Morgunblaðið - 14.07.2007, Page 14

Morgunblaðið - 14.07.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● NÆR engin breyting varð á Úrvals- vísitölunni í Kauphöll OMX á Íslandi í gær en lokagildi hennar var 8.758,4 stig. Gengi dollars fór niður fyrir 60 krónur í gær og hefur ekki verið lægra síðan í nóvember 2005. Þá hefur gengi evru aldrei verið jafnhátt gagnvart dalnum. Engin breyting "# "# ?& @ @ $ $ "#  # &A  @ @ $ $ %&' (& )  * ?& &A @ @ $ $ +,- %.# >&A?A &  @ @ $ $ "# //0 "# 012 &A ?&?  @ $ $ ÞETTA HELST ... Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EKKI er talið útilokað, og sumir segja að það sé jafnvel líklegt, að þess sé að vænta að einhver náma- félög muni leggja fram yfirtökutil- boð í Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls á Reyðarfirði. Skrif í þessa veruna fóru að birtast á vefmiðlum ýmissa erlendra fjölmiðla svo til strax eftir að Alcoa tilkynnti í fyrradag, að fé- lagið hefði dregið til baka fjandsam- legt yfirtökutilboð sitt í Alcan, móð- urfélag álversins í Straumsvík. Um það var tilkynnt í kjölfar þess að stjórn Alcans mælti með 38 milljarða dollara yfirtökutilboði ensk-ástr- alska námafélagsins Rio Tinto. Í frétt í New York Times er haft eftir greiningaraðilum að stjórnend- ur ýmissa stórra alþjóðlegra náma- fyrirtækja hafi ekki farið leynt með að þeir vilji auka umsvifin í áliðn- aðinum. Ástralska fyrirtækið BHP Billington, sem er stærsta námafyr- irtæki heims, hefur verið nefnt. Sanngjarnt verð Verðið sem Rio Tinto býður fyrir hlutabréfin í Alcan er um þriðjungi hærra en það verð sem Alcoa hafði boðið. Töldu sérfræðingar á fjár- málamarkaði að það hefði reynst erf- itt fyrir Alcoa að hækka tilboð sitt. Það kemur heim og saman við það sem haft er eftir Alain Belda, for- stjóra Alcoa, til að mynda í NYT. Hann segir þar að það verð sem Rio Tinto hefur boðið fyrir hlutabréfin í Alcan geri að verkum að ýmsir aðrir kostir en kaup á því félagi geti verið heppilegri fyrir Alcoa. Tom Alban- ese, forstjóri Rio Tinto, sagði hins vegar í útvarpsviðtali í Ástralíu í gær, að verðið sem félagið hefur boð- ið sé sanngjarnt, bæði fyrir Rio Tinto og Alcan, sérstaklega þegar haft sé í huga mikil væntanleg eft- irspurn frá Kína og Indlandi. Samkvæmt yfirlýsingu Rio Tinto er gert ráð fyrir að Richard Evans, forstjóri Alcans, verði áfram yfir starfsemi félagsins Kanada. Hins vegar segir í erlendum fjölmiðlum að ýmsir í Kanada hafi áhyggjur af þró- uninni, sérstaklega með hliðsjón af því að Alcan hverfur af kanadískum hlutabréfamarkaði ef Rio Tinto yf- irtekur félagið og yfirstjórn þess mun þá færast frá Kanada til Lond- on. Alcoa gæti orðið næst Reuters Tilboð Talið er líklegt að yfirtökutilboð berist í Alcoa innan tíðar. Alain Belda, forstjóri Alcoa, hefur staðið í ströngu að undanförnu. ● „ENN er ótímabært að segja hver niðurstaðan verður,“ segir Páll Harð- arson, aðstoðarforstjóri Kauphallar OMX á Íslandi, um niðurfellingu við- skipa Teymis fyrr í vikunni sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Rétt eins og í sambærilegum málum verður rætt við viðkomandi aðila og ástæður greindar eftir ákveðnu ferli eins og vera ber.“ Stundum segir Páll nauðsynlegt að fara yfir verklag. Yfirleitt sé ekki ástæða til frekari aðgerða, enda oft- ast um mannleg mistök að ræða. Framhaldið óvíst FRÍTT Á LEIKINA Í BOÐI OR Orkuveita Reykjavíkur vill bjóða alla velkomna á úrslitakeppni Evrópumóts kvenna yngri en 19 ára sem haldin verður á Íslandi dagana 18. til 29. júlí. Mótið er tilvalið til að efla áhuga ungra knattspyrnustúlkna á íþróttinni og eru leikir mótsins öllum opnir. Komið og sjáið framtíð kvennafótboltans etja kappi og hvetjið þær kröftuglega áfram. Áfram stelpur! ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 81 51 0 7 /0 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.