Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 24
Eftir Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Gagnrýnendur í París voru missáttirer herratískan 2008 var kynnt þar íborg undir lok síðasta mánaðar.Eitthvað virtist skorta á stemningu í
tískuborginni, hvort sem um er að kenna þeirri
staðreynd að Hedi Slimane, yfirhönnuður
herralínunnar hjá Dior, hefur sagt skilið við
tískubransann eða bara almennri ládeyðu á
tískupöllunum að þessu sinni. Engum meiri-
háttar skandölum var þó til að dreifa heldur –
bara stöngin inn hjá einum í bland við stöngina
út hjá öðrum. Margir reyndu við þá þversögn
að gera fötin afslöppuð en um leið undir áhrif-
um frá spariklæðnaði, hatta má sjá hér og hvar
og stuttbuxur í bland við stuttar buxur gat
hvarvetna að líta.
Eftirfarandi hönnuðir þóttu að flestra mati
hitta í mark að þessu sinni.
Hið fornfræga hátískumerki Lanvin hefur á
skömmum tíma ratað úr glatkistunni og á heita
reitinn, þökk sé yfirhönnuðinum Alber Elbaz.
Lærlingur hans í herradeildinni, sá hollenski
Lucas Ossendrijver, átti að flestra mati eina
sterkustu herralínuna í París. Fötin voru al-
mennt mjúk að sjá og blöktu sem silkináttföt á
fyrirsætunum. Ekki einungis buxurnar voru
lausar í sniðinu heldur skyrtur og jakkar líka,
flaksandi frjálst allt saman. Litirnir voru líka
langt í frá sjokkerandi hjá Lanvin – svartur,
hvítur, ljósgrár og kremgulur voru allsráðandi
og féllu litirnir vel að sniðum og efnum lín-
unnar. Á tveimur fyrirsætum mátti svo sjá ein-
kennistákn Alber Elbaz, þverslaufuna. Grein-
arhöfundur fer ekki ofan af því að hún mun
ryðja sér enn frekar til rúms sem sparihálstau
á næstu misserum – á kostnað hálsbindisins.
Hinn hábrezki Paul Smith hefur lengi sýnt
föt sín handan Ermarsundsins í París. Brezk
einkenni er þó alltaf að finna að einhverju leyti
innan hverrar línu sem hann sendir frá sér. Í
herralínu næsta vors er t.a.m. talsvert meira
um staka blazerjakka við buxur í öðrum litum
á kostnað jakkafata. Þó var engan uppskrúf-
aðan tjallastíl að sjá, því víða blöstu við galsa-
fengnir litir á sígildum sniðum, jafnvel rönd-
óttir jakkafatajakkar og stórdoppóttar
skyrtur. Ef liturinn var lágstemmdur á föt-
unum – tökum sem dæmi ljósgrá jakkaföt – þá
voru strigaskórnir skærbleikir! Líklegt má því
telja að margir brjóti yfirvegaðan stíl sinn upp
næsta vor með því að tefla saman íhaldssömum
fötum og litsterkum skóm. Eins mátti sjá ofin
þverklippt hálsbindi sem líkast til ná flugi sum-
arið 2008 enda létt og mátulega kæruleysisleg.
Lúxusmerkið Hermès heldur sig jafnan á
öruggum siglingaleiðum er kemur að nýjum
línum af tískufötum, enda yfirvegaður glamúr
ær og kýr á þeim bæ. Aðalhönnuður herratísk-
unnar hjá Hermès, Véronique Nichanian, var
þar af leiðandi ekki að rugga þeim bátnum
frekar en hefð er til. Litirnir voru í dekkri
kantinum, grátt, dökkrautt og loks „char-
treuse“-grænn. Helstu nýmæli á sýningunni
voru þau að frk. Nichanian kaus í flestum til-
fellum mittisjakka, ýmist úr leðri eða rúskinni,
frekar en hefðbundna jakkafatajakka. Hvort
stíllinn kemst á skrið næsta vor verður að
koma í ljós.
Eitt helsta tískuhús Parísarborgar, Yves Sa-
int-Laurent, hefur dregið talsvert úr íhalds-
semi í herratískunni. Það skrifast alfarið á yfir-
hönnuð herralínunnar, hinn ítalska Stefano
Pilati, hvort sem menn telja það kost eða löst.
Hann hélt sig þó við dæmigerða YSL-liti að
þessu sinni; svartan, hvítan, sand„beige“ og
dimmbláan. Meðal djarfari útspila voru peysur
með kvartermum, tvíhnepptir mittisjakkar og
jakki með aflíðandi axlapúðum. Þá sendi Pilati
frá sér stuttar og þröngar buxur í bland við
skósíðar og flaksandi – hann hefur sjálfsagt
ekki viljað setja öll eggin í sömu körfuna er
brækurnar voru annars vegar. Hvort tveggja
fórst honum vel úr hendi. Í bland við hálsbindi
og þverslaufur gat svo að líta hnýtta hálsklúta
innan við skyrtukragann, nokkuð sem hefur
lítt sést síðan um 1990 – eru menn tilbúnir í það
aftur? Spyrjum aftur að ári.
Vor í París
Fyrir skólastráka í sum-
arfríi Jakkapeysa og
stuttbuxur frá Lanvin.
Undir áhrifum kjólfata
Sparileg jakkaföt frá
Emanuel Ungaro.
Reuters
24 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Séð yfir að Indriðastöðum. Lóðir fyrir frístunda-
hús verða í brekkunum fyrir ofan bæinn og við
golfvöllinn sem verður á túnunum við enda
Skorradalsvatns.
tíska