Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝVERIÐ var haft eftir forstjóra
Íslandspósts, Ingimundi Sigurpáls-
syni, að hann teldi heppilegt að af-
nema einkarétt á póstdreifingu sem
allra fyrst. Forveri hans í starfi, Ein-
ar Þorsteinsson, var á
sama máli fyrir þremur
árum og sagði hann
eignarhald ríkisins
jafnframt heftandi þar
sem það kæmi í veg
fyrir þróun á sviði póst-
þjónustu. Þegar gengið
var á nýskipaðan sam-
gönguráðherra, Krist-
ján Möller, treysti
hann sér ekki til þess
að taka afstöðu í mál-
inu fyrr en eftir fund
samgönguráðherra
Norðurlandanna í
haust. Það liggur fyrir að frumkvæði
í þessu máli mun ekki koma frá sam-
gönguráðherranum okkar og því er
brýnt að aðrir alþingismenn taki
þetta mál upp á sína arma og fylgi
því eftir.
Undanfarið hefur Íslandspóstur
verið að útvíkka starfsemi sína og
fjarlægst upphaflegt hlutverk sitt
sem er samkvæmt opinberri skil-
greiningu að veita almenna og sér-
hæfða bréfa-, pakka- og send-
ingaþjónustu fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Fyrr á þessu ári keypti
fyrirtækið prentþjónustuna Sam-
skipti og hlut í vefmælingarfyr-
irtækinu Modernus, en þessi tvö fyr-
irtæki eru í alls óskyldum rekstri
sem ekki fellur undir
eiginlegt hlutverk fyr-
irtækisins. Íslands-
póstur er hlutafélag
sem enn er að fullu í
eigu ríkisins og nýtur
sérréttinda og hefur
einkarétt á póstdreif-
ingu innanlands sam-
kvæmt lögum.
Kaup hlutafélagsins
á einkafyrirtækjum og
ríkisvæðing þeirra er
með öllu óásættanleg
og til þess fallin að
raska eðlilegri sam-
keppni. Mikilvægt er að stjórnvöld
beiti sér fyrir því að draga ríkið út úr
allri beinni atvinnustarfsemi og
haldi áfram að bæta rekstr-
arumhverfi fyrirtækja. Það er dag-
ljóst að engin þörf er á ríkisprent-
smiðju eða innkomu ríkisins á
prentmarkaðinn þar sem samkeppni
einkaaðila blómstrar.
Það er á valdi alþingismanna að
afnema einkaréttinn á póstdreifingu
sem festur er í lög um póstþjónustu
nr. 19/2002. Það liggur fyrir að
einkarétturinn verður afnuminn,
það er bara spurning um hversu
hratt það gerist. Íslandspósti virðist
ekkert að vanbúnaði og því liggur
ákvörðunin hjá Alþingi. Samgöngu-
nefnd Evrópusambandsins skýrði
nýlega frá því að lönd sambandsins
hefðu frest til 2011 til þess að af-
nema einkaréttinn, en það er engin
ástæða til þess að bíða með afnám
hans á Íslandi þegar ljóst er að Ís-
landspóstur er tilbúinn til þess að
mæta samkeppni á markaði um
póstþjónustu.
Afnám einkaréttar
Íslandspósts tímabært
Íslandspóstur nýtur sérréttinda
sem á að afnema, segir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
» Það er á valdi alþing-ismanna að afnema
einkaréttinn á póst-
dreifingu. Íslandspósti
virðist ekkert að van-
búnaði og því liggur
ákvörðunin hjá Alþingi.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Höfundur er formaður Heimdalls,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
UNDANFARNAR helgar hafa
birst í fjölmiðlum viðtöl við starfs-
fólk á geðheilbrigðissviði um geð-
meðferð sem nefnd hefur verið
samfélagsgeðlækningar. Þetta sé sú
meðferð sem koma
skal. Þykja mér það
vera gleðitíðindi en
um leið dálítið skond-
ið, því það er eins og
við Íslendingar séum
sífellt að finna upp
hjólið aftur. Allavega
má segja að minni
okkar sé að verða
talsvert gloppótt. Ég
man nefnilega ekki
betur en að sam-
félagslækningar hafi
verið stundaðar hér
fyrir 30 árum og ein-
hver ár áfram á
Kleppi þegar ég steig
mín fyrstu spor sem
hjúkrunarfræðingur
á geðdeildum. Þegar
því meðferðartímabili
lauk rann upp að
mínu mati skeið með
áherslu á óhefta
lyfja- og lækn-
isfræðilega meðferð á
geðdeildum og flest
sem minnti á sam-
félagslækningar
hvarf smám saman úr
almennri umræðu allt þar til á allra
síðustu misserum. Skilja mátti að
félagslegar aðstæður og sam-
félagsleg úrræði ættu ekki að vera
mál geðdeildanna, að sögn forráða-
manna þar á bæ.
Þarna er sem betur fer að verða
breyting á, bæði vegna gagnrýni
notenda, aðstandenda og starfsfólks
og ekki síst vegna þeirrar þróunar
sem átt hefur sér stað í alþjóðlegu
samhengi, m.a. með undirskrift hér-
lendra heilbrigðisyfirvalda árið
2005 undir evrópska aðgerð-
aráætlun í geðheilbrigðismálum.
Þar kemur fram að helstu verk-
efnin séu að móta heildræna stefnu
og löggjöf í geðheilbrigðismálum,
efla forvarnir og koma á breyttum
áherslum í geðmeðferð, m.a. með
aukinni aðkomu notenda og að-
standenda og samvinnu milli þeirra
og heilbrigðisstarfsfólks og með því
að færa í auknum mæli geðmeðferð
út í samfélagið.
Á síðasta ári kynnti félagsmála-
ráðuneytið átak sitt í málefnum
geðfatlaðra. Ráðuneytið hefur nú
sett fram skýra stefnu í þessum
málaflokki sem gildir frá 2006 til
2010. Þar er m.a. tekið fram að í
málefnum geðfatlaðra verði kostað
kapps um að verklag og gæði þjón-
ustunnar verði á við það sem best
gerist í Evrópu. Komið verði á
gæðakerfi á landsvísu, samhæfing
og samstarf eru lykilatriði í áætl-
uninni og að árið 2010-2011 verði
meginhluti málaflokksins kominn á
hendur sveitarfélaga.
En það er þetta með samstarf og
samhæfingu sem ég hnýt einnig
um. Hér á höfuðborgarsvæðinu,
sem ég þekki best til, hefur verið að
þróast heilmikil sérfræðiþekking og
þjónusta utan við hinar hefðbundnu
geðdeildir sem er í raun samfélags-
þjónusta. Má þar nefna sér-
fræðiþekkingu og þjónustu starfs-
fólks athvarfa Rauða krossins,
klúbbsins Geysis, félagsmiðstöðvar
Geðhjálpar, notenda-
félaga eins og Hugar-
afls og nú síðast á veg-
um Heilsugæslu
Reykjavíkur, heima-
hjúkrunarteymi og
geðheilsu-eftirfylgd,
iðjuþjálfun, vettvangs-
teymi endurhæfing-
armiðstöðvar Kleppi og
vettvangsteymi BUGL
LSH. Einnig er mik-
ilvægt að nefna í þessu
þróunarferli starfsend-
urhæfingu á borð við
Janus, sambandsaðila
Hlutverk.is, Fjölmennt,
miðstöð símenntunar
fyrir fatlaða, starfsend-
urhæfingu Reykjalund-
ar, að ónefndri sér-
fræðiþekkingu
starfsfólks sambýla eða
stuðningsþjónustu
Svæðisskrifstofa víðs
vegar um landið. Þessir
aðilar hafa verið að
vinna að samfélagsþjón-
ustu við geðsjúka í þó
nokkur ár og þarna er
því mikil sérfræðings-
þekking til staðar.
En hver tekur að sér að halda ut-
an um samstarf og samhæfingu
þessara aðila? Enginn, svo ég viti!
Hvernig verða gæði þjónustunnar
tryggð þegar hvert úrræðið skýtur
upp kollinum af öðru og samstarfið
er lítið sem ekkert og virðist oft á
tíðum snúast mest um persónurnar
sem sitja við stjórnvölinn?
Í nýlegu viðtali við geðlækna og
sviðsstjóra geðhjúkrunar á LSH í
Morgunblaðinu er rætt um að sam-
félagsgeðlækningar eigi að skipu-
leggja útfrá sjúkrahúsinu því þar sé
þekkingin mest. Því er ég ósam-
mála. Vissulega er þar mikil þekk-
ing en þó misjöfn og vafasamt að
sjúkrahúsið sé best til þess fallið að
veita þessa þjónustu úti í samfélag-
inu. Geðdeildir eru nauðsynlegar
þegar það á við, en að mínu mati á
langtíma endurhæfing og sam-
félagsleg úrræði að vera sameig-
inlegt verkefni heilbrigðis- og fé-
lagsmálayfirvalda og engin ein stétt
er þar mikilvægari en aðrar. Sveit-
arfélög þurfa að móta sér stefnu í
geðheilbrigðismálum og setja á fót
sínar geðheilsumiðstöðvar og þarf
það ekki að koma í veg fyrir sam-
vinnu við frjáls félagasamtök eða
notendasamtök.
En hér þarf nauðsynlega að fara
að taka alvarlega þörfina á samhæf-
ingu og þverfaglegri samvinnu.
Samvinnu milli allra hags-
munaaðila, notenda, aðstandenda
og geðdeilda þeirra sem þegar búa
yfir sérfræðiþekkingu á samfélags-
þjónustu. Við erum mjög á eftir ná-
grannaþjóðum okkar í þessum efn-
um og það er kominn tími til að láta
verkin tala, allar raddir eru jafn
mikilvægar í þeim kór.
Hver á að
gera hvað?
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar
um samfélagsgeðlækningar
Guðbjörg Sveinsdóttir
»Hvernigverða gæði
þjónustunnar
tryggð þegar
hvert úrræðið
skýtur upp koll-
inum af öðru og
samstarfið er
lítið sem ekk-
ert…
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
KÓPAVOGSBÆR hefur auglýst
breytt deiliskipulag fyrir Kársnes,
byggt á rammaskipulagi sem
kynnt var íbúum í desember sl.við
fremur dræmar und-
irtektir þeirra sem á
hlýddu.
Ríflega 80 aðilar
skiluðu inn at-
hugasemdum vegna
rammaskipulagsins.
Hver athugasemd var
talin sem ein stök
þrátt fyrir að í flest-
um tilvikum væru að
minnst kosti 2 nöfn
bak við athugasemd-
ina og einhverjir með
undirskriftalista. Það
er því ljóst að fjöldi
þeirra sem eitthvað höfðu við mál-
ið að athuga sé umtalsvert meiri
en þarna kom fram.
Þeir sem sendu inn athugasemd-
ir fengu umsagnir við þeim í apríl
sl. frá Almennu verkfræðistofunni.
Svörin voru stöðluð og fram sett á
sannkölluðu stofnanamáli. Þau ein-
kenndust af hroka og algeru
áhugaleysi svarenda á aðstöðu
þeirra sem sendu inn athugasemd-
irnar. Mín upplifun var sú að það
væri sífellt verið að tala niður til
mín og oft á tíðum fannst mér eins
og menn væru ekki að reyna að
skilja athugasemdirnar.
Greinarhöfundur gerði t.a.m. at-
hugasemd vegna aukinnar svif-
ryksmengunar en í Morgunblaðinu
höfðu um þetta leyti verið birtar
rannsóknir sem sýndu að svifryk
við norðanvert Kársnes þar sem
höfundur býr var ofan hættu-
marka. Læknar höfðu einnig bent
á það í tengdum greinum að um-
rædd mengun hefði varanleg skað-
leg áhrif á lungnaþroska barna.
Gerð var sérstök athugasemd við
þetta en svarið sem kom frá Al-
mennu verkfræðistofunni var svo-
hljóðandi: „Mengun vegna svifryks
mun aukast með vaxandi byggð á
höfuðborgarsvæðinu, óháð því
hvort byggð verður þétt á Kárs-
nesi eða ekki.“ Verkfræðingurinn
virðist ekki hafa áttað sig á að ég
var ekki að gera athugasemd við
heildarskipulag höfuðborgarsvæð-
isins, heldur við skipulag sem kall-
ar á rúmlega tvöföldun umferðar
fram hjá húsinu mínu með tilheyr-
andi mengun. Einnig gerði hann
lítið úr þeirri staðreynd að það er
verulegur munur á magni svifryks
eftir því hvar á höfuðborgarsvæð-
inu er mælt.
Svo gott sem allir innsendendur
athugasemda lýstu
miklum áhyggjum sín-
um af aukningu á um-
ferð um hverfið og
sérílagi um Kárs-
nesbraut. Þónokkur
hluti þessa aðila hefur
búið hér á nesinu um
áratugi og ættu þeir
að vita í það minnsta
jafnvel og reiknilíkön
verkfræðingsins hve
mikla umferð Kárs-
nesbraut þolir með
góðu móti. Þetta eru
þeir aðilar sem marg-
oft hafa þurft að bíða eftir að geta
komist inn á götuna frá heimilum
sínum að morgni dags og að lokn-
um vinnudegi heim til sín. Á inn-
sendum athugasemdum mátti sjá
að flestum þótti nóg um umferðina
um götuna eins og hún er í dag.
Svarið sem kom frá Almennu verk-
fræðistofunni var svohljóðandi:
„Byggð á Kársnesi verður ekki
aukin umfram það sem umhverfið
og gatnakerfið á nesinu þola með
góðu móti.“ Ætla mætti af þessu
svari að um væri að ræða
íbúaaukningu upp á 1–200 manns
og þá með tilheyrandi aukningu í
umferð, ekki hátt í 5000 manns og
umferðaraukningu upp á 10–11.000
bíla á sólarhring. Það er með öðr-
um orðum verið að segja skynsöm-
um og fullkomlega heilbrigðum
íbúum bæjarins að þeir séu fávitar,
það sé ekkert mál að bæta eins og
einu Seltjarnarnesi af íbúum við
svæðið og að götur sem þessir
sömu íbúar hafa verið að kvarta
undan vegna umferðarþunga hafi í
raun og veru verið stórlega van-
nýttar.
Þessi upptalning inniheldur ein-
ungis brot af þeim hroka og dóna-
skap sem öllum þeim aðilum sem
sendu inn athugasemdir var sýnd-
ur.
Nú er verið að kynna deiliskipu-
lag fyrir svæðið og er tímasetn-
ingin jafnsérstök og þegar ramma-
skipulagið var kynnt. Sumarfrí
standa nú sem hæst hjá þorra
landsmanna og greinilegt að lauma
á kynningunni á skipulaginu í gegn
meðan fólk er í fríi. Það er frestur
til 21. ágúst til að gera at-
hugasemdir við deiliskipulagið. Ég
hvet alla ábyrga Kópavogsbúa til
að kynna sér tillögurnar og gera
við þær allar þær athugasemdir
sem ykkur kann að finnast réttar.
Ég bendi á að þeir sem ekki gera
athugasemdir innan tilskilins
frests teljast samþykkir deiliskipu-
laginu. Ég bendi einnig á að það
er áhrifaríkara að hjón eða sam-
býlisfólk sendi inn athugasemdir í
sitt hvoru lagi og að ekki séu send-
ir inn undirskriftalistar, enda gera
bæjaryfirvöld hvað þau geta til að
gera lítið úr þeirri almennu and-
stöðu sem við tillögurnar er.
Samtökin Betri Byggð á Kárs-
nesi hafa verið stofnuð til að berj-
ast á móti þessum ósóma. Þau
halda meðal annars úti vefsíðunni
www.karsnes.is en þar er að finna
upplýsingar um deiliskipulagið,
ýmsar upplýsingar um samtökin
auk þess sem hægt er að lesa inn-
sendar athugasemdir íbúa Kópa-
vogs við rammaskipulagið og svör
við þeim. Það er áhugaverður en
jafnframt sorglegur lestur þar sem
takast á sjónarmið skynsemi og til-
finninga annars vegar og illa dulin
gróðasjónarmið hins vegar.
Bæjarstjórn Kópavogs er vön
því að íbúar tauti hver í sínu horni
og að samstaðan meðal þeirra sé
takmörkuð. Þeir reikna með því
sama nú enda hafa Íslendingar
verið langþreyttir til leiðinda og
mótmæla. Í vesturbæ Kópavogs
mun kveða við nýjan tón því við
munum ekki sætta okkur við þess-
ar hugmyndir né þessa framkomu.
Deiliskipulag fyrir Kársnes
Þórarinn H. Ævarsson hvetur
Kópavogsbúa að kynna sér
breytt deiliskipulag fyrir
Kársnes
» Svörin voru stöðluðog fram sett á sann-
kölluðu stofnanamáli.
Þau einkenndust af
hroka og algeru áhuga-
leysi svarenda á aðstöðu
þeirra sem sendu inn at-
hugasemdirnar
Þórarinn H. Ævarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri og
býr við Kársnesbraut.