Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 45
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Dagsferð um höf-
uðborgarsvæðið. Farið verður 19. júlí
kl. 13.30 frá Aflagranda. Kaffiveit-
ingar í Golfskála Oddfellow í Urriða-
vatnsdölum. Verð 800 kr. Skráning í
Aflagranda 40 og í síma 411-2700.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Hálendisferð FEBK í Veiði-
vötn og virkjanir verður farin fimmtu-
daginn 26. júlí. Brottför frá Gjábakka
kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Skráning-
arlistar og ítarlegar ferðalýsingar eru
í félagsmiðstöðvunum Gullsmára s.
564-5260 og Gjábakka s. 554-3400.
Skráið ykkur sem fyrst.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10.
80ára afmæli. Anna Sigurkarls-dóttir, fyrrverandi kennari og
forstöðumaður aldraðra í Kópavogi, er
áttræð í dag. Afmælisbarnið verður á
Austurlandi á afmælisdaginn.
Brúðkaup | Gefin voru saman 7. júlí
sl. í safnkirkju Árbæjar af sr. Ragn-
heiði Jónsdóttur Anitha Sandstedt og
Þorsteinn Magnússon. Þau eru búsett í
Svíþjóð.
dagbók
Í dag er laugardagur 14. júlí, 195. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh.. 15, 12.)
ÁStöðvarfirði sker eitthúsið sig úr hópnum.Þeir sem leið eiga umbæinn taka eflaust eftir
óvenjulega skrautlegum garðinum
þar sem finna má steina af öllum
stærðum og gerðum. Í húsinu
Fjarðarbraut 21 er Steinasafn
Petru, sem Petra Sveinsdóttir
opnaði fyrir almenningi fyrir um
þremur áratugum.
„Eins og allir krakkar tók ég
upp á því einhverju sinni að safna
steinum. Ég lék mér mikið í fjöll-
um og fjörum, og tók alltaf til hlið-
ar það sem mér þótti fallegustu
steinarnir, og geri enn í dag, því
segja má að áráttan hafi ekki vax-
ið af mér,“ segir Petra en þeir sem
eru vel að sér um merkingu nafna
myndu segja hún beri nafn sem
hæfi vel slíkum steinasafnara.
Að Petra skyldi opna safn gerð-
ist fyrir hálfgerða hendingu: „Ég
hafði raðað nokkrum steinum á
steypta stétt kringum fánastöng í
garðinum. Smám saman fóru fleiri
og fleiri að staldra við og skoða
steinana, og sumum var boðið inn í
hús. Þetta vatt svo upp á sig þang-
að til var látlaus straumur af
fólki,“ segir Petra en á síðasta
sumri komu um 20.000 gestir í
safnið.
Petra kveðst ekki geta slegið
tölu á fjölda þeirra steina sem
finna má í safninu: „Það er víst að
garðurinn er stór, og rúmar marga
steina, en safnið er ekki aðeins í
garðinum heldur inni í húsi líka,“
segir Petra, og bætir við að ekki
séu aðeins steinar í safninu, heldur
megi þar líka finna fagrar skeljar,
blóm og ýmislegt annað smálegt
sem hún hefur sankað að sér.
Spurð hvort einhver safngrip-
urinn beri af öðrum, eða sé í meira
uppáhaldi á Petra erfitt með svör.
„Það má kannski nefna að í safn-
inu á ég stóra bergkristalkúlu, en
allir eru steinarnir í uppáhaldi því
á bak við þá alla er einhver saga
eða minning. Þannig fundum við
bergkristalinn á sérlega skemmti-
legum degi, þegar ég var uppi á
fjalli með nokkra strákpatta með
mér. Við fundum líka tófugreni
þann dag og varð heldur en ekki
uppi fótur og fit,“ segir Petra og
neitar um leið að eiga galdra-
steina, þó sumir sem komi í safnið
þykist sjá álfa á ferð í garðinum.
Steinasafn Petru er opið alla
daga yfir sumartímann frá 9 til 18.
Aðgangseyrir er kr. 400 en börn
að 14 ára aldri fá aðgang ókeypis.
Viðkomustaðir | Finna má óvenjulegt safn við Fjarðarbraut á Stöðvarfirði
Steinar og minningar
Petra Sveins-
dóttir fæddist á
Bæjarstöðum
við Stöðvarfjörð
1922. Hún
stundaði nám
við Kvennaskól-
ann, en starfaði
lengst af við
fiskvinnslu.
Hún hefur í um 30 ár starfrækt
Steinasafn Petru í Stöðvarfirði.
Petra er ekkja Jóns Ingimund-
arsonar sjómanns, og átti með hon-
um fjögur börn, og á fleiri barna-
börn og barnabarnabörn en tölu
verður á komið.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Mario Duella, organisti
frá Norður-Ítalíu, leikur á hádegistón-
leikum, kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir
Alexandre Guilmant, Oreste Ravanello,
Costante Adolfo Bossi og Marco Enrico
Bossi.
Skálholtskirkja | Kl. 15. Kammertónleikar
með verkum eftir austurrísku og íslensku
tónskáldin Hubert Pöll, Áskel Másson, Frie-
drich Cerha, Hannes Heher og Atla Heimi
Sveinsson. Flytjendur: Graffe-strengja-
kvartettinn og Einar Jóhannesson klarin-
ettleikari. Ókeypis aðgangur.
Skálholtskirkja | Kl. 17. Tónleikar með
verkum eftir Jón Nordal, þ.á m. Óttu-
söngvar á vori. Flytjendur: Hljómeyki, Hall-
veig Rúnarsdóttir sópran, Sverrir Guð-
jónsson kontratenór, Sigurður Halldórsson
selló, Frank Aarnink slagverk, Steingrímur
Þórhallsson orgel. Stjórnandi: Magnús
Ragnarsson. Ókeypis aðgangur.
Myndlist
DaLí gallerí | Helgi Kistinsson opnar sýn-
inguna Sound Orb kl. 17.
Deiglan | Opnun á sýningu myndverka Unu
Berglindar Þorleifsdóttur. Sýningin stendur
til 29. júlí.
Grafíksafn Íslands | Tryggvagötu 17, hafn-
armegin. Finnska listakonan Anna Alapuro
opnar sýningu á grafíkverkum í dag kl. 15.
Sýningin er styrkt af FRAME og Menning-
arsjóði Finnlands og Íslands. Opið fimm-
tud.-sunnud. kl. 14-18. Sýningin stendur til
29. júlí.
Ketilhúsið Listagili | Opnun á tveimur sýn-
ingum: Í aðalsal opna Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir og Kristina Bengtson sýninguna
„Make it big or keep it simple“. Á svölum
opnar Bjargey Ingólfs sýninguna „Þræðir“.
Sýningarnar standa til 29. júlí.
Fyrirlestrar og fundir
OA-samtökin | Laugardagsdeild OA-
samtakanna er með fundi alla laugardaga
á Tjarnargötu 20, kl. 11.30. Eina skilyrðið til
þátttöku í OA er löngun til þess að hætta
hömlulausu áti. Nýliðar eru hjartanlega
velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna á
www.oa.is.
Skálholtsskóli | Kl. 14. Helmut Neumann
tónskáld fjallar um menningartengsl Ís-
lands og Austurríkis á sviði tónlistar. Nán-
ari upplýsingar á www.sumartonleikar.is.
Ókeypis aðgangur.
ÓLÍKT því sem virðist er þessi
mynd ekki tekin í fjarlægu sólkerfi,
heldur er þetta leikari klæddur sem
Svarthöfði og stendur fyrir framan
módel af Jabba the Hutt á sérstakri
evrópskri Star Wars-hátíðarsýningu
í Excel Centre í London í gær.
Líklegt er að Jabba the Hutt hafi
ekki verið ánægður með að Svart-
höfði skyggði á hann enda eru þeir
báðir alræmd illmenni.
Reyndar gætu þeir líka verið með
eitthvert vafasamt ráðabrugg í
smíðum.
Rauters
Alræmd illmenni mætast
FRÉTTIR
HIÐ árlega aflraunamót Suður-
landströllið fer fram í dag, laugar-
daginn 14. júlí, og hefst keppni kl.
13.30 við Selfossbrúna.
Keppt verður í trukkadrætti,
drumbalyftu, bændagöngu og Hönd
yfir hönd þar sem Toyota Hilux-bíll
er dreginn.
Keppni hefst við Eden í Hvera-
gerði kl. 16. Þar verður keppt í axla-
lyftu, uxagöngu og Húsafellshellu-
burði.
Keppendur eru Kristinn Óskar
Haraldsson, Orri Geirsson, Heiðar
Geirmundsson og Ólafur Guðjóns-
son, auk þess sem von er á nokkrum í
viðbót, segir í fréttatilkynningu.
Suðurlands-
tröllið krýnt
HÁRGREIÐSLUSTOFAN Super-
nova hefur flutt starfsemi sína úr
Pósthússtræti 13 í Smáralind.
Í fréttatilkynningu segir að ásamt
allri alhliða hárþjónustu sé einnig
boðið upp á airbrush-förðun og hár-
lengingar, og til stendur í nánustu
framtíð að bjóða upp á ásetningu
gervinagla. Supernova er opin á af-
greiðslutíma Smáralindar eða eins
og hér segir: mánudaga til föstudaga
kl. 11-19, fimmtudaga kl. 11-21, laug-
ardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-
18.
Supernova
hefur flutt í
Smáralind
FYRSTA BMW-kraftmílan verður
haldin í dag, laugardaginn 14. júlí, á
kvartmílubrautinni í Kaplahrauni.
Keppnin hefst stundvíslega kl. 11.
Með keppninni er fyrst og fremst
verið að mynda öruggan og lögleg-
an vettvang fyrir unga ökuþóra,
segir í fréttatilkynningu.
Skipuleggjendur keppninnar eru
BMWKraftur, félag áhugafólks um
BMW, og B&L, umboðsaðili BMW á
Íslandi, og hafa um 30 BMW-bílar
verið skráðir til þátttöku. Þar á
meðal eru margir af þeim aflmestu
hér á landi eins og BMW M5 (E60)
sem er 507 hö. Af öðrum keppn-
isbílum má nefna BMW M5 (E39),
sportbílinn Z3 M Roadster og Alpina
B3, sem er breyttur Alpina-þristur.
Í fréttatilkynningu segir að þó að
fyrirkomulag keppninnar byggist á
hefðbundinni kvartmílu verði ekki
um eiginlega keppni að ræða, held-
ur er fyrst og fremst verið að gefa
félagsmönnum í BMWKrafti kost á
að sýna hvað í bílum þeirra býr á
öruggan og löglegan hátt. Þeim
tækifærum sem ungum ökuþórum
gefast til þess má að mati skipu-
leggjenda fjölga hér á landi og er
BMW-kraftmílan viðleitni í þá veru.
Jafnframt er kraftmílan hugsuð sem
jákvæð hvatning til eigenda hrað-
skreiðra bíla, að þeir takmarki
hraðakstur við þar til gerðar braut-
ir.
Keppandi Meðal þeirra bíla sem taka þátt er M5, sem er 507 hestöfl.
Fyrsta BMW-kraftmílan
verður haldin í dag
VEGNA frétta um stöðu rafmagns-
öryggismála á fyrrum varnarsvæði á
Keflavíkurflugvelli vilja SART,
Samtök atvinnurekenda í raf- og
tölvuiðnaði, taka fram eftirfarandi:
„Hafin er vinna við endurbætur á
rafkerfi íbúða á svæðinu í samræmi
við íslenskar reglur um rafmagnsör-
yggi og fyrirmæli Neytendastofu.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
hefur nú þegar samið við nokkra lög-
gilta rafverktaka varðandi fram-
kvæmd fyrsta hluta verksins. Verkið
felur m.a. í sér breytingu á spennu úr
110 í 230 volt, settar verða nýjar
greinatöflur í íbúðir með sjálfvirkum
varnarbúnaði og lekastraumsrofa-
vörn, skipt verður um tengla og
einnig ljósabúnað þar sem við á. Raf-
verktakar munu venju samkvæmt
tilkynna verk sín til Neytendastofu
sem síðan mun láta framkvæma
skoðun á þeim. Ljóst er að verkefni
sem varða uppfærslu á rafkerfi
Keflavíkurflugvallar eru af þeirri
stærð að nauðsynlegt verður að
áfangaskipta og forgangsraða verk-
þáttum þannig að umbreytingin
verði markviss, hagkvæm og örugg.
Rafverktakar leggja ríka áherslu á
að verkið verði unnið í náinni sam-
vinnu við Neytendastofu og öryggis-
fulltrúa Þróunarfélagsins sem skip-
aður verður á næstu dögum. Þrátt
fyrir það sem að framan greinir telja
samtökin að ná hefði mátt markmið-
um Þróunarfélagsins varðandi fram-
kvæmdir á svæðinu í samvinnu við
Neytendastofu án umdeildrar laga-
setningar.“
Vinna hafin við raf-
kerfið á Vellinum
Morgunblaðið/Ómar