Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 9
Aukaafsláttur
á útsölunni
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Bæjarlind 6 • sími 554 7030
Ný sending - Síð svört vesti
Opið mán.-fös. kl. 10-18,
laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli.
Útsalan
í fullum gangi
Mikið úrval
Mikil verðlækkun
Kringlunni, sími 553 2888
ÚTSALA
ÚTSALA
Enn
meiri
afsláttur
iðunn
tískuverslun
Laugavegi 51, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680
KAJAKRÆÐARARNIR Freya
Hoffmeister og Greg Stamer luku
hringróðri sínum umhverfis Ísland
á miðvikudag og settu þar með
nýtt hraðamet sem varla verður
slegið í bráð. Þau reru hringinn á
33 dögum en þurftu að bíða af sér
veður í samtals í rúma viku, þann-
ig að dagar á sjó voru ekki nema
25. Vegalengdin sem þau lögðu að
baki er 1.620 km og reru þau að
meðaltali 65 km á dag.
Fyrsti hluti leiðangursins var
eftirminnilegur fyrir ýmissa hluta
sakir. Þau hófu róðurinn við
Garðskaga og reru fáheyrðar
vegalengdir fyrstu tvo dagana,
eða 200 km, og einnig urðu
hnökrar í fjarskiptum til þess að
víðtæk leit hófst að þeim. Það var
hins vegar Ástþór Skúlason, bóndi
á Melanesi á Rauðasandi, sem
fann þau í góðu yfirlæti í tjaldi
sínu og batt þar með enda á óviss-
una um afdrif þeirra.
Á heimasíðu sinni segir Freya
að hringróðurinn hafi á köflum
verið hinn strembnasti en samt
hafi aldrei nein alvarleg tilvik
komið upp.
Meðal erlendra kajakræðara í
fremstu röð hefur Ísland verið tal-
in ein hinna miklu ögrana í heimi
leiðangurskajakmennsku. Í fyrra
reri ísraelska konan Rotem Ron
ein síns liðs umhverfis landið á 50
dögum og má vænta þess að
næsta sumar muni nýr leiðangur
reyna sig við strandlengjuna. Ein
ástæða þess að Freya og Greg
reru á svo undraskömmum tíma í
kringum landið var afar hagstætt
veður á varhugaverðasta staðnum,
sjálfri suðurströnd landsins, sem
reyndist Rotem Ron erfiður ljár í
þúfu í fyrra, þótt hún kæmist að
lokum á leiðarenda með þolinmæð-
inni.
Reru hringinn á mettíma
Ljósmynd/Þorsteinn Sigurlaugsson
Hringpar Freya og Greg fagna áfanganum eftir velheppnaðan leiðangur. Þau reru hringinn á 33 dögum.
ÁRVAKUR hefur gert samning við TM Software um
hýsingu á hluta af hugbúnaðarkerfum Morgunblaðsins.
Í fréttatilkynningu segir að um sé að ræða hýsingu á
öllum tölvukerfum Morgunblaðsins sem keyra á IBM
System i-miðlara, þar á meðal áskriftarkerfi og fjár-
hagskerfi. Þetta eru umfangsmikil kerfi sem þurfa að
vera aðgengileg allan sólarhringinn, allan ársins hring.
„Við sáum marga kosti við að fara í hýsingu hjá TM
Software. Það einfaldar okkar rekstur og losar okkur
við mikið af daglegum áhyggjum,“ segir Björn Thors,
tæknistjóri Árvakurs.
TM Software fjárfesti nýlega í mjög afkastamikilli
IBM System i-tölvu sem staðsett er í einu fullkomnasta
kerfisrými landsins og sjá sérfræðingar TM Software
um daglegan rekstur, eftirlit, afritun og öryggismál.
Auk þess fær Árvakur aðgang að þjónustuborði TM
Software sem er opið allan sólarhringinn, allan ársins
hring.
Með samnýtingu á búnaði TM Software næst hag-
ræðing sem skilar sér í hagkvæmu verði fyrir við-
skiptavini. Notendur losna við fjárfestingar og upp-
færslur á tölvubúnaði, stýriskerfisuppfærslur og
amstur og áhyggjur sem felast í rekstri tölvukerfa, ör-
yggismálum, gagnaafritun o.fl.
Samningur Á myndinni handsala þeir samninginn, Sig-
urður Bergsveinsson, framkvæmdastjóri hjá TM Soft-
ware, og Björn Thors, tæknistjóri Árvakurs.
Árvakur
í hýsingu hjá
TM Software
LÁTIN er í Reykjavík
Gyða Sigvaldadóttir
leikskólastjóri, 89 ára
að aldri.
Gyða fæddist á
Brekkulæk, Miðfirði í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 6. júní 1918. For-
eldrar hennar voru
Hólmfríður Þorvalds-
dóttir húsmóðir og Sig-
valdi Björnsson bóndi.
Gyða lætur eftir sig eig-
inmann, dóttur, fóstur-
dóttur, barnabörn og
barnabarnabarn.
Gyða stundaði nám við Héraðsskól-
ann á Laugum og Reykjaskóla í
Hrútafirði 1935-1937. Hún lauk prófi
frá Fósturskóla Íslands 1950.
Gyða starfaði lengst af sem leik-
skólakennari og leikskólastjóri hjá
Barnavinafélaginu Sumargjöf árin
1950-1978, síðar hjá Leikskólum
Reykjavíkur. Síðast sem
leikskólastjóri á leik-
skólanum Brákarborg
en Gyða lét af störfum
70 ára að aldri árið 1988.
Gyða starfaði einnig
sem forstöðukona á
barnaheimilinu á Sil-
ungapolli árin 1955-1956
og sem forstöðukona á
Vöggustofu Thorvald-
sens 1970-1971.
Gyða var fulltrúi í
barnaverndarnefnd
Reykjavíkur árin 1962-
1966.
Á starfsferli sínum vann Gyða
metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í
þágu barna og uppeldismála og þótti
mikill frumkvöðull í leikskólastarfi.
Gyða fékk hina íslensku fálkaorðu
fyrir störf sín árið 1988.
Hún andaðist á líknardeild Landa-
kotsspítala.
Gyða Sigvaldadóttir
Andlát
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur
unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að
gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!