Morgunblaðið - 16.08.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 16.08.2007, Síða 1
fimmtudagur 16. 8. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Vilja kylfingar alvöru-deildakeppni í golfi?>> 4 AP Fyrsta markið Heiðar Helguson opnað markareikning sinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton í gær þegar hann skoraði gegn Fulham. Heiðar var áður leikmaður Fulham en mark hans dugði ekki til í 2:1-tapleik. Tony Warner markvörður gerði mistök sem Heiðar nýtti sér snemma í leiknum. » 2 ÞÓREY Edda Elísdóttir, frjáls- íþróttakona úr FH, verður eini ís- lenski keppandinn á Heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum sem hefst í Osaka í Japan í næstu viku. Þar mun hún að sjálfsögðu keppa í stangarstökki og verður for- keppnin þann 26. ágúst og úrslitin síðan þriðjudaginn 28. ágúst. Frestur til að ná lágmörkum fyr- ir HM er runninn út og var Þórey Edda sú eina sem náði lágmarkinu að þessu sinni. Hún heldur til Japans í dag frá Þýskalandi þar sem hún hefur æft undanfarið. Hún komst ekki með þýska liðinu í æfingabúðir og verð- ur því ekki með þjálfarann sinn síð- ustu tíu dagana fyrir mótið. Hún fer hins vegar í aðrar æfingabúðir og eru þær í Kagawa í Japan og verður hún þar með dönsku kepp- endunum en Vésteinn Hafsteinsson verður þar og var Þórey Eddu inn- an handar með þetta. Í æfingabúð- unum verða einnig Svíar þannig að þetta verða norrænar æfingabúðir. Stanley, gamli þjálfari Þóreyjar Eddu, verður með Svíunum í búð- unum. Þórey Edda hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, hásinarn- ar hafa verið að ergja hana, en er búin að jafna sig af meiðslunum og hefur æft vel að undanförnu. Þórey Edda ein á HM FORRÁÐAMENN handknattleiks- deildar Fram hafa hafnað tilboði Vals í landsliðsmanninn Sigfús Sig- fússon. Valsmenn hafa að und- anförnu reynt að fá Sigfús í sínar raðir og hafa viðræður á milli fé- laganna staðið yfir í nokkrar vikur. Jón Eggert Hallsson formaður handknattleiksdeildar Fram sagði í gær við Morgunblaðið að tilboð Vals hefði ekki verið ásættanlegt. „Sigfús er samningsbundinn Fram næstu tvö árin og við eigum ekki von á öðru en að hann leiki með lið- inu í vetur,“ sagði Jón Eggert. Að undanförnu hafa þrír erlendir leik- menn verið til reynslu hjá félaginu en Jón segir að þeir hafi ekki staðið undir væntingum. „Leitin heldur því áfram og við eigum von á leik- manni í næstu viku sem við ætlum að skoða nánar.“ Aðspurður sagði Jón ekki vita hvort Sigfús ætlaði sér ekki að leika með Fram í vetur. „Ég hef ekkert rætt við Sigfús að undanförnu en ég vona að þessu máli sé nú lokið og hann byrji að æfa með okkur á ný.“ Sigfús fer ekki til Vals Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „ÞAÐ er eitthvað að í hnénu, en ég veit lítið hvað það er, en þetta er ekk- ert alvarlegt,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður Gummers- bach, við Morgunblaðið í gær. Hann fer í speglun í dag og þá kemur væntanlega betur í ljós hvers eðlis meiðsli hans eru. „Þetta byrjaði í mars og ég hef svona dregið þetta. Ég var orðinn fínn en það kemur alltaf vökvi í vinstra hnéð og ég var fínn í síðustu landsleikjum og eins á æfingamóti sem við vorum í um daginn. En í mótinu núna um helgina var þetta orðið mjög erfitt þó svo ég spilaði. Þetta er óþægilegt en ég get hlaupið og spilað. Læknirinn hjá okkur segir að ég geti spilað en sama og engar líkur séu á að ég geti klárað tímabilið án þess að láta laga þetta. Það er því best að hespa þessu af. Hnéð var myndað um daginn og það er allt í lagi með liðþófa og öll bönd þannig en þeir vilja kanna hvers vegna þessi vökvamyndun er. Þetta er ekkert stórmál og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina um að ná fyrsta leik eftir hálfan mánuð og geri það vonandi. Ég byrja í sjúkraþjálf- un strax eftir aðgerðina,“ sagði Guð- jón Valur sem hefur aðeins misst af tveimur deildarleikjum í þýsku deildinni þau sex tímabil sem hann hefur leikið þar. „Ég hef litlar áhyggjur af þessu, maður brosir bara og þá lagast þetta miklu fyrr. Það er ekki nema þeir skeri vitlaust hné en ég kem í veg fyrir það með því að krota „diese Seite!“ á rétta hnéð í kvöld áður en ég fer að sofa,“ sagði Guðjón Valur léttur í lund. „Næ vonandi fyrsta leik“ www.rs.is Forerunner 305 sameinar útlit og virkni og hentar jafnt fyrir byrjendur sem og atvinnumenn. Tækið fylgist stöðugt með púls, hraða, vegalengd og brennslu, og hefur innbyggðan hlaupafélaga og þjálfara sem hvetja þig áfram. Tækið ferlar leiðina með GPS móttakaranum sem þú getur skoðað og haldið utanum í tölvunni þinni. ÁNANAUSTUM 1 101 REYKJAVÍK SÍMI 520 0000 - góður félagi í Reykjavíkurmaraþonið!GPS hlaupatæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.