Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 25 UMRÆÐAN ÞEGAR ráðgjöfin birtist frá Hafró, um að fara með þorskaflann niður í 130 þús. tonn, sagðist sjáv- arútvegsráðherra ætla að fara mjög gaumgæfilega yfir allar for- sendur, hafa þver- pólitískt samráð, hafa samráð við hags- munaaðila, svo og vís- indamenn. Ekki hefur ráð- herrann enn haft þver- pólitískt samráð og mér er ekki kunnugt um að hann hafi haft samband við nokkurn þann í vísindageir- anum, sem hefur leyft sér að bera brigður á forsendur Hafró við „uppbyggingu“ þorsk- stofnsins sl. 24 ár. Flestir sem koma að stjórn fisk- veiða, ráðherrar og alþingismenn virðast vera sammála Hafró um að skera þurfi niður afla í þeim til- gangi að „byggja upp“ þorskstofn- inn. Ég hef hins vegar ekki heyrt haldbæran rökstuðning um að það sé yfirleitt hægt, miðað við ýmsar upplýsingar og gögn sem koma fram í skýrslum Hafró. Ég hef að- eins heyrt talsmenn stofnunarinnar böðlast á fullyrðingum án þess að rökstyðja þær með haldbærum gögnum. Þeir segja t.d. að það þurfi að stækka stofninn með því að veiða minna, en jafnframt að þyngd eftir aldri, það sem í dag- legu tali er kallað vöxtur, sé í sögu- legu lágmarki. Það þýðir vænt- anlega að fæðuskortur sé ríkjandi hjá þorski. Við slíkar aðstæður er harla ólíklegt að stofninn stækki þó látið sé af veiðum. Hungraður þorskur vanþrífst og er viðkvæmur fyrir sjúkdómum og mótlæti og étur undan sér til að komast af. Vaxtarstöðnun er ein- kenni vanveiði en ekki ofveiði og það verður að gera þá lágmarks- kröfu til þeirra sem fást við fisk- veiðiráðgjöf að þeir þekki mun á einkenn- um ofveiði og van- veiði. Í ofveiddum stofni eru einstakling- arnir fáir en þeir eru ungir hraðvaxta og holdmiklir vegna þess að fæða er í umfram- magni. Þessu er öfugt farið ef um vanveiði er að ræða: Horaðir, gamlir hægvaxta fisk- ar sem geta líka verið fáir vegna þess að þeir hafa ofnýtt fæðubúrið. Auk þess að fást við vonlaust verkefni, stækka sveltandi fiskstofn með friðun, segir Hafró að tilgang- urinn sé að stækka hrygning- arstofninn því stór stofn gefi af sér meiri nýliðun eða viðkomu. M.ö.o. er að vandamálið sé að það vanti seiði, en varla getur það verið vænlegt að bæta við ein- staklingum í sveltandi stofn? Auk- inn seiðafjöldi kemur einungis að gagni sem fóður handa foreldr- unum. En hvernig stenst fullyrðingin um að stór hrygningarstofn gefi meira af sér en lítill? Á myndunum sem fylgja greininni má sjá sam- band hrygningarstofns og nýlið- unar allt frá árinu 1955. Tölurnar eru sóttar í skýrslu Hafró. Ekki er unnt að sjá að myndin styðji þessa fullyrðingu, stóri stofn- inn um miðja sl. öld gaf ekkert meira af sér en minni hrygning- arstofn síðar. Fremur er unnt að tala um öfugt samband. Fullyrðing Hafró um að stór hrygningarstofn sé frjósamari en lítill er klárlega röng. En einhvern veginn fá þeir áfram að veifa röngu tré af- skiptalaust. Þegar skoðað er sérstaklega tímabilið 1964-2005 má greinilega sjá öfugt samband, stór hrygning- arstofn gefur minna af sér en lítill, auk þess sem stigsmunur verður á nýliðun eftir 1985 eftir að farið er að stjórna veiðum með aflamarki og draga verulega úr sókn – til þess að byggja upp stofninn (!). Líklegt er að samdráttur í afla með handafli valdi hungursneyð, sjálfáti og vanmati á stofni. Sé það rétt er alveg víst að ef farið verður að tillögum um veru- legan niðurskurð á þorskafla mun- um við standa frammi fyrir sama vandamáli að ári: Árangursleysi í „uppbyggingunni“ og tillögum um áframhaldandi niðurskurð. Eina leiðin til að komast út úr ógöngunum er að auka veiðar – svo mikið að veiðarnar fari að hafa áhrif á stofninn þannig að vöxtur lagist. Verði að þessu sinni farið pínulítið fram úr, kemur Hafró að ári og segir að veitt hafi verið fimm fiskum of mikið. Hvað gera bændur þá? Stjórnmálamenn í gíslingu Hafró Jón Kristjánsson skrifar um niðurskurð þorskaflans í 130 þúsund tonn » Fullyrðing Hafró umað stór hrygning- arstofn sé frjósamari en lítill er klárlega röng. En áfram fá þeir að veifa röngu tré af- skiptalaust. .Jón Kristjánsson Höfundur er fiskifræðingur. Hrygningarstofn og nýliðun í tímaröð 1955-2003. Hér má sjá stærð hrygn- ingarstofnsins í tonnum á hverjum tíma og þá nýliðun, í milljónum 3 ára, sem hann gaf af sér. Stóri stofninn 1955-60 gaf alls ekki meira af sér en minni stofn síðar. Reyndar virðist nýliðun vera í öfugu hlutfalli við stærð hans. Hér hefur tímabilið eftir 1964 verið tekið út sérstaklega til að skýra mynd- ina og hér má sjá öfugt samband: Stór stofn gefur litla nýliðun og öfugt. Stigsmunur verður á nýliðun eftir 1984 þegar stjórnun með aflamarki hefst. Meðal nýliðun fellur úr 212 milljónum í 133 milljónir. Líklegt er að stjórnun með aflamarki takmarki aflatoppa og feli þar með nýliðun - og vanmeti stofnstærð. Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins fyrir nokkru er skýrt frá því að nú eigi að hefja sýningar á ný á vinsælum sjónvarpsþætti sem ber heitið „Allt í drasli“. Það sýnir ljóslega á hvaða menningarstigi við erum, eftir að hafa gengið um götur Reykjavíkur og hent öllum úrgangi sem okkur tilheyrir á götur borgarinnar að þá sé það góður kostur að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á drasl nágrannans, sama drasl og við erum búin að hafa fyrir augunum allan daginn. Ég rek verslun við Lauga- veginn, þegar ég kem til starfa á morgnana má finna smokka, spraut- unálar, flöskur og glös í bakgarði hússins sem ég starfa í auk þess sem þessi garðhola er iðulega notuð sem salerni fyrir borgarbúa. Þá er ótalið þúsundir sígarettustubba og tyggjóklessur sem klístrast á skóna okkar og berast um allan bæ innan sem utandyra. Ég fer fótgangandi til vinnu minnar og hvert sem litið er má sjá dósir, matarílát, sælgætisbréf og annan úrgang, svo ekki sé nú minnst á allt veggjakrotið. Það sem fangar athygli manns eru einnig illa hirtir kofar víðs vegar um miðbæ- inn, byrjar uppi á Hlemmi og nær niður allan Laugaveginn og gangi maður upp Hverfisgötuna er það sama sagan. Mér fannst hálfbroslegt að sjá borgarstjórann hálfklökkan í sjón- varpinu tala um menningararfinn sem brann niðri á Lækjartorgi í vor, þetta voru ekki annað en illa hirt kofaskrifli og hafi einhver menning- arveðmæti leynst í þessum kofum hefði þá ekki verið löngu tímabært að hreinsa til að lofa þessum verð- mætum að njóta sín? Það eru fáar borgir í Evrópu sem státa af eins fallegu borgarstæði eins og Reykjavík en því miður er borgin okkar að verða sóðalegasta borg hinna svokölluðu siðmenntuðu þjóða, minnir helst á Delhi á Ind- landi þar sem endurvinnsla fer fram á götum borgarinnar, öllu hent á göturnar og flækingarnir hirða svo það sem nýtanlegt er, hitt eyðist með tíð og tíma, munurinn er helst sá að á Indlandi er ekki til eins mik- ið af áli og plasti. Mig langar að benda þáttastjórn- endum „Allt í drasli“ á að það væri góð hugmynd að fara með mynda- vélina um miðborgina og sýna um- gengnina þar. Heimili manna eru þeirra hreiður og menn mega skíta í hvert horn þar ef þeir vilja, en borg- ina eigum við saman og okkur ber siðferðileg skylda til að sýna hvert öðru þá sjálfsögðu kurteisi að ganga um eins og viti bornar manneskjur. MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR, kaupmaður á Laugavegi. Sóðaborgin Reykjavík Frá Margréti Kjartansdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ROSALEG fyrirsögn, ekki satt, en því miður hafa svona orð verið notuð ógætilega í tíma og ótíma frá því hið umdeilda kvótakerfi fór að hafa áhrif, kerfi sem án efa var komið á með sjálfbærni í fiskveiðum að leiðarljósi en hefur snúist í höndum stjórn- valda. Ef ég man rétt var í upphafi ekki talað um gjafakvóta eða sæ- greifa. Eðlilega komu þessi orð ekki upp strax, því við kvótasetningu var skertur möguleiki dugmikilla útgerðar- og sjómanna til að veiða. Þeir gátu ekki veitt eins mikið og áður og heim- ildir voru ítrekað skert- ar eftir það. Þeir sem höfðu bolmagn og/eða sýndu áræði keyptu sér hins vegar viðbótarkvóta eða leigðu. Þessir menn eru ekki þjóf- ar. Gjald fyrir fiskveiðiheimildir hef- ur farið stighækkandi og er í raun langt umfram það sem venjuleg út- gerð getur staðið undir. Brask með þennan rétt hefur hins vegar leitt af sér víðtæka spillingu sem ekki á að líðast og ekki er hægt að réttlæta, en er þessi spilling og óréttlæti útgerð- armönnum að kenna? Ég segi nei. Minn skilningur er að gjafakvóti sé ekki til í raunveruleikanum. Ef ein- hver getur kallast sægreifi, þá á hinn sami þann vafasama heiður Hæsta- rétti Íslands að þakka. Rétturinn eignaði útgerðarmönnum óveiddan fisk syndandi í sjónum, eins fáránlegt og það nú er. Forsagan er sú að til málareksturs kom vegna skattamála. Skattstjóri nokkur skattlagði veiði- réttinn sem eign, þrátt fyrir að svo gæti farið að kvótinn yrði skertur og óvíst hvort næðist að veiða þennan fisk. Útgerðarmenn voru ósáttir með skattinn og eftir málarekstur hnekkti undirréttur stjórnvaldsákvörðun skattstjórans. Þá varð fjár- málaráðherra ósáttur. Hann, fyrir hönd rík- isins, áfrýjaði til hæsta- réttar og þar var nið- urstaða undirréttar felld úr gildi. Þannig varð nú blessaður sæ- greifinn til. Hvernig væri nú að setja lög sem stöðva þessa vit- leysu? Það ætti enginn að geta átt auðlindir. Varinn atvinnuréttur með skilyrðum er ann- að mál. Leggjum spilin á borðið Til að geta rætt þess mál af skyn- semi þurfum við láta af ábyrgð- arlausu tali og leggja öll spilin á borð- ið, líka brottkastið og löndun framhjá vigt . Við þurfum þó ekki að henda kerfi sem um margt eykur á hag- kvæmni í útgerð og ekki megum við slátra vel reknum fyrirtækjum með breyttu kerfi. Ég er ekki sérfræð- ingur í útgerð eða fiskveiðistjórnun en er viss um að með réttu hugarfari er hægt að laga kerfið þannig að hagsmunir byggða verði betur tryggðir. Víst er að hagsmunir munu rekast á og einhverjir verða ósáttir með niðurstöðuna, en ef við leggjum okkur fram og vinnum þetta af sann- girni mun það takast án þess að kippa fótum undan eðlilegri starfsemi. Hagsmunagæsla LÍÚ og Lands- sambands smábátaeigenda er eitt, en skynsamleg stjórnsýsla er annað. Nú verður kvóti enn einu sinni skertur og það verulega. Þessi að- gerð kemur mest niður á þeim byggðarlögum og útgerðum sem standa höllum fæti og eiga allt sitt undir þeim afla sem á land berst. Við þessum vanda verður að bregðast, en þar verður þó að fara varlega, því ekki viljum við ákveða hvar hver skal búa og við hvað hver starfar. Það er ríkisins að sjá fyrir almennum bú- setuskilyrðum og sjá til þess að farið verði að lögum um fiskveiðar en ekki með beinni aðild að atvinnurekstri. Höldum því sem áunnist hefur og breytum því sem breyta þarf í þessu kerfi án kollsteypu, lífríkinu og þjóð- inni til hagsældar. Heiðrum þá sem ná árangri og hættum að líta á út- gerðarmenn eins og sakamenn. Þannig skítkasti verður að linna og þar bera allir ábyrgð. Hvorki ég né þú getum raunverulega átt óveiddan fisk til að leigja eða selja. Það eru þeir sem kosta einhverju til að ná honum sem verða að standa og falla með útgerð sinni. Ef vel gengur munu allir njóta. Gjafakvóti, sægreifar, þjófar og glæpahyski Öllu skítkasti verður að linna, segir Snorri Sigurjónsson m.a. í þessari grein um kvótamálin »Höldum því semáunnist hefur og breytum því sem breyta þarf í þessu kerfi án kollsteypu, lífríkinu og þjóðinni til hagsældar Snorri Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.