Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VEIÐIMENN á leið í laxveiði fylgj- ast spenntir með veðurspánni, í von um að einhver breyting sé í kort- unum og loksins fari að rigna. Á það er þó bent að landið sé orðið það þurrt, að rigna þurfi hressilega í ein- hverja daga áður en vatn fer að ber- ast í árnar. Hins vegar er stór- streymt þessa dagana og veiðimenn geta lent í veislu, þótt vatnið sé lítið. Það fékk erlendur veiðimaður, sem Haraldur Eiríksson var að aðstoða í Hítará, að reyna í gærmorgun. Veiðimaðurinn var þá fisklaus eft- ir þrjár vaktir. Í fyrradag tók lax að hellast inn og leggjast á Breiðina, við veiðihúsið, og í Brúarfoss, og var mjög styggur. Að sögn Haraldar er áin „skelfilega vatnslítil“ en þessi ganga var einhver sú stærsta sem hann hefur orðið vitni að. „Í morgun, á milli klukkan níu og tólf, settum við síðan í fimmtán laxa. Þetta var dýrðin ein – við lönduðum 11. Í 22 stiga hita og logni.“ Hann sagðist hafa lengt taumana um helming og ekki þýddi að nota hefðbundnar hitstúpur í þessu við- kvæma vatni, eingöngu smáflugur. „Við tókum fyrsta fiskinn í Kverk- inni, flesta á Breiðinni og hættum síðan við Grettisstiklur. Þar settum við í fimm og lönduðum tveimur.“ Einungis um 60 laxar hafa veiðst í Hítará. Haraldur segir Langadrátt óveiðandi en nú liggi um 200 laxar í hyljum við veiðihúsið og að minnsta kosti 50 við Grettisstiklur. Hann hafði eftir sjómönnum í Borgarnesi, að lax væri á lofti um allt við hólmana utan við bæinn, og biði þess væntanlega að ganga í árn- ar á Mýrum og í Borgarfirði. Skyttur við Leirvogsá „Ástandið í þessum viðkvæmu ám er skelfilegt,“ segir Haraldur, sem er starfsmaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og fylgist vel með því sem er að gerast. „Skotveiðimenn voru ráðnir til að skjóta varg við ós Leirvogsár um helgina og skutu marga. Með því að halda varginum frá þora huguðustu laxarnir að ganga og þannig hafa verið að veið- ast 10, 12 fiskar á morgunvaktinni. Að bægja laxinum frá, þegar áin er svona niðri í grjóti, skiptir öllu máli.“ Hann hefur trú á því að það verði sprenging í laxveiðinni þegar loksins brestur á með vætu. „En það verður sveifla milli holla, því menn veiða þegar rignir en árnar verða fljótar að hrapa aftur, þar sem þær búa ekki að neinum vatns- forða.“ Laxabunkar í Elliðaánum Það er helst að góðar lax- veiðifréttir berist annars úr Elliða- ánum og af norðurausturhorninu. Góð veiði hefur verið í Selá. Síðasta holl náði á fimmta tug fiska og það fréttist af einni stöng með fjórtán. Orri Vigfússon og félagar hans opnuðu nýverið efsta svæði Selár, Leifsstaðasvæðið, en það hefur að hans sögn ekki verið opnað svona snemma fyrr. „Það gekk mjög vel, við náðum 13 löxum á tvær stangir á þremur dög- um. Laxinn er dreifður um allt.“ Þá mun Svalbarðsá vera í fínum gír, þar hafa veiðst um 30 laxar, og Hafralónsá er þokkaleg. Laxinn gengur af krafti í Elliða- árnar og liggur að sögn Jóns Þ. Ein- arssonar veiðivarðar í bunkum í neðstu hyljum. „Við erum komnir með 178, það komu níu á land í morgun og 18 í gær. Það væri gaman að eiga stöng hér núna, því þeir sem kunna að renna maðki eru í veislu.“ Sagði hann alla veiðina vera neðan við Höfðabakkabrú og laxinn vel haldinn og fallegan. Stór laxaganga gekk í Hítará í stórstreyminu og sjómenn segja laxa stökkva víða utan við Borgarnes Morgunblaðið/Einar Falur Sýningargripir Milli 40 og 50 laxar lágu ofan við Árbæjarstíflu í Elliðaánum í gær. Góð veiði er í Elliðaánum. „Þetta var dýrðin ein, lönduðum 11“ Veiðimenn segja laxveiðiárnar suðvestanlands skelfilega vatnslitlar og nánast óveiðandi. Stund- um fást laxarnir til að taka, eins og veiðimenn í Elliðaánum og Hítará hafa reynt. Í HNOTSKURN » Haraldur Eiríksson leið-sögumaður sá einhverja stærstu laxagöngu sem hann minnist ganga í Hítará í fyrra- dag. Á morgunvaktinni í gær veiddust 11 laxar á eina stöng. » Ágætis veiði er í Vopna-fjarðaránum. Hópur sem opnaði Leifs- staðasvæðið í Selá náði 13 löx- um. » Síðustu daga hafa veiðstfrá 18 og upp í 28 laxar á dag í Elliðaánum. Veiðivörðurinn segir þá sem kunna að renna maðki vera í veislu á svæðinu. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra kom í gær til Mið- Austurlanda en þar mun hún m.a. kynna sér stöðu mála í Ísrael og Palestínu. Ferðin hófst með heim- sókn á Gólan-hæðir í Norður-Ísrael, gamalt bitbein í deilum araba og Ísraela. Í dag mun Ingibjörg snæða hádegisverð með starfssystur sinni, Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísr- aels, og síðdegis er ráðgert að hún hitti varnarmálaráðherrann Ehud Barak í Tel Aviv. Á morgun, miðvikudag, er dag- skrá Ingibjargar Sólrúnar þétt- skipuð og felur m.a. í sér fund með Shimon Peres forseta. Fimmtudagurinn er helgaður Ra- mallah og fyrir hádegi hittir hún forsætisráðherrann Salam Fayyad í Ramallah auk þess sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Kvöld- verður með íslenskum starfs- mönnum hjálparsamtaka á svæðinu er síðan áætlaður um kvöldið. Ingibjörg Sólrún mun á föstudeg- inum heimsækja fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem og palest- ínskar flóttamannabúðir í nágrenni Betlehem. Ferðinni lýkur í Jórdaníu á laug- ardag þar sem utanríkisráðherra mun kynna sér aðstæður Íraka sem flúið hafa átökin í heimalandi sínu. Ingibjörg Sólrún í Mið-Austurlöndum              !" #$   &' (  * "                           ! "#                         HUNDURINN Lúkas, sem talið var að hefði verið drepinn á grimmilegan hátt, er á lífi. Lögreglunni á Akureyri barst í gær tilkynning um að Lúkas hefði sést fyrir ofan bæinn. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lög- reglunnar á Akureyri, var haft sam- band við eiganda hundsins sem fór á staðinn og varð þess fullviss að um Lúkas væri að ræða. Hans hafði verið saknað síðan í lok maí. Hótanir á netinu Tölvupóstur gekk manna á milli í júní þess efnis að sést hefði til ungra manna með Lúkas á bíladögum á Ak- ureyri helgina 15.–17. júní. Þeir voru sagðir hafa drepið hundinn á hrotta- legan hátt með því að setja hann ofan í íþróttatösku sem þeir spörkuðu á milli sín þar til hundurinn hætti að veina. Málið vakti mikla athygli og óhug og eigandi Lúkasar kærði það til lögreglunnar. Mikið var skrifað um hið meinta dráp á spjall- og bloggsíðum þar sem m.a. einn meintra gerenda var nafn- greindur. Honum var hótað í kjölfar- ið, m.a. lífláti. Finnur fyrir létti og reiði „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig mér líður núna,“ segir Helgi Rafn Brynjarsson en hann var nafngreindur sem meintur gerandi. Hann segir fyrstu viðbrögð við frétt- inni um fund Lúkasar vera létti en jafnframt reiði gagnvart fólkinu sem hefur hótað honum. Helgi Rafn hefur verið í felum síð- astliðnar vikur. „Ég hlakka til næstu helgar, að geta farið að skemmta mér niðri í miðbæ,“ segir Helgi Rafn sem hefur ekki hugmynd um af hverju hann var bendlaður við málið en ætl- ar sér að komast að því. Hann hefur ráðgast við lögfræðing um að fara í meiðyrða- og skaðabótamál við þá sem létu hæst í sér heyra um meint dráp og hótuðu honum. Þorði ekki til vinnu Helgi Rafn segir næsta skref vera að hreinsa mannorð sitt. Í kjölfar nafnbirtingarinnar þorði hann ekki að mæta til vinnu og er því atvinnu- laus. Nú þegar hann hættir sér út úr húsi ætlar hann að fara að ganga í fyrirtæki og sækja um vinnu. Helgi Rafn hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu en hann var á leiðinni frá Blönduósi til Akureyrar þegar Lúkas átti að hafa verið drep- inn. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er málið nú í höndum eigandans sem er sagður ætla að leita sér aðstoðar við að koma hundinum til síns heima. Hundurinn Lúkas er á lífi Maður sem sakaður var um að hafa átt þátt í að drepa hundinn íhugar meiðyrðamál Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lifir Haldnar voru tvær minningar- athafnir um Lúkas á Akureyri. BIFHJÓLAMAÐUR á fertugsaldri lést eftir árekstur við strætisvagn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innesvegar við Akranes í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akranesi eru orsakir slyssins ekki kunnar en ekki er talið að ofsaakstur eða ölv- un hafi komið við sögu. Maðurinn var látinn þegar lögreglan kom á staðinn og var farþegum strætis- vagnsins þegar í stað boðin áfalla- hjálp. Málið er í rannsókn. Banaslys á Akra- fjallsvegi BÚIST er við að níu slökkviliðs- menn af höfuðborgarsvæðinu, sem ákváðu að hjóla frá vitanum við Fontinn á Langanesi á norð- austurhorni landsins alla leið út á vitann á Reykjanestá, komi í mark í dag. Verður lagt af stað í síðasta áfangann, um 15 km leið frá Grindavík út á Tána, um ell- efu fyrir hádegi. Lagt var upp 7. júlí. Garparnir báru sig vel í gærkvöldi, þrátt fyrir nokkra þreytu. Leiðin lá yf- ir hálendið um Sprengisand og niður að Geysi, um Nesjavelli og þaðan til Grindavíkur. Að sögn Kjartans Blöndal, sem sagðist vera „í trússinu“, buðu stjórn- endur Bláa lónsins mönnunum í mat og var því boði að sjálfsögðu tekið með þökkum. Frá Fontin- um á Reykja- nestána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.