Morgunblaðið - 29.06.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.06.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 49 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS eeee KVIKMYNDIR.IS ÁSTIN ER BLIND BLIND DATING kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 LEYFÐ HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 áraFÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is eeee B.B.A. PANAMA.IS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. WWW.SAMBIO.IS STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÍSLENSKA kvikmyndin Mýrin tek- ur þátt í aðalkeppninni á kvik- myndahátíðinni Karlovy Vary sem hefst í Tékklandi í dag og stendur til 7. júlí. Mýrin er ein fjórtán mynda í aðalkeppni hátíðarinnar en í heildina eru sýndar þar 220 myndir í fullri lengd og 40 stuttmyndir. „Ég var mjög glaður yfir því þegar Mýrin komst inn í aðalkeppnina. Ég gerði ekki ráð fyrir því enda er þetta spennumynd og það er yfirleitt ekki auðveldast fyrir þær að fá aðgang að svona keppnum,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um þátttöku Mýrarinnar. „Þetta gerir myndinni gott, hún fær athygli og vonandi jákvæða um- fjöllun og þá selst hún víðar. Reynd- ar er henni búið að ganga mjög vel en það má alltaf gera betur.“ Mýrin hefur fengið boð á fjöldann allan af kvikmyndahátíðum um allan heim en Baltasar segir að nú sé verið að vinna í því að raða rétt niður á þær því ein hátíð geti útilokað aðra. „Það eru nokkrar hátíðir búnar að sækja það mjög hart að fá hana en ég er að bíða eftir ákveðnum hlutum til að geta svarað þeim. Myndin virðist ganga vel í aðrar þjóðir þrátt fyrir að vera nokkuð séríslensk. Það munaði t.d. engu að hún hefði verið valin inn á Cannes, hún var inni í myndinni fram til síðasta dags og því átti ég alls ekki von á.“ Spurður hvað hann haldi að marg- ir hafi séð Mýrina í heildina hingað til segist hann ekki geta svarað því svo glatt. „Það eru ábyggilega ein- hverjar milljónir því hún var sýnd í þýska sjónvarpinu og kom út á DVD á sama tíma og það var feikilegt áhorf á hana þar, yfir 3 milljónir sáu hana. Myndin er líka rétt að byrja sína ferð.“ Baltasar er raunsær og telur sig- urlíkur Mýrarinnar á Karlovy Vary ekkert mjög miklar þótt alltaf sé möguleiki fyrir hendi. „Aðalatriðið í svona keppnum er í sjálfu sér ekki að vinna heldur beinir keppnin kastljósinu að myndinni og hún fær meiri umræðu og athygli,“ segir Baltasar sem hefur áður farið á Karlovy Vary og þá í fylgd Friðriks Þórs sem fór út með Engla alheims- ins á sínum tíma. Einnig sat hann í dómnefnd hátíð- arinnar árið 2003 en hann fer nú í fyrsta skipti sem leikstjóri. Líka fyrir áhugafólk Hrönn Mar- inósdóttir, stjórn- andi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, mun einnig fara til Kar- lovy Vary þar sem henni var boðið að sitja í dómnefnd í flokki óháðra kvik- mynda. Í þeim flokki keppa 32 mynd- ir og meðal þeirra er myndin Anna eftir Helenu Stefánsdóttir. „Í þessum flokki eru alls- konar óháðar myndir frá öllum heimshornum og margar þeirra hafa þegar vakið athygli,“ segir Hrönn sem hefur aldrei farið á þessa hátíð áður og nýtur líka þess heiðurs í fyrsta skipti nú að vera boð- ið að sitja í dómnefnd. Hrönn segir það mikla viðurkenn- ingu fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá mynd inn í aðalkeppnina á Kar- lovy Vary. „Þetta er ein af þessum A-hátíðum í Evrópu sem þýðir að þar er verið að heimsfrumsýna myndir. Hátíðin er mjög virt og vinsæl og þekkt fyrir það að ungmenni flykkjast þangað í stríðum straumum, tjalda fyrir utan og bíða í löngum röðum til að komast í bíó. Mikið af áhugafólki sækir þang- að, hátíðin er ekki bara fyrir fagfólk.“ Karlovy Vary var fyrst haldin árið 1946 og er ein elsta kvikmyndahátíð í heiminum. Andrúmsloft hátíðarinnar þykir skemmtilegt og afslappað mið- að við aðrar sambærilegar hátíðir enda er hún haldin í heilsuþorpinu Karlovy Vary (áður Carlsbad) sem er staðsett 120 km vestur af Prag. Mýrin keppir um aðalverðlaunin á Karlovy Vary-hátíðinni í Tékklandi Virt og vinsæl hátíð Farsæl Mýrin nýtur velgengni á erlendri grund og tekur þátt í kvikmyndahátíðum víða um heim. Baltasar Kormákur Hrönn Marinósdóttir www.kviff.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.