Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 53
SPARBÍÓ 450kr
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
Evan hjálpi okkur
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
FRÁ LEIKSTJÓRA
BRUCE
ALMIGHTY
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
HARRY POTTER K. 2 - 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára
EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 8 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 6 LEYFÐ
DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára
SÝND
MEÐ
ÍSLEN
SKU
OG EN
SKU
TALI
"LÍFLEG SUMAR-
SKEMMTUN"
eee
L.I.B. TOPP5.IS
eee
S.V. MBL.
SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
STÆRSTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
H.J. - MBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS
ÁSTIN ER BLIND
HEFURÐU UPPLIFAÐ
HIÐ FULLKOMNA
STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS
WWW.SAMBIO.IS
Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR
laugardag og sunnudag SparBíó 450kr
SHREK 3 MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 2 Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG Á AKUREYRI
www.SAMbio.is
SHREK, Fíóna, Stígvélaði kötturinn og
Asninn eru mætt aftur í skemmtilegasta
ævintýri allra tíma
EVAN ALMIGHTY KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KL. 4 Í KEFLAVÍK
NÝRRI tónleikaröð verður hleypt af
stokkunum annað kvöld á Kaffi
Hljómalind á Laugavegi, ber hún
heitið Sunnudagshressa-Tónleika-
mezza og verður nokkur sunnudags-
kvöld í röð á næstu misserum.
Á fyrstu tónleikunum annað kvöld
koma fram hljómsveitin <3 Svan-
hvít!, sem mun spila margradda
dans- og dillitónlist, og Markús
Bjarnason, m.a. söngvari og hljóð-
gervlaleikari hljómsveitarinnar
Skáta, sem kynnir nýtt efni í bland
við gamalt sólóefni. Hann spilar á
gítar og syngur með.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og
standa til kl. 22:30, aðgangseyrir er
500 kr. Léttar og einfaldar veitingar
verða í boði.
Þeir sem eru undir 18 ára aldri
eru sérstaklega hvattir til að mæta
þar sem Kaffi Hljómalind er einn af
fáum stöðum í miðbænum þar sem
sá aldurshópur getur mætt á tón-
leika án þess að eiga á hættu að vera
vísað frá.
Tónlistarfólki og öðrum sem
áhuga hafa á því að koma fram á
þessum kvöldum er bent á að hafa
samband við Kaffi Hljómalind.
Morgunblaðið/Eggert
Dillitónlist >3 Svanhvít á tónleikum á Seltjarnarnesi í sumar.
Sunnudagshressa-
Tónleikamezza
SÖNGKONAN Britney Spears á
ekki í ástarsambandi við lífvörðinn
sinn eins og haldið hefur verið fram í
slúðurblöðum víða um heim að und-
anförnu.
Spears, sem sást borða róm-
antíska máltíð ásamt lífverðinum
Daimon Shippen í síðustu viku, segir
samband þeirra eingöngu atvinnu-
tengt og að hann hugsi aðeins um að
vernda hana og syni hennar tvo.
Spears og Shippen hafa sést sam-
an tvö ein nokkrum sinnum í mánuð-
inum og því var dregin sú ályktun að
þau væru að draga sig saman.
Þau nutu kertaljósakvöldverðar í
Los Angeles seinasta miðvikudag
eftir að Shippen hafði dvalið nokkrar
nætur í húsi Spears í Beverly Hills.
Þau sáust einn-
ig saman á söng-
leiknum Wicked
eftir að hafa feng-
ið sér drykk á
Los Angeles-
hótelinu Chateau
Marmont. Ship-
pen fylgdi henni
einnig til kirkju
síðasta sunnudag
ásamt sonunum tveimur.
Spears hélt á Jayden en Shippen á
Sean og huggaði hann þegar hann
fór að gráta.
Spears er ekki með barnfóstru og
því hjálpar Shippen henni stundum
að sögn heimildarmanns sem til
þeirra þekkir.
Ekki með lífverðinum
Britney Spears
LEIKKONAN
Jessica Simpson
hefur verið send í
þjálfunarbúðir.
Simpson mun
gangast undir
miklar andlegar
og líkamlegar æf-
ingar sem eru lið-
ur í undirbúningi
hennar fyrir
næsta kvik-
myndahlutverk
þar sem hún mun
leika atvinnu-
lausa leikkonu
sem gengur í herinn.
Hún fór í búðirnar á miðvikudag-
inn og verður þar í nokkra daga í
herþjálfun.
Í myndinni verður persóna Simp-
son miður sín þegar hún kemur að
kærastanum í rúminu með hár-
greiðslukonunni hennar.
Simpson sagði nýlega að hún ætl-
að að leggja mikið á sig fyrir þetta
hlutverk.
„Ég vil komast í mjög gott form
fyrir þessa mynd. Ég stefni að því að
geta lyft lóðum í mjög hælaháum
skóm,“ sagði hún.
Sagt er að Simpson hafi þegar
grennst um tvær fatastærðir á átta
vikum. Enda hittir hún einkaþjálf-
ara sinn fimm sinnum í viku og er á
ströngu megrunarfæði.
Simpson
vill í form
Jessica Simpson
HAFDÍS HULD mun halda sína
fyrstu tónleika hér á landi í Salnum,
tónlistarhúsi Kópavogs, fimmtu-
dagskvöldið 9. ágúst kl. 20.30.
Söngkonan sendi frá sér sína
fyrstu sólóplötu, Dirty paper cup, á
vegum Redgrape records fyrir síð-
ustu jól. Þessi frumraun Hafdísar
hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði
hér á landi og erlendis og var valin
poppplata ársins á Íslensku tón-
listarverðlaununum í janúar.
Undanfarið ár hefur að mestu far-
ið í tónleikaferðalög hjá Hafdísi og
hljómsveit hennar, en auk sjálf-
stæðra tónleika hafa þau einnig
komið fram á mörgum frægustu tón-
listarhátíðum Evrópu (Glastonbury,
Hultsfred, Les femmes s’en melent,
In the city) og hitað upp fyrir stjörn-
ur eins og Mika og Paulo Nutini í
Bretlandi og Frakklandi.
Hljómsveitina skipa auk söngkon-
unnar sjálfrar þau Alisdair Wright,
Steve Ling og Sarah Croft.
Miðasala er hafin hjá www.midi.is
og www.salurinn.is og er miðaverð
2.000 kr.
Hafdís Huld Söng- og tónlistarkonan heldur tónleika á Íslandi í ágúst.
Hafdís Huld spilar á Íslandi
www.hafdishuld.com
www.myspace.com/hafdishuld