Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá þýska handknattleiks- liðinu Gummers- bach duttu ekki í lukkupottinn þegar dregið var til 8 liða úrslita í bikarkeppninni í gær. Gummersbach dróst á móti HSV Hamburg og fer leikurinn fram í Color Line Arena í Ham- borg annaðhvort 19. eða 20. desem- ber.    Heiðmar Felixson og samherjarhans hjá Burgdorf sem kom- ust svo óvænt í 8 liða úrslit bik- arkeppninnar eiga erfitt verkefni fyrir höndum því þeir mæta Rhein- Neckar-Löwen í SAP-íþróttahöll- inni í Mannheim. Þá leikur Kiel við 2. deildar liðið Friesenheim og Düsseldorf fær Nordhorn í heim- sókn.    Logi Geirsson var í leik-mannahópi Lemgo þegar liðið vann nauman sigur á Århus GF, 33:32, á heimavelli í 32 liða úrslit- um EHF-keppninnar í handknatt- leik í fyrradag. Loga tókst ekki að skora en þetta var fyrsti kapp- leikur hans í nærri hálft ár. Sturlu Ásgeirssyni lánaðist ekki heldur að skora fyrir Århus GF í leiknum. Lemgo komst áfram í 16 liða úrslit með samtals tveggja marka mun eftir að hafa einnig unnið með eins marks mun í fyrri leiknum.    Þýskir handknattleiksmenn söfn-uðu í gær 100.000 evrum, tæp- lega 9 milljónum króna, í sjóð Joac- hims Deckarms með góðgerðarleik í Saarland-Halle í gær. Deckarm var einn fremsti handknattleiks- maður undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og leikstjórnandi vestur-þýska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari 1978. Ári síðar fékk Deckarm þungt höfuðhögg er hann féll í gólfið eftir að hafa verið hlaupinn niður í Evrópuleik í Ta- tabanya í Ungverjalandi. Deckarm var meðvitundarlaus í nærri hálft ár eftir höggið en hefur síðan verið bundinn við hjólastól, mikið lamað- ur. Á hverju ári frá slysinu hafa þýskir handknattleiksmenn leikið góðgerðarleik og þannig safnað fé í sjóð sem létt hefur undir fram- færslu Deckarms.    Gro Hammer-seng, fremsta hand- knattleikskona Norðmanna, varð fyrir því óláni að fingurbrotna nú fyrir helgina, að- eins fáeinum dögum áður en heimsmeist- aramótið í handknattleik hófst í Frakklandi. Hún fékk sérstakt leyfi til þess að leika með nýja teg- und af spelku í keppninni en sækja þurfti um undanþágu til þess hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu. Hammerseng mætti galvösk til leiks í gær með norska landsliðinu þegar það vann Angóla, 32:26, í upphafsleik sínum á HM. Norð- menn eru ríkjandi Evrópumeist- arar.    Alfreð Jóhannsson, markahæstileikmaður Njarðvíkur í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, gekk í gær til liðs við 1. deildar lið Víkings úr Ólafsvík. Alfreð, sem skoraði 6 mörk í 20 leikjum fyrir Njarðvíkinga í sumar, á að baki 36 leiki með Grindavík í efstu deild. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Ragna segir að áhugi hennar á bad- mintoníþróttinni hafi vaknað þegar hún var í 3. bekk í Langholtsskóla en á þeim tíma var öllum í þeim árgangi boðið að æfa hjá TBR án þess að greiða æfingagjöld. Það var stutt fyr- ir Rögnu að fara á æfingar úr Sól- heimum þar sem hún bjó og hún hafði einnig góða fyrirmynd á heimilinu hvað badmintonið varðar. „Bróðir minn sem er þremur árum eldri hafði farið í gegnum þetta ferli og hann hélt áfram að æfa. Ætli ég hafi ekki horft það mikið upp til bróð- ur míns að ég gerði bara eins og hann. Ég var einu ári á undan í skóla og byrjaði því í badminton tveimur árum eftir að hann byrjaði,“ segir Ragna en hún var einnig með hugann við áhaldafimleika og stundaði hún fim- leika fram undir fermingu. Fimleikar góður grunnur „Ég er handviss um að fimleika- þjálfunin er besti grunnur sem ég hefði getað fengið fyrir badmintonið og það gildir að ég held um allar íþróttir. Mér sýnist að þeir krakkar sem fara úr fimleikum og í aðrar íþróttir nái oftar en ekki betri árangri en margir aðrir. Fimleikaþjálfunin reyndist mér vel og ég held að það séu mun fleiri sem geti tekið undir það.“ Það er greinilegt að Ragna er vel skipulögð og gefur sig alla í íþróttina. Hún stundar háskólanám í heimspeki og sálfræði og hún telur sig einnig eiga „líf“ fyrir utan badmintonið. „Jú, þetta tekur allt mjög mikinn tíma, æf- ingar og skólinn eru í forgangi, en ég les mikið af bókum og skrepp með vinum mínum út á lífið af og til,“ segir Ragna. Hún þakkar foreldrum sínum og eldri bróður það að hún tók með- vitaða ákvörðun um að drekka ekki áfengi. „Mér fannst það bara eðlilegt. Og ég fer oft út að skemmta mér með vinum mínum en vinahópur minn stundar ekki badminton. Katrín Atla- dóttir er eina vinkona mín sem spilar badminton eins og ég. Auðvitað hafa margir reynt að setja pressu á mig og boðið mér að drekka, en ég hef ekki haft áhuga á því. Í dag er þetta ekkert efni í skáld- sögu. Það vita allir sem ég þekki hvernig ég vil hafa hlutina og það eru allir hættir að „bögga“ mig með ein- hverri pressu. Sumir hafa talið það kost að eiga vinkonu sem er alltaf á bíl og „bílstjóranafnið“ hefur fest við mig. Ég kann ekkert allt of vel við þann stimpil en ég get alveg sagt að það er mikill kostur að geta sest undir stýri um hánótt í miðborg Reykjavík- ur og keyrt heim í stað þess að bíða eftir leigubíl.“ Á ferð og flugi Á undanförnum árum hefur Ragna ferðast út um allt og komið við í flest- um heimsálfunum. Hún segir að löng ferðlög geti vissulega sett allt úr skorðum hjá íþróttafólki sem ætlar sér að ná góðum árangri í keppni er- lendis og þá sérstaklega ef ferða- félaga eða þjálfara vantar með í för- ina. „Fyrir síðustu Ólympíuleika, 2003-2004, fór í allar þessar ferðir ein. Það var alveg á mörkunum að ég þyldi sjálfa mig því ég talaði bara við sjálfa mig ef mér leiddist. Það er ekki gott til lengdar,“ segir Ragna og hlær. Hún setti fram þá ósk að fá þjálfarann Jónas Huang með í ferða- lögin fyrir þessa törn sem nú stendur yfir og það gekk eftir. „Jónas er með konu og barn hérna á Íslandi en hann lifir fyrir badmintonið og var til í slag- inn. Hann þekkir mig líka frá a til ö. Ég hef ekki haft annan þjálfara frá því ég var 11 ára gömul og hann kann sitt fag. Jónas fór líka með Elsu Niel- sen á Ólympíuleikana árið 1996 í Atl- anta og hann veit því hvernig allt gengur fyrir sig.“ Ragna segir að þrátt fyrir að hún hafi farið víða á undanförnum árum hafi hún nánast ekkert getað kynnt sér staðhætti og skoðað sig um. „Ég hef sett mér það markmið að komast á Ólympíuleikana og ég er því ekki að eyða orku í að versla eða skoða ferða- mannastaði. Það er bara ekki hægt en ég mun eflaust gera slíkt síðar meir þegar markmiðin verða kannski önn- ur. Í raun eru þessi keppnisferðalög öll eins. Flug, hótel, keppnisstaður, hótel, flug og heim. Ég hef sagt það að ég gæti í raun alltaf hafa verið á Akureyri í þessum keppnisferðum. Það er lítill munur á þessum ferðalög- um – nema þau eru mislöng að sjálf- sögðu.“ Of mikið af því góða? Á undanförnum árum hefur Rögnu staðið það til boða að fara í ýmsar badmintonakademíur í Evrópu og á Norðurlöndunum. „Ég hafði séð marga krakka fara í slíka skóla og þeir hafa margir alveg misst áhugann á íþróttinni eftir að hafa farið í gegn- um þetta ferli. Ég vil frekar einbeita mér 100% að badmintoníþróttinni í stuttan tíma í einu á hverjum degi og geta gert eitthvað allt annað þess á milli. Ég hugsaði mikið um þetta á sínum tíma, að fara út og stunda nám í svona íþróttaakademíu, en ég sá að ég var ekki tilbúin í að hugsa um bad- minton í 6-8 tíma samfellt á hverjum degi. Ég valdi því að fara í Háskóla Íslands, og ég byrjaði í sjúkraþjálfun en valdi síðar heimspeki og sálfræði.“ Fær mikinn stuðning Ragna æfir eins og oft hún getur og segir hún að forráðamenn TBR hugsi um sig eins og prinsessu. Ég get alltaf gengið að því að fá aðstöðu og ég fæ mikinn stuðning frá mínu félagi. Ég þarf að æfa snerpuna mikið, enda er það minn helsti veikleiki að ég er ekki eins fljót og margar aðrar stelpur, en ég tel að það sé einnig minn styrkur. Ég er rétt um 1,80 m á hæð og get því slegið boltann frá andstæðingum mínum áður en hann nær hæstu Á líka líf fyrir utan badmintonið  Ragna Ingólfsdóttir ætlar að láta ólympíudrauminn rætast  „Ég var ekki tilbúin í að hugsa um badminton í 6-8 tíma samfellt á hverjum degi“ ÁRIÐ 2007 verður án efa eft- irminnilegt hjá hinni 24 ára gömlu Rögnu Ingólfsdóttur en hún hefur glímt við mótlæti og jafnframt fagnað sigrum á alþjóðlegum mót- um í badminton. Ragna er í hópi 60 efstu á heimslistanum í badminton og stefnir hún á að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Ragna hefur á und- anförnum fimm árum fagnað sigri í einliðaleik á Íslandsmótinu og er hún í sérflokki hér á landi í keppni við aðrar konur. Hún æfir tvisvar á dag flesta daga vikunnar og þess á milli er hún á ferðalögum og keppir á alþjóðlegum mótum. Hún hefur náð ótrúlegum árangri á þessu ári þrátt fyrir að glíma við slitið kross- band og fáir einstaklingar sem stunda afreksíþróttir hafa valið þá leið sem Ragna hefur valið.                                  !"#   $%   &'(  )*%    !+  '# *  ,*%   '%-,   &      ',#%    !.##    */(                                              ! "    #   & ' (  ! )      *  001 002 ÞEIR sem slíta fremra krossband í hné og fara í aðgerð til þess að fá bót meina sinna verða oftar en ekki að sætta sig við 6-9 mánaða endurhæf- ingu áður en hægt er að hefja keppni að nýju. Fjölmargir þekktir íslensk- ir íþróttamenn hafa náð frábærum árangri í sinni íþrótt þrátt fyrir að hafa slitið fremra krossband en margir hafa þurft að draga úr æfing- um og jafnvel hætt eftir slík meiðsli. Ragna Ingólfsdóttir sleit fremra krossband í keppni í Hollandi í maí á þessu ári og segir að hún hafi ekki fundið meiri sársauka á lífsleiðinni. „Ég var búin að slá boltann og vinstri fóturinn á mér rann til hliðar en keppnisgólfið var frekar sleipt. Ég fann eitthvað smella í hnénu og gríðarlegur sársauki fylgdi á eftir. Ég fékk meðhöndlun hjá lækni strax og hann taldi að ég væri ekki með slitið krossband. Það var gríðarlegur léttir á þeim tíma en þegar ég kom heim og fór í myndatökur kom í ljós að fremra krossbandið var slitið. Ég vildi ekki trúa því en þetta var mikið áfall. Þeir læknar sem ég talaði við sögðu að ég þyrfti að fara í aðgerð – og að það væri vonlaust að reyna að halda áfram án þess að láta laga krossbandið,“ segir Ragna. Hún heimsótti 6-7 bæklunarskurðlækna og alls staðar fékk hún sömu svör. Slit á fremra krossbandi í hné eru mjög alvarleg meiðsli en Ragna vildi ekki gefa upp drauminn um að kom- ast á Ólympíuleikana í Peking á næsta ári og hún fékk svörin sem hún vildi heyra hjá einum lækni. „Ég hitti lækni hérna úti í lækna- miðstöðinni í Glæsibæ og hann var sá eini sem sagði að samkvæmt rannsókn væru 30% líkur á því að ég gæti haldið áfram að æfa og keppa án þess að fara í aðgerð. Og án þess að skemma hnéliðinn. Þetta svar var allt sem ég þurfti og ég ákvað þarna inni hjá lækninum að ég ætlaði mér að vera ein af þessum 30% sem gætu haldið áfram án þess að fara í að- gerð. Enda var þetta eina leiðin fyrir mig ef ég ætlaði mér að halda áfram og komast á Ólympíuleikana.“ Ragna gerði það sem hún er vön að gera. Hún æfði meira en nokkru sinni áður og í 4-6 klukkustundir á dag gerði hún ýmsar styrktaræf- ingar fyrir hnéð. „Ég sat bara fyrir framan tölvuna eða horfði á sjón- varpið til þess að drepa tímann og á meðan gerði ég æfingarnar sem lagðar voru fyrir mig. Þessar æfing- ar gerði ég tvisvar sinnum á dag og í Slitið krossband stöðvar ekki Rögnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.