Morgunblaðið - 17.08.2007, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.2007, Page 1
föstudagur 17. 8. 2007 bílar mbl.isbílar Santa Fe II Lux reynslukeyrður á þjóðvegum landsins >> 2 MINI Á BRAUTINA ÖFLUGRI, LÉTTARI OG LIPRARI MINI COOPER CHALLENGE VÆNTANLEGUR Á NÆSTA ÁRI >> 4                           !! ÞEGAR framleiðendur BMW réðu listamanninn Ólaf Elíasson til þess verks að hanna listbíl útfrá H2R vetniskappakstursbíl þeirra, datt þeim ábyggilega ekki í hug að hann myndi gera eins róttækar breytingar á bílnum og raun ber vitni. Afraksturinn er einstakur bíll sem er hug- myndafræðilega stórsniðugur, eitthvað fyrir augun og andann, en það verður seint sagt að bíllinn sé praktískur enda ekki ætlunin. Meginefniviðurinn sem Ólafur notaði til verksins var einmitt í anda orkugjafa vetn- isbílsins - nefnilega vatnið. Ólafur byrjaði á að fjarlægja yfirbyggingu keppnisbílsins og setti í hennar stað stálnet og pólerað stál sem - ásamt miklu magni af vatni - myndar ísilagða skel yf- ir bílnum. Afraksturinn er sannkallaður ís- skúlptúr. Því má segja að Ólafur hafi í senn búið til einstakan skúlptúr sem sýnir jafnframt marga og ólíka eiginleika vatnsins. Þróun HR2 vetniskappakstursbílsins frá BMW hófst fyrir rúmum tveimur árum og verður hann kynntur almenningi í fyrsta sinn undir klakabryjnu Ólafs. Klakabíllinn verður til sýnis í nýlistasafni San Francisco borgar frá og með 8. september næstkomandi og fram í jan- úar á næsta ári. Verður bíllinn til sýnis í kældu herbergi í safninu þar sem sem getur jafn- framt að líta vídeómynd sem sýnir tilurð verks- ins. Klakabíll Undir klakabrynjunni og stálplötunum leynist vetniskappakstursbíllinn BMW H2R. Þróun bílsins hófst fyrir rúmum tveimur árum. Kappakstursbíll í klakabrynju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.