Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 handsama, 4 kuldi, 7 minnast á, 8 trylltur, 9 víð, 11 lifa, 13 þroska, 14 hæfileiki, 15 bryggjusvæði, 17 viðauki, 20 púka, 22 segir ósatt, 23 selir, 24 harma, 25 skyld- mennisins. Lóðrétt | 1 lítils virði, 2 bor, 3 mjög, 4 óstelvís, 5 snákur, 6 geta neytt, 10 rándýr, 12 beita, 13 sterk löngun, 15 óðalsbónda, 16 fallegur, 18 lagast, 19 nauts, 20 mannsnafn, 21 kjána. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gloppótta, 8 rafts, 9 tíðar, 10 sóa, 11 skari, 13 Ránar, 15 bliks, 18 salat, 21 vot, 22 garða, 23 aftan, 24 hrokafull. Lóðrétt: 2 lyfta, 3 passi, 4 óætar, 5 taðan, 6 hrós, 7 grár, 12 rok, 14 áma, 15 buga, 16 iðrar, 17 svark, 18 starf, 19 lítil, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þótt hæfileikum þínum sé ekki tekið opnum örmum skaltu samt halda áfram. Láttu eldmóðinn ráða för, og þú munt bera af. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hlutirnir ganga vel núna og því er rétti tíminn til að leggja til hliðar pen- inga í banka, mat í búrið. Hugsa skal um harða tíma þegar allt leikur í lyndi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það góða við að hafa tvöfaldan persónuleika er að þú þarft ekki að bregðast við á einn veg. Aðrir segja „svona er ég“ en þú getur í hvert sinn ákveðið hvernig þú ert. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum áttu erfitt með að horfa á lítil börn gráta því þú manst hvernig þér leið oft sem barni með ótta- lega viðkvæmt hjarta. Í dag ertu mun sterkari. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það sem fær þig til að brosa er til- breyting, bæði í því sem gera skal og fólkinu sem þú umgengst. Í dag lærir þú meira af fjölbreytileika en einsleitni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekki vera hræddur við að gefa fólki sem starfar undir þér erfið verk- efni. Áskorun fær þig til að gera og líða betur en þú áleist mögulegt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það sem þér finnst vera mistök get- ur einhver annar séð sem lítið mál, eða alveg meiriháttar vandamál. Finndu út hvað öðrum finnst áður en þú byrjar að hjálpa. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Litlar sálir vinna til að aðr- ir geti séð hvað þær eru að gera. Þú vinnur hins vegar til að vinna. Vinnan er frábær verðlaun í sjálfu sér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Njóttu eins dags þar sem þú leyfir allri þinni sérvisku að taka völd. Þegar þú sérð að þú einn stjórnar ímyndunarlestinni geturðu farið hvert sem er. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar kemur að aga ertu ósigrandi. Ef þú framkvæmir vissa sex hluti í réttri röð kemst þú næst því sem þú þráir mest. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum kemur fólk fram við þig eins og barn, því það tekur ungum anda þínum sem vanþroska. Þú veist meira en það heldur og færð tækifæri til að sanna það í kvöld. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Öfugt við það sem fólk álítur er tíminn vinur sem vinnur að háleitustu markmiðum manns. Byrjaðu á sið sem þú fylgir í þrjár vikur og þú munt flytja fjöll. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 Rbd7 11. g4 b5 12. Hg1 b4 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 a5 15. g5 Rh5 16. Kb1 a4 17. Rc1 Da5 18. Rd3 Hfb8 19. Hg4 Rf4 20. Rxf4 exf4 21. Bxf4 g6 22. Bg3 Bf8 23. Hc4 Rc5 24. Bf2 Bg7 25. Bxc5 dxc5 26. d6 a3 27. b3 Bd4 28. d7 Hd8 29. Bh3 Ha6 30. He1 f5 Staðan kom upp á Aerosvit- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Foros í Úkraínu. Kúbverski stór- meistarinn Lenier Dominguez (2.678) hafði hvítt gegn hollenskum kollega sínum Loek Van Wely (2.674). 31. Hxd4! cxd4 32. Dxd4 og svartur gafst upp þar sem hvítur hótar m.a. Bh3-f1-c4 og við því er ekkert viðunandi svar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Einangrun að hluta. Norður ♠Á4 ♥KD9 ♦Á843 ♣ÁD76 Vestur Austur ♠K983 ♠D10762 ♥743 ♥86 ♦D95 ♦KG ♣1082 ♣KG43 Suður ♠G5 ♥ÁG1052 ♦10762 ♣95 Suður spilar 4♥. Útspilið er smár spaði og sagnhafi sér fram á að gefa slag á spaða og minnst tvo á tígul. Þar með virðist lauf- kóngur þurfa að liggja rétt og tígullinn að koma 3-2. Annað eins hefur gerst, en hugsanlega má bæta líkurnar með réttri tímasetningu. Tígulinn þarf að fría, og hver veit – kannski lendir aust- ur í vandræðum og laufsvíningin verð- ur óþörf. Réttu handtökin eru þessi: Austur látinn eiga fyrsta slaginn á spaða- drottningu og hann gerir ekkert betra en spila spaða til baka á ásinn. Sagn- hafi tekur nú TVISVAR tromp, spilar síðan tígulás og tígli. Þann slag verður austur að eiga og þar eð hann á ekki þriðja trompið neyðist hann til að gefa slag, annaðhvort með því að spila laufi upp í gaffalinn eða spaða í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Kristinn Sigmundsson óperusöngvari mun syngja íMetropolitan-óperunni í New York í haust í Rómeó og Júlíu. Undir stjórn hvers? 2 Hver sigraði á Kaupþing Open-skákmótinu sem laukum helgina? 3 Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari kallar hanaefnilegasta unga íþróttamanninn á Íslandi í dag. Hver er hún? 4 Draumfarinn var kynntur til sögunnar fyrir flugheim-inum nýlega. Hvað er Draumfarinn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ný stofnun hefur starfsemina með því að loka vegna sumar- leyfa. Hvað heitir hún? Svar: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. Hvítar flyksur hafa svifið um höfuðborgina undanfarna daga. Hvað er hér á ferð? Svar: Asparfræ. 3. Íslenskur athafnamaður hefur keypt stærstu söluaðila Toyota í Danmörku. Hvað heitir hann? Svar: Magnús Kristinsson. 4. Svissneskt par kom öllum á óvart úti í miðri Krossá. Hvað gerði parið? Svar: Trúlofaði sig. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR ALSJÁLFVIRK mjaltavélmenni, eða mjaltaþjónar, eru komin í notkun á um átta prósent íslenskra kúabúa. Á Norðurlöndum hafa aðeins dansk- ir bændur forskot á þá íslensku í notkun á þessari tækni, en þar nota rúm níu prósent hana. Á fimm pró- sentum sænskra búa eru mjaltaþjón- ar í notkun, en hvorki Norðmenn né Finnar nota þá í miklum mæli. Baldur Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, segir þessa tækni skapa bændum ákveðinn sveigjanleika: „Vinna bóndans breytist úr líkam- legri erfiðisvinnu í það að vera eftir- litsvinna. Í staðinn fyrir að það sé mjólkað á ákveðnum tíma eru mjaltir í gangi allan sólarhringinn. Ef það kemur eitthvað upp hjá mjaltaþjón- inum, hann getur ekki sett á kú eða þvottaefnið er búið, þá hringir hann í gemsann hjá bóndanum,“ segir Bald- ur. Mjaltaþjónn vinnur þannig að þeg- ar kýrnar fara að finna fyrir þrýst- ingi í júgrunum rölta þær sjálfar inn í klefa þar sem þær fá kjarnfóður að borða á meðan vélmennið vinnur sitt verk. Mjaltaþjónninn þekkir hverja kú og geymir meðal annars upplýs- ingar um það hvenær hún var mjólk- uð síðast og hvað hún mjólkaði mikið. Hann finnur spenana með geisla- skynjara og þrífur þá áður en hann setur hylkin á og byrjar að mjólka. Mannshöndin kemur yfirleitt hvergi nálægt þessu ferli. Sjálfvirkar mjaltavélar breiðast út Íslenskir kúa- bændur í öðru sæti á Norður- löndum Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.