Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 39 SMÁSAGAN sem kvikmyndin 1408 er byggð á er skemmtilega sjálfsvís- andi en þar fjallar Stephen King um eitt af helstu minnum hrollvekju- hefðarinnar – afskekkt hótel þar sem grandalausra gesta bíður illt eitt – en aðalpersóna sögunnar, rit- höfundurinn Mike Enslin, hefur ein- sett sér að sýna og sanna að þessi hugmynd sé ekkert annað en sölu- vænleg klisja. Sjálfur skrifaði King eina af sínum frægustu sögum um þetta minni, The Shining, sem fjallar einmitt um afskekkt hótel sem ærir aðalsöguhetjuna, fjöl- skylduföðurinn Jack Torrance. Í smásögunni 1408 er þessu minni snúið á hvolf þar sem aðalsöguhetj- an kemst að því að öll afskekktu hótelin sem eiga að heita drauga- hótel eru ekkert annað en túr- istabrella, en finnur hins vegar hjarta illskunnar í hótelherbergi nr. 1408 í gömlu glæsihóteli í miðborg Manhattan. Í kvikmyndaaðlög- uninni vísar Hollywood-starfandi Svíinn Mikael Håfström í mynd- rænni útfærslu m.a. til eins af meist- arastykkjum kvikmyndasögunnar, samnefndrar aðlögunar Stanleys Kubricks á The Shining, en hótelið sem um ræðir í 1408 er fyrrverandi glæsihótel þar sem draugar fortíðar svífa yfir vötnum. En eftir einkar vel unna uppbyggingu á sögunni og spennuframvindunni og ísmeygilegu atriði þar sem hótelstjórinn (leikinn af Samuel Jackson) reynir að fá að- alsögupersónuna ofan af þeirri hug- mynd að gista í herbergi 1408, þ.e. að segja um það leyti sem Enslin skellir hurðinni á eftir sér, er líkt og botninn detti úr draugasögunni. Við tekur afskaplega mistækt ferli þar sem óhugnaðurinn víkur smám sam- an fyrir of miklum hamagangi þar sem reynt er að teygja frásögnina á langinn til að fylla upp í kvikmynd í fullri lengd. Myndin á þó sína spretti og ýmis atriði takast betur en önnur, og eru vel til þess fallin að hleypa köldum hrolli milli skinns og hörunds áhorfenda. Hér er þó rétt að minnast á að sú hvimleiða hefð að gera sælgæt- issöluhlé í miðri mynd hafði mjög neikvæð áhrif á þessa tilteknu spennumynd, því uppbygging henn- ar gerir alls ekki ráð fyrir að skorið sé á framvinduna og áhorfendum þar með „sleppt“ út úr því innilok- unar- og geðveikisrými sem læsist utan um aðalsögupersónuna og heldur henni þar uns yfir lýkur. Draugar fortíðar KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Leikstjórn: Mikael Håfström. Aðal- hlutverk: John Cusack, Jasmine Jessica Anthony, Mary McCormack og Samuel L. Jackson. Bandaríkin, 94 mín. 1408  Heiða Jóhannsdóttir Sjálfsvísandi Kvikmyndin 1408 er byggð á smásögu Stephens King og vísar öðrum þræði til sögunnar The Shining. Fréttir á SMS Stærsta kvikmyndahús landsins www.laugarasbio.is Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau Evan hjálpi okkur STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS Sýnd kl. 6, 8, og 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Byggð á sögu Stephen King Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Yippee Ki Yay Mo....!! Sýnd kl. 4 Ísl. tal - 450 kr. -bara lúxus Sími 553 2075 Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum Byggð á sögu Stephen King 450 k r. Sýnd kl. 4 og 5:45 Með íslensku tali SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Shrek,Fíóna,Asninn og Stígvélaði kötturinn eru mætt aftur í skemmtilegasta ævintýri allra tíma. eee S.V. - MBL. eee L.I.B. TOPP5.IS Sýnd kl. 7:30 og 10 “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Yippee Ki Yay Mo....!! Forsýnd kl. 10 Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann! Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino eee „Geggjaður stíll... sterk og bráðskemmtileg...bara stuð!“ - Þórarinn Þórarinnsson, Mannlíf Taxi 4 kl. 6 - 8 - 10 1408 kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.