Morgunblaðið - 14.07.2007, Page 40

Morgunblaðið - 14.07.2007, Page 40
40 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fríða er ein af átta systkinum frá Ból- staðarhlíð, Daddi, sem var yngstur, lést af slysförum ungur að árum. Systkinin sjö hafa alltaf verið mjög samrýnd og mikið fjör þar sem þau eru samankomin. Fríða var einstaklega hlý og ynd- isleg manneskja, það hafa þó nokkrir sagt Perlu systur hennar hvað hún hjálpaði þeim á erfiðum stundum í lífi þeirra. Hún var mikill sjúklingur og fór í stóra hjartaaðgerð 1966. Sigfríður Björnsdóttir ✝ SigfríðurBjörnsdóttir fæddist í Bólstað- arhlíð í Vest- mannaeyjum 11. september 1926. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 30. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 6. júlí. Þessi sterka og já- kvæða kona sýndi aldrei nein veikleika- merki vegna síns sjúk- dóms, heldur brosti í gegnum lífið. Heimili þeirra hjóna var þekkt fyrir gest- risni, hlýju og einstaka greiðasemi. Faxastíg- urinn var nálægt mið- bænum og þess vegna komu margir við á leið sinni um bæinn. Fríða var mikil saumakona, hún hann- aði og saumaði mjög fallegan fatnað eins og ekkert væri, hvort sem það voru kápur, kjólar eða dragtir. Allt lék í höndum hennar. Ef hún hefði fengið þau tækifæri sem gefast í dag til menntunar erum við vissar um að hún hefði orðið fær fatahönnuður. Margt af því sem hún gerði eru lista- verk eins og íslenski búningurinn sem hún saumaði á dætur sínar. Við tjölduðum alltaf hlið við hlið á þjóðhátíðum og ef eitthvað vantaði var kallað á milli tjaldanna: „Fríða, getur þú lánað mér eldspýtur?“ Og svarið kom strax: „Já, ég á nóg, komdu yfir!“ Fjölskyldur okkar fóru saman í mörg sumarfrí, þá vorum við yngstu dæturnar með. Núna rifjast upp þessi ógleymanlegu frí. Þegar við tjölduðum á Vestfjörðum svo stóru tjaldi að við urðum að dúða okkur til að geta sofið um nóttina, það var svo kalt. Í þeirri ferð þurftu systurnar að fara á salerni, þeim fannst móinn ekki nógu góður. Diddi var svo vænn að keyra með þær að leita að al- mennilegu salerni. Á leiðinni til baka þurfti hann að krækja fyrir stóran poll sem varð til þess að bílinn lenti út af veginum. Það þurfti fjóra sterka karla til að ná honum aftur á veginn. Diddi veitti Fríðu sinni mikinn stuðning og fórnfýsi síðustu æviár hennar, og gerði henni lífið léttbær- ara með því. Við vottum Didda og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Elsku Fríða, við þökkum þér góða vináttu í gegnum allt lífið, hvíl í friði. Perla systir og Guðbjörg. Haraldur mágur minn lést 1. júlí sl. Í æskuminningunni voru Halli og frændi hans Grétar Birkir alltaf saman. Þeir voru í fjör- miklum og uppátækjasömum ’65-ár- gangi. Þegar Gísli Sighvatsson skólastjóri kvaddi Nesskóla eftir nokkurra áratuga starf fjallaði hann í kveðjuræðu sinni sérstaklega um hinn eftirminnilega ’65-árgang. Halli var hæfileikaríkur íþrótta- maður. Hann var hávaxinn, grannur en stæltur og stundaði handbolta, blak og frjálsar íþróttir. Halli lærði bakaraiðn og prófaði sig í ýmsum rekstri með misjöfnum árangri. Svo lenti hann í erfiðu bílslysi með þeim afleiðingum að hann var bundinn við hjólastól það sem eftir var. Árin eftir það voru honum á margan hátt erfið. Fyrir rúmum þremur árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja sambúð með Bergrós, systur Halla. Við fyrstu kynni fannst manni þetta vera sami gamli góði Halli, hrað- mæltur drengur sem sagði skemmtilega frá. Halli dvaldi hjá okkur á flestum stórhátíðum og öll- um jólum og voru það alltaf gefandi stundir. Við nánari kynni sá maður að barátta Halla við tilveruna var oft á tíðum erfið. Aldrei bar hann sig illa og koma í huga ljóðlínurnar: Hugsanir manns ekki mennirnir sjá og margt býr í hjarta sem skín ekki á brá. Þó leiki um varirnar geislandi hlátur, oft leynist í hjartanu beiskasti grátur. (Hannes Blöndal) Alltaf lifnaði yfir Halla þegar börnin hans bárust í tal. Hann var ákaflega stoltur af Hafdísi Lilju og Guðmundi og sagði að fallegri og dásamlegri börn væri ekki hægt að eiga. Samband hans við börnin var einlægt og gott og hann mat þau mikils. Einnig mat hann mikils barnsmóður sína og sambýlismann hennar fyrir gæfuríkt uppeldi og að búa börnunum gott heimili og ekki síst fyrir að hafa gott samband við sig. Fyrir allt þetta var hann þakk- látur. Halli átti trygga vini sem hittust reglulega. Alltaf var Halla boðið og stundum mætti hann. Oft talaði Haraldur Grétar Guðmundsson ✝ Haraldur Grét-ar Guðmunds- son fæddist í Nes- kaupstað 27. febrúar 1965. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 1. júlí síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Norðfjarðarkirkju 10. júlí. hann um Súðavíkur- ferðina, þegar þeir fé- lagar hittust þar og greinilegt var að sú ferð gaf honum mikið. Ég veit að gleði félag- anna var ekki síðri. Samband Haraldar við foreldra sína, sem búa í Neskaupstað, var mjög náið. Trú- lega voru ekki margir dagar sem hann átti ekki símtal við annað þeirra. Bergrós sam- býliskona mín var eina systkinið sem var í nálægð við hann hér á höfuðborgarsvæðinu. Þau töluðu opinskátt um lífið og til- veruna, enda voru samskipti þeirra hreinskiptin og vináttan einlæg. Haraldur átti einnig mörg símtöl við ömmu sína Sissu seint á kvöldin en bæði voru þau miklar kvöld- manneskjur. Missirinn er mikill við andlát Halla. Ég votta öllum að- standendum mína dýpstu samúð og kveð hann með ljóðlínum Þórunnar Sig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Gísli Gíslason. Elsku Halli frændi. Mamma hafði samband við mig á mánudagsmorgun og sagði mér hvað hafði gerst. Þetta er svo sorg- legt. Börnin þín tvö búin að missa pabba sinn svona ung. Og systur þínar og foreldrar búin að missa góðan bróður og son. Ég á ekki margar minningar um þig frá bernsku okkar, við bjuggum svo stutt fyrir austan. En þær minningar sem ég á eru skemmti- legar og get ég ekki annað en bros- að þegar ég hugsa um öll uppá- tækin þín og prakkarastrikin. Það var aldrei leiðinlegt í kringum þig, þú varst alltaf hress og skemmti- legur og gast alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu að gera. En þú varst góður drengur og hefur verið Grétari bróður mínum bæði bróðir og vinur enda ólust þið nán- ast upp saman. Þegar þú varst um tvítugt og þið Grétar komuð í bæinn hittumst við aftur og ég man hvað mér, 16 ára stelpunni, fannst mikið til ykkar koma. Þið voruð svo flottir og skemmtilegir og alltaf eitthvað að gerast í kringum ykkur. Svo þeg- ar ég var 21 árs eignuðumst við stelpurnar okkar með 2 mánaða millibili og hittumst við nokkrum sinnum eftir það og höfðum gaman af stelpunum okkar. En þið Dísa fluttuð vestur og ég til Danmerkur og slitnaði þá sambandið alveg. Við hittumst svo ’99 (minnir mig) og var það rosalega gaman. En mér þykir leitt að við skyldum ekki hafa haldið sambandinu betur (ég hefði átt að þiggja boðið þitt um að kíkja í heim- sókn vestur … þú ætlaðir aldeilis að láta mig ganga út þar, he he.) Ég og systkini mín viljum votta börnunum þínum tveimur, systrum þínum, fjölskyldum þeirra og for- eldrum þínum og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúð. Hvíl í friði, Halli minn. Hrafnhildur, Keld og Alex- andra, Ingvar og Annette, Halldóra Margrét. Hinn 1. júlí sl. kvaddi Haraldur Grétar Guðmundsson þennan heim. Við erum mörg sem syrgjum þenn- an mann enda var hann með ein- dæmum skemmtilegur og vingjarn- legur. Okkur langaði til þess að skrifa nokkur orð um Harald eins og við minnumst hans best eða Halla eins og við kölluðum hann alltaf. Halli kom kornungur maður ásamt fjölskyldu sinni til Grund- arfjarðar. Hann kom til að kenna íþróttir við grunnskólann en hóf strax að þjálfa ungviðið í bænum í ýmsum íþróttagreinum. Ekki leið á löngu þar til hann hafði byggt upp góðan og sterkan hóp í blakíþrótt- inni og átti það verkefni fljótlega hug hans allan. Hann hófst handa við þjálfun á okkur, ungum, hraust- um og áhugasömum stúlkum, sem hins vegar höfðum aldrei á ævinni komið nálægt blakbolta. Blak hafði ekki verið iðkað um tíma þegar Halli kom til Grundarfjarðar og aldrei áður af jafn mikilli elju og við gerðum með Halla. Hann tileinkaði íþróttinni mikinn hluta af sínum tíma, enda uppskar hann og við eft- ir því. Grundarfjörður hampaði eitt árið tveimur Íslandsmeistaratitlum í greininni og var þetta í fyrsta sinn í sögu bæjarins sem slíkum árangri var náð í hópíþrótt. Við vorum því öll stolt eftir því og þessum tíma munum við aldrei gleyma. Halli gerði unglingsár okkar í Grundarfirði svo miklu skemmti- legri en ella hefði verið, enda upp- lifðum við mörg ævintýri á ferðum okkar í blakinu. Oftar en ekki var hann einn á ferð með hópinn en honum fórst hlutverkið svo einkar vel úr hendi, enda var hann í senn góður vinur, fyrirmynd okkar og frábær liðsstjóri. Það var aldrei lognmolla í kringum Halla og var hópurinn okkar litaður af því. Við nutum oft frjálsræðis sem önnur lið öfunduðu okkur af, en Halli var aldrei feiminn við að veita okkur það. Þetta gat hann leyft sér, því við brugðumst aldrei trausti hans. Það var nokkuð sem engin okkar vildi gera. Honum tókst alltaf að flétta saman góðum aga og frjáls- ræði líkt og aðeins færustu þjálf- arar geta. Við vorum alltaf stoltar af því að vera „stelpurnar hans Halla“ og við vissum vel hvar mörkin lágu til að fá að tilheyra þeim hópi. Jafnvel eftir að við höfðum allar lokið grunnskólagöngu okkar og flust bú- ferlum reyndum við enn sem áður að halda hópinn og spila blak sam- an. Eftir að Halli fluttist til Reykja- víkur og hóf að þjálfa blak aftur eft- ir erfiðar lífsraunir fengum við annað tækifæri til að sameina krafta okkar og spila aftur undir hans stjórn. Þetta þótti okkur öllum afar skemmtilegur tími og nutum við þess sérstaklega að fá að vera aftur með Halla okkar. Þó nú séu liðin allmörg ár síðan við spiluðum síðast undir hans stjórn eru margir sem þekkja okkur alltaf sem „stelp- urnar hans Halla,“ sama hvaða þjálfara við höfum eða í hvaða liði við spilum. Við munum alltaf bera þennan titil með stolti og kveðjum með söknuði og mikilli eftirsjá þennan góða mann sem alltaf reyndist okkur vel. Fjölskyldu Halla sendum við ein- lægar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau í sorginni. Elsku Halli, við kveðjum þig með virðingu, megir þú hvíla í friði. Blakstelpurnar úr Grundarfirði. Þegar gamlir vinir falla frá leitar hugurinn á æskustöðvarnar og minningarnar hrannast upp. Þannig er það nú með ótímabæru andláti Haraldar Guðmundssonar. Halli var uppalinn í Neskaupstað og sleit þar barnskónum. Kynni okkar hófust ekki af alvöru fyrr en í Gaggó og urðum við fljótt góðir vin- ir. Eins og gengur var margt brall- að á unglingsárunum, sumt ekki prenthæft. Allt sem tengist ýmsum ferðum kemur fljótt upp í hugann. Bíóferðirnar voru margar og urðum við að sjá allar myndir. Ballferð- irnar voru ófáar og skipti engu hvort fært var eða ófært. Atlavík- urferðirnar voru sér á báti og ómögulegt að lýsa þeim. Ferðirnar yfir á Seyðisfjörð í „mjólkurbúðina“ voru ansi margar. Í öllum þessum ferðum lék Halli lykilhlutverk enda oftast í bílstjórasætinu annaðhvort á Fairmontinum, einhverri Lödunni eða á Ramblernum. Og það stóð aldrei á honum ef það þurfti að skutlast eitthvað, hann var alltaf til í að bjarga málunum og aðstoða. Þannig var hann bara. Halli var góður íþróttamaður og stundaði ýmsar íþróttir. Bestur var hann líklega í frjálsum íþróttum og handbolta. Æfingaaðstaðan á þess- um árum var ekki til að hrópa húrra fyrir og afar erfitt að stunda hand- bolta af alvöru. Fór því svo að Halli byrjaði að æfa blak með okkur strákunum. Halli var auðvitað hrók- ur alls fagnaðar því hann hafði svo sannarlega húmorinn í lagi og gerði óspart grín að sjálfum sér og öðr- um. Reyndar gekk hann líka um tíma með brandarabók á sér og greip óspart til hennar ef honum fannst eitthvað vanta upp á stemn- inguna. Halli byrjaði að læra til bakara 16 eða 17 ára. Oft dáðist ég að því hve vel honum gekk að vakna um miðja nótt til að fara að vinna miðað við það hve seint við fórum alltaf að sofa enda mikið rúntað á Fairmont- inum. Ég hef það samt frá fyrstu hendi að Halli var mjög góður bak- ari því þau móðir mín unnu saman í nokkur ár í bakaríinu og bar hún honum afar vel söguna. Þau urðu líka mjög góðir vinir og það var ósjaldan sem Halli bauðst til að keyra hana til og frá vinnu þegar eitthvað var að veðri, enda var hann greiðvikinn með afbrigðum. Haustið 1985 fórum við Halli ásamt Sigfinni í ógleymanlega ferð til Reykjavíkur á Deddoninum, en það kölluðum við bíllinn sem Halli átti þá. Öll þau ógleymanlegu atvik sem áttu sér stað í ferðinni höfum við vinirnir rifjað reglulega upp. Dæmi um eitt slíkt er þegar við vor- um nýlagðir af stað til Reykjavíkur og vorum að keyra niður Oddskarð- ið að sunnanverðu þá uppgötvaði Halli að hann hafði gleymt bíllykl- unum! Með árunum minnkaði sam- band okkar. Halli hitti Dísu sína og eignaðist með henni tvö yndisleg börn, Hafdísi Lilju og Guðmund. Hann lenti í bílslysi fyrir um áratug og var bundinn við hjólastól eftir það. Hann treysti sér samt til að keyra til Súðavíkur sl. haust og hitta okkur félagana þar sem við heimsóttum Halldór og fjölskyldu. Halli skemmti sér þar mjög vel sjálfur. Minningin um þessa ferð er nú þegar orðin afar dýrmæt. Með Haraldi Guðmundssyni er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Marteinn. Fjörkálfurinn er dáinn. Slys gera ekki boð á undan sér – ekki heldur um andlát tólf árum síðar. Í öllum vinahópum er heimili þar sem vinirnir hittast. Þar býr drif- krafturinn. Hjá honum fæðast djörfustu hugmyndirnar, ef ekki heima, þá í heilsárshýsinu: Fjöl- skyldubílnum. Drifkrafturinn ekur hraðast, fær allar „förum þangað núna“-hugdetturnar. „Skellum okk- ur á ball hinum megin á landinu,“ eða „stýrðu, ég ætla að teika“ – eig- in bílstjórahurð. Halli tók næstu vél til Vopnafjarðar á laugardegi ef hann varð ástfanginn á föstudegi. Við félagarnir grétum af hlátri, grænir af öfund yfir því að vera ekki svona vitlausir, svona ást- fangnir og svona djarfir. Halli varð ástfanginn af sætustu stelpu í heimi – í hvert sinn sem hann sá hana. Öðruvísi varð hann ekki ástfanginn. Þannig elskaði hann Dísu og börnin sín og stundum sjálfan sig. Hann steig út úr sjoppu í Neskaupstað í heitan pott á Reyðarfirði. Næsta dag fór hann á sjóinn. Bíddu, varð hann bakari? Nei, bóndi. Íþrótta- kennari! Hann keypti semsagt trillu, réð sig á togara fyrir vestan, rak hreingerningafyrirtæki – eftir slysið þjálfaði hann áfram stúlkur í blaki. Eftir slysið var erfitt að skipta um hlutverk. Við horfðum óttaslegnir niður brekkubrúnina, dans hjólanna á mölinni. Halli óhagganlegur. Við stigum ómeiddir út úr v-laga bíl, hlógum að því, skáluðum. Héldum að við værum sloppnir. Halli sofnaði einn en við keyrðum út af með hon- um. Út í mýri. Enginn hafði mátt til að veifa næsta bíl. Drifkrafturinn var horfinn. Halli ferðaðist þó fyrir okkur á hæstu tinda. Það var aðeins einn Halla-jeppi í heiminum – drif- kraftur og fyrirheit um að sigra fjöll. Halli sýndi okkur margbrotna jökla og stórgrýtta sanda í einni ferð minni yfir hálendið. Skaddaður eins og líkami hans var óttuðumst við framtíðina. „Þeir fjallmúrar, sem reistir eru af tillitsleysi, eru hæstu múrar í heimi.“ sagði hann þegar ég bauð honum heim. „Ég veit ekki hvernig ég á að sigra lyftulausar blokkir, þótt ég hanni eigin jeppa.“ Þá, þegar hann loks ákvað að glíma við hamingjuna af því afli sem hann bjó að í æsku, þá hlaut hann að deyja. Margefldur af Reykja- lundi, hressari en nokkru sinni eftir slysið, hringdi hann í okkur gömlu félagana. Hann tók á móti okkur, stokkbólginn og hvítpúðraður í framan; viðhorfið var breytt, sjálf- sagt að fórna andlitinu til að missa ekki dýran flatskjá í gólfið. Hann brosti: „Ég var viss um að ég hefði þetta.“ Við supum hveljur, hefðum að minnsta kosti getað lyft undir hinum megin. Hann ætlaði að muna það næst. Leiðin frá hláturmildum fundi unglingsára þar til keyrt er út af er stutt. Við hittumst öll ham- ingjusöm einn daginn, sitjum ein þann næsta. Stundum er eins og borgin sé byggð úr lyftulausum blokkum og við öll meira og minna lömuð. Þá minnist ég margmenn- isins í sjávarþorpinu okkar. Æskuvinur minn. Gleði hans kynntist ég, en af sársaukanum hef ég lítið að segja. Ástríðan var sterk. Hamingjan stundum á brekkubrún- inni. Hann dó í hjólastólnum með símann í hendi. Öryrki sem var einu sinni fjörkálfur. Hjartað sem sló svo hratt – dó svo hratt. Þorvaldur Logason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.