Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 17 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | „Margt af þessu vita æðarbændur nú þegar en það er samt mikilvægt að sanna það vís- indalega og getur auk þess komið að gagni víðar,“ segir Liliana D’Alba sem rannsakað hefur æðarfugl í Norðurkoti í Sandgerðishreppi und- anfarin ár. Rannsóknin er liður í doktorsnámi hennar við Glasgow- háskóla sem hún er nú að ljúka. Liliana, sem er frá Mexíkó, segist lengi hafa haft áhuga á fuglum og þegar hún var að leita sér að dokt- orsverkefni í námi sínu við Glasgow- háskóla í Skotlandi beindust sjónir hennar að æðarfugli. „Þetta er áhugaverð tegund til rannsókna. Fuglinn verpir í mörgum löndum en Ísland varð fyrir valinu vegna þeirr- ar umgengni sem æðarkollurnar eru vanar í æðarvörpum bænda. Þeir eru vanir fólki og er því minni hætta á að maður trufli varpið,“ segir Li- liana. Betra að vera í skjóli Rannsóknin er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og Fræðasetrið í Sandgerði, auk bændanna í Norðurkoti. Eitt árið naut Liliana styrkja frá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins og Æðarrækt- arfélagi Íslands en í sumar hefur hún verið á breskum styrkjum. Í sumar var með henni annar nem- andi frá Glasgow, Guillam McIvor. Bæði hafa þau áhuga á að koma hingað aftur næsta sumar, ef grund- völlur finnst. Liliana hefur mikið rannsakað orkunotkun æðarkollunnar á meðan hún liggur á eggjunum. Kollan nær- ist ekkert í tæpan mánuð, á meðan hún liggur á, og þarf því að undirbúa sig vel fyrir þennan tíma og nota orkuna síðan vel. Rannsóknin leiddi í ljós að þær æðarkollur sem völdu sér hreiður í vörðu umhverfi, ann- aðhvort frá náttúrunnar hendi eða í skýlum sem bændur útbúa, eyða minni orku en kollur sem verpa á ströndinni. Þá safnaði hún upplýs- ingum um áhrif umgengni og um- hverfisþátta svo sem veðurs og hita- stigs á kolluna. Liliana segir að niðurstöðurnar komi æðarbændum svo sem ekki á óvart, þetta séu flest hlutir sem þeir þekki af reynslunni, en mikilvægt sé að staðfesta vísindalega. Hún á eftir að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað var í sumar, meðal annars með síritandi hjartsláttarmæli sem settur var í hreiður æðarfuglsins sem gerviegg. Nýtur góðs af hitanum Æðarvarp fer vaxandi hér á landi, öfugt við það sem víða þekkist er- lendis. Liliana telur helst að skýra megi það út frá hækkandi hitastigi sérstaklega yfir veturinn þannig að fleiri kollur séu í líkamlega góðu ástandi þegar kemur að varpinu. Eins lifi fleiri ungar á hlýjum sumr- um. Telur hún að æðarfuglinn sé eina fuglategundin sem hagnist á gróðurhúsaáhrifunum og bendir í því sambandi á ætisvandamál ým- issa sjófugla. Eini fuglinn sem hagnast á hækkandi hitastigi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vísindamaður Liliana D’Alba vinnur að rannsóknum sínum í Norðurkoti og hefur þar aðstöðu hjá Sigríði Hönnu Sigurðardóttur og fjölskyldu. Reykjanesbær | Árlegum náms- styrkjum í námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Þrír námsmenn fengu styrki í ár, hver 150 þúsund krónur. Geirmundur Kristinsson sparisjóðs- stjóri og Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri Spkef, afhentu styrkina. Námsmennirnir sem styrkina hlutu í ár eru Björk Ólafsdóttir sem lauk BS-gráðu í læknisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, El- ísabet Rúnarsdóttir sem útskrifast með MS-gráðu í byggingarverk- fræði frá Norges teknisk-naturvi- tenskapelige universitet og Halldór Karl Halldórsson sem lýkur MS- gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Dómnefnd, sem skipuð var þeim Oddnýju Harðardóttur, bæjarstjóra í Garði, og Böðvari Jónssyni, að- stoðarmanni fjármálaráðaherra, sá um valið á styrkþegum. Það er innbyggt í stefnu Spari- sjóðins í Keflavík að veita vel til samfélagsins og styrkir til mennta- mála hafa aukist verulega á síðustu árum, segir í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum. Með tilkomu Íþróttaakademíunnar í Reykja- nesbæ og Keilis á varnarliðssvæð- inu hafa skapast ný tækifæri í menntamálum og hefur Sparisjóð- urinn í Keflavík tekið fullan þátt í þeim verkefnum. Einnig hefur sam- starf við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja verið með ágætum. 63 styrktir á 17 árum Námsstyrkirnir sem nú eru veitt- ir eru fyrir þá námsmenn sem eru að ljúka framhaldsnámi á háskóla- eða tækniskólastigi. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrkirnir mik- ilvægur hluti af því starfi. Þeir hafa nú verið veittir í sautján ár í röð og hafa samtals sextíu og þrír náms- menn fengið styrki á þessum tíma. Styrkþegar Geirmundur Kristinsson, Elísabet Rúnarsdóttir, Halldór Karl Halldórsson, Arnbjörn fh. Bjarkar Ólafsdóttur og Baldur Guðmundsson. Sparisjóðurinn veitir námsmannastyrki Húsavík | Húsavíkurhátíð verður haldin dagana 23. til 29. júlí. Undir hana falla Mærudagar sem haldnir hafa verið um árabil á Húsavík og Sænskir dagar sem haldnir hafa verið síðustu tvö árin. Tilgangur hátíðarinnar er að standa fyrir dagskrá sem vísar til menningarsögu svæðisins og auðga menningartengda ferðaþjónustu á svæðinu. Hátíðin er jafnframt inn- legg í flóru menningarviðburða á Norðurlandi, og er ætlað að höfða til húsvískra fjölskyldna nær og fjær sem og ferðamanna. Sænskir dagar hefjast mánudag- inn 23. júlí og verður sendiherra Svíþjóðar viðstaddur ásamt borg- arstjóra Karlskoga sem setur sýn- ingu með ljósmyndum þaðan. Mærudagar hefjast föstudaginn 27. júlí með fjölbreyttri dagskrá heimamanna og dansleik um kvöld- ið. Hátíðinni lýkur svo sunnudaginn 29. júlí. Dagskrána má nálgast á www.nordurthing.is. Tvær hátíðir sam- einaðar í veglega Húsavíkurhátíð LANDIÐ Ísafjörður | Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mýrar- knattspyrnu sem fram fer á Ísafirði gengur vel, að því er fram kemur hjá aðstandendum mótsins. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson hefur verið ráð- inn „drullusokkur mótsins“ og mun hafa yfirumsjón með því. Mótið verður haldið dagana 3. til 5. ágúst næstkomandi, í fjórða sinn. Leikið verður á fjórum keppn- isvöllum í Tunguskógi. Þá stendur til að bjóða keppendum og öðrum gestum upp á ýmsa afþreyingu, segir á vefnum myrarbolti.com. Undirbúa Evr- ópumótið í mýr- arknattspyrnu Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Boraðar hafa ver- ið tvær holur á háhitasvæðinu við Kröflu í sumar. Holurnar eru tæplega 2.500 metrar á dýpt en ekki liggur fyrir hvaða orku þær skila. Borinn Jötunn kom í Kröflu um miðjan apríl frá Azoreyjum. Hann hefur nú stefnuborað tvær holur á Kröflusvæði. Önnur er í Sandabotnaskarði, um 2,5 kíló- metra frá Kröfluvirkjun, í um 450 metra hæð. Dýpt hennar er 2.453 metrar. Hin holan er við Rauðhól, í um 500 metra hæð og aðeins um einn kílómetra frá virkjun. Lengd hennar er 2.490 metrar. Fram- kvæmd borana hefur gengið vel og áfallalaust. Nokkur tími mun líða þar til árangur þessara bor- verkefna kemur í ljós. Nú hefur Jötunn verið fluttur norður á Þeistareyki þar sem ætl- unin er að stefnubora tvær holur í sumar. Að þeim verkefnum loknum mun Jötunn verða fluttur í Bjarnarflag til að bora eina holu, seint í haust. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Gufuöflun Jötunn boraði 2.500 metra djúpa holu við Rauðhól á svæði Kröfluvirkjunar. Á myndinni sést svarfþróin að borun lokinni. Tvær holur boraðar við Kröfluvirkjun Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Við látlausa athöfn á Heilsustofnun Skagfirðinga á Sauð- árkróki var nýlega kynnt lítil íbúð, sem ætluð er krabbameinssjúkum, sem á heilsustofnuninni þurfa að dvelja. Það var Þorsteinn Þorsteinsson, læknir og formaður Krabbameins- félags Skagafjarðar, sem bauð við- stadda velkomna og sagði tilefnið vera, að fjölmargar gjafir, smáar og stórar, hefðu borist félaginu, svo sem alltaf áður, en lengstum hefðu þessar gjafir verið notaðar til kaupa á ýms- um tækjum til rannsókna, sem þörf hefði verið fyrir, en nú væri meiri áhersla lögð á forvarnir og hin síðari ár á það að sinna sjúklingunum enn betur og gera legu þeirra og dvöl auðveldari og betri. Nýlega hefðu veglegar minningargjafir bekkjar- systkina um Ögmund Helgason sagnfræðing, sem lést úr krabba- meini fyrir nokkrum misserum, svo og frá Kvenfélagi Lýtingsstaða- hrepps og afrakstur af vinnuvöku Sambands skagfirskra kvenna verið afhentar. Setustofa kemur síðar Hefði félagið ákveðið að þessar gjafir skyldu notaðar til að koma á fót lítilli íbúð á heilsustofnuninni fyr- ir krabbameinssjúka sem þar þyrftu að dvelja. Fyrir þessar gjafir hefði verið keypt meðal annars vandað sjónvarp, hljómflutningstæki, hús- gögn og annað það sem þarf til að íbúðin geti orðið sem vistlegust, þótt enn skorti nokkuð á að íbúðin væri fullbúin. Við hlið íveruherbergis er gert ráð fyrir setustofu þar sem sjúklingur getur tekið á móti ætt- ingjum og vinum, en ekki hefur enn verið gengið frá þeim hluta íbúðar- innar. Það var Herdís Klausen hjúkrun- arforstjóri sem veitti gjöfunum við- töku fyrir hönd heilsustofnunarinnar og þakkaði þann hlýhug sem þeim fylgdi. Opnuð lítil íbúð fyrir krabba- meinssjúka Morgunblaðið/Björn Björnsson Aðstoð Þorsteinn Þorsteinsson læknir og Herdís Klausen hjúkr- unarforstjóri fagna nýrri aðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.