Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 39
Elsku Gagga, nú líður þér
betur hjá Guði.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Við söknum þín.
Konráð Karel,
Ásta Lilja, Grétar Þór
og Kristín Bára.
HINSTA KVEÐJA
✝
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og samúð við
andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HÓLMFRÍÐAR INDRIÐADÓTTUR
frá Skjaldfönn.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir alúð og umhyggju.
Indriði Aðalsteinsson, Kristbjörg Lóa Árnadóttir,
Kristín Aðalsteinsdóttir, Ólafur M. Håkansson,
Jóhann Aðalsteinsson, Helga Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
HJÁLMARS SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR
bónda,
Tunguhálsi II,
Skagafirði.
Sérstakar þakkir til Rökkurkórsfélaga og ferðafélaga
í Skotlandsferðinni.
Guð blessi ykkur öll.
Þórey Helgadóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
✝
Sendi þakkir öllum þeim sem sýnt hafa hlýhug og
samúð við andlát elskulegrar móður minnar,
BRYNHILDAR KJARTANSDÓTTUR
fyrrum stærðfræðikennara,
Skúlagötu 44,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3N á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir alúð og hlýju í hennar
garð.
Erla Elín Hansdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓELS KR. JÓELSSONAR
garðyrkjubónda,
Reykjahlíð,
Mosfellsdal.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann
heima og lækna og starfsfólks sjúkrastofnana.
Salome Þorkelsdóttir,
Anna Jóelsdóttir, G. Thomas Fox,
Jóel Kr. Jóelsson, Kristín Orradóttir,
Þorkell Jóelsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför,
FREYSTEINS JÓNSSONAR,
Vagnbrekku,
Mývatnssveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Seli, Akureyri, fyrir einstaka umönnun.
Áslaug Freysteinsdóttir, Guðmundur Þórhallsson,
Hjálmar Freysteinsson, Sigríður Þórðardóttir,
Guðrún Freysteinsdóttir, Húnn Snædal,
Egill Freysteinsson, Dagbjört Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐLAUGAR EINARSDÓTTUR
frá Heylæk.
Anna Sigurveig Sæmundsdóttir, Sæmundur Árnason,
Guðlaug Sæmundsdóttir, G. Yngvi Þorsteinsson,
Ingibjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Sigurþórsson,
Aðalheiður Sæmundsdóttir,
Ásdís Sæmundsdóttir,
Elín Kristín Sæmundsdóttir, Einar Þór Árnason,
Eyrún Ósk Sæmundsdóttir, Guðfinnur Guðmannsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝ Lilja Jónsdóttirfæddist á Syðri
Húsabakka 3. apríl
1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðár-
króki sunnudaginn
1. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Emilía Kristín
Sigurðardóttir, f. á
Marbæli á Langholti
29.4. 1880, d. 7.5.
1971, og Jón Krist-
inn Jónsson, f. á
Skinþúfu, nú Valla-
nesi í Vallhólmi 28.9. 1888, d. 6.9.
1966. Bróðir Lilju er Sigurður
Árni Jónsson, f. á Syðri Húsa-
bakka 21.8. 1921. Barnsmóðir
hans var Jónína Guðný Jónsdóttir,
f. í Skrapatungu í Laxárdal 6.10.
1908 , d. 16.12. 1980. Dóttir þeirra
er Jónína Kristín Sigurðardóttir,
f. á Syðri Húsabakka 28.1. 1946,
gift Karel Sigurjónssyni, f. 10.3.
1957. Þau eru búsett á Syðri Húsa-
bakka. Börn þeirra eru: 1) Þórey
Sigurjóna, f. 25.8. 1975, maki Gísli
Óskar Konráðsson, f. 6.11. 1971.
fékk Húsabakkaheimilið að njóta
góðs af því. Lilja stefndi að því að
verða handavinnukennari, en sök-
um vanheilsu móður sinnar varð
hún kyrr heima og annaðist for-
eldra sína af ástúð og umhyggju
þar til yfir lauk.
Árið 1982 keyptu þau systkinin,
Lilja og Sigurður, efri hæð húss-
ins á Lindargötu 3 (Tindastóll) og
fluttu til Sauðárkróks. Vinnu-
staður þeirra beggja var sút-
unarverksmiðjan Loðskinn. Árið
1988 keyptu þau systkinin svo
Freyjugötu 46 og var það heimili
þeirra til ársins 2006, er heilsa
þeirra þraut. Þau fóru þá bæði á
deild 2 á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki.
Á Króknum undi Lilja hag sín-
um vel. Hún var mannblendin og
vinamörg. Einnig naut hún þess
að fegra heimili sitt og garðinn
umhverfis það. Postulínsmálun
varð hennar uppáhaldsiðja ásamt
annarri handavinnu þegar aldur-
inn færðist yfir. En þrátt fyrir
fötlun á síðustu árum ævinnar
missti hún aldrei tökin á því að
gera eitthvað fallegt, til þess að
gleðja fjölskyldu sína.
Útför Lilju verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Börn þeirra eru Kon-
ráð Karel, f. 7.2.
2000, og Ásta Lilja, f.
16.7. 2003. Þau eru
búsett á Sauðárkróki.
2) Sigurður Árni, f.
20.8. 1977, maki
Hólmfríður Jóns-
dóttir, f. 20.8. 1980.
Sonur þeirra er Grét-
ar Þór, f. 23.1. 2003.
Þau eru búsett á Ak-
ureyri. 3) Jón Guðni,
f. 16.10. 1981, maki
Rakel Sturludóttir, f.
18.10. 1981. Dóttir
þeirra er Kristín Bára, f. 11.11.
2004. Þau eru búsett á Sauðár-
króki. 4) Gunnar Karel, f. 13.5.
1988. Býr í foreldrahúsum.
Lilja ólst upp í foreldrahúsum á
Syðri Húsabakka við almenn
sveitastörf. Hún hneigðist lítt til
bústarfa, en hross voru hennar líf
og yndi og átti hún góða hesta.
Lilja fór í Kvennaskólann á
Löngumýri veturinn 1945-1946,
og kom þá vel í ljós hve listfeng
hún var. Hannyrðir og fatasaum-
ur léku í höndunum á henni og
Elsku Gagga, okkur systkinin lang-
ar að minnast þín í nokkrum orðum
og þakka þér allar samverustundirn-
ar.
Þú eignaðist ekki mann eða börn.
En mamma og pabbi voru alltaf eins
og börnin þín og við þar af leiðandi
þér sem barnabörn. Enda litum við
alltaf á þig sem ömmu okkar.
Þegar við systkinin vorum lítil
bjugguð þið afi á Húsabakka ásamt
mömmu, pabba og okkur. Seinna
fluttuð þið á Krókinn en komuð oftast
heim um helgar og í fríum. Við krakk-
arnir biðum alltaf full tilhlökkunar
eftir að þið kæmuð heim, því það var
eins og eitthvað vantaði þegar þið
voruð ekki þar. Þú hafðir alltaf nógan
tíma til að spjalla og jafnvel bregða á
leik. Þá var ósjaldan að þú klipptir út
hesta, kindur og hunda úr cornflakes-
pökkum handa okkur til að leika með.
En það var eins með það og aðra
handavinnu að það lék allt í höndun-
um á þér.
Ekki tók svo síðra við þegar við fór-
um í Fjölbraut á Króknum og héldum
til hjá ykkur afa á Freyjugötunni. Þá
var stjanað við okkur á alla lund. Og
alltaf beiðstu með heitan mat þegar
við komum heim úr skólanum á kvöld-
in.
Við minnumst þín líka eins og þú
varst síðustu árin. Sífellt brosandi og
með eitthvað í höndunum sem þú svo
gafst okkur, mömmu, pabba eða litlu
grísunum okkar. Hvort sem það var
útsaumaður púði eða málað postulín.
Þrátt fyrir áfallið sem þú varðst fyrir,
fyrir 10 árum, þá léstu það ekki
stoppa þig og hélst ótrauð áfram þó
hreyfigetan væri minni. Það var alltaf
heitt á könnunni þegar við litum inn á
Freyjugötunni og þið afi þotin af stað
með það sama að taka til með kaffinu
um leið og við rákum inn nefið.
Fyrir rúmu ári reið nýtt áfall yfir
og þú varst bundin hjólastól eftir það.
Þrátt fyrir að hafa ekki getað tjáð þig
með orðum gastu oftast, með brosinu
þínu og bendingum, gert okkur skilj-
anlegt hvað þú varst að hugsa. Bros-
andi tókstu á móti okkur þegar við
heimsóttum ykkur afa á ellideildina
þetta síðasta ár.
Margar góðar stundir áttum við
líka með ykkur þegar þið komuð í
sveitina eða heim til einhvers okkar í
mat.
Í dag kveðjum við þig elsku Gagga
með söknuði en gleðjumst yfir að þú
sért orðin frjáls.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Þórey, Sigurður (Iddi),
Jón og Gunnar.
Elsku Gagga.
Við minnumst þín með söknuði og
vonum að nú líði þér vel. Friðurinn
sem var yfir þér þegar allt var yf-
irstaðið var svo fallegur. Þú hefur
fengið máttinn aftur til að gera allt
sem þú gast ekki með höndina þína
lamaða. Nú brosir þú með handavinn-
una þína og vakir yfir okkur. Brosið
þitt var alltaf svo hlýtt og gott. Við
munum varðveita allt sem þú gafst
okkur. Minning þín lifir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Rakel og Hólmfríður Hóffý.
Lilja Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd er ráð-
legt að senda hana á myndamóttöku:
pix@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar