AA>>< A;A>>< A=A>>< A>A>>< AA>>< A=A>>< AAA>>< A>A>>< F)G F)G     H H F)G %G       H H E IJ  4 & K      H H 6*" E      H H F)G&; F)G?>      H H ÞETTA HELST ... ● ATVINNULEYSI í Þýskalandi hef- ur ekki mælst jafnlítið í 12 ár. Þegar tekið hafði verið tillit til árs- tíðasveiflna mældist atvinnu- leysið 9,1% og hefur ekki verið jafnlágt síðan í mars 1995 sam- kvæmt þýsku vinnumálastofnuninni. Hagvaxtarbati í landinu þýðir að fyrirtæki eru aftur farin að fjárfesta og ráða fólk til starfa. Jafnvel er búist við að atvinnuleys- isprósentan fari niður í 7,3% í lok næsta árs, að sögn yfirmanns evr- ópskra efnahagsmála hjá Bank of America, í vefritinu Bloomberg. Atvinnuleysi niður Þýskaland Horfur hafa batnað. SVO VIRÐIST sem áhyggjur fjár- festa vegna hækkandi vaxta og áhættusamari fasteignalána í Bandaríkjunum séu farnar að smita út frá sér á alþjóðlegum láns- fjármörkuðum sem m.a. birtist þá í hækkandi lánsfjárkostnaði fyr- irtækja. Þá eru margir fjárfestar farnir að endurmeta áhættu vegna fjárfestinga sinna sem aftur gæti leitt til aukins kostnaðar og dregið úr umsvifum fjárfestingasjóða. Þetta kemur fram í grein í Fin- ancial Times en þar er m.a. bent á nýleg dæmi um stórfyrirtæki sem hafi hætt við eða frestað skulda- bréfaútgáfum sínum, bæði vegna óróleika á mörkuðum og þess að fjárfestar hafa einfaldlega ekki vilj- að kaupa bréfin á þeim kjörum sem fyrirtækin hafa boðið heldur farið fram á aukið vaxtaálag og/eða auknar tryggingar. Stephen Green, stjórnarformað- ur HSBC-bankans, hefur spáð því að margir stórfyrirtækjasamningar muni sigla í strand vegna of mik- illar skuldasetningar; banki sem standi á bak við slíka samninga geti síðan lent í erfiðleikum með að fá aðra banka til þess að koma að fjár- mögnuninni með sér. Morgunblaðið/Golli Endurmat Margir fjárfestar eru farnir að endurmeta áhættu vegna fjár- festinga. Það gæti leitt til aukins kostnaðar og dregið úr umsvifum sjóða. Óróleika tekið að gæta á lánsfjármörkuðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.