Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HERTOGINN af Kent afhjúpaði í gær minn- isvarða um alla þá flugliða bandamanna, sem hér dvöldust á tímum síðari heimsstyrjaldar- innar. Við athöfnina hélt hertoginn ræðu þar sem hann heiðraði minningu þeirra sem féllu fyrir málstaðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, var einnig viðstaddur athöfnina og sagðist við tilefnið vona að komandi kyn- slóðir þyrftu ekki að færa jafn miklar fórnir til að lifa við frið og lýðræði. Það var Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Flugmálafélag Íslands sem höfðu forystu um gerð minnisvarðans. Arngrímur var einn af þeim sem tóku til máls við afhöfnina í gær og minntist þá hlutverks flugsveita Bandamanna. Krafðist mikilla fórna Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari gegndu flugherir bandamanna stóru hlutverki í vörnum Íslands og baráttu um siglingaleiðir yfir Atlantshaf og norður til Rússlands. Hundruð breskra, bandarískra, kanadískra og norskra flugmanna tóku þátt í sjóhernaðinum, einkum frá flugvöllum í Reykjavík og Kaldaðarnesi. Rannsóknir sagnfræðinga á þróun styrjaldar- innar hafa m.a. leitt í ljós að flugsveitir sem staðsettar voru hér á landi áttu drjúgan þátt í að yfirbuga þýska kafbátaflotann og tryggja bandamönnum þannig sigur í orrustunni um Atlantshafið. Á stríðsárunum tókst bandamönnum jafn- framt að opna nýja flugleið, yfir norðanvert Atlantshaf, og höfðu flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík mikla þýðingu fyrir þá samgöngu- æð. Gerði hún þeim kleift að ferja þúsundir flugvéla yfir hafið frá Bandaríkjunum og halda uppi mikilvægum liðs- og birgðaflutningum loftveginn. Svo mikið flug til og frá landinu krafðist mikilla fórna, enda var flugtæknin til- tölulega stutt á veg komin. Fjöldi herflugvéla fórst á íslenskri grundu og á hafinu umhverfis landið. Hundruð flugmanna létu lífið. Töluvert rigndi í Fossvoginum áður en at- höfnin hófst en nánast um leið og sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, hóf upp raust sína, áður en minnisvarðinn var afhjúp- aður, stytti upp – og hélst þurrt þar til yfir lauk. Meðal gesta í Fossvogskirkjugarði í gær voru auk áðurnefndra Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, Alp Mehmet, sendiherra Bretlands, ásamt fyrrverandi flug- mönnum hins konunglega flughers Breta. Hertoginn af Kent afhjúpaði minnisvarða um herflugmenn sem dvöldust hér á landi Heiðraði minningu fallinna Morgunblaðið/G.Rúnar Stytti upp Hertoginn af Kent afhjúpaði minnisvarðann í Fossvogskirkjugarði í gærdag en áður sagði sr. Jón A. Baldvinsson nokkur orð. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SÁTT og samstaða um verndun og nýtingu náttúruverndarsvæða er það sem ríkisstjórnin vonast til að verði niðurstaða vinnu nýrrar verkefnis- stjórnar sem undirbúa á rammaáætl- un um þessi mál. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra og Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra á blaðamannafundi í gær en þá var starfi verkefnisstjórnarinnar ýtt úr vör. Alls sitja ellefu manns í stjórn- inni og er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, for- maður hennar. Að sögn iðnaðarráð- herra var skipað í hana eftir tilnefn- ingum helstu hagsmunaaðila. Áhersla er í áætluninni lögð á vatnsafls- og jarðhitasvæði og sagði umhverfisráðherra á fundinum að markmiðið væri að „skapa faglegar forsendur fyrir ákvörðun um vernd og nýtingu náttúrusvæða“. Verkefn- ið væri eitt hið brýnasta sem Íslend- ingar stæðu frammi fyrir og um það ríkti eining milli stjórnarflokkanna. Þórunn sagði að um langt árabil hefði verið deilt harkalega um nátt- úru landsins, nýtingu hennar og verndun. „Landsmenn hafa gjarnan skipað sér í fylkingar og því hefur verið haldið fram að hér væri verið að takast á um ósamrýmanleg sjón- armið. Að annaðhvort aðhyllist menn virkjun eða verndun, að annaðhvort séu menn fyrir hagvöxt eða stöðnun. Þessi afstaða er auðvitað fjarri öllum veruleika og hún er líka mjög ólíkleg til árangurs,“ sagði Þórunn. Íslend- ingar þyrftu að nýta náttúruna og auðlindir hennar á sjálfbæran hátt og hluti nýtingarinnar gæti verið verndun. Gamalt deilumál leitt til sátta „Í þessu verkefni hafa allir hlut- verk og ábyrgð, bæði ríkisstjórn, sveitarfélög, almenningur og fræða- stofnanir,“ sagði Þórunn og bætti við að hún vonaðist til að vinnan á næstu misserum leiddi til sátta um „þetta gamla deilumál hér á landi“. Össur Skarphéðinsson sagði þá staðreynd að iðnaðar- og umhverf- isráðherra sætu saman „eins og lömb í aldingarðinum Eden“ undirstrika mikla áherslu ríkisstjórnarinnar á að ná sátt í þessum málaflokki. Búast mætti við að Alþingi tæki ákvörðun í málinu í framhaldi af skýrslu stjórn- arinnar í lok árs 2009 eða snemma árs 2010. „Það var líka partur af þessari niðurstöðu hjá ríkisstjórn- inni að þangað til yrði ekki ráðist í neinar framkvæmdir eða rannsóknir á ósnortnum svæðum sem ekki var búið að veita leyfi til,“ sagði Össur. Vissulega væru ekki öll fyrirtæki ánægð með þetta en brýnt væri að verkefnisstjórnin lyki verki sínu fyrst. „Það er stefnt að því til að ná sem mestri sátt um þetta starf að hafa það eins opið og hægt er. Það er þess vegna sem ég legg áherslu á að verk- efnisstjórninni er beinlínis falið að hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á sínum starfstíma.“ Þetta yrði meðal annars gert með opnum kynningarfundum og með sérstakri upplýsingavefsíðu. Þá yrði boðað til sérstaks samráðs- vettvangs allra hagsmuna- og áhuga- aðila um þetta mál. Össur benti á að verkefnið væri ekki að öllu leyti nýtt. Gríðarlega mikið hefði verið unnið af því á síð- ustu árum, allt frá því að iðnaðarráð- herra skipaði sérstaka verkefna- stjórn til að vinna áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma árið 1999. Í skýrslu sem sú verkefnastjórn skil- aði árið 2003 var lagt mat á rúmlega 40 virkjanakosti, en ný þriggja manna verkefnastjórn var skipuð í september árið 2004. Þá hófst vinna við annan áfanga rammaáætlunar- innar og lauk henni í maí. Formaður beggja verkefnastjórnanna var Sveinbjörn Björnsson. Landslag metið Sveinbjörn, sem sat fundinn, sagði að í fyrsta áfanga vinnunnar hefði verið lögð áhersla á að rannsaka jök- ulár á hálendinu og næst hefðu há- hitasvæði nærri byggð verið skoðuð. Í öðrum áfanga væri m.a. stefnt að því að skoða næstum öll háhitasvæði sem ekki væru undir jökli og bera þau saman. „Annar þáttur sem verð- ur sérstaklega tekinn fyrir núna er mat á landslagi,“ sagði Sveinbjörn. Vinna stæði yfir við mjög stórt verk- efni sem gengi út á að skoða hvernig landslag er metið. Svanfríður Jónasdóttir sagði nýju verkefnisstjórnina byggja á því mikla og góða verki sem hingað til hefði verið unnið. Meginmarkmiðið væri að ljúka á næstunni því starfi sem byrjað hefði verið á árið 1999. Von ríkisstjórnarinnar væri að þessi vinna leiddi til meiri sáttar um hvernig náttúrugæði landsins væru nýtt og „hvort og þá hvernig þau verða nýtt eða vernduð“. „Ég er nokkuð viss um að þetta verkefni á eftir að færa okkur ýmsa spennandi möguleika og margt nýtt að takast á við,“ sagði hún. Sátt verði um alla nýtingu Í HNOTSKURN »Verkefnastjórninni sem núer að hefja störf er ætlað að skila skýrslu til iðnaðar- og umhverfisráðherra fyrir 1. júlí 2009. » Á þeirri skýrslu verðurvinna löggjafans og fram- kvæmdavaldsins síðan byggð. »Verkefnisstjórnin á m.a.að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, skoða áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar, meðal annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóð- hagslegs gildis. » Þá á hún að skilgreina ogmeta áhrif á hagsmuni allra þeirra sem nýtt geta þessi sömu gæði. ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að ákveðin áherslu- breyting hafi átt sér stað í tengslum við hina nýju verkefnisstjórn sem iðn- aðarráðherra skipaði í samráði við umhverfisráðherra. Í fyrsta áfanga rammaáætlunarinnar hafi helsta áherslan verið á nýtingu náttúrunnar en „nú leggjum við verndunina að jöfnu. Ég er þeirrar skoðunar að verndun sé bara ein tegund nýtingar,“ segir Þórunn. „Fókusinn var aðallega á orkunýtingu en nú verður þessu gert jafnhátt undir höfði í vinnunni og það er auðvitað grundvallaratriði,“ bætir hún við. Þórunn kveðst telja að um áherslubreytingu sé að ræða. „Það lýsir sér í því að við erum að gera þetta saman, umhverfis- og iðnaðarráðuneytið og það er þannig skipað í hópinn að það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Við erum að setja stefnuna þangað.“ Það sé brýnt að klára verkefnið svo Alþingi geti tekið afstöðu til málsins. Þórunn kveðst telja að sá tími sem er til stefnu sé nægilegur. „Við ætlum að setja meiri pening í þetta og það er hægt en það verður auðvitað að vinna þetta mjög vel,“ segir hún. Væntanlega sé þó nokkuð umfangsmikið starf framundan og viðamiklar rannsóknir á háhitasvæðunum verði þar væntan- lega fyrirferðarmestar. Ákveðin áherslubreyting Tveggja ára vinna við gerð áætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða Morgunblaðið/G.Rúnar Kynning Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi háskólarektor, Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, kynntu verkefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.