Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 49
Um þessar mundir er unniðað viðamikilli endurnýjunRíkislistasafnsins í Amst-
erdam í Hollandi og er stærstur
hluti þess lokaður. Í þeim hluta
sem opinn er almenningi eru til
sýnis perlur úr safneigninni – nán-
ar tiltekið frá 17. öld sem jafnan
hefur verið nefnd gullöld hol-
lenskrar myndlistar. Undir yf-
irskriftinni „Meistaraverkin“ má
sjá verk hollenskra meistara á borð
við Rembrandt van Rijn, Johannes
Vermeer, Frans Hals, Jan van Go-
yen, Jacob van Ruisdael og Sal-
omon van Ruysdael. Athygli vekur,
í þessu samhengi hins listsögulega
hefðarveldis, að til sýnis er einnig
forláta dúkkuhús, kennt við Petro-
nellu Oortman húsfrú, við hlið olíu-
málverks Jacobs Appels af sama
húsi.
Hollensk gullaldarmyndlist, einsog við sjáum í verkum Rem-
brandts og félaga, endurspeglar
sérstakar þjóðfélagsaðstæður.
Myndverk voru þá í fyrsta sinn seld
á opnum markaði og til varð ný
sérhæfing í samræmi við áhuga
borgaranna á daglegri og efn-
islegri tilvist. Tegundarmálverkið
blómstraði, til dæmis portrett,
kyrralífsverk og landslagsmyndir, í
verkum sem mörg hver end-
urspegla hollenska hagsæld af nán-
ast kortafræðilegri nákvæmni.
Jafnvel dúkkuhús Petronellu – sem
sjá má á vissan hátt sem kortlagn-
ingu tilveru hennar – rataði á
striga í verki Appels og telst lík-
lega til „innimynda“ sem þá voru
vinsæl tegund málverka.
Húsið sjálft er engin smásmíði,meira en mannhæðarhátt og
þarf stiga til að sjá herbergin á
efstu hæð. Petronella Oortman var
auðug kaupmannsfrú sem pantaði
húsið en kostnaðurinn við gerð
þess mun hafa numið andvirði „al-
vöruhúss“ við eitt af síkjum Amst-
erdam, enda komu færustu hand-
verksmenn að gerð þess.
Húsið hefur líka öll einkenni rík-
mannlegs alvöruhúss og hefur sem
slíkt einstakt heimildagildi; það
skiptist í níu sérhæfð rými og er
húsbúnaður allur hinn glæsilegasti:
sérpantað postulín frá Kína og
fuglabúr í betra eldhúsinu, silki-
tjöld og -púðar í barnaherberginu,
spunarokkur og straujárn í línher-
bergi, teketill úr silfri, vegg- og
loftmálverk, innbundnar bækur
(m.a. Biblían og kort af Afríku) og
skápur með skeljasafni í betri stof-
unum. Garður mun hafa fylgt hús-
inu en hefur ekki varðveist.
Dúkkuhúsið var ekkert barna-
leikfang, heldur stáss húsfreyj-
unnar sem gestum var sýnt sér-
staklega.
Dúkkuhúsið er raunar í sérhönn-
uðum skáp sem lagður er pjátri og
skjaldbökuskeljum. Slíkir dúkku-
húsaskápar voru algengt tóm-
stundagaman auðugra hollenskra
kvenna á 17. öld og eiga sér sam-
svörun í safnskápum herramanna –
einkasöfnum þar sem þeir varð-
veittu fágæta gripi, gjarnan graf-
íkverk eða framandi hluti frá fjar-
lægum löndum.
Aðeins hafa varðveist þrjúdúkkuhús. Kannski hafa skáp-
ar kvennanna lent í höndum barna
og tvístrast í tímans rás – að
minnsta kosti hafa þeir ekki verið
varðveittir og skráðir jafnrækilega
á spjöld sögunnar og fágætissöfn
karlanna sem jafnan eru talin for-
veri og undirstaða ýmiss konar
safna í nútímanum í samræmi við
ráðandi sjónarhorn menningar-
innar. Eða hvers vegna hafa
dúkkuhús kvennanna – sem eru
ekki síður merkileg – ekki verið
nefnd í sömu andrá?
Dúkkuhúsin eru staðsett á jaðr-
inum í menningunni en þau voru
miðlæg sem sýningargripir inni á
heimilinu. Þeim er lýst sem tóm-
stundaiðkun kvennanna en áhuga-
mál kvenna á þessum tíma mótast
auðvitað af því hlutverki sem kon-
um var látið í té – af körlum. Nú-
tímavæðingin var í örri þróun í
siglinga- og verslunarveldinu Hol-
landi á 17. öld samfara stækkun
borga og tilurð heimsmarkaðar.
Borgarastéttinni óx ásmegin og
með henni varð til sérstök menn-
ing, þ.á m. hið borgaralega, rök-
lega skipulagða og niðurhólfaða
heimili – sem jafnframt var einka-
rýmið og staður konunnar og ein-
staklingsrými hennar þegar best
lét.
Dúkkuskápurinn er smækkuð út-
gáfa af lokaðri veröld konunnar –
táknmynd fyrir smækkaða skápa-
tilveru. Húsin voru stöðutákn en
það skipti líka máli fyrir sjálfs-
mynd kvennanna að hafa húsin
fjölbreytt og glæsileg með tilvís-
unum út í heim (svo sem með kín-
versku postulíni). Ríkislistasafnið í
Amsterdam minnir á að dúkku-
húsin endurspegla heimsmynd ekki
síður en hin alkunnu meistaraverk
hollensku gullaldarmálaranna.
Dúkkuhús í meistaraflokki
»Húsbúnaður er allurhinn glæsilegasti:
sérpantað postulín frá
Kína og fuglabúr í betra
eldhúsinu, silkitjöld og
-púðar í barnaherberg-
inu, spunarokkur og
straujárn í línherbergi,
teketill úr silfri, vegg-
og loftmálverk, inn-
bundnar bækur (m.a.
Biblían og kort af Afr-
íku) og skápur með
skeljasafni í betri stof-
unum.
Glæsilegt „Húsið hefur líka öll einkenni ríkmannslegs alvöruhúss og hefur sem slíkt einstakt heimildagildi.“
annajoa@simnet.is
AF LISTUM
Anna Jóa
Skápurinn Dúkkuhúsaskápar voru algengt tómstundagaman auðugra hol-
lenskra kvenna á 17. öld og eiga sér samsvörun í safnskápum herramanna
þar sem þeir varðveittu fágæta gripi.
ÞAÐ MÁ vissulega deila um hvort
um stórmerkan viðburð hafi verið
að ræða þegar David og Victoria
Beckham komu til Los Angeles í
gær en um hitt verður ekki deilt að
móttökurnar sem þau fengu verða
þeim eflaust eftirminnilegar.
Hjónakornin lentu í Kaliforníu í
gærnótt en þar tóku á móti þeim
öskrandi aðdáendur og her ljós-
myndara og sjónvarpsvéla. Fyrrum
fyrirliði enska landsliðsins brosti út
að eyrum og var greinilega afar
ánægður með móttökurnar.
Mikill viðbúnaður var við komu
hjónanna og höfðu öryggishlið verið
sett upp. Beckham kom fram á
blaðamannafundi í gær á vegum
knattspyrnufélagsins LA Galaxy,
sem hann ætlar að leika með.
Gríðarleg spenna og eftirvænting
hefur magnast upp fyrir komu
Beckhams síðustu daga í Kali-
forníu. Forráðamenn liðsins vonast
til að enska fótboltastjarnan muni
verða til þess að íþróttin fá meiri
athygli meðal Bandaríkjamanna en
áður.
Hjónin eru greinilega tilbúin til
að taka Bandaríkin með trompi en
heimildarmynd um Victoríu þar
sem hún undirbýr komuna til
Bandaríkjanna, verður sýnd þar
vestra í næstu viku.
Beckham er lentur
Reuters
Kát Beckhamhjónin komin til LA.
Fréttir á SMS
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
SÝNINGAR Á
SÖGULOFTI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
14/7 kl 15 Uppselt, 14/7 kl. 20 uppselt,
11/8 kl. 20 Uppselt, 12/8 kl. 15 laus sæti,
12/8 kl. 20 Uppselt, 18/8 kl. 20 Uppselt,
19/8 kl. 15 laus sæti, 19/8 kl. 20 Örfá sæti,
30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 Uppselt,
8/9 kl. 20 laus sæti, 9/9 kl. 20 laus sæti,
14/9 kl. 20 laus sæti, 15/9 kl. 20 laus sæti,
22/9 kl. 20 laus sæti, 23/9 kl. 20 laus sæti,
28/9 kl. 20 laus sæti, 29/9 kl. 20 laus sæti,
Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf
miða með greiðslu viku fyrir sýningu
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Laugardagur 14. júlí
Kl. 14:00
Erindi í Skálholtsskóla: Ísland-Austurríki
Helmut Neumann: Menningartengsl Íslands og
Austurríkis á sviði tónlistar
Kl. 15:00
Ísland-Austurríki: Kammertónleikar II
Verk eftir Huber Pöll, Áskel Másson,
Friedrich Cerha og Hannes Heher
Graffe str.kvartettinn, Einar Jóhannesson klarinett
Kl. 17:00
Óttusöngvar
Verk eftir Jón Nordal
Hljómeyki, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sverrir
Guðjónsson kontratenór, Sigurður Halldórsson
selló, Frank Aarnink slagverk, Steingrímur Þór-
hallsson orgel. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.
Sunnudagur 15. júlí
Kl. 15:00
Bach og Bologna
Verk eftir Laurenti, Torelli og J. S. Bach
JaapSchröder fiðla, Sigurður Halldórsson selló
Kl. 17:00
Guðsþjónusta
Hljómeyki flytur verk eftir Jón Nordal
Ókeypis aðgangur
www.sumartonleikar.is
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
14. júlí kl. 12.00:
Mario Duella, orgel
15. júlí kl. 20.00:
Ítalski organistinn Mario Duelle
leikur verk eftir Buxtehude,
Bach, Mendelssohn, Guilmant og
eftir ítalska höfunda.
www.listvinafelag.is