Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 29 mannblendnir en líka prúðir og kurt- eisir og bjóðast til að sýna okkur gróðurhúsin. Þorbergur, sá eldri, fer fyrir þeim. Þeir leiða okkur um húsin, segja okkur ýmsa leyndardóma rósa- ræktar og benda okkur á alls kyns til- brigði lita og lögunar rósanna. Það er jólaboð hjá Imbu ömmu- systur og Bjarna bónda hennar. Systkinin Þorbergur, Þrándur og Þórunn og stóru dætur hennar Birnu dóttur minnar, Sigrún og María, þrengja sér öll saman í og í kringum stofusófann þeirra Imbu og Bjarna. Sigrún og Þrándur hafa lent saman í bekk í menntaskóla og öll eru krakk- arnir vinir. Það er glatt á hjalla í sóf- anum sem annars staðar í jólaboði Imbu og Bjarna, og jafnvel þriðju kynslóðinni finnst það ómissandi liður í jólahaldinu. Ömmusystkini og makar í systk- inapartíi hjá ömmu. Óvænt er dyra- bjöllunni hringt, inn kemur fríður flokkur hávaxinna og fallegra ungra manna. Þar voru komnir bræðurnir Þorbergur og Þrándur og Einar Roth frændi þeirra að heilsa upp á ömmu sína. Þeim bregður hvergi þó frænd- fólkið sé fyrir. Setjast, eru ræðnir, frjálsmannlegir og brosmildir við gamla gengið. Og enn er það Þor- bergur sem fer fyrir. Eftir hæfilega setu þakka þeir fyrir sig og kveðja með virktum út í sumarnóttina að líta aðeins á mannlífið. Það er mikil sorg að sjá á bak ung- um manni sem Þorbergi, svo litfögr- um rósahnappi að springa út. Ég bið Guð að blessa elsku Veru mína, Þránd og Þórunni og Gísla og alla aðra ástvini Þorbergs. Veri Þor- bergur Guði falinn. Sigrún Björnsdóttir ömmusystir. Grimmd lífsins getur verið slík og svo gersamlega ólýsanleg að ekki er fyrir nokkurt mannsbarn að reyna að skilja. Eins stutt og bilið á milli lífs og dauða virðist, þá verða þessir tveir heimar skyndilega svo óralangt hvor frá öðrum. Dauðann ber einhvern veginn alltaf brátt að. Sama þótt hann hafi staðið yfir hausamótunum á Þor- bergi oft áður, þá hefði mig aldrei ór- að fyrir að hann yrði hrifsaður burt svona allt í einu. Þegar ég var fimm ára var Bergur baðaður í brúnum bala í Ráðagerði og ég fékk að horfa á litla barnið sprella í vatninu. Þar sem ég er örverpið í minni fjölskyldu var Þorbergur fyrsta ungbarnið sem ég umgekkst. Óskap- lega spennandi að fá að halda á þess- um litla dreng, grunlaus um að ég ætti eftir að verða stöðugur heima- gangur hjá Gísla og Veru næstu 10 árin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eyða stórum hluta æsku minnar á heimili Þorbergs og fékk að fylgjast með honum og systkinum hans tveim- ur vaxa úr grasi og verða að ein- stökum manneskjum úr skíragulli. Þorbergur, Þrándur og Þórunn eru þau albest gerðu börn sem ég hef nokkurn tímann kynnst, það er óhætt að segja að þau hafi einungis fengið það besta frá báðum foreldrum, slíkt var atlætið og umhverfið yndislegt. Það var endalaust fjör í kringum fóninn í Hveramýri, sköpunargleði og uppátækjasemi einkenndu daglegt líf og var Þorbergur órjúfanlegur hluti af þessari skemmtilegu veröld sem heimili þeirra var. Myndlistin var ætíð í hávegum höfð og listaverk ým- iskonar í stöðugri framleiðslu. Þor- bergur gat setið tímunum saman og dundað sér við að mála, grafalvarleg- ur á valdi listamannagenanna sem hann bar í blóðinu. Það er óhætt að segja að strax frá blautu barnsbeini hafi Þorbergur ver- ið mikill matmaður. Aldrei nokkurn tímann minnist ég þess að hafa þurft að dobla ofan í drenginn bita. Eitt sinn, þegar Bergur var nýorðinn árs- gamall, sporðrenndi hann heilli rjómatertu við eldhúsborðið í Dals- garði, með guðsgöfflunum dundaði elsku litli kallinn sér við hnallþóru af gríðarlegri einbeitingu, viðstöddum til mikillar skemmtunar. Hann lét ekki hlátrasköll og myndavélasmelli trufla sig heldur sat rjóður í kinnum, yfirvegaður og æðrulaus, í rjóma- tertualsælu. Sú yfirvegun sem tók sér bólfestu í augum Þorbergs bókstaf- lega skein af honum alla tíð. Skömmu eftir að Þorbergur byrjaði að tala man ég eftir að hann fór mikið að nota orðið lostæti, hann átti það til að taka upp hressandi orð og lauma inn í barnamálið. Með því gat hann gætt hversdagslegustu hluti miklum hátíð- arbrag – þegar til að mynda rúg- brauðssneið með kindakæfu varð að lostæti. Seinna gæddi Þorbergur heiminn hátíðleika með því að bera á borð sitt eigið lostæti, þar sem kokka- mennskan varð hans líf og yndi. Yfirvegun og hlýja einkenndi þenn- an einstaklega ljúfa dreng sem verður nú sárt saknað í þessum heimi. Sannkallaður gulldrengur þú ert, elsku Þorbergur frændi, og efast ég ekki um að þú munir fá að skína þínu skærasta þar sem þú ert núna, megi allt himnaríki njóta góðs af lostæti þínu og hjartahlýju. Þín einlæg Birta Fróða. Það er þyngra en tárum taki að sjá á eftir Bergi frænda, þeim góða dreng. Skarðið sem höggvið var í frændgarðinn aðfaranótt sunnudags- ins verður aldrei fyllt, en minningarn- ar verða ekki frá okkur teknar því Bergur er hluti af okkar lífi. Alltaf þegar mikið hefur staðið til var Berg- ur til staðar – við fermingar, afmæl- isveislur og áramót. Bergur var með í mat hjá ömmu Siggu, við laufa- brauðsskurð og þegar verkin hans afa Dieters voru sett á sýningu. Við vor- um með Bergi í Genf og Basel, Kína og New York. Og á Hellnum og í Mosó – og þegar ekkert sérstakt var á seyði annað en að leika sér og vera saman. Við eigum fleiri myndir af Bergi en nokkrum öðrum – þær bæta nokkru við þegar við viljum ylja okk- ur við minningarnar, sem eru allar góðar. Sá mikli vinskapur og sam- heldni sem ríkir meðal fjölskyldunnar og systkinabarnanna allra er stuðn- ingur á sorgarstund. Við sendum Veru, Gísla, Þrándi og Þórunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og sam- hryggjumst öllum vandamönnum og vinum Bergs. Hvíli hann í friði. Solveig, Þórður, Karl og Lára. Elsku besti Bergur. Nú sit ég og geri það sem ég hélt að ég þyrfti aldrei að gera í lífinu. Ég sit og ætla að skrifa nokkur minningar- orð um þig, viskusteinninn minn. Elsku frændi, það ert þú sem hefur fært mér svo mikla visku, kennt mér að lifa lífinu. Þegar ég var að kvarta þá sagðir þú mér að hætta að væla og njóta lífsins til fulls eins og þú gerðir hvern ein- asta dag. Manstu þegar við vorum heima hjá þér í Ævintýra-Hveramýri? Þar sem við ásamt krökkunum í dalnum teikn- uðum, leiruðum, lituðum og gerðum alla hina skemmtilegu hlutina sem við gátum ekki gert annars staðar. Manstu þegar við bjuggum til heilu leikritin, tókum þau upp á vídeóvél og sváfum svo heima hjá þér ásamt krökkunum í dalnum í risaflatsæng? Við sofnuðum saman við ævintýrin á hljóðsnældunum, stóru koddunum og þykku dúnsængunum. Manstu þá daga, þær vikur, þau ár þegar við lékum okkur svo mikið sam- an í dalnum? Ég og Helga ætluðum að koma til þín í óvænta heimsókn á Stóru-Tjarn- ir, ég hlakkaði svo mikið til að hitta þig, en gat ekki setið á mér og sagði þér frá því og við vorum búnir að ákveða að fara saman í hvalaskoðun þegar við kæmum. Leiðinlegt þótti mér að hafa misst af útskriftarveislunni þinni frábæru, en ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir það að hafa fengið þig í heimsókn til Danmerkur, þar sem þú, Siggi og Diljá voruð hjá okkur í nokkra daga. Það voru okkar síðustu stundir sam- an, þar sem við eyddum nokkrum dögum í að slaka á og njóta lífsins saman. Ég er svo þakklátur fyrir þær stundir. Það sem þú gafst af þér er ómet- anlegt, allir sem þekktu þig eru upp- fullir af kærleik og lífsgleði frá þér. Það var aldrei neitt að hjá þér, sama hvað bjátaði á. Það var aldrei neitt leiðinlegt heldur var allt misskemmti- legt. Ef einhver hafði eitthvað nei- kvætt í fórum sínum, þá breyttir þú því í hið jákvæða á örskömmum tíma. Þú ætlaðir þér að skara fram úr í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og það gerðir þú svo sannarlega elsku frændi. Nú er skærasta stjarnan í Mos- fellsdal farin og engin önnur kemur í hennar stað. Stjarnan mun skína tvöfalt í huga allra sem þekktu hann frænda minn, Þorberg Gíslason. Þú munt eiga stóran stað í hjarta mínu, fullan af visku þinni og góðum minningum um þig alla mína ævi. Þinn frændi og vinur að eilífu, Gísli nafni. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Bergur frændi. Þú ert far- inn. Við erum minnt á hve lífið getur verið hverfult og að hver stund er okkur svo dýrmæt. Þannig er lífið, það gerist og stundum harkalega eins og núna. Það er partur af lífinu, eins sárt og það er. Þú varst þú sjálfur og virtist fara þínar eigin leiðir í lífinu. Fallegur og bjartur. Það hefur verið höggvið skarð í þinn fallega systkina- hóp og stóran frændsystkinahóp. Elsku Vera, Gísli og Helena, Þránd- ur, Þórunnn, Hrefna og Hildur Krist- ín, hugur okkar er hjá ykkur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Högni, Ragna og Halla. Á meðan sumarhitinn sótti okkur heim dag eftir dag kastaði dauðinn köldum skugga sínum yfir dalinn. Andlát Þorbergs Gíslasonar kom okkur öllum í opna skjöldu og erfitt er að skilja óréttlæti lífsins á slíkum stundum. Þorbergur sleit barnskónum í Mos- fellsdal, lífsglaður piltur sem voru all- ir vegir færir, alltaf brosmildur og prúður. Hann lauk námi sem mat- reiðslumaður síðastliðið vor og þeim SJÁ SÍÐU 30 ✝ BJÖRN SIGURÐSSON frá Lækjarnesi í Hornafirði, sem lést, þriðjudaginn 10. júlí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í Hornafirði, miðvikudaginn 18. júlí kl. 14.00. Karl Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, Jörfagrund 52, Kjalarnesi, andaðist á heimili sínu, miðvikudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram, fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.00, í Grafarvogskirkju. Innilegar þakkir sendum við til starfsfólks Karítasar, þeim Ásdísi og Valgerði, fyrir hlýhug og velvild í garð okkar allra. Karl Jósefsson (Drago Vrh), Björn Rúnar Sigurðsson, Sigríður Viðarsdóttir, Davíð Vrh Karlsson, Sonja Karlsson, María Vrh Karlsdóttir, Donaldur Engley, Davor Karlsson, Birna Jóhanna Ragnarsdóttir og ömmubörnin. ✝ VIGDÍS J. R. HANSEN, Hraunbæ 172, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti að morgni laugardagsins 14. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 20. júlí kl. 11.00. Aðstandendur og vinir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SKAGFJÖRÐ, Hraunbæ 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 13. júlí. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju, þriðju- daginn 24. júlí kl 15:00. Ingimar Guðmundsson, Sigurður Skagfjörð Ingimarsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðmundur Már Ingimarsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæru, GYÐA SIGVALDADÓTTIR og SVANBORG SIGVALDADÓTTIR, verða jarðsungnar frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 18. júlí kl. 15.00. Kristján Guðmundsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Jón Eiríksson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón M. Baldvinsson, Jóhannes Guðmundsson, Sigríður J. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.