Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 17
BENEDIKT XVI hefur nýlega haf-
ið sumarleyfi sitt. Yfirmaður kaþ-
ólsku kirkjunnar hyggst kanna
ítölsku alpana næstu tvær vikur,
sér til hvíldar og heilsubótar. Þó
hefur hann í hyggju að kom fram
opinberlega tvisvar á tímabilinu.
AP
Lúinn Veitið úlpunni athygli.
Páfinn fer í frí
TALSMENN Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar segjast hafa
náð samkomulagi við stjórnvöld í Ír-
an um eftirlit með kjarnorkuverum
Írana. Munu stjórnvöld í Teheran
gera IAEA kleift að senda eftirlits-
menn í orkuverið í Arak og hyggjast
fylgja tilmælum IAEA að því er
varðar útbúnað í Natanz, en þar
hefur úran verið auðgað.
Bandaríkjamenn hafa sakað Ír-
ana um að hafa uppi áform um að
búa til kjarnorkuvopn en stjórnvöld
í Teheran fullyrða að þau hyggist
aðeins nota kjarnorkuna til frið-
samlegra nota, þ.e. til framleiðslu á
raforku.
IAEA semur
við Írana
37 ÁRA maður varð fyrir því
óhappi að verða fyrir eldingu þegar
hann var á skokki í þrumuveðri.
Hann bar Ipod-tónhlöðu og hátal-
ararnir í eyrum hans leiddu straum
í gegnum höfuð hans og snúrurnar
brenndu á honum brjóstið. Urðu
meiðslin því mun verri en ella.
Ipod hættulegur
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL-
INN í Strassborg vísaði í gær frá
máli norsku „stríðsbarnanna“ sem
farið höfðu fram á bætur frá norska
ríkinu vegna fordóma og mótlætis
sem þau hafa mætt í lífinu. Um er
að ræða börn norskra mæðra og
þýskra nasista, sem búsettir voru í
Noregi í síðari heimsstyrjöld, en
nasistar höfðu uppi áform um að
búa til hreinræktað aríakyn úr
blöndunni. Dómstóllinn telur málið
hins vegar koma fram of seint.
Málinu vísað frá
Peking. AFP. | Bao Xishun mælist
2,36 metrar og hefur verið staðfest
af Heimsmetabók Guinness að hann
sé hæsti maður heims. Í gær hitti
hann aftur á móti hinn nítján ára
gamla He Pingping, en sá er aðeins
73 sentimetrar á hæð og hefur hann
leitað til Heimsmetabókar Guinness
til að fá staðfestingu þess efnis að
hann sé smávaxnasti maður heims.
Greinilega fór vel á með stór-
mennunum, sem hér sjást takast í
hendur, en eins og flestir vita er
margur knár þótt hann sé smár
þannig að ekki kæmi á óvart þótt
mennirnir væru jafnokar á öðrum
sviðum en hæðarmælingum.
Hinn hávaxni Xishun fann sér ný-
lega brúði í heimabæ sínum, Xia Su-
ijan, og er hún í meðallagi há, 1,68
sentimetrar, en auðvitað kemur
hæð í sentimetrum ástinni ekkert
við!
Hávaxnasti maður heims hittir þann lágvaxnasta
Gúlliver
í Puta-
landi
AP
Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur
astasoley@mbl.is
ÓVÆNT heimsókn Ceciliu Sarkozy, eiginkonu
Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, til Líbýu síð-
astliðinn fimmtudag gæti verið byrjunin á nýju
pólitísku hlutverki forsetafrúarinnar, að sögn
franskra fjölmiðla. Ekki var þó um opinbera heim-
sókn að ræða og sagði forsetafrúin að eiginmaður
sinn hefði sent sig til Líbýu sem móður sem gæti
nálgast alnæmissmituð börn og fjölskyldur þeirra,
sem búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palest-
ínskur læknir eru sökuð um að hafa smitað.
Forsetaembættið lét hafa eftir sér fyrr í vikunni
að eftir heimsókn frú Sarkozy til Líbýu, þar sem
hún átti tvo fundi með Muammar Gaddafi, leiðtoga
Líbýu, væru væntingar til þess að búlgörsku hjúkr-
unarfræðingunum og palestínska lækninum yrði
sleppt en þau eiga dauðarefsingu yfir höfði sér fyrir
að hafa smitað 438 börn af HIV-veirunni með því að
gefa þeim smitað blóð.
Fjölskyldurnar tilbúnar að fyrirgefa
Cecilia hitti einnig dóttur Gaddafi, Aicha, en hún
er yfir málefnum og réttindum kvenna í landinu.
Frú Sarkozy heimsótti spítalann í Benghazi þar
sem alnæmissmituðu börnin eru í meðferð og hitti
fjölskyldur barnanna en 56 þeirra hafa nú þegar
dáið úr sjúkdómnum. Talskona fjölskyldna sýktu
barnanna sagði að fjölskyldurnar væru opnar fyrir
samningaviðræðum í samræmi við kennisetningar
íslams sem boðaði fyrirgefningu og miskunn. Hún
sagði forsetafrúna hafa lofað því að beita sér fyrir
bestu læknisþjónustu og vegabréfsáritun til Frakk-
lands fyrir þær fjölskyldur sem hefðu hug á því að
koma börnum sínum í hendur franskra lækna
Á mánudag mun koma í ljós hvort dauðadóm-
urinn yfir búlgörsku hjúkrunarfræðingunum fimm
og palestínska lækninum verður staðfestur af sér-
stökum dómstól í Líbýu, sem breytt getur úrskurði
hæstaréttar landsins.
Langaði ekki að verða forsetafrú
Forsetafrúin viðurkenndi í viðtali fyrir tveimur
árum að henni leiddust viðteknar hugmyndin um
hlutverk forsetafrúar. Samband hennar og forset-
ans hefur verið umræðuefni fjölmiðla vegna erf-
iðleika í hjónabandinu, en Cecilia var ekki áberandi
í kosningabaráttu eiginmanns síns. Hún var fjöl-
miðlaráðgjafi hans þegar hann var innanrík-
isráðherra og studdi pólitískan frama hans dyggi-
lega í þá tíð.
Hún virðist nú hafa skipt um skoðun en fjöl-
miðlar þar í Frakklandi segja að hún hafi nú ráðið
diplómatískan ráðgjafa sem hafi það hlutverk að
leiðbeina henni í hlutverki sínu sem forsetafrú. Ce-
cilia Sarkozy hafi í hyggju að beina kröftum sínum
að „kvenlegum“ málum svo sem hagsmunum barna
og kvenna, mannúðarmálum, franska tungumálinu
og menningu.
Nýtt pólitískt hlutverk
Eiginkona Nicolas Sarkozy heimsótti búlgarska hjúkrunarfræðinga sem bíða
dauðadóms í Líbýu og nú ríkir bjartsýni í Frakklandi um að þeim verði hlíft
Reuters
Viðstödd Cecilia kom fyrst fram opinberlega
með manni sínum á G8-fundi í Þýskalandi.
Landið er fallegra á löglegum hraða