Morgunblaðið - 14.07.2007, Síða 22
|laugardagur|14. 7. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Kvartbuxur verða áberandi á
karlmönnum næsta sumar –
a.m.k. ef tískuvikan í París slær
rétta tóninn. » 24
tíska
Það er heilmikil hugmyndafræði
sem liggur að baki þessu
skemmtilega húsi í Borgarfirð-
inum. » 26
innlit
Ég er búinn að vera að-alhirðfíflið hér und-anfarin átta ár,“ segirHolli, eða Hólm Dýrfjörð,
sem er manna kátastur á árlegri
garðhátíð Grundar og snýr döm-
unum í dansinum. Hann er á tíræð-
isaldri en sprækur sem lækur og
rifjar upp þegar hann dansaði á síld-
arplaninu árin sem hann tók þátt í
síldarævintýrinu.
„Þá var nú gaman og dansað fram
á nótt, ýmist heima á Ísafirði, á
Siglufirði, Vestmannaeyjum eða
Raufarhöfn. Ég var líka útkastari á
böllunum. Ég var ekki sjómaður en
þeir slógust um að fá mig í fiskinn,“
segir Holli og hlær en hann er víð-
förull maður sem fór að flakka um
heiminn eftir sjötugt og hefur komið
til Kína, Tíbet, Suður-Ameríku,
Moskvu, Tyrklands, Bandaríkjanna
og Kanada svo eitthvað sé nefnt.
Þá heyrði ég vel
og var ekki latur
„Ég dansaði nú aðallega vals í
gamla daga en ég var alltaf kúgaður
til að setjast við píanóið þegar dans-
inn dunaði af því ég kunni aðeins að
glamra á það,“ segir Einar Péturs-
son en langafi hans, Pétur Guðjóns-
son, var fyrsti lærði organistinn á Ís-
landi, svo músíkin er greinilega í
blóðinu. En Einar er hógvær og seg-
ist vera bölvaður ættleri.
„Ég er svo merkilegur með mig,
ég syng ekkert með núna. Ég er að
spara röddina þar til eftir viku. En
ég pantaði þetta góða veður í dag
enda er ég umboðsmaður þeirra í
háloftunum. Ég sendi þeim skeyti og
bað um að hafa veðrið akkúrat
svona.“
Kristján Reykdal, sem er alinn
upp í Fljótunum í Skagafirði, segir
margt gerast á langri leið og vísar
þar til ævi sinnar. „Þegar ég var
ungur maður reri ég á árabát með
fóstra mínum. Þá heyrði ég nú vel og
var ekki latur. Það var puðað dag og
nótt, slegið og rakað á sumrin en
hugsað um rollurnar á veturna. Við
systkinin fórum ekki í skóla heldur
lærðum heima en fengum samt
hæstu einkunn þegar við vorum
prófuð hjá skólastjóranum í Haga-
nesvík.“
Komst upp á háa c-ið
Auður dóttir Jónasar frá Hriflu
var liðtæk í dansinum enda sagðist
hún hafa dansað á laugardagskvöld-
unum þegar hún var yngri. Hún var
vandlát á dansherrana á sínum ung-
dómsárum og sagði þá hafa verið
misjafnlega góða í dansinum og ekki
þóttu henni þeir allir fjallmyndar-
legir.
Hrafnhildur Laxdal var uppá-
klædd og ánægð með lífið. „Andinn
hér á Grund er góður og gott að vera
hér og vel hugsað um fólkið. Mér
finnst gaman að horfa á hina dansa
þótt ég sé sjálf óflínk. Ég hef aftur á
móti gaman af því að syngja, ég náði
upp á háa c-ið þegar ég var yngri en
missti röddina þegar söngstjóri
nokkur gekk fram af mér og annarri
stúlku í raddþjálfun.“
Mikil tilhlökkun hafði ríkt á
Grund fyrir garðhátíðina og sumir
borðuðu ekkert í hádeginu til að hafa
nóg pláss fyrir grillmatinn og vínar-
brauðið.
Á Grund syngur fólk saman á
hverjum einasta morgni, þar eru
hattadagar, ferðalög og fleira
skemmtilegt. Um tuttugu heim-
ilismenn eru fyrrverandi starfsmenn
á Grund, sem segir allt um það
hversu vel fólkinu líður þar. Vafa-
laust hafa margir sofnað í gærkvöldi
með óminn af lögunum sem sungin
voru um daginn í eyrunum.
Hirðfíflið Hólm Dýrfjörð dansaði við Svölu djákna á Grund undir blaktandi íslenskum fánum.
Morgunblaðið/Ásdís
Músíkin í blóðinu Einar Pétursson pantaði góða veðrið en ákvað að spara röddina að þessu sinni.
Kynslóðir mætast Ungviðið skemmti sér jafn vel og gamla fólkið.
Tjúttað í sól-
inni á Grund
Sönggleði Þau Sig-
rún, Jóhann og Sig-
urður tóku öll hraust-
lega undir í söngnum.
Dekur Jóhanni og Gunnari fannst ekki leiðinlegt að láta unga stúlku bera á sig sólarvörn.
Að stíga dans undir taktfastri tónlist og gæða sér á
grillmat í góða veðrinu er nokkuð sem flestir kunna
að njóta. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti káta karla
og sprækar konur í sólinni í portinu á Grund í gær.